Morgunblaðið - 08.10.2020, Page 52

Morgunblaðið - 08.10.2020, Page 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 ✝ Hörður ReynirHjartarson fæddist í Björgvin á Eyrarbakka 9. ágúst 1929. Hann lést á heimili sínu Ási í Hveragerði 27. september 2020. Foreldrar hans voru Lára Hall- dórsdóttir, f. 24.5. 1908, d. 29.7. 1990, og Hjörtur Ólafsson, f. 18.9. 1892, d. 12.1. 1984. Bróðir hans var Halldór Kristmundur Hjart- arson, f. 27.5. 1927, d. 21.5. 2000. Hörður ólst upp á Eyr- arbakka og fór á sjó strax eftir fermingu. 6. júlí 1951 giftist hann eig- inkonu sinni, Erlu Pálsdóttur, f. 15.2. 1932, d. 8.5. 2008. Saman eignuðust þau 4 börn. Þau eru Helgi Agnar, fæddur 4. apríl 1949, Hjörtur Lár- us, fæddur 12. febr- úar 1951, giftur Svövu Guðmunds- dóttur, Ingibjörg Pála, fædd 17. maí 1956, gift Þórði Rúnari Þórmunds- syni og Lilja Haf- dís, fædd 1. mars 1968, gift Frank Þór Frankssyni. Herði og Erlu varð 11 barnabarna, 22 barnabarna- barna og 4 barnabarnabarna- barna auðið. Útför Harðar verður frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 13. Streymt verður frá athöfn í Facebook-hópi Útför Harðar Hjartarsonar. https://tinyurl.com/y6omwtl2 Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Elsku besti afi okkar og langafi kvaddi 27. september. Afi var fyrirmynd okkar allra, traustur, rólegur, hlýr, ávallt stutt í húmorinn og listagóður smiður. Það var alltaf svo gott og gam- an að koma í heimsókn til afa og ömmu á Norðurvangi þegar við systur vorum litlar og síðan til Hveragerðis eftir að þau fluttu þangað. Gestrisnin var þvílík og alltaf fullt af kræsingum komið á borðið á augabragði. Eins eftir að amma dó og þú varst aleinn eftir í húsinu, allt var svo hreint og fínt hjá þér og í hvert sinn sem við komum í heimsókn var grillveisla og krakkarnir mínir muna svo vel eftir stóru og þykku belgísku vöfflunum sem þú steiktir handa okkur. Eftir að við fluttum til Noregs fyrir 24 árum voruð þið amma svo dugleg að heimsækja okkar á hús- bílnum, sem ykkur þótti svo gam- an að ferðast um á. Okkur þótti óskaplega vænt um það. Síðasta skiptið sem þú komst til okkar var fyrir tveimur og hálfu ári í ferm- ingarveisluna hans Fredriks. Tengdapabbi fór með ykkur gestina frá Íslandi í bátsferð sem ég held að þér hafi þótt mjög gam- an að. Við höfðum svo gaman af að vera með þér og heyra hversu ótrúlega minnugur þú varst og gaman að heyra þig segja frá öllu mögulegu milli himins og jarðar. Þetta eru dýrmætar minningar að eiga í hjartanu núna eftir að við fáum ekki að hitta þig aftur. Þú varst listasmiður og ótrú- lega laginn við að skera út í tré. Það eru ófáir hlutirnir sem þú ert búinn að skapa og mér þykir ein- staklega vænt um að hafa fengið litla kistilinn með svo fallegum út- skurði frá þér fyrir nokkrum ár- um og vera svo heppin að fá eig- inhandaráritunina þína inn í hann, síðast þegar þú komst. Mér þykir svo vænt um hversu sterk tengsl krakkarnir mínir höfðu við þig þrátt fyrir að hafa búið í Noregi alla sína tíð. Þau fundu fyrir hlýjunni og kærleik- anum sem þú áttir svo mikið af og skemmtilegt að Ísak, langafast- rákurinn þinn, hafi búið hjá þér í fyrra þegar hann var að keppa á Íslandsmótinu á skíðum í Bláfjöll- um og fengið að kynnast þér ennþá betur. Elsku afi, það er dapurleg til- finning að fá ekki að fylgja þér síðasta spölinn, en