Morgunblaðið - 08.10.2020, Page 62
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
Þýskaland
Frankfurt – Leverkusen......................... 2:2
Sandra María Jessen kom inn á hjá Lev-
erkusen á 57. mínútu.
Ítalía
C-deild:
Padova – Mantova ................................... 3:1
Emil Hallfreðsson kom inn á hjá Padova
á 61. mínútu.
Danmörk
Bikarkeppnin, 3. umferð:
Hillerød – OB ........................................... 1:2
Aron Elís Þrándarson skoraði fyrra
mark OB og lagði upp það seinna. Sveinn
Aron Guðjohnsen lék ekki með OB.
Næsby – Horsens .................................... 0:3.
Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvö
marka Horsens. Ágúst Eðvald Hlynsson
var varamaður hjá liðinu.
Brønshøj – Lyngby ......................... (frl.) 4:5
Frederik Schram varði mark Lyngby í
leiknum.
Svíþjóð
Bikarkeppnin, 3. umferð:
Eskilsminne – Rosengård....................... 2:3
Glódís Perla Viggósdóttir lék fyrri hálf-
leikinn með Rosengård.
Bromölla – Kristianstad ......................... 0:6
Svava Rós Guðmundsdóttir lék ekki með
Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir þjálf-
ar liðið.
AIK – Djurgården ................................... 1:3
Guðrún Arnardóttir var í liði Djurgår-
den en Guðbjörg Gunnarsdóttir var ekki í
hópnum.
Kalmar – Växjö ........................................ 1:3
Andrea Thorisson lék ekki með Kalmar.
Lidköping – Mallbacken ......................... 2:1
Kristrún Rut Antonsdóttir var í liði Mal-
lbacken.
Noregur
Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
Klepp – Vålerenga.......................... (frl.) 1:3
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik-
inn með Vålerenga.
Amazon Grimstad – Avaldsnes.............. 0:5
Hólmfríður Magnúsdóttir lék fyrstu 67
mínúturnar með Avaldsnes.
Vináttulandsleikir karla
Lúxemborg – Liechtenstein................... 1:2
Helgi Kolviðsson þjálfar Liechtenstein.
Danmörk – Færeyjar............................... 4:0
Kýpur – Tékkland .................................... 1:2
Eistland – Litháen ................................... 1:3
Svartfjallaland – Lettland ....................... 1:1
Malta – Gíbraltar...................................... 2:0
Austurríki – Grikkland ............................ 2:1
Pólland – Finnland ................................... 5:1
Slóvenía – San Marínó ............................. 4:0
Ítalía – Moldóva........................................ 6:0
Sviss – Króatía.......................................... 1:2
Þýskaland – Tyrkland.............................. 3:3
Holland – Mexíkó ..................................... 0:1
Portúgal – Spánn...................................... 0:0
Andorra – Grænhöfðaeyjar..................... 1:2
Frakkland – Úkraína ............................... 7:1
Skagamaðurinn Stefán Teitur
Þórðarson er formlega orðinn leik-
maður danska knattspyrnuliðsins
Silkeborg sem hefur keypt hann af
ÍA og samið við hann til fjögurra
ára. Þar með eru fjórir íslenskir
leikmenn komnir í dönsku B-
deildina ásamt Ólafi H. Kristjáns-
syni þjálfara Esbjerg. Með Esbjerg
leikur Andri Rúnar Bjarnason og
síðan eru tveir tvítugir piltar aðal-
markverðir liða í deildinni, Patrik
Sigurður Gunnarsson hjá Viborg
og Elías Rafn Ólafsson hjá Fred-
ericia.
Fimm íslenskir
í deildinni
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Silkeborg Stefán Teitur Þórðarson
er kominn til Danmerkur.
Kjartan Henry Finnbogason var
fljótur að minna á sig eftir að hann
sneri aftur til danska knatt-
spyrnuliðsins Horsens en hann lék í
gær fyrsta leikinn eftir endurkom-
una. Horsens sótti þá heim C-
deildarliðið Næsby í 2. umferð
dönsku bikarkeppninnar og Kjart-
an skoraði tvö fyrri mörk liðsins í
3:0-sigri. Aron Elís Þrándarson var
líka á skotskónum í bikarkeppninni
í gær. OB sótti heim C-deildarliðið
Hillerød og náði að merja sigur,
2:1. Aron jafnaði metin fyrir OB og
lagði síðan upp sigurmark liðsins.
Kjartan og Aron
á skotskónum
Ljósmynd/Horsens
Horsens Kjartan Henry Finnboga-
son byrjar vel.
EM 2021
Víðir Sigurðsson
Bjarni Helgason
Leikurinn sem beðið hefur verið
eftir frá 22. nóvember 2019 fer loks-
ins fram á Laugardalsvellinum í
kvöld. Rúmenar, sem áttu að mæta
Íslendingum í umspilsleiknum mik-
ilvæga á þjóðarleikvanginum 26.
mars, eru mættir til landsins og
hinn þekkti dómari Damir Skomina
frá Slóveníu mun flauta til leiks
klukkan 18.45.
