Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Allt fyrir yngstu kynslóðina Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is Slökkviliðsstöð tré m/fylgihlutum 22 cm BigTree-Skurðarbretti 12 stk. pk Tré-púsl Animals 2 teg. MiniClub-Risaeðla m/ljósi, hljóði, upptöku MiniClub-Kanínur Hugguteppi 3 teg. 27 cm MiniClub-Borðleikfang m/sogskál 2 teg. Dráttarbíll m/ljósi og hljóði 16 cm Tré-púsl Dýr & Bílar 4 teg. BigTree-Hringja Píramidi 10x16 cm 2-Play Trélest 34x7x9 cm 2-Play Trébátur 20x20 cm. 24 stk Sundkútur með sæti (6-12 mán.) BigTree-Kubbapúsla 10x10x5 cm TISSOTWATCHES .COM TISSOT, INNOVATORS BY TRADITION SKARTGRIPIR&ÚR SÍÐAN 1923 Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is #ThisIsYourTime Guðni Einarsson gudni@mbl.is Frumættleiðingar frá útlöndum voru níu í fyrra eða talsvert fleiri en árin tvö á undan þegar þær voru einungis fjórar hvort ár. Frumætt- leiðingar frá útlöndum höfðu aldrei verið jafn fáar á einu ári og á ár- unum 2017 og 2018. Frumættleiðing merkir ættleiðingu á barni sem ekki er barn maka umsækjanda. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Ís- lands. „Fyrir utan árin 2017-2018 voru frumættleiðingar frá útlöndum fæstar 1992 þegar einungs fimm börn voru ættleidd erlendis frá. Flest börn voru ættleidd frá útlönd- um árið 2005 þegar 41 frumættleið- ing átti sér stað. Undanfarin ár hafa flest ættleidd börn verið frá Tékk- landi og árið 2019 voru einnig flest- ar ættleiðingar þaðan eða sjö,“ að sögn Hagstofunnar. Stjúpættleiðingar í fyrra voru 31 eða tíu færri en 2018. Í öllum til- vikum var stjúpfaðir kjörforeldri en það hefur verið algengast. Frum- ættleiðingar innanlands voru níu í fyrra. Stjúpættleiðing er ættleiðing á barni eða kjörbarni maka um- sækjanda. Ættleiðingum fækkar almennt Íslensk ættleiðing er eina ættleið- ingarfélagið á Íslandi og er með lög- gildingu frá dómsmálaráðuneytinu til að annast ættleiðingar frá Búlg- aríu, Kína, Kólumbíu, Tékklandi eða Tógó. Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formaður félagsins, sagði að tölur Hagstofunnar sýni hvenær ættleið- ing er endanlega staðfest hjá sýslu- manni. Það ferli getur tekið nokk- urn tíma. Íslensk ættleiðing miðar hins vegar við hvenær börnin koma til landsins og þá er ekki jafn mikill munur á fjölda ættleiddra barna á milli ára og hjá Hagstofunni. „Tékkar til dæmis samþykkja ekki að ættleiðingarferlinu sé að fullu lokið fyrr en 7-8 mánuðum eft- ir að barnið er komið hingað,“ sagði Elísabet. „Þeir vilja fá eft- irfylgniskýrslur og eru strangir á því, fá raunar alls níu skýrslur um hvert barn. Þeir þurfa að fá þrjár þessara skýrslna áður en ættleið- ingin er endanlega samþykkt.