Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Í næsta mánuði verður byrjað að
steypa upp nýtt þjóðarsjúkrahús á
Landspítalalóðinni. Samið var við
byggingarfyrirtækið Eykt um að
vinna verkið fyrir tæpa 8,7 milljarða
króna og er áætlað að það taki þrjú
ár. Enda verður þetta ein stærsta
bygging Íslands, um 70.000 fermetr-
ar. Síðan tekur við vinna við innrétt-
ingar og annan frágang og áætlað er
að taka sjúkrahúsið í notkun árið
2025-2026.
Meðferðarkjarninn, eins og ein-
ingin er nefnd, er stærsta einstaka
bygging Hringbrautarverkefnisins
og mun gegna lykilhlutverki í starf-
seminni, segir í kynningu á heima-
síðu Nýs spítala.
Í meðferðarkjarnanum munu fara
fram flóknar og vandasamar aðgerð-
ir, rannsóknir og umönnun sjúklinga
þar sem stuðst er við háþróaða tækni
og sérhæfða þekkingu. Kröfur um
aðbúnað verða sambærilegar og í
nýjum sjúkrahúsum í nágrannalönd-
um okkar.
Mun tengjast öðrum starfs-
einingum Landspítalans
„Meðferðarkjarninn er hugsaður
út frá starfsemi bráða- og háskóla-
sjúkrahúss, með áherslu á einfalt og
skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum
leiðum milli starfseininga.
Meðferðarkjarninn tengist öðrum
starfseiningum spítalans með tengi-
göngum og tengibrúm,“ segir á
heimasíðunni.
Meðferðarhluti hússins verður á
neðstu þremur hæðum þess.
Á 1. hæð er aðalinngangur frá
Sóleyjartorgi og bráðamóttaka sem
leysir af hólmi bráðamóttökur sem í
dag eru á fimm stöðum í Reykjavík.
Á 1. hæð verður einnig framleiðslu-
apótek fyrir spítalann og neðanjarð-
artengingar við núverandi húsnæði
Landspítalans.
Á 2. hæð verða myndgreining,
speglanir, hjartarannsóknir og smit-
sjúkdómadeild, sem og annað aðal-
anddyri meðferðarkjarnans. Þar
verður einnig ýmiss konar þjónusta
svo sem matartorg, fyrirlestrasalir,
smávöruverslanir og upplýsingaborð.
Á 3. hæð verða skurðstofur,
hjarta- og æðaþræðingarstofur og
gjörgæsla ásamt móttöku, og und-
irbúnings- og vöknunaraðstöðu
skurðstofa. Tengibrú verður á 3. hæð
yfir í kvennadeild og Barnaspítala
Hringsins.
4. hæðin er nær eingöngu
tæknihæð sem þjónar meðal annars
skurðstofum á 3. hæð en á hæðinni
eru einnig vinnu- og hvíldarrými
starfsfólks.
Á 5. og 6. hæð verða legudeildir.
Níu legudeildir verða í húsinu, átta á
efstu tveimur hæðunum og ein á 2.
hæð. Hverri þeirra verður skipt upp í
þrjár einingar þar sem teymi starfs-
fólks sinnir að jafnaði átta sjúkling-
um innan hverrar einingar. Allar
sjúkrastofur legudeilda eru einbýli
með sérsnyrtingu. Góð aðstaða verð-
ur fyrir aðstandendur á sjúkrastof-
um og legudeildum en í meðferð-
arkjarna verða þeir sjúklingar sem
þurfa hvað mesta umönnun starfs-
fólks.
Í kjallara hússins verða ýmis
þjónusturými sem styðja við klíníska
starfsemi hússins. Þar eru meðal
annars búningsklefar starfsmanna,
dauðhreinsun, framleiðsluhluti apó-
teks og framleiðsla geislavirkra efna
sem notuð eru í myndgreiningu.
Þá verður þar ýmis stoðþjónusta
svo sem þvottastöð fyrir rúm, ræsti-
miðstöð, hjálpartækjalager og
tæknirými. Frá kjallara verða
neðanjarðartengingar til meðal ann-
ars rannsóknahúss og háskólabygg-
ingar.
Áætluð staða á hverri einingu
spítalans fyrir sig miðað við há-
markskálag á miðjum degi er sem
hér segir: Legudeildir 210, gjör-
gæsla 25, skurðstofur, undirbún-
ingur og vöknun 60, hjarta- og æða-
þræðingar 15, myndgreining og
speglun 50 og bráðamóttaka 120.
Alls eru þetta 480 sjúklingar.
„Meðferðarkjarninn verður stór
bygging með fjölþætta starfsemi.
Honum verður deilt upp í fimm
byggingarhluta til að draga úr
stærðaráhrifum hans á nær-
umhverfið. Rýmin á milli bygging-
arhlutanna mynda ljósgarða sem
hleypa birtu inn í velflest meðferðar-
og vinnurými og skapa græðandi
umhverfi fyrir sjúklinga, gesti og
starfsfólk,“ segir á heimasíðu Nýs
spítala.
Mikill fjöldi sérfræðinga hefur
undirbúið verkefnið. Corpus-
hópurinn vinnur nú að fulln-
aðarhönnun meðferðarkjarnans. Í
Corpus-teyminu eru Hornsteinar
arkitektar, Basalt arkitektar, LOTA
verkfræðistofa, VSÓ Ráðgjöf,
TRIVIUM ráðgjöf, NIRAS, De
Jong Gortmaker Algra, Buro Hap-
pold engineering, Reinertsen og
Asplan Viak.
Nýja þjóðarsjúkrahúsið rís
Í næsta mánuði verður byrjað að steypa upp meðferðarkjarna á Landspítalalóðinni Þetta verður
lykilbygging nýs spítala þar sem hægt verður að meðhöndla 480 sjúklinga miðað við hámarksálag
Tölvumynd/Corpus
Nýr Landspítali Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin á lóðinni, um 70 þúsund fermetrar. Hún mun gegna lykilhlutverki í starfsemi spítalans.
Landspítalalóðin Meðferðarkjarninn er fyrir miðri mynd. Þetta verður
risabygging eins og vel sést í samanburði við gamla spítalann til hægri.
Góð þjónusta í tæpa öld
10%afslátturfyrir 67 ára
og eldri