Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
✝ Gunnar Kjart-ansson fæddist
í Reykjavík 6. mars
1948. Hann varð
bráðkvaddur 25.
september 2020.
Foreldrar hans
voru Kjartan Giss-
urarson frá Byggð-
arhorni í Flóa, f.
30.11. 1914, d. 5.9.
1990, og Karen M.
Sloth Gissurarson
frá Vejle í Danmörku, f. 17.3.
1922, d. 1.6. 1995. Gunnar var
næstelstur sex systkina. Þau eru:
Inga, f. 27.12. 1945, d. 25.3. 2012;
Anna, f. 12.7. 1954; Erla, f. 6.6.
1956, gift Sigurbirni E. Krist-
jánssyni; Sonja, f. 5.8. 1964, gift
Erlendi Helga Árnasyni; og
Kristján, f. 5.8. 1964, kvæntur
Rakel Rúriksdóttur.
Árið 1970 kvæntist Gunnar
Ágústu Árnadóttur ferðamála-
fræðingi, f. 17.3. 1947. Foreldrar
hennar voru Margrét Þorsteins-
dóttir, kjólameistari í Reykjavík,
f. 10.7. 1918, d. 13.11. 1998, og
Árni Sigurðsson, f. 1.11. 1917, d.
11.12. 1982, útvarpsvirkjameist-
ari.
Dætur Gunnars og Ágústu
matvöruverslun í Breiðholti,
starfaði hjá Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins og vann hjá SÍS þar
sem hann var deildarstjóri við
iðnaðardeildina á Akureyri,
verslunarstjóri Miklagarðs og
forstöðumaður í sérvörudeild
verslunarsviðs. Frá árinu 1990
stundaði Gunnar eigin rekstur
og var heildsala hans lengst af til
húsa á Dalvegi 16b í Kópavogi.
Gunnar lagði um áratugaskeið
krafta í margvísleg félagsstörf
innan handknattleikshreyfing-
arinnar. Hann sat m.a. í stjórn
Íþróttafélags stúdenta, að-
alstjórn Ármanns, var formaður
landsliðsnefndar íslenska
kvennalandsliðsins, gjaldkeri
stjórnar HSÍ og formaður dóm-
aranefndar HSÍ. Gunnar sinnti
dómgæslu í handknattleik í þrjá
áratugi. Hann dæmdi bæði inn-
anlands og utan. Á yngri árum
sinnti Gunnar einnig þjálfun í
handknattleik.
Á síðari árum undi Gunnar sér
hvergi betur en í sumarbústað
fjölskyldunnar í Fljótshlíð.
Útför Gunnars fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 8. októ-
ber 2020, klukkan 15. Í ljósi að-
stæðna verða aðeins nánustu að-
standendur viðstaddir, en
athöfninni verður streymt á fa-
cebooksíðu Laugarneskirkju
www.facebook.com/laugarneskirkja
Virka slóð á streymi má nálg-
ast á
https://www.mbl.is/andlat
eru: 1) Margrét, f.
1.6. 1971, sagnfræð-
ingur; eiginmaður
hennar er Jakob F.
Ásgeirsson, f. 31.1.
1961, rithöfundur
og bókaútgefandi.
Börn Margrétar
eru: Þorsteinn
Gunnar Jónsson, f.
18.2. 1993, verk-
fræðingur;
Valgerður Jóns-
dóttir, f. 22.7. 1998, nemi í raf-
magnsverkfræði við HÍ, sam-
býlismaður hennar er Ari
Brynjarsson, nemi í sagnfræði
við HÍ; Ágústa Bergrós Jak-
obsdóttir, f. 1.11. 2002, nemi í
MR, og Dóróthea Margrét Jak-
obsdóttir, f. 7.3. 2008, nemi í
Laugalækjarskóla. 2) Kristín, f.
28.12. 1972, myndlistarmaður.
Dóttir hennar er Una Margrét
Lyngdal Reynisdóttir, f. 22.2.
2002, nemi í MR.
Gunnar lauk kandídatsprófi í
viðskiptafræði frá Háskóla Ís-
lands 1974. Hann starfaði ævi-
langt við fjölbreytileg störf á
sviði verslunar og viðskipta.
