Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
www.danco.is
Heildsöludreifing
Fyrirtæki og verslanir
Allt fyrir yngstu kynslóðina
Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is
Slökkviliðsstöð tré
m/fylgihlutum 22 cm
BigTree-Skurðarbretti
12 stk. pk
Tré-púsl Animals
2 teg.
MiniClub-Risaeðla
m/ljósi, hljóði, upptöku
MiniClub-Kanínur
Hugguteppi
3 teg. 27 cm
MiniClub-Borðleikfang
m/sogskál 2 teg.
Dráttarbíll m/ljósi
og hljóði 16 cm
Tré-púsl Dýr & Bílar
4 teg.
BigTree-Hringja
Píramidi 10x16 cm
2-Play Trélest
34x7x9 cm
2-Play Trébátur
20x20 cm. 24 stk
Sundkútur með sæti
(6-12 mán.)
BigTree-Kubbapúsla
10x10x5 cm
TISSOTWATCHES .COM
TISSOT, INNOVATORS BY TRADITION
SKARTGRIPIR&ÚR
SÍÐAN 1923
Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is
#ThisIsYourTime
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Frumættleiðingar frá útlöndum
voru níu í fyrra eða talsvert fleiri en
árin tvö á undan þegar þær voru
einungis fjórar hvort ár. Frumætt-
leiðingar frá útlöndum höfðu aldrei
verið jafn fáar á einu ári og á ár-
unum 2017 og 2018. Frumættleiðing
merkir ættleiðingu á barni sem ekki
er barn maka umsækjanda. Þetta
kemur fram í frétt Hagstofu Ís-
lands.
„Fyrir utan árin 2017-2018 voru
frumættleiðingar frá útlöndum
fæstar 1992 þegar einungs fimm
börn voru ættleidd erlendis frá.
Flest börn voru ættleidd frá útlönd-
um árið 2005 þegar 41 frumættleið-
ing átti sér stað. Undanfarin ár hafa
flest ættleidd börn verið frá Tékk-
landi og árið 2019 voru einnig flest-
ar ættleiðingar þaðan eða sjö,“ að
sögn Hagstofunnar.
Stjúpættleiðingar í fyrra voru 31
eða tíu færri en 2018. Í öllum til-
vikum var stjúpfaðir kjörforeldri en
það hefur verið algengast. Frum-
ættleiðingar innanlands voru níu í
fyrra. Stjúpættleiðing er ættleiðing
á barni eða kjörbarni maka um-
sækjanda.
Ættleiðingum fækkar almennt
Íslensk ættleiðing er eina ættleið-
ingarfélagið á Íslandi og er með lög-
gildingu frá dómsmálaráðuneytinu
til að annast ættleiðingar frá Búlg-
aríu, Kína, Kólumbíu, Tékklandi eða
Tógó. Elísabet Hrund Salvarsdóttir,
formaður félagsins, sagði að tölur
Hagstofunnar sýni hvenær ættleið-
ing er endanlega staðfest hjá sýslu-
manni. Það ferli getur tekið nokk-
urn tíma. Íslensk ættleiðing miðar
hins vegar við hvenær börnin koma
til landsins og þá er ekki jafn mikill
munur á fjölda ættleiddra barna á
milli ára og hjá Hagstofunni.
„Tékkar til dæmis samþykkja
ekki að ættleiðingarferlinu sé að
fullu lokið fyrr en
7-8 mánuðum eft-
ir að barnið er
komið hingað,“
sagði Elísabet.
„Þeir vilja fá eft-
irfylgniskýrslur
og eru strangir á
því, fá raunar alls
níu skýrslur um
hvert barn. Þeir
þurfa að fá þrjár
þessara skýrslna áður en ættleið-
ingin er endanlega samþykkt.“ Hún
þekkti engin dæmi þess að börn
sem komin voru til Íslands hafi ver-
ið tekin til baka. Á meðan beðið er
endanlegs samþykkis er barnið í
fóstri hjá væntanlegum kjörforeldr-
um.