Skomina dæmdi einmitt leikinn
fræga í Nice í júní 2016 þegar Ís-
land lagði England að velli í 16-liða
úrslitum EM og líka úrslitaleik Liv-
erpool og Tottenham í Meist-
aradeild Evrópu vorið 2019.
Þetta er óvenjulegur leikur í und-
ankeppni þar sem nú verður leikið
til þrautar. Jafntefli er ekki inni í
myndinni þannig að gripið verður
til framlengingar ef með þarf, og
síðan til vítaspyrnukeppni ef staðan
yrði enn jöfn eftir 120 mínútur. Í
húfi er ferðalag til Búlgaríu eða
Ungverjalands eftir fimm vikur, í
hreinan úrslitaleik um sæti á „EM
alls staðar“.
Fyrirkomulagið er útskýrt nánar
í greininni hér til hliðar.
Þjóðadeildin hjálpaði
Til upprifjunar þá er þetta um-
spil þannig tilkomið að vegna frá-
bærs árangurs íslenska liðsins í
undankeppni EM 2016 og und-
ankeppni HM 2018 var það meðal
þeirra tólf liða sem voru í fyrstu A-
deild Þjóðadeildar UEFA þegar
henni var hleypt af stokkunum
haustið 2018.
Þátttaka í A-deildinni gulltryggði
svo Íslandi sæti í umspilinu, eftir að
liðið náði ekki að tryggja sér EM-
sæti á hefðbundinn hátt í undan-
keppninni á síðasta ári.
Miklar væntingar í Rúmeníu
Erik Hamrén hefur mun sterkari
hóp til umráða en gegn Englend-
ingum og Belgum í september. Þeir
Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar
Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson,
Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Sig-
þórsson og Rúnar Már Sig-
urjónsson gætu allir spilað sinn
fyrsta landsleik á þessu ári og þá er
Birkir Már Sævarsson með á ný.
Nú er spurning hvort reynslan eða
æskan ná yfirhöndinni í þessum
mikilvæga leik. Íslenska liðið í dag
er eitt það reynslumesta í Evrópu
en Rúmenar eru að byggja upp nýtt
lið á öflugu 21-árs landsliði, rétt
eins og Ísland gerði á sínum tíma
með kynslóðina sem nú er í kring-
um þrítugt og enn í liðinu. Rúmenar
hafa miklar væntingar til liðsins og
í skoðanakönnun sem 330 þúsund
rúmenskir knattspyrnuáhugamenn
tóku þátt í núna í vikunni töldu rúm-
lega 89 prósent að þeirra lið myndi
hafa betur í viðureigninni á Íslandi.
Sextíu háværir áhorfendur
Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur
að vonum verið aðaláhrifavaldurinn
fyrir leikinn og ástandið og ráðstaf-
anir sem grípa hefur þurft til vegna
hennar hafa skyggt á leikinn sjálfan.
Á venjulegum degi, eins og átti að
vera í mars, hefðu 9.700 manns troð-
fyllt Laugardalsvöllinn og stemn-
ingin hefði verið mögnuð eins og
ávallt á þýðingarmestu landsleikjum
Íslands.
Nú eru aðrir tímar og eftir miklar
breytingar síðustu sólarhringana
vegna sóttvarnaráðstafana varð nið-
urstaðan sú í gærmorgun að 60 með-
limir stuðningssveitarinnar Tólf-
unnar fengju að vera á leiknum í
kvöld. Þeir verða einu áhorfendurnir
á vellinum en eiga ef að líkum lætur
eftir að læta rækilega í sér heyra all-
an tímann. Það verða strax mikil við-
brigði frá leiknum við Englendinga í
september þar sem engir áhorf-
endur fengu að fylgjast með við-
ureign liðanna á Laugardalsvell-
inum og hróp og köll leikmanna og
þjálfara bergmáluðu um dalinn.
Vonandi skilar samspil okkar
og Tólfunnar sigri
Aron Einar Gunnarsson landsliðs-
fyrirliði sagði á fréttamannafund-
inum í gær að íslensku leikmenn-
irnir væru afar þakklátir fyrir að
Tólfan fengi að vera með sína full-
trúa á leiknum í kvöld.
„Þeir gefa allt í þetta í stúkunni,
alveg eins og við gerum inni á vell-
inum. Vonandi skilar það samspil
okkur sigri því við erum algjörlega
staðráðnir í að vinna leikinn og lyfta
þjóðinni upp,“ sagði Aron Einar sem
leikur í kvöld sinn fyrsta landsleik á
þessu ári, eins og margir fleiri sem
ekki tóku þátt í landsleikjunum gegn
Englandi og Belgíu í september.