Hann var m.a. aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Hagkaupa, rak
Gunnar Kjartansson var ekki
maður sem læddist með veggjum.
Hann var vörpulegur á velli og
honum lá hátt rómur. Hann hafði
yndi af því að spjalla á léttum nót-
um við fólk, ókunnuga jafnt sem
kunnuga. Hann fylgdist grannt
með þjóðmálaumræðunni og var
ófeiminn við að láta skoðanir sínar
í ljós. Þótt hann væri afdráttar-
laus í tali var þó alltaf stutt í bros-
ið.
Og þannig sér maður hann fyrir
sér í minningunni: Glaðan í bragði
og kankvísan á svip.
„Menn eiga að brosa meira,“
sagði hann reyndar eitt sinn í
blaðaviðtali. Þá var hann formað-
ur dómaranefndar HSÍ og var að
bregðast við gagnrýni skapmikils
þjálfara.
Gunnar var nátengdur hand-
boltanum í meira en þrjátíu ár.
Fyrst sem þjálfari, meðal annars
1. deildar liða Ármanns og Gróttu,
en síðan sem einn kunnasti hand-
boltadómari landsins. Hann var
milliríkjadómari í rúman áratug
og dæmdi kappleiki víða um heim.
Í þá daga var áhugamennskan enn
ríkjandi og fengu dómarar lítið
greitt fyrir störf sín.
Móðir Gunnars var dönsk. Fað-
ir hans var sjómaður á dönskum
skipum öll heimsstyrjaldarárin
síðari og kynntist þá konu sinni.
Hún var frá Vejle á Jótlandi og
var Gunnar sendur þangað í sveit.
Alla tíð síðan hélt hann góðu sam-
bandi við dönsk ættmenni sín.
Föðurætt Gunnars er hins veg-
ar rammíslensk, kennd við Byggð-
arhorn í Flóa þar sem faðir hans
ólst upp í hópi sextán systkina.
Faðir Gunnars var um langt
skeið umsvifamikill fisksali í
Reykjavík. Hann stofnaði Salt-
fiskbúðina á horni Frakkastígs og
Hverfisgötu og rak síðan í aldar-
fjórðung nýtískufiskbúð í Álf-
heimum. Gunnar fór ungur að vas-
ast með pabba sínum í fiskbúðinni
og hefur brennandi áhugi hans á
verslun og viðskiptum áreiðanlega
vaknað þá.
Gunnar varð ungur eftirsóttur
starfskraftur. Kappsemi hans og
hugmyndaauðgi var orðlögð.
Strax að loknu viðskiptafræðiprófi
réð Pálmi í Hagkaup hann sem
innkaupa- og framkvæmdastjóra.
Bryddaði Gunnar upp á ýmsum
tilboðsnýjungum sem urðu til þess
að auka mjög hróður Hagkaups.
Síðasta aldarfjórðunginn rak
Gunnar heildverslun á eigin veg-
um. Hann fékk umboð fyrir Avon-
snyrtivörur sem seldar eru í
heimahúsum og var Gunnar með á
sínum snærum sölukonur um allt
land. Hann var jafnframt með um-
boð fyrir þekkt vörumerki eins og
Remington, Russell Hobbs og
Varta. Stýrði hann fyrirtæki sínu
af mikilli samviskusemi.
Gunnar gekk jafnan árla til
starfa. Vinnudagurinn var oft
langur eins og iðulega er gangur-
inn í litlum einkafyrirtækjum.
Hann hvíldist á ferðalögum er-
lendis og í sumarbústaðnum í
Fljótshlíð. Þar var hann þó sífellt
að – það þurfti að slá, vökva, bera
á pallinn, setja niður kartöflur,
gróðursetja tré, grisja skóginn
o.s.frv. En að loknu dagsverki
hafði hann yndi af því að grilla
dýrindissteikur fyrir fólkið sitt og
gesti.
Þótt Gunnar hafi farið í stóra
hjartaaðgerð fyrir þremur árum
var andlát hans óvænt. Er hans
sárt saknað af fjölskyldu og vin-
um.
