Morgunblaðið - 08.10.2020, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vaxta-ákvörðunSeðlabank-
ans í gær var eðli-
leg og í samræmi
við það sem vænst
var. Vextir eru
mjög lágir og í ljósi aðstæðna
var sjálfsagt að halda þeim
þar, jafnvel þótt verðbólga sé
aðeins yfir mörkum. Bankinn
telur að mikill slaki í þjóðar-
búskapnum muni að óbreyttu
leiða til þess að verðbólga
hjaðni þegar áhrif gengisveik-
ingar fjara út, eins og það er
orðað, og því sé ekki ástæða til
að ætla að verðbólga til með-
allangs eða lengri tíma fari úr
böndum.
Lágir vextir Seðlabankans
hafa án efa hjálpað og munu
hjálpa í þeirri erfiðu glímu við
efnahagslegar afleiðingar far-
sóttarinnar sem nú stendur
yfir. Þá er ekki að efa að þær
aðgerðir sem ríkisvaldið hefur
gripið til með ríkissjóð að
vopni hafa létt undir víða og
komið í veg fyrir að atvinnu-
leysi yrði enn verra en það þó
er og efnahagssamdrátturinn
harkalegri. Seðlabankinn seg-
ir að hagvöxtur hafi reynst
heldur þróttmeiri á fyrri hluta
ársins en gert hafi verið ráð
fyrir í ágúst, en vísbendingar
séu þó um að hægt hafi á vexti
eftirspurnar í lok sumars og
vegna aukinnar útbreiðslu
veirunnar hafi efnahagshorfur
versnað.
Þetta er án efa rétt mat og
nýjustu fréttir af veirufaraldr-
inum eru síst til að ýta undir
bjartsýni um gang efnahags-
mála á næstu mánuðum. Í því
sambandi skiptir þó miklu
hvernig til tekst að slá á út-
breiðsluna og halda faraldr-
inum niðri. Þar er fram undan
mikill línudans því að finna
þarf jafnvægi á milli heilbrigð-
issjónarmiða og efnahags. Um
leið og verja þarf landsmenn
fyrir veirunni eins og kostur
er á, einkum þá sem veikastir
eru fyrir, þarf að gera allt sem
hægt er til að efnahagsleg
áhrif verði í lágmarki, þó að
þau verði alltaf tilfinnanleg.
Atvinnulífið, og þar með
efnahagur landsins í heild
sinni, varð fyrir viðbótarhöggi
þegar ákveðið var á dögunum
að samningar á vinnumarkaði
skyldu standa eins og ekkert
hefði í skorist. Þar sýndu ýms-
ir forystumenn í verkalýðs-
hreyfingunni fádæma ábyrgð-
arleysi sem félagsmenn þeirra
og aðrir verða óhjákvæmilega
að líða fyrir á næstu mánuðum
og misserum með færri at-
vinnutækifærum og auknu at-
vinnuleysi.
Ríkisvaldið
brást við þessu
með nokkrum að-
gerðum, meðal
annars þeirri að
atvinnulífinu yrði
tímabundið hlíft
við hækkun tryggingagjalds
vegna launahækkananna. Sú
aðgerð vegur þó ekki þungt og
mun meira þarf til á tekjuhlið
ríkissjóðs til að styðja við at-
vinnulífið í landinu og hafa
áhrif á atvinnuleysið. Ríkis-
sjóði hefur hingað til í þessum
faraldri verið beitt mjög á út-
gjaldahliðinni en til lengri
tíma – og faraldurinn virðist
því miður ekki á förum á næst-
unni – er farsælla að stuðla að
sterkara atvinnulífi með
myndarlegri lækkun skatta,
þar með talið tryggingagjaldi,
en með því að auka útgjöld
ríkisins. Nauðsynlegt er við
þær aðstæður sem nú eru uppi
og verða að öllum líkindum
næstu mánuði og misseri, að
ríkið geri það sem það getur
til að stuðla að kröftugra at-
vinnulífi og hvetji með skatta-
lækkunum til fjárfestinga,
uppbyggingar og atvinnu-
sköpunar.
Kórónuveirufaraldurinn
kemur þrátt fyrir allt að ýmsu
leyti á heppilegum tíma fyrir
Ísland. Skuldir voru hóflegar
og aðstæður fyrir hendi til að
lækka vexti. Lágt vaxtastig er
einnig talið hjálpa víða erlend-
is og gera ríkisvaldinu kleift
að skuldsetja sig enn frekar,
jafnvel þar sem það er skuld-
um vafið fyrir. Ýmsir sem áður
voru þekktir fyrir að hvetja til
aðhalds mæla nú með auknum
útgjöldum, ekki síst með vísun
til lágra vaxta.