“ Hún þekkti engin dæmi þess að börn sem komin voru til Íslands hafi ver- ið tekin til baka. Á meðan beðið er endanlegs samþykkis er barnið í fóstri hjá væntanlegum kjörforeldr- um. Það sem af er þessu ári hafa fjög- ur börn, 3-4 ára, komið frá Tékk- landi. Þá bíða tvær fjölskyldur eftir börnum, öðru frá Kína og hinu frá Tógó. Í fyrra komu hingað fimm börn til ættleiðingar, fjögur frá Tékklandi og eitt frá Tógó. Elísabet sagði að mörg ættleiddu barnanna frá Tékklandi hafi dvalið þar á barnaheimilum eða hjá fósturfjöl- skyldum. Hún sagði að ættleiðingum sé al- mennt að fækka á heimsvísu. „Lönd sem mörg börn komu frá á árum áð- ur eru ekki lengur opin fyrir ætt- leiðingum. Regluverkið hefur líka breyst og ferlið allt orðið miklu flóknara og tímafrekara en það var,“ sagði Elísabet. Biðlistinn eftir ættleiðingu hjá Ís- lenskri ættleiðingu hefur styst og nú eru fjórtán umsóknir í bið. Flest- ar eru um að fá að ættleiða barn frá Tékklandi. Elísabet sagði að nú taki lengri tíma en áður að fá forsam- þykki frá íslenskum yfirvöldum til að mega ættleiða barn erlendis frá. Kerfið sé svifaseinna en áður. „Við vorum að fá samþykkta fyrstu um- sóknina í Kólumbíu um ættleiðingu fyrir samkynhneigt par. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Elísabet. Fjöldi ættleiðinga 2000 til 2019 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Stjúpættleiðingar Frumættleiðingar – Ísland Frumættleiðingar – útlönd '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 Heimild: Hagstofa Íslands 49 31 9 9 46 Frumættleið- ingum fjölgaði  Flest börn ættleidd frá Tékklandi Elísabet Hrund Salvarsdóttir Nes á Seltjarnarnesi er kjörinn framtíðarstaður fyrir Náttúru- minjasafn Íslands með hliðsjón af nánd við hafið, fjölbreyttri náttúru staðarins og menningarsögulegu gildi hans. Hús Lækningaminja- safns Íslands sem er hálfbyggt á Nesi hentar vel fyrir starfsemi safnsins. Auðvelt er að endurhanna húsið skv. nýjum þörfum, fram- kvæmdir tækju ekki langan tíma og áætlaður kostnaður er um 650 millj- ónir króna. Þetta segir í skýrslu starfshóps mennta- og menningarmálaráðu- neytisins sem greindi möguleika í húsnæðismálum Náttúruminjasafns Íslands. Sem sakir standa er safnið, sem sett var á laggirnar árið 2007, ekki í eigin húsnæði, hvorki til sýn- ingahalds né annars. Þó er undir þess merkjum uppi sýningin Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni sem var opnuð 2018. „Það er löngu tímabært að þjóðin eignist glæsilegt náttúrufræðisafn og að því stefnum við, segir á vef menntamálaráðuneytisins, haft eftir ráðherranum Lilju Alfreðsdóttur. Það var 2007 sem fulltrúar frá Seltjarnarnesbæ, menntamála- ráðuneytinu, Læknafélagi Íslands, Læknafélagi Reykjavíkur og Þjóð- minjasafni Íslands sömdu um bygg- ingu og rekstur Lækningaminja- safns Íslands. Framkvæmdir hófust 2008 og átti að ljúka árið eftir, en bankahrunið felldi þær áætlanir. Hefur húsið, sem er um 1.400 fer- metrar að grunnfleti, staðið fokhelt um árabil. Svo fór árið 2012 að Seltjarnar- nesbær sagði sig frá samningi um að bæjarfélagið stofnaði og ræki safn um lækningaminjar – en bauð ríkinu húsið fyrir náttúruminjasafn sem þá var í undirbúningi. Nú hef- ur fýsileiki þess verið kannaður og bendir margt til að byggingin sé ákjósanleg í því skyni, eins og að framan greinir. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Seltjarnarnes Fremst er hús Lækningaminjasafns Íslands sem gæti fengið nýtt hlutverk. Fjær er Nesstofa, bústaður landlæknis, reist 1761-1767. Náttúruminjasafn verði á Nesi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.