Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 32
Lögreglan á Norðurlandi eystra sá ástæðu til þess í gær að hvetja íbúa Fjallabyggðar til að huga að verð- mætum sínum og geyma þau ekki fyrir allra augum. Ennfremur að læsa húsum sínum og geymslum vegna ítrekaðra þjófnaða og inn- brota á svæðinu að undanförnu. Fréttavefurinn Trölli.is greindi frá því á þriðjudag að þá um nótt- ina hefði „dökkklæddur fremur lágvaxinn maður með svarta skíða- grímu fyrir andlitinu“ farið inn í nokkur hús í suðurbænum á Siglu- firði. Ekki var um innbrot að ræða; þar sem hann fór inn var ólæst hús og telst það vera húsbrot, að sögn lögreglunnar. Eins hurfu verðmæti hjá öðrum þar sem þjófurinn komst inn og lét greipar sópa. Tal- ið er að hann hafi athafnað sig um og eftir miðnættið aðfaranótt þriðjudags. Þjófur á Sigló með svarta skíðagrímu 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 Netverslun Góða hirðisins var opn- uð í gær á slóðinni www.godihirdir- inn.is. Ruth Einarsdóttir, rekstrar- stjóri Góða hirðisins, segir í tilkynningu að netverslunin sé rök- rétt skref fyrir Góða hirðinn, en í fyrstu bylgju kórónuveirunnar var netsala í boði á facebooksíðu Góða hirðisins. Hún segir hagnaðarvon ekki það sem ýti undir þessa starf- semi. Netverslunin var sett upp í sam- starfi við fyrirtækið SmartMedia. Viðskiptavinir Góða hirðisins, sem nýta sér netverslunina, geta sótt keyptar vörur næstu tvo laugar- daga eftir kaupin. Tekið er fram að verslun Góða hirðisins í Fellsmúla 28 verði áfram opin þó svo að sam- komutakmarkanir setji strik í reikninginn næstu vikur. Góði hirðirinn hefur opnað netverslun Netverslun Ruth Einarsdóttir er rekstr- arstjóri Góða hirðisins í Fellsmúla. kostur fyrir ungt fólk til að eignast sitt fyrsta heimili á viðráðanlegu verði,“ segir Bjarni Þór. Flestar stúdíóíbúðir eru á bilinu 42-43 fermetrar. Þriggja herbergja íbúðirnar eru flestar nálægt 95 fer- metrum að stærð. Verð búsetu- réttar er um 10,5 milljónir á þeim íbúðum og mánaðarlegt búsetugjald um 225 þúsund á mánuði. Ef fólk selur eignina (búseturéttinn) fæst hann endurgreiddur uppreiknaður miðað við vísitölu neysluverðs. Að sögn Ágústu eru félagsmenn Búseta yfir 5.000. Rúmlega 1.000 af þeim eru búseturéttarhafar. Hluti af félagsmönnum eru börn og ung- menni yngri en 18 ára, aðrir vilja vera í félaginu upp á seinni tíma ef fjölskylduaðstæður breytast og/eða vilja binda minna fjármagn í eign þegar þeir eru komnir á efri ár. Ágústa segir að talsverður fjöldi ungs fólks, jafnvel fyrir tilstilli for- eldra, gerist félagsmenn í Búseta. Með þessu hafi unga fólkið sýnt mikla fyrirhyggju. Félagsmenn geta keypt búseturétt þegar þeir eru orðnir lögráða, 18 ára að aldri. Búseti er húsnæðissamvinnufélag að norrænni fyrirmynd sem býður upp á meira en 1.000 íbúðir á höf- uðborgarsvæðinu. Ágústa segir að nýir félagsmenn séu velkomnir og að áhugasamir geti skráð sig í félag- ið og sótt um búseturétt. Árgjaldið er 5.500 krónur fyrir fullorðna og hálft gjald fyrir börn. A2F arkitektar hönnuðu húsin í Árskógum. Um er að ræða lyftuhús og því hindranalaust aðgengi að svölum og sérafnotareitum. Bíla- stæði í sameiginlegum bílakjallara fylgja hluta íbúðanna og þar eru möguleikar á tengingum fyrir raf- hleðslu bifreiða. Lóðarhönnun var í höndum Teiknistofunnar Storðar. Jáverk ehf. reisir húsin við Árskóga og verkeftirlit annast EFLA verk- fræðistofa. Flytja inn í nýja stúdíóíbúð fyrir 2,7 milljóna útborgun  Búseti byggir tvö hús með 72 íbúðum í Mjóddinni  Afhentar næsta sumar Ljósmynd/Búseti Árskógar Fjölbýlishúsin tvö sem Búseti er að byggja og verða tilbúin næsta sumar. Við hliðina, hægra megin, er húsið sem Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, byggði í Árskógum 1 til 3. Verslunarmiðstöðin í Mjódd er fjær. Ágústa Guðmundsdóttir