Morgunblaðið - 08.10.2020, Page 43

Morgunblaðið - 08.10.2020, Page 43
Hæstvirtur heilbrigðisráðherra þakkaði forystu VG fyrir góðan árangur í heilbrigðismálum í ný- legri grein í Morgunblaðinu. En lítum nú aðeins á staðreyndir. Á árunum 2014-2016, undir forystu Sjálfstæðisflokksins í heilbrigð- isráðuneytinu, var fjármögnunar- og gæðakerfum heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins gerbreytt. Komið var á nútímafjármögn- unarkerfi þar sem horft var í þjónustuþörf einstaklinga, þar sem börn, aldraðir og fjölveikir voru settir í forgang. Jafnframt var komið á gæða- og að- gengisviðmiðum. Fjármagn fylgdi síðan hverj- um og einum sem hefur nú val um hvert við- komandi sækir þjónustu. Þá voru boðnar út nýjar heilsugæslur sem voru opnaðar árið 2017; Heilsugæslan Höfða og Heilsugæslan Urðarhvarfi. Eftir þessa breytingu hefur aðgengi að heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu stór- batnað. Afkastaaukning í viðtölum milli ára Eftir Jón Gunnarsson »Heilbrigðisráðherra hefur ekki svarað tilmælum Sam- keppniseftirlitsins um úrbætur varðandi mismunun á rekstr- arforsendum. Höfundur er alþingismaður. Mismunun heilsugæslunnar hefur numið allt að 10% og er Heilsugæslan Höfða orðin stærsta heilsugæslan á svæðinu með rúmlega 20 þúsund skjól- stæðinga sem hafa sjálfir valið að skrá sig þar. Frábær árangur á aðeins þremur árum. Þessar tvær heilsugæslur ásamt Heilsugæslunni Lágmúla og Salahverfi, sem einnig eru sjálfstætt, reknar röðuðu sér í efstu sæti gæða- og þjónustu- könnunar sem Sjúkratryggingar Íslands gerðu á síðasta hausti. En hvað gerir núverandi ráðherra? Heilbrigðisráðherra hefur ekki svarað til- mælum Samkeppniseftirlitsins um úrbætur varðandi mismunun á rekstrarforsendum. Þar eru þrjú atriði sérstaklega tiltekin. Landspít- alinn hyglir opinberu heilsugæslunni á höf- uðborgarsvæðinu í rannsóknarverði sem er tugum prósenta undir því sem öðrum býðst. Opinbera heilsugæslan sleppur við virð- isaukaskatt af aðkeyptri vinnu og fær fríar tryggingar fyrir starfsfólk sitt. Þetta taldi Samkeppniseftirlitið ekki í lagi, en ráðherrann gerir ekkert til að leiðrétta. Í Covid-faraldrinum tekur starfsfólk á áður- nefndum heilsugæslum þátt í sýnatökum, sím- tölum og öllu því sem kemur til vegna Covid. Einn af stjórnendum þessara stöðva kom einnig með tillögur að sýnatökum sameigin- lega í Hörpu og Suðurlandsbraut. Þrátt fyrir þetta undanskildi heilbrigðisráðherra þessar stöðvar í þakklætisvotti vegna Covid síðast- liðið sumar, sem og Læknavaktina. Þarna eru aðilar einvörðungu skildir út undan vegna rekstrarforms og hugsanlega fordóma ráð- herrans. Læknavaktin brást við Covid með margföldun á símsvörun og læknar hennar fóru í vitjanir til Covid-sjúkra strax í upphafi faraldursins, þó nokkru áður en Covid-deild kom til. Jafnframt má nefna að einn læknir Læknavaktarinnar veiktist síðan af Covid eft- ir slíkar vitjanir og glímir enn við eftirstöðvar þess. Síðan var það ákveðið nýverið af Alþingi að styðja við geðheilbrigðisþjónustu vegna afleið- inga Covid. Þá er sett inn fjármagn fram hjá fjármögnunarkerfinu og fær hin opinbera heilsugæsla töluvert hærri upphæð miðað við skráða skjólstæðinga. Því má spyrja hvernig hinir eigi að geta veitt sömu þjónustu þegar mismunað er á þennan hátt. Að lokum má benda á að reksturinn hjá þessum fjórum sjálfstæðu heilsugæslum og Læknavaktinni var í járnum eða með tapi á liðnu ári. Er það kannski vilji ráðherra að þessi starfsemi hverfi af sjónarsviðinu? Það væri sorglegt ef horft er til árangurs þessara aðila. Mikilvægt er að stjórnsýsla heilbrigðis- mála sé fagleg og aðilum sé gert jafn hátt und- ir höfði. Að fordómar og hreppapólitík séu tek- in út úr heilbrigðispólitík. Skattfé er takmarkað og mikilvægt að aukin sé skilvirkni í kerfinu þannig að þeir sem þurfa á þjónustu á að halda fái sem besta þjónustu. Jón Gunnarsson 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 Byggingarvinna Nýbyggingar rísa nú ört við Hlíðarenda, og er í mörg horn að líta þegar kemur að byggingarvinnunni. Gæta þarf þess að allt sé í föstum skorðum svo fyllsta öryggis sé gætt. Eggert Menning og