við verðum með þér í huganum og horfum á útförina sem verður streymt á netinu. Þú átt eftir að verða svo glaður að fá að hitta ömmu aftur sem þú ert búinn að sakna svo mikið. Knúsaðu hana vel og mikið frá okkur líka. Takk fyrir að vera heimsins besti afi og við eigum eftir að sakna þín mikið, það verður gott að eiga allar góðu minningarnar um þig og ömmu. Farðu í friði, elsku afi. Agnes, Katrín og fjölskyldur í Noregi. Hörður Reynir Hjartarson ✝ Björn Ragn-arsson fæddist 28. október 1940 á Hrafnsstöðum í Suður-Þingeyj- arsýslu. Hann lést 25. september 2020 á heimili sínu í Reykjanesbæ. Faðir hans var Ragnar Guð- mundsson, f. 27. júlí 1912, d. 31. mars 1969, og móðir Guðbjörg Jónína Þórarinsdóttir, f. 25. maí 1914, d. 17. mars 1991. Kjörfaðir hans var Guðmundur Jóhann Einarsson, f. 19. ágúst 1916, d. 21. okt. 1993. Systir Björns er Hallfríður Ingibjörg Ragnarsdóttir, f. 14. okt. 1939. Samfeðra systkin: Guðríður Ragnarsdóttir, f. 7. apríl 1933, d. 28. ágúst 2016. Kristján Viktor Ragnarsson, f. 15. sept. 1939, d. 9. apríl 1963. Arn- fríður Margrét Ragnarsdóttir, f. 5. feb. 1943. Jónborg Júlíana Ragn- arsdóttir, f. 5. feb. 1943. Björn hóf ungur að vinna. Hann fór á sjó 16 ára gamall, keyrði olíubíl milli þess sem hann var á sjó, hann var um tíma á milli- landaskipi. Hann vann við beitningar, var verkstjóri hjá Skipaafgreiðslu Suðurnesja. Hann keyrði vöru- bíl fyrir fyrirtæki í Reykjavík og frá síðustu aldamótum vann hann á Byggðasafninu í Reykja- nesbæ. Útför hans fer fram í dag, 8. október 2020, frá Keflavík- urkirkju klukkan 13. Björn Ragnarsson fór ekki með hávaða og látum í gegnum lífið. Hann gekk rólega um og gætti að hvort ekki mæti koma einhverju betur fyrir eða lag- færa eitthvað sem hefði aflag- ast. Alltaf var hann tilbúinn til aðstoðar og alltaf kunni hann ráð. Bjössi, eins og við sam- starfsfólkið kölluðum hann allt- af, hóf störf hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar upp úr síðustu aldamótum og strax frá fyrsta degi var ljóst að við hefðum unnið í lottóinu. Hann hafði um ævina unnið hin ýmsu störf, bæði til sjós og lands, og bjó að margs konar reynslu en var nú atvinnulaus og kom til okkar í gegnum vinnuátaksverkefni sem átti bara að vera tímabundið. Okk- ar gæfa var sú að við áttuðum okkur nógu snemma á því að þarna var gullmoli á ferð og hann var fastráðinn um leið og tækifæri gafst. Hans aðal- starfsstöð innan menningar- sviðs bæjarins var í Duus Safnahúsum og þar var hann vakinn og sofinn yfir hverju verkefni, hverri þraut sem þurfti að leysa allt þar til hann lét af stöfum vegna aldurs. Hann hafði ekki bara þá hand- lagni sem til þurfti heldur líka skapandi hugsun sem oft gerði útslagið. Engin sýning var sett upp án Bjössa, hvorki á vegum listasafns né byggðasafns og enginn viðburður haldinn án hans tilkomu, hvort heldur hann var í hlutverki starfs- manns eða gests. Hann heillaði alla upp úr skónum með sinni elskulegu framkomu og sinnti öllum af stakri samviskusemi og hlýju, hvort sem um var að ræða safngesti eða samstarfsmenn. Bjössi var líka mikill dýravinur og safnkötturinn Dúsi átti góða ævi undir verndarvæng Bjössa. Eftir að Bjössi hætti fastri vinnu hjá okkur hélt hann áfram að koma í kaffi og alltaf hafði hann vakandi auga á safnahúsunum og lét vita ef gleymst hefði að loka glugga eða eitthvað