Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 44

Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 Töfrar eldhússins byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Hvort sem þú leitar að klassískum retro kæliskáp á heimilið, rómantískri eldavél í sumar- bústaðinn, litríkum matvinnslutækjum í eldhúsið eða nýrri fallegri innréttingu erum við með frábæra valkosti fyrir þig. Vöruúrval Eirvíkur er afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Af hverju að vera eins og allir hinir - þegar maður getur verið einstakur! Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Þann 4. október sl. gáfu þrír fremstu far- aldsfræðingar heims- ins, prófessorar við Harvard-, Oxford- og Stanford-háskólana (Kulldorff, Gupta og Bhattacharya) út yf- irlýsingu kennda við Great Barrington í Bandaríkjunum. Fjöldi prófessora og faraldsfræðinga hefur undirritað yfirlýsinguna. Þar segir: Við höfum „… alvarlegar áhyggj- ur af því líkamlega og andlega tjóni sem ríkjandi COVID-19 stefnu- mörkun veldur, og mælum með nálgun sem við köllum markvissa vernd … Verði þessum aðgerðum haldið til streitu uns bóluefni er til- tækt valda þær óafturkræfu tjóni, sem einkum bitnar á lægri lögum samfélagsins.“ Markviss vernd felst í grófun dráttum í því að „… ná hjarðónæmi [með] jafnvægi milli áhættu og ár- angurs. Þannig ætti að leyfa þeim sem eru í minnstri lífshættu að lifa eðlilegu lífi í því skyni að auka ónæmi gagnvart vírusnum – ónæmi sem er náð með náttúrulegu smiti. Á sama tíma á að verja þá sem eru í mestri áhættu.“ Lokaorðin eru: „Þeim sem ekki eru í áhættuhópi ætti án tafar að heimila að snúa aft- ur til eðlilegs lífsmynsturs. Einfald- ar varúðarráðstafanir, s.s. hand- þvottur og að dvelja heima í veikindum, þyrftu allir að viðhafa til að lækka hjarðónæmisþröskuld- inn. Skólar og háskólar ættu að kenna með staðnámi. Annarri virkni, s.s. íþróttum, ætti að halda áfram. Ungt fólk í lágmarksá- ættu ætti að vinna áfram með óbreyttu lagi, frekar en frá heimilum sínum. Veit- ingahús og aðrir í við- skiptum ættu að halda opnu. Listir, tónlist, líkamsrækt og önnur menningarstarfsemi ætti að halda áfram. Fólk í aukinni áhættu má taka þátt að vild, á meðan samfélagið sem heild vernd- ar viðkvæma með skjóli þeirra sem mynda hjarðónæmi.“ Tegnell leiddi Svía nokkurn veg- inn til hjarðónæmis í þessum anda í vor (komið í maílok), þannig að far- aldurinn veldur ekki alvarlegu tjóni þar aftur. Svíar eru eina þjóðin sem er frjáls. En hér á landi birtist skuggahlið „íslensku leiðarinnar“. Sérstakar aðstæður Íslendingar höfðu allt að 40% þjóðartekna sinna af ferðamennsku áður en faraldurinn braust út. Efnahagslega höggið er mikið meira hér en í öðrum Norður- Evrópuríkjum. Faraldurinn þurfti því að ganga strax yfir og hjarð- ónæmi að fást. Ef sænska leiðin hefði verið farin hefði það nást í maílok og ferðamennskan hafist aftur. Alvarlegustu áhrif íslensku leið- arinnar eru efnahagsleg og fé- lagsleg. Það stefnir í fjöldagjald- þrot fyrirtækja sem varða ferðaþjónustu, stórfelldan halla- rekstur ríkis og sveitarfélaga og samdrátt þjóðartekna um allt að 40%, sem eykur nýgengi fátæktar stórfelldlega og útburð og gjald- þrot hinna atvinnulausu þegar þeir geta ekki greitt af lánum sínum. Gert er ráð fyrir að atvinnulausir verði yfir 20 þús. um áramót, það varðar afkomu 50-60 þús. manns, barna og fullorðinna. Seinna í vetur getur örvænting hafa gripið um sig meðal tugþús- unda Íslendinga með tilheyrandi pottaglamri á Austurvelli. Þrengist þá fyrir dyrum stjórnmálanna. Brotið á almenningi og fyrirtækjum