Bjarni Þór Þórólfsson Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú standa yfir framkvæmdir í Ár- skógum 5 og 7 í Mjóddinni í Reykja- vík þar sem Búseti reisir tvö fjög- urra hæða fjölbýlishús með alls 72 íbúðum. Í húsunum eru stúdíóíbúðir sem eru aðallega hugsaðar fyrir ungt fólk, sem er að hefja búskap. Búseti lauk nýlega fram- kvæmdum við Keilugranda í Reykjavík, þar sem byggðar voru 78 íbúðir, og voru þær afhentar nýj- um kaupendum í sumar. Að sögn Ágústu Guðmunds- dóttur, sölu- og markaðstjóra Bú- seta, verða íbúðirnar í Árskógum tilbúnar til afhendingar næsta sum- ar. Í boði eru 32 þriggja herbergja íbúðir, 14 tveggja herbergja og 26 stúdíóíbúðir. Sala á búseturéttum er hafin og getur hver umsækjandi sótt um fleiri en eina íbúð og for- gangsraðað. Mikill áhugi sé hjá fé- lagsmönnum enda húsin í næsta ná- grenni við íþróttasvæði ÍR, grunnskóla og leikskóla svo og verslunarmiðstöðina í Mjódd. Huga að „fyrstu kaupendum“ Bjarni Þór Þórólfsson, fram- kvæmdastjóri Búseta, segir að í þessu verkefni endurtaki Búseti það sem hafi vakið athygli í nýlegu verkefni félagsins við Keilugranda. Hluti hinna 72 íbúða á byggingar- reitnum eru svokallaðar stúdíó- íbúðir, sem eru ekki síst ætlaðar þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Búseturéttur á þeim íbúðum er frá um 5,3 milljónum króna og mánaðarlegt búsetugjald rúmlega 120 þúsund. „Í boði er fjármögnunarleið, í samstarfi við viðskiptabanka Bú- seta, sem gerir fólki kleift að flytja í nýja íbúð fyrir um 2,7 milljónir króna. Þá er miðað við 50% fjár- mögnun búseturéttar á 5,4 milljónir króna. Verkefnið var m.a. hugsað sem hagkvæmur og aðgengilegur Alls bárust sjö umsóknir um emb- ætti sýslumannsins á höfuðborg- arsvæðinu og fimm umsóknir um embætti sýslumannsins á Norður- landi vestra sem auglýst voru laus til umsóknar. Umsóknarfrestur var til og með 1. október síðastliðnum. Þessum embættum gegna nú Þórólfur Halldórsson á höfuð- borgarsvæðinu og Bjarni Stef- ánsson, Norðurlandi vestra. Þeir sögðu embættum sínum lausum í sumar eftir að hafa gegnt emb- ættum sýslumanna um áratuga skeið. Um embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sóttu eftir- taldir: Petra Baumruk lögfræðingur, Kristín Völundardóttir, forstjóri Út- lendingastofnunnar, Þuríður Árna- dóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumann- inum á höfuðborgarsvæðinu, Hjördís Stefánsdóttir, sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, Karl Óttar Pétursson lögmaður, Úlfar Lúð- víksson, lögreglustjóri á Vestur- landi og Sigríður Kristinsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnar- fjarðarkaupstaðar. Um embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra sóttu eftirtaldir: Arnar Ágústsson nemi, fv. 1. stýrimaður, Stefán Ólafsson lög- maður, Birna Ágústsdóttir, löglærð- ur fulltrúi hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, Björn Hrafn- kelsson, fulltrúi hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, og Karl Óttar Pétursson lögmaður. Þeir Bjarni og Þórólfur, sem senn láta af störfum, eru í hópi reynslumestu sýslumanna landsins. Bjarni er fæddur 22. desember 1950. Hann var skipaður sýslumað- ur í Neskaupstað 1992, á Hólmavík 1998 og loks á Blönduósi 2002. Þórólfur er fæddur 3. september 1953. Hann var skipaður sýslumað- ur á Patreksfirði árið 1994 og sýslu- maður Keflavík árið 2008. Hann hefur undanfarin ár gegnt embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæð- inu . sisi@mbl.is Tólf umsóknir um embætti sýslumanna  Reynslumiklir menn láta af störfum Bjarni Stefánsson Þórólfur Halldórsson Við leigjum út krókgáma FRAMKVÆMDIR? til lengri eða skemmri tíma HAFÐU SAMBAND: sími: 577 5757 www.gamafelagid.is Hugsum áður en við hendum!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.