Það sem af er þessu ári hafa fjög-
ur börn, 3-4 ára, komið frá Tékk-
landi. Þá bíða tvær fjölskyldur eftir
börnum, öðru frá Kína og hinu frá
Tógó. Í fyrra komu hingað fimm
börn til ættleiðingar, fjögur frá
Tékklandi og eitt frá Tógó. Elísabet
sagði að mörg ættleiddu barnanna
frá Tékklandi hafi dvalið þar á
barnaheimilum eða hjá fósturfjöl-
skyldum.
Hún sagði að ættleiðingum sé al-
mennt að fækka á heimsvísu. „Lönd
sem mörg börn komu frá á árum áð-
ur eru ekki lengur opin fyrir ætt-
leiðingum. Regluverkið hefur líka
breyst og ferlið allt orðið miklu
flóknara og tímafrekara en það
var,“ sagði Elísabet.
Biðlistinn eftir ættleiðingu hjá Ís-
lenskri ættleiðingu hefur styst og
nú eru fjórtán umsóknir í bið. Flest-
ar eru um að fá að ættleiða barn frá
Tékklandi. Elísabet sagði að nú taki
lengri tíma en áður að fá forsam-
þykki frá íslenskum yfirvöldum til
að mega ættleiða barn erlendis frá.
Kerfið sé svifaseinna en áður. „Við
vorum að fá samþykkta fyrstu um-
sóknina í Kólumbíu um ættleiðingu
fyrir samkynhneigt par. Það er
mjög ánægjulegt,“ sagði Elísabet.
Fjöldi ættleiðinga 2000 til 2019
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Stjúpættleiðingar Frumættleiðingar – Ísland Frumættleiðingar – útlönd
'00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19
Heimild:
Hagstofa Íslands
49
31
9
9
46
Frumættleið-
ingum fjölgaði
Flest börn ættleidd frá Tékklandi
Elísabet Hrund
Salvarsdóttir
Nes á Seltjarnarnesi er kjörinn
framtíðarstaður fyrir Náttúru-
minjasafn Íslands með hliðsjón af
nánd við hafið, fjölbreyttri náttúru
staðarins og menningarsögulegu
gildi hans. Hús Lækningaminja-
safns Íslands sem er hálfbyggt á
Nesi hentar vel fyrir starfsemi
safnsins. Auðvelt er að endurhanna
húsið skv. nýjum þörfum, fram-
kvæmdir tækju ekki langan tíma og
áætlaður kostnaður er um 650 millj-
ónir króna.
Þetta segir í skýrslu starfshóps
mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins sem greindi möguleika í
húsnæðismálum Náttúruminjasafns
Íslands. Sem sakir standa er safnið,
sem sett var á laggirnar árið 2007,
ekki í eigin húsnæði, hvorki til sýn-
ingahalds né annars. Þó er undir
þess merkjum uppi sýningin Vatnið
í náttúru Íslands í Perlunni sem var
opnuð 2018.
„Það er löngu tímabært að þjóðin
eignist glæsilegt náttúrufræðisafn
og að því stefnum við, segir á vef
menntamálaráðuneytisins, haft eftir
ráðherranum Lilju Alfreðsdóttur.
Það var 2007 sem fulltrúar frá
Seltjarnarnesbæ, menntamála-
ráðuneytinu, Læknafélagi Íslands,
Læknafélagi Reykjavíkur og Þjóð-
minjasafni Íslands sömdu um bygg-
ingu og rekstur Lækningaminja-
safns Íslands. Framkvæmdir hófust
2008 og átti að ljúka árið eftir, en
bankahrunið felldi þær áætlanir.
Hefur húsið, sem er um 1.400 fer-
metrar að grunnfleti, staðið fokhelt
um árabil.
Svo fór árið 2012 að Seltjarnar-
nesbær sagði sig frá samningi um
að bæjarfélagið stofnaði og ræki
safn um lækningaminjar – en bauð
ríkinu húsið fyrir náttúruminjasafn
sem þá var í undirbúningi. Nú hef-
ur fýsileiki þess verið kannaður og
bendir margt til að byggingin sé
ákjósanleg í því skyni, eins og að
framan greinir. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Seltjarnarnes Fremst er hús Lækningaminjasafns Íslands sem gæti fengið
nýtt hlutverk. Fjær er Nesstofa, bústaður landlæknis, reist 1761-1767.
Náttúruminjasafn verði á Nesi