listir skipta mestu máli þegar hriktir í stoðum sam- félaga. Þær setja líðandi stund í samhengi, veita skjól frá amstri hversdagsins og skapa samstöðu. Gróskan í íslensku menningar- lífi er með ólíkindum. Þar liggja líka mörg af okkar stærstu tæki- færum til að byggja upp hugvits- drifið og skapandi atvinnulíf. Óvíða eru þessi tækifæri meiri en í kvikmyndalist og til að ýta und- ir áframhaldandi vöxt hafa stjórnvöld nú lagt línurnar, með kvikmyndastefnu til næstu tíu ára. Þessi fyrsta heildstæða kvikmyndastefna var kynnt í vikunni, en hún byggist á tillögum verkefnahóps sem skipaður var fyrir ári. Í hópnum sátu fulltrúar listgreinarinnar, at- vinnulífs og stjórnvalda og lagði hópurinn ríka áherslu á samráð við hagaðila í greininni. Nið- urstaðan er metnaðarfull og raunsæ, og ég er sannfærð um að stefnan mun styðja vöxt kvik- myndagerðar sem listgreinar og alþjóðlega samkeppnishæfrar framleiðslugreinar. Í stefnunni eru sett fram meginmarkmið til næstu tíu ára og aðgerðir til- greindar með kostnaðaráætl- unum. Um leið eru aðilar gerðir ábyrgir fyrir einstökum aðgerð- um til að tryggja framkvæmd og eftirfylgni. Aðgerðirnar lúta ann- ars vegar að eflingu kvikmynda- menningar og kvikmyndalistar og hins vegar að eflingu atvinnulífs í kringum kvikmyndastarfsemi sem er bæði alþjóðleg og sjálf- bær. Stefnan setur skýr markmið um eflingu fjölbreyttrar og metn- aðarfullrar menntunar á sviði kvikmyndagerðar. Boðaðar eru markvissar aðgerðir til að efla mynd- og miðlalæsi barna og unglinga og styðja við skapandi hugsun. Slíkt hefur aldrei verið mikilvægara en nú, á tímum ofgnóttar af upplýsingum sem erfitt er að henda reiður á. Þá er í stefnunni kveðið á um vandað og metnaðarfullt kvikmyndanám á háskólastigi, nokkuð sem greinin hefur kallað eftir um langt skeið. Námið mun efla listrænt sjálfstæði íslenskrar kvikmyndagerðar, auka faglega umræðu og opna spennandi tækifæri til náms og starfa. Loforð um bætt starfsumhverfi fyrir grein- ina kallar einnig á aðgerðir, m.a. breytingar á skattaumhverfi og uppfærslu á endur- greiðslukerfi. Þar á Ísland í harðri alþjóðlegri samkeppni, enda sjá margar þjóðir kosti þess að byggja upp kvikmyndaiðnað í sínu landi. Yfirstandandi alheimskreppa hefur síst dreg- ið úr vilja þjóða til að laða til sín kvikmynda- framleiðendur og Ísland getur ekki leyft sér að sitja aðgerðalaust hjá. Kostir núverandi endurgreiðslukerfis eru margir, en með því að hækka endurgreiðsluhlutfallið kæmist Ísland í flokk þeirra eftirsóknarverðustu. Fyrir því mun ég beita mér, til hagsbóta fyrir greinina sjálfa og hagkerfið allt. Rík sagnahefð Íslendinga hefur skilað okk- ur hundruðum kvikmynda, heimilda- og stutt- mynda, sjónvarpsþátta og öðru fjölbreyttu efni á síðustu áratugum. Margar erlendar kvikmyndir og þáttaraðir hafa verið teknar hér og fjöldi ferðamanna heimsótt Ísland ein- göngu vegna einstakrar náttúrufegurðar og menningar sem birtist í kvikmyndum og sjón- varpsþáttum. Ávinningurinn af þessu er mik- ill. Aukin fjárfesting í kvikmyndagerð er því bæði viðskiptatækifæri fyrir þjóðarbúið og áburður í mótun menningar okkar og sam- félagsins. Á vormánuðum hækkuðu stjórnvöld fjár- veitingar í Kvikmyndasjóð um 120 milljónir króna, til að tryggja áframhaldandi kvik- myndaframleiðslu á erfiðum tímum. Með nýju kvikmyndastefnunni verður bætt um betur, því í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 eru 550 milljónir króna eyrnamerktar eflingu sjóða til framleiðslu á fjölbreyttari kvikmyndaverkum, stuðningi við sjálfsprottin kvikmyndamenn- ingarverkefni, betri kvikmyndamenntun o.s.frv. Ég óska þjóðinni til hamingju með glæsi- lega kvikmyndastefnu. Hún er hvatning og innblástur öllum þeim sem vinna við kvik- myndagerð og samfélaginu sem nýtur af- rakstursins. Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur » Gróskan í íslensku menn- ingarlífi er með ólíkindum. Þar liggja líka mörg af okkar stærstu tækifærum til að byggja upp hugvitsdrifið og skapandi atvinnulíf. Lilja Alfreðsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Íslensk kvikmyndagerð á tímamótum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.