Blessuð sé minning Gunnars
Kjartanssonar.
Jakob F. Ásgeirsson
Elsku afi minn. Takk fyrir
hjartahlýjuna, umhyggjuna þína,
ísbíltúrana og Askferðirnar
ógleymanlegu.
Afi var minn fyrsti vinnuveit-
andi þar sem hann deildi með mér
verk- og viðskiptaviti. Ég naut
stundanna í vinnunni með afa og
ömmu þar sem ég lærði að ganga í
verkin.
Afi var mjög nútímalegur og á
undan sinni kynslóð í hugsun á
mörgum sviðum. Mér fannst mjög
gaman að tala um heimsmálin og
stjórnmálin við hann og hlusta á
sjónarhorn afa um þau.
Ég er þakklát fyrir að hafa haft
þig með mér í jarðlífinu og fundið
fyrir allri ástinni sem þú gafst og
ég er þakklát fyrir að hafa séð þig
una þér við sveitastörfin í Litlu
Niku.
Ég er líka þakklát fyrir að vita
að þú verður alltaf hjá mér.
Ég óska þess að þú finnir frið,
ró og hlýju á nýjum stað.
Blíður er árblær,
blíð er dags koma,
fylgja henni tónar
töfrafullir
árvakra fugla
sem eyrna er lyst.
(Úr Paradísamissi eftir John Milton).
Þín
Una Margrét.
Elsku góði afi okkar er nú horf-
inn á brott. Við fundum öll að við
áttum hvert með sínum hætti
stórt pláss í hjarta hans.
Í einu og öllu stóð afi við bakið á
okkur, hann studdi okkur hvað
sem á bjátaði. Hann fylgdist með
lífi okkar hreykinn. Honum fannst
gaman að fá okkur með sér í ísbílt-
úra til að spjalla, alltaf með ynd-
islegan húmor í farteskinu.
Afi okkar var hálf-danskur, en
Karen mamma hans var frá Vejle
á Jótlandi. Afi var mjög hrifinn af
Danmörku og talaði stundum í
gamni við okkur á dönsku. Við
fengum líka öll að vera með afa í
Danmörku. Við systkinin þökkum
fyrir margar góðar stundir þar,
bæði í Kaupmannahöfn og Vejle,
þar sem hann var í sveit þegar
hann var lítill. Það var ævintýri
líkast að skyggnast með honum
inn í æskuveröld hans þar sem
hann dvaldi oft á sumrin hjá móð-
urfólki sínu. Þar sýndi hann okkur
margt fallegt, m.a. kirsuberja-
garðinn hans Harald, móðurbróð-
ur síns.
Afi var alltaf jafn glaður að sjá
okkur. Hann sýndi okkur kátur
gróðurhúsið nýja í sveitinni í
Litlu-Niku í sumar og allt það sem
næst var á dagskrá að gera og
vinna. Hann kenndi okkur að
rækta kartöflur og gróðursetja
tré og sýndi okkur hvað náttúran
blómstraði vel í sveitinni.
Afi hafði áhuga á öllu sem við
vorum að gera í námi og leik.
Hann gladdist yfir því að heyra
okkur spila á hljóðfæri, ljúka próf-
um í skólanum og fylgjast með
okkur í íþróttum. Og hann fylltist
gleði þegar hann sá að við höfðum
gaman af keppninni, náminu og
leiknum.
Við eigum margar hlýjar og
góðar minningar um afa okkar
sem við erum óendanlega þakklát
fyrir. Dýrmætar heimsóknir mun-
um við alltaf varðveita. Hugul-
semin og skemmtunin gleymist
seint. Við fundum alltaf fyrir
gleðinni í hjarta hans þegar hann
var með okkur.
Þorsteinn Gunnar, Valgerður,
Ágústa Bergrós og Dóróthea
Margrét.
Elsku Gunni „afi“. Þetta er svo
óraunverulegt, einhvern veginn er
löppunum allt í einu kippt undan
okkur og eftir sit ég með ótal
spurningar sem aldrei fást svör
við. Lífið er svo alls konar.