„Það er erfitt að venjast því að
spila á tómum velli en við erum
orðnir vanir því núna og það á ekki
að spila of mikið inn í hvað einbeit-
ingu varðar. Við þurfum að sýna
okkar rétta andlit og styrk og von-
andi dregur Tólfan okkur áfram
líka,“ sagði Aron Einar.
Reynslan mun hjálpa okkur
Viðbúið er að byrjunarliðið sem
Erik Hamrén stillir upp í kvöld verði
keimlíkt því sem lék alla fimm leik-
ina á EM 2016 í Frakklandi, enda
eru allir úr því byrjunarliði í hópnum
í dag. Hann gaf til kynna á frétta-
mannafundinum að nú skipti reynsl-
an miklu máli.
„Þetta eru tvö lið sem eru mjög
svipuð að styrkleika. Bæði lið vilja
virkilega vinna og það lið sem gerir
færri mistök ásamt því að nýta færin
sín mun vinna leikinn. Við þurfum að
vera virkilega agaðir en við þurfum
líka að vera hugrakkir. Við erum
með mjög reynda leikmenn sem hafa
spilað svona leiki áður og það mun
hjálpa okkur mikið þegar mest á
reynir. Þess vegna er ég sannfærður
um að við munum standa okkur frá-
bærlega,“ sagði Hamrén.
Allt undir gegn Rúmen-
um í Laugardal í kvöld
Vítaspyrnukeppni gæti ráðið úrslitum um hvort Ísland eða Rúmenía fer áfram
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tilbúnir Alfreð Finnbogason, Albert Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórs-
son á æfingu landsliðsins í gær. Alfreð, Aron og Kolbeinn geta leikið sinn fyrsta landsleik á árinu.
Leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum í kvöld er einn af átta um-
spilsleikjum þar sem sextán þjóðir eru í baráttu um fjögur sæti í lokakeppni
EM 2021. Leikið er í fjórum riðlum með útsláttarfyrirkomulagi og í nóv-
ember mætast sigurvegarar kvöldsins í fjórum úrslitaleikjum þar sem sig-
urvegararnir komast á EM.
Riðlarnir fjórir eru myndaðir út frá árangri Þjóðadeild UEFA 2018-19 þar
sem Ísland var í A-deildinni og fór því í A-umspilið. Allar hinar A-deild-
arþjóðirnar komust beint á EM þannig að Ísland fékk með sér í riðil þrjá mót-
herja úr C-deildinni sem höfðu náð langt þar en ekki komist beint á EM.
Búlgaría og Ungverjaland mætast í hinum leik A-umspilsins í kvöld og sig-
urvegarinn þar fær heimaleik gegn Íslandi eða Rúmeníu 12. nóvember.
Í B-umspilinu mætast í kvöld Bosnía og Norður-Írland, sem og Slóvakía og
Írland.
Í C-umspilinu taka Norðmenn á móti Serbum og Skotar fá Ísraelsmenn í
heimsókn.
Í D-umspilinu leikur Georgía við Hvíta-Rússland og Norður-Makedónía við
Kósóvó.
Átta umspilsleikir í kvöld
Nicolae Stanciu, leikmaður rúmenska
landsliðsins í knattspyrnu, segir það
liggja fyrir að íslensku leikmennirnir
séu sterkari í návígjum en þeir rúm-
ensku. Það muni vonandi ekki ráða
úrslitum þegar þjóðirnar mætast á
Laugardalsvelli í kvöld.
„Ég á von á erfiðum leik því ég veit
að íslenska liðið er mjög sterkt á
heimavelli og í liðinu eru góðir leik-
menn,“ sagði Stanciu meðal annars á
blaðamannafundi í Laugardalnum.
„Okkur hefur tekist vel upp þann
tíma sem við höfum haft til að æfa frá
því liðið kom saman heima í Rúmeníu.
Ég ímynda mér að þetta verði 50/50
leikur og liðið sem er tilbúið að gefa
allt í leikinn muni komast áfram,“
sagði Stanciu en rúmenski hópurinn
kom til Íslands á þriðjudaginn.
„Við þekkjum leikmenn íslenska
liðsins og sérstaklega þá sem leika í
stærstu deildunum. Allir vita að liðin
frá Norður-Evrópu eru líkamlega
sterk og leikmenn þeirra sterkari en
við í návígjum. En við höfum búið
okkur undir það og erum með okkar
leikskipulag sem vonandi mun skila
okkur sigri.“
Spurður um þær aðstæður sem nú
eru uppi þar sem knattspyrnuleikir
eins og þessi fara gjarnan fram fyrir
luktum dyrum sagði Stanciu:
„Á heildina litið er slæmt fyrir
íþróttina að ekki sé hægt að leyfa
áhorfendur en við því er lítið að gera.
Þetta er leiðinleg staða fyrir bæði ís-
lensku stuðningsmennina sem og
okkar stuðningsmenn,“ sagði Stan-
ciu, sem leikur með Slavia Prag.
Þeir sterkari
í návígjum