þyrfti að skoða betur. Mig langar að þakka honum Bjössa mínum sérdeilis góða viðkynningu og vináttu og veit að ég tala þar fyrir munn allra samstarfsmanna hans hjá Reykjanesbæ. Þarna var eðal- maður á ferð. Valgerður Guðmundsdóttir. Björn Ragnarsson Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Okkar ástkæra, AUÐUR BESSADÓTTIR, Sóleyjarima 7, er lést á líknardeild LSH í Kópavogi 27. september, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 12. október klukkan 13. Aðeins munu nánustu ættingjar verða viðstaddir. Athöfninni verður jafnframt streymt á Facebook: Útför Auður Bessadóttir. Feruccio Marinó Buzeti Vésteinn Hilmar Marinósson Margrét Á. Ósvaldsdóttir Hólmfríður B. Marinósdóttir Halldór Rósi Guðmundsson Bragi Þór Marinósson Erla Sigrún Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GARÐARSSON, Boðaþingi 24, lést mánudaginn 5. október. Margrét Elíasdóttir Ólafía Sigurðardóttir Laufey Sigurðardóttir Ingi Rafn Bragason Steinunn Sigurðardóttir barnabörn og langafabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR, Hrísateigi 12, áður Skógum undir Eyjafjöllum, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 5. október. Einar Jónsson Guðbjörg Andrea Jónsdóttir Jóhann Friðrik Klausen Unnur Ása Jónsdóttir Skúli Kristinsson Kristín Rós Jónsdóttir Óskar Baldursson barnabörn og barnabarnabörn Elsku besti eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, tengdasonur og hjartkær vinur, HALLDÓR ERLENDSSON, lést af slysförum sunnudaginn 4. október. Fyrir hönd vina og vandamanna, Linda Björk Jóhannsdóttir Sigurrós Björg Halldórsdóttir Rix Erlendur Halldórsson Þorgerður Sveinbjörnsdóttir Ástkær og yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GYÐA GÍSLADÓTTIR, Hvassaleiti 56, lést þriðjudaginn 29. september á Hrafnistu í Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 14. október klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á www.sonik.is/gyda. Ingibjörg Jakobsdóttir Sigríður Jakobsdóttir Sveinn H. Gunnarsson Ásdís Ó. Jakobsdóttir Daníel Jónasson Ásgeir Már Jakobsson Ólafía B. Rafnsdóttir Valgerður Jakobsdóttir Albert G. Arnarson Gunnar Örn Jakobsson Olga S. Marinósdóttir Gyða Haralz Halldór Haralz barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HELGA HANSDÓTTIR, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 30. september. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 14. október klukkan 11. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/FNRtbtqsdi0 Hlekkur inni á: https://www.mbl.is/andlat/minningar/utfarastreymi/ á útfarardegi. Guðrún Þorsteinsdóttir Friðrik G. Olgeirsson Sigrún Þorsteinsdóttir Brynjólfur Markússon Hans Ragnar Þorsteinsson Helga Laufdal Sveinn Þorsteinsson Heiða Lára Eggertsdóttir Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÁRNI JÓNSSON bifreiðarstjóri, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 30. september, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 9. október klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á Youtube undir heitinu: Útför Árna Jónssonar. Karl Árnason Guðrún Árnadóttir Víkingur Þorgilsson Jóhanna Árnadóttir Benedikt Steinþórss. Kroknes Anna Sigríður Árnadóttir Jón Þór Björgvinsson Kolbrún Árnadóttir Árni Rúnar Árnason Dýrleif Geirsdóttir og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.