Ég fyllist þakklæti þegar ég
hugsa um þig, þú tókst mér opn-
um örmum, alltaf. Ég vissi alltaf
hvert ég gat leitað, og það var til
þín. Þú hefur kennt mér, leiðbeint
mér og hvatt mig áfram.
Þú varst svolítið þannig að þú
fórst yfirleitt vel í hlutina ef þú
varst að kenna mér eitthvað og
núna ertu að kenna mér hvað mest
í lífinu; ekki taka neitt sem sjálf-
sagðan hlut. Ég óska þess nefni-
lega að fá eitt tækifæri til þess að
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gefið mér.
Það síðasta sem þú sagðir við
mig rétt áður en þú kvaddir þessa
jörð var: „Birna, haltu áfram að
vera glöð, hamingjusöm og ákveð-
in eins og þegar þú varst lítil.“
Þetta spilast í höfðinu á mér á
hverjum degi, oft á dag.
En ef ég á að finna gleði í þessu
öllu saman þá er það að þú hittir
dóttur mína Önnu Ýri áður en þú
kvaddir þennan heim.
Takk.
Þín
Birna Hrönn.
Kynni okkar Gunnars hófust er
leiðir okkar lágu saman í MR.
Fljótt myndaðist góður þráður á
milli okkar sem styrktist í áranna
rás. Gunnar var kappsfullur
íþrótta- og keppnismaður í leik og
starfi. Það lá í eðli hans að verða
sjálfstæður athafnamaður þegar
hann lyki háskólanámi – með eigin
rekstur eða annars konar frum-
kvöðlastarfsemi. Frumraun hans
var rekstur matvöruverslunar í
Breiðholti með traustum félaga
sem hafði reynslu af slíkum
rekstri. Reksturinn gekk þó ekki
til langframa. Lundarfar hans og
metnaður sýndi að honum myndi
farnast betur óháður öðrum. Það
kom því á óvart þegar hann gekk
til liðs við Sambandið sem þá átti á
brattann að sækja. Eftir góð ár á
Akureyri tók athafnamaðurinn
loks flugið og stofnaði eigin inn-
flutningsverslun. Þar fann Gunn-
ar fjölina sína. Hann var vakinn og
sofinn yfir rekstrinum sem hann
sinnti farsællega af lífi og sál í yfir
30 ár. Hann gaf allt sitt í fyrir-
tækið og uppskar ágætlega en vin-
um hans leyndist ekki að tollurinn
af álaginu var hár. Hann sleppti
taki af rekstrinum fyrir ári og
hafði væntingar um betri og ró-
legri tíð framundan. Sá tími varð
þó styttri en við áttum von á.
Gunnar hafði áhuga á íslenskri
pólitík og bar gott skynbragð á
pólitísk blæbrigði. Grunntónn
hans var jöfnuður og umhyggja
fyrir kjörum almennings og and-
staða við opinbera sérhagsmuna-
gæslu. Hann bar virðingu fyrir
frumkvöðlum og athafnafólki í ís-
lensku samfélagi sem allt frá of-
anverðri nítjándu öld stóðu í far-
arbroddi hreyfinga sem gerðu
íslenskum almenningi kleift að
rísa undan oki fákeppni og auð-
valdshyggju. Gunnar leið ekki
óréttlæti og auðsöfnun fárra á
kostnað fjöldans. Hann hafði ríka
samkennd og vildi greiða götu
allra sem halloka fóru. Hann var
aldrei bundinn einum pólitískum
flokki en valdi út frá eigin forsend-
um.
Það varð Gunnari og Ágústu
mikilvægt mótvægi við eril og álag
að finna sér sælureit í sveit. Þeirra
skjól fundu þau fyrir um aldar-
fjórðungi í Fljótshlíð, í Litlu-Niku,
í brekkunni neðan Hlíðarenda.
Þar undu þau hag sínum vel.
Gunnar var örlátur og gestrisinn
maður.
Hann kunni því vel að stjana við
gesti og þeir dáðu hann fyrir það.
Seinustu árin tók ræktun og um-
hverfisbætur við sumarbústaðinn
miklum framförum. Núna á haust-
dögum mátti sjá að áhuginn og at-
hafnasemin við sumarbústaðinn
var komin á nýtt og betra stig sem
Gunnar hefði notið á komandi ár-
um ef honum hefði auðnast líf til
þess.