Lágir vextir gera ríkissjóði
vissulega léttara að safna
skuldum því að vaxtabyrðin
verður ekki mjög íþyngjandi á
meðan vextir haldast lágir,
sem líkur eru á að verði jafn-
vel næstu misseri eða ár. Öll
rök hníga þó að því að vextir
fari á ný upp í eðlilegar hæðir
og þá er hætt við að hratt
þrengi að víða, einkum erlend-
is en einnig hér á landi ef við
gætum ekki að okkur. Þegar
að þessum skuldadögum kem-
ur skiptir öllu máli að atvinnu-
lífið hafi fengið svigrúm til að
vaxa og að verðmætasköpun
hafi átt sér stað. Verði fjár-
mununum sóað nú án þess að
þeir skili verulegri verðmæta-
aukningu í framtíðinni verður
útlitið dökkt í mun lengri tíma.
En verði rétt á málum haldið
eru allar líkur á að innan
skamms birti til og að við get-
um siglt hratt upp úr þessum
öldudal.
Ríkissjóður leysir
ekki vandann til
langframa með
auknum útgjöldum}
Vaxtaákvörðun
og veiruaðgerðir
Á
rangur okkar í baráttu við Covid-
veiruna veldur vonbrigðum. Enn
á ný neyðumst við því miður til
að grípa til hertra aðgerða.
Þær raddir verða sífellt há-
værari sem halda því fram að þetta Covid-19
sé ekkert hættulegra en hver önnur flensa.
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins sagði á fundi stjórnskipunar- og eft-
irlitsnefndar Alþingis sem ég sat í gærmorg-
un, að stjórnvöld væru nú komin á ystu nöf í
valdheimildum til að skerða frelsi borgaranna
í baráttu gegn veirunni. Heyra mátti á máli
hans að honum þætti nú of langt gengið.
Hann sagði meðal annars: „En samt er þetta
veira, ekki ósvipuð því sem gengur yfir á
hverju ári. Hún er náttúrlega bara hættuleg þröngum
hópi sem er veikur fyrir.“
Mér heyrist að með þessum málflutningi sé verið að
mælast til þess að við leyfum bara veirunni að flæða yfir
samfélag okkar í eitt skipti fyrir öll. Að við tökum
brimskaflinn í fangið, og auðna ráði hver okkar standi
eftir upprétt á lífi og hver skuli hugsanlega hljóta var-
anlegt heilsutjón eða deyja. Þau sem lifi af þessa orr-
ustu muni mynda ónæmi gegn veirunni og málið sé
leyst.
Gott og vel. Þetta er sjónarmið sem má ræða. En þá
vil ég líka að Brynjar og skoðanasystkini hans tali
hreint út og svari því hver okkar skuli draga stystu strá-
in; missa heilsuna og/eða deyja. Sá „þröngi
hópur sem er veikur fyrir“ er fjölmennur. Í
honum er fólk á öllum aldri og mörg með
undirliggjandi sjúkdóma, s.s. hjarta-, æða-
og öndunarfærasjúkdóma. Og er heilbrigð-
iskerfi okkar í stakk búið til að höndla alls-
herjar covid-faraldur meðal þjóðarinnar?
Það mun nú þegar á ystu nöf. Eða eigum við
kannski bara að hafa þetta eins og í spænsku
veikinni þar sem fólk dó bara heima hjá sér
unnvörpum og átti engan annan kost?
Sjálf bý ég við þannig aðstæður að veiran
má alls ekki koma inn á heimili mitt. Hjá mér
býr níræður faðir minn. Maðurinn minn er
með undirliggjandi sjúkdóma. Dóttir mín,
ríflega þrítugur hjúkrunarfræðingur, fékk
Covid í mars og glímdi við eftirköst þess mánuðum sam-
an. Við lifum í einangrun. Ég er ekki reiðubúin að segja
við mitt fólk að nú skuli það leggjast á höggstokkinn
vegna þess að Brynjar Níelsson og skoðanasystkini
hans nenni þessu ekki lengur.
Við vinnum ekki bug á veirunni fyrr en bóluefni fæst
og hver dagur er dýr meðan við bíðum. En þar til bólu-
efnið kemur er ég reiðubúin að berjast með kjafti og
klóm við að halda þessari veiru niðri. Ég mun aldrei
mæla með því að fórna þeim viðkvæmu og veiku í nafni
Mammons. Aldrei!
Inga Sæland
Pistill
Höggstokkurinn er ekki í boði
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Forseti Íslands mun fram-vegis hvorki skipa biskupÍslands né vígslubiskupa,samkvæmt drögum að
frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga.
Biskuparnir verða ekki lengur emb-
ættismenn ríkisins heldur starfs-
menn þjóðkirkjunnar, verði frum-
varpið að lögum. Sama á við um
prófasta og presta þjóðkirkjunnar.
Kjör biskups Íslands mun fara fram
samkvæmt starfsreglum kirkjunnar.