Íslenska leiðin hefur byggst á mannréttindabrotum og ólögum. Hér á ég við að ferðafrelsi, sam- komufrelsi og tjáningarfrelsi (gagnrýnisraddir á íslensku leiðina hafa verið þaggaðar) hefur verið af- lagt og lögreglu- og eftirlitsríki sett á laggirnar. Lokun landamæranna er mál sem gæti gert ríkið skaðabótaskylt. Hún á sér enga réttlætingu en barði niður þá litlu ferðaþjónustu sem fór af stað í sumar. Minnt skal á að stjórnvaldsaðgerðir þurfa að standast almennar kröfur, svo sem réttmætisreglu og meðalhófsreglu. Ef sýkingar í nágrannaríkjum eru svipaðar og hér breytir það engu um sýkingarhættu hér heima að hleypa ferðamönnum inn í landið (íslenskum eða erlendum) og ef sýkingarhættan er meiri hér en í nágrannaríkjunum, eins og staðan er núna, minnkar sýkingarhættan hér innanlands með opnun landa- mæra. Dýr í tilraunabúri nútímatækninnar Í faraldrinum hefur varkár stefna yfirvalda í persónuvernd vikið fyrir ofsagræðgi í gögn sem ganga eins nálægt almenningi og mögulegt er. Rakningarappið og ferðaappið (sem er óheiðarlegt að nota í þessum tilgangi) hlera allar myndir, hljóð, staðsetningu og hverjir eru nálægir í símum lands- manna, brotist er inn í færslur kreditkortafyrirtækja til að elta fólk og lífsýni eru tekin í stórum stíl. Lífsýni eru nýjasta og stór- felldasta persónuverndarhættan og hvorki fyrirséð hvernig þau verða notuð eða af hverjum. Allt er þetta gert án upplýsts sam- þykkis þjóðarinnar. Þetta mál þarf að gera upp, t.d. af eftirlitsnefnd Alþingis, og eyða gögnunum, öpp- unum og síðast en ekki síst lífs- ýnunum. Hvað tefur Persónu- vernd? Guðlegur máttur Sóttvarnayfirvöld láta sem þau geti ráðið því hvaða afbrigði veir- unnar komi til landsins og gert landið veirulaust. Annaðhvort ætla sóttvarnayfirvöld að mynda norðurkóreskt ríki sem er útilokað frá umheiminum – eða þau halda að þau geti sigrað náttúruöflin (veir- una). Þá hafa þau tekið sér stöðu Guðs. Hvað ber að gera? Tækifærið sem Svíar notuðu í vor til að láta faraldurinn ganga yfir – það er liðið hjá. Í ljósi þess að veru- leg bið getur orðið á bóluefni hlýtur sú krafa að koma upp að sóttvarna- yfirvöld láti faraldurinn ganga yfir, nú þegar hann er kominn aftur: með því skipulega undanhaldi gagnvart honum sem Svíarnir hafa sýnt okkur að er rétta leiðin. Þá ætti hjarðónæmi að vera komið hjá skemmtanaglaðasta, félagslyndasta og yngsta hluta þjóðarinnar í jan- úar-febrúar 2021 – sem gæti bjarg- að því sem bjargað verður. Verði þetta ekki gert munu spár hagfræðinga bankanna um glæsi- lega endurreisn íslensks efnahags- lífs á árinu 2021 verða áramóta- skaup. En hagfræðingar Háskólans sem hafa reiknað út hagnaðinn af algerri lokun landsins munu vafalít- ið hefja kennslu í Norður-Kóreu. Lokaorð Fram undan er erfiður vetur, hvað sem gert verður. Fái farald- urinn að ganga yfir í haust opnast þó von – en ef íslenska leiðin verður áfram ofan á og framkvæmist út ár- ið 2021 skapast hér á næsta ári efnahagslegt, félagslegt og menn- ingarlegt hörmungarástand sem á sér ekki hliðstæðu í sögu síðustu áratuga – eða hjá nágrannaríkj- unum. Enginn vill bera ábyrgð á slíku ef til kosninga kemur. Ég hvet menn til að svara þessari grein ekki með skinhelgi. Það er ekki hægt að berja sér á brjóst sem mannvinur, en drepa síðan þjóð sína í dróma. Leiðrétta þarf afdrifarík mistök í sóttvörnum Eftir Hauk Arnþórsson » Til að leiða þjóð far- sællega í gegnum ógn sem hefur í för með sér mannfall og hörm- ungar, þarf kalda skyn- semi og heildstæða sýn á almannahagsmuni. Haukur Arnþórsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.