Gunnar var lengst af heilsu-
hraustur þar til hann greindist
með áunna sykursýki. Þrátt fyrir
mótlætið missti hann aldrei móð-
inn og fann sálarró í athvarfi sínu í
sveitinni þar sem hann vann hörð-
um höndum síðustu ár við að bæta
og fegra allt í krafti aukins frítíma
eftir erilsama starfsævi.
Örlögin ollu því að við Gunnar
urðum svilar og því auðsýnt að
tengsl okkar og vinskapur efldist
mikið við það. Ágústa eiginkona
Gunnars og mágkona mín er ein-
stök kona, greind, hjálpsöm og
fórnfús dugnaðarforkur. Það var
stærsta lán í lífi þeirra að þau
fundu hvort annað.
Sveinn Þorgrímsson.
Komið er að kveðjustund.
Gunnar Kjartansson, vinur okkar,
varð bráðkvaddur 25. september
síðastliðinn. Við höfum fylgst að
um áratugi og alltaf í nokkru ná-
grenni. Fyrst í Breiðholtshverfi
þangað sem margt ungt fólk í
Reykjavík flutti um og upp úr
1970 og síðar fórum við mörg hver
að byggja okkur hús í Seljahverf-
inu.
Gunni og Ágústa byggðu sér
stórt og bjart hús við Ystasel og
við nokkru ofar íbrekkunni, við
Vaðlasel, og aðeins göngustígur-
inn skildi húsin okkar að. Það var
alltaf gott að koma til þeirra
hjóna, Gunni hress og lék á als
oddi og Ágústa tók öllum opnum
örmum. Þarna bjuggum við hlið
við hlið í rúm tuttugu ár. Það var
svo um aldamótin 2000 að við vor-
um farin að hugsa okkur til hreyf-
ings og nú lá leiðin á gamlar slóðir
í nálægð við Laugardalinn þar
sem við höfðum öll átt okkar
bernsku- og æskuár. Við keyptum
okkur íbúðir í Sóltúni 11 á sömu
hæð og þá varð daglegur sam-
gangur hluti okkar daglega lífs.
Gunni og Ágústa voru mikið
ferðafólk og nutum við góðs af því.
Við fórum með þeim í tvær langar
og góðar utanlandsferðir. Við fór-
um til Danmerkur og Gunni sá um
aksturinn og var þá í essinu sínu
því honum þótti fátt skemmtilegra
en að aka bíl.
Við fórum þá meðal annars til
Vejle þar sem Gunni átti sína móð-
urfjölskyldu og hafði dvalist þar
sem ungur drengur sumar eftir
sumar. Seinna fórum við til Ír-
lands og aftur var það Gunni sem
sat undir stýri glaður og hress og
naut sín vel.
Í þau rúmu tuttugu ár sem við
höfum verið í svona miklu nábýli
við þau hjón hefur aldrei fallið
skuggi á. Við höfum stutt hvert
annað þegar eitthvað hefur borið
að og verður það aldrei fullþakk-
að. Það væri hægt að minnast
margra glaðra stunda en brostinn
er strengur og gangurinn í Sóltúni
ekki sá sami.
Áfram heldur sambýlið við
Ágústu, okkar góðu vinkonu, og
munum við styðja hvert annað á
komandi árum.
Megi kærleikurinn umvefja
Ágústu og fjölskyldu hennar.
Magnea Ingólfsdóttir og
Viktor Hjálmarsson.
Okkur félagana setti hljóða
þegar dóttir Gunnars tilkynnti
okkur að pabbi hennar hefði orðið
bráðkvaddur.
Við kynntumst Gunnari fyrir
um það bil 30 árum, en annar okk-
ar hafði unnið með honum hjá
Verslunardeild SÍS á sínum tíma.
Kynnin og samskiptin jukust
jafnt og þétt eftir að við félagarnir
fórum að venja komur okkar í
Reyni bakara á Dalvegi í Kópa-
vogi, en þangað kom Gunnar
reglulega eftir að hafa farið í sund
í Salalaugina um helgar.