Að sögn Péturs G. Markan, sam-
skiptastjóra þjóðkirkjunnar, hefur
ekki verið ákveðið hvað kemur í
staðinn fyrir forsetaskipun biskupa.
Kirkjuþing mun setja starfsreglur
um það, væntanlega á næsta ári.
Drög að frumvarpi til laga um
þjóðkirkjuna (heildarlög) eru nú
kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda
(samrad.is). Helsta markmið frum-
varpsins er að draga sem mest úr af-
skiptum ríkisvaldsins af málefnum
þjóðkirkjunnar, einkum þeim sem
lúta að innri málefnum hennar, að
því er segir í greinargerð með frum-
varpinu. En hvað er veigamesta
breytingin í frumvarpsdrögunum að
mati þjóðkirkjunnar?
„Veigamesta breytingin er hið
stóraukna sjálfstæði þjóðkirkjunnar
um starf og skipulag sitt, fjármál og
starfsmannamál. Breytingin er mik-
ilvæg í ljósi þeirrar stefnumörkunar
sem fólst í gerð viðbótarsamnings
ríkis og kirkju frá 6. september 2019
og sem einmitt miðar að fram-
angreindu auknu sjálfstæði,“ sagði í
skriflegu svari Péturs, samskipta-
stjóra þjóðkirkjunnar.
En verður einhver breyting á
greiðslum ríkisins til þjóðkirkjunnar
vegna samkomulagsins um kirkju-
jarðir og laun presta?
„Nei, sú breyting sem varð á
fyrirkomulagi greiðslu endurgjalds
ríkisins til kirkjunnar, vegna af-
hentra kirkjujarða, sem tekin var
upp þann 1. janúar 2020 á grundvelli
viðbótarsamningsins, helst óbreytt,
þótt frumvarp þetta verði að lögum,“
sagði Pétur.
Starfsreglur gilda áfram
Drögin fela í sér aukið sjálf-
stæði þjóðkirkjunnar og einföldun
lagaumhverfis um hana, að því er
segir í kynningu. Þar kemur og fram
að auk breytingar á skipun biskupa
breytist ákvæði um þjónustu presta
og djákna og um val á prestum.
Einnig ýmis ákvæði um skipan og
störf kirkjuþings og um kirkjuráð.
Þá er lagt til að ákvæði um fasta-
nefndir kirkjunnar, um presta-
stefnu, prófasta og vígslubiskupa,
um héraðsnefndir og héraðsfundi og
um safnaðarfundi og sóknarnefndir
falli brott. Einnig verði felld brott
ákvæði um úrskurðar- og áfrýj-
unarnefnd, sem m.a. fjallar um
meint agabrot. Pétur benti á að nú
þegar séu í gildi starfsreglur um
flest af því sem hér er talið upp. Þær
munu gilda áfram nema kirkjuþing
ákveði annað og það mun að öðru
leyti ákveða hvaða reglur eiga að
gilda í framtíðinni.
Kirkjuþing mun fara með æðsta
vald í málefnum þjóðkirkjunnar og
fjárstjórnarvald hennar, nema lög
kveði á um annað. Þá mun það
marka stefnu í sameig-
inlegum málum þjóðkirkj-
unnar, öðrum en þeim sem
lúta að kenningu hennar.
Í greinargerð með
frumvarpinu kemur m.a.
fram að gengið sé út frá
þeirri stöðu sem þjóð-
kirkjan fékk sem sjálfstætt
trúfélag við gildistöku núgild-
andi laga árið 1997 í stað þess
að líta á hana sem op-
inbera stofnun.
Minni afskipti ríkis-
ins af þjóðkirkjunni
Tilefni frumvarpsins er viðbót-
arsamningur íslenska ríkisins
og þjóðkirkjunnar um svonefnt
kirkjujarðasamkomulag en hann
var undirritaður 6. september
2019. Með samningnum er með-
al annars stefnt að auknu sjálf-
stæði þjóðkirkjunnar í fjár-
málum og starfsmannamálum.
Frumvarpið var skrifað af
fulltrúum þjóðkirkjunnar og
dómsmálaráðuneytisins. Það
var samþykkt á kirkjuþingi
2020-2021. Með því er lagt til
að samþykkt verði ný lög um
þjóðkirkjuna og að lög um
stöðu, stjórn og starfs-
hætti þjóðkirkjunnar
(78/1997) verði felld
brott.
Umsagnarfrestur
um drögin er til 14.
október og verða um-
sagnir birtar í Sam-
ráðsgáttinni jafnóðum
og þær berast.
Fær aukið
sjálfstæði
NÝ ÞJÓÐKIRKJULÖG
Pétur G.
Markan
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dómkirkjan og Alþingishúsið Drög að frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga
fela í sér aukið sjálfstæði þjóðkirkjunnar og einföldun lagaumhverfisins.