Gunnar var mjög opinn og
hress maður og jafnframt mjög
góður maður. Það sem hann var
að velta fyrir sér var rætt við alla.
Þegar við kynntumst Gunnari á
sínum tíma var eitt það fyrsta sem
hann ræddi við okkur um megrun.
Ein saga um Gunnar sem okkur
dettur alltaf í hug er þegar hann
hafði verið búinn að vera í megrun
í þrjá daga hér fyrir nokkrum ár-
um.
Var hann búinn að ná slíkum
árangri, að eigin sögn, að sykurinn
í blóðinu hefði lækkað það mikið
að hann væri hættur að þurfa að
keyra með gleraugu og gæti samt
lesið á öll umferðarskiltin á leið-
inni í bakaríið! Svona var Gunnar,
opinn og einlægur, og maður ein-
faldra lausna.
Gunnar rak heildsölu sjálfur í
hartnær 30 ár af miklum mynd-
arskap. Lengst af var hann með
heildsöluna á Dalvegi í Kópavogi,
þangað var gott að koma, tekið vel
á móti manni og gerð góð kaup hjá
Gunna í leiðinni. Gunni var vinur
vina sinna.
Að lokum viljum við þakka fyrir
allar góðu stundirnar sem við átt-
um með Gunnari í mat og drykk,
spjallið í bakaríinu, villibráðar-
kvöldin í Perlunni, hádegishitt-
inga á Aski og síðast en ekki síst
móttökur í bústað hans í Fljóts-
hlíðinni. Að hitta Gunna, þó ekki
væri nema í stutta stund, gerði
það að verkum að maður fór glað-
ur út í daginn.
Að lokum vottum við eiginkonu
Gunnars og fjölskyldu hans inni-
legustu samúð.
Björn Bragason,
Daníel Hafsteinsson.
Við kynntumst Gunnari þegar
leiðir okkar lágu saman í starfi hjá
Verslunardeild Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga í stórhýs-
inu sem það reisti í Holtagörðum.
Gunnar var ráðinn í starf for-
stöðumanns Fatadeildar. Gunnar
var glaðlyndur og góður félagi og
starfaði af heilum hug að ná góð-
um viðskiptum við erlenda birgja
og þjóna með því viðskiptavinum
sem voru m.a. kaupfélögin um allt
land.
Á þessum árum varð Mikli-
garður líka stofnaður svo verkefn-
in voru mikil og vaxandi um þess-
ar mundir. Gunnar var fylginn sér
og það hreif hann ef hann sá við-
skiptin aukast. Hann lagði ávallt
gott til mála, var skipulagður í
starfi og beindi mönnum inn á
réttar brautir ef sýn á leiðina varð
eitthvað óljós. Síðar hóf Gunnar
rekstur eigin fyrirtækis og rak
það með arðsemi þar til fyrir
skömmu.
Við höfum nokkrir gamlir sam-
starfsmenn úr Sambandinu haft
það fyrir sið að hittast mánaðar-
lega yfir vetrarmánuðina og
snæða saman hádegisverð.
Þá er margt spjallað, – ekki að-
eins rifjaðar upp minningar lið-
inna daga heldur einnig rædd
dægurmálin innanlands sem utan
og spáð í spilin. Gunnar mætti á
þessa „hittinga“ eins oft og hann
gat og var þá hrókur alls fagnaðar.
Það er sjónarsviptir að Gunnari og
við minnumst hans með virðingu
og söknuði. Fyrir hönd SÍSara,
eins og við nefnum okkur stund-
um, sendum við Ágústu eiginkonu
Gunnars, dætrum þeirra og allri
fjölskyldunni samúðarkveðjur
vegna ótímabærs fráfalls Gunn-
ars. Blessuð sé minning hans.
Sigurður Jónsson.
Viðar Þorsteinsson.
Gunnar
Kjartansson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
AGNAR BJARNASON,
Kambsvegi 37,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
15. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sigríður Helga Agnarsdóttir
Bjarni Jón Agnarsson Hanna Dóra Haraldsdóttir
Sigrún Agnarsdóttir Helgi Jónsson
barnabörn og fjölskyldur þeirra