Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Sláum nýjan
tón í Hörpu
Við óskum bæði eftir áhugasömum
rekstraraðilum og hugmyndum
einstaklinga að skemmtilegum
nýjungum á neðri hæðum í Hörpu
Nánar á harpa.is/nyr-tonn
.
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hin mikla harmsaga bandarísku leik-
konunnar Jean Seberg er rakin í
kvikmyndinni Seberg sem ástralsk-
íslenski leikstjórinn Benedict And-
rews leikstýrir og var frumsýnd á
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í
fyrrahaust. Sýningar á myndinni hóf-
ust hér á landi í síðasta mánuði, í Bíó
Paradís.
Í myndinni leikur Kristen Stewart
bandarísku leikkonuna Jean Seberg
sem var ein af stjörnum frönsku ný-
bylgjunnar á sínum tíma en hún vakti
fyrst athygli árið 1957 í hlutverki Jó-
hönnu af Örk í kvikmynd austurríska
leikstjórans Otto Preminger. Gerði
leikstjórinn mikla leit að réttu kon-
unni í hlutverkið og segir sagan að
um 18 þúsund stúlkur hafi sóst eftir
hlutverkinu. Seberg var aðeins 18
ára þegar hún lék í myndinni og
brenndist illa við tökur á atriði þar
sem Jóhanna er brennd á báli. Kvik-
myndin sem gerði hana að stjörnu
var À bout de souffle (Lafmóður í ís-
lenskri þýðingu) eftir Jean-Luc God-
ard frá árinu 1960 en alls lék hún í 53
kvikmyndum á ferli sínum, bæði í
Evrópu og Bandaríkjunum.
Talin hafa svipt sig lífi
Seberg var gift franska rithöfund-
inum Romain Gary þegar hún hóf
ástarsamband við einn af lykil-
mönnum hinna róttæku mannrétt-
indabaráttusamtaka Black Panthers,
Hakim Jamal, sem Anthony Mackie
leikur í mynd Benedicts. Seberg
studdi líka samtökin með rausnar-
legum fjárframlögum og þessi tengsl
hennar við samtökin og Jamal vöktu
athygli leynilegrar undirdeildar
bandarísku alríkislögreglunnar CO-
INTELPRO, sem þá var stýrt af J.
Edgar Hoover. Höfðu starfsmenn
hennar fylgst náið með Svörtu
pardusunum og hófu nú að hlera
heimili og síma Seberg og fylgjast
með henni. Var upplýsingum lekið í
fjölmiðla um þungun Seberg seinna
meir og því haldið fram að Jamal
væri faðirinn sem var ekki raunin.
Seberg áttaði sig fljótlega á því að
fylgst væri með henni og heimili
hennar hlerað og lagðist það svo
þungt á hana að hún reyndi að svipta
sig lífi. Hún fannst látin í bifreið
sinni, aðeins fertug, árið 1979 og
hafði þá verið saknað í níu daga. Talið
er að hún hafi svipt sig lífi en það hef-
ur þó aldrei verið staðfest.
Bandaríkin loguðu þá líkt og nú
Benedict Andrews hefur búið á Ís-
landi um árabil og er nú orðinn ís-
lenskur ríkisborgari. Hann hefur
hlotið frama í heimi leikhúss og óp-
eru og hefur t.a.m. leikstýrt upp-
færslum fyrir Young Vic-leikhúsið í
London og árið 2017 leikstýrði hann
Jack O’Connell í Ketti á heitu blikk-
þaki en O’Connell leikur FBI-
manninn Jack Solomon í Seberg.
Benedict hefur leikstýrt tveimur
Shakespeare-uppfærslum fyrir Þjóð-
leikhúsið, Lé konungi árið 2010 og
Macbeth tveimur árum síðar. Sem
leikhúsleikstjóri hefur hann hlotið
mikið lof en Seberg er önnur kvik-
mynd hans í fullri lengd.
Benedict segir að henni hafi verið
mjög vel tekið í Feneyjum og víðar
og að saga Seberg hafi snert við fólki.
Myndin þótti líka eiga erindi við sam-
tímann, baráttu þeldökkra fyrir rétt-
indum sínum og gegn lögregluofbeldi
undir yfirskriftinni Black Lives Mat-
ter, þ.e. Líf þeldökkra skipta máli.
Benedict segir að því miður sé ekki
enn búið að leysa úr því kynþáttamis-
rétti í Bandaríkjunum sem Svörtu
pardusarnir vöktu athygli á árið 1968
en þá hefst saga Seberg í kvikmynd-
inni. „Árin 1968-9 loguðu Bandaríkin
og svo margt frá þeim tíma talar til
okkar núna,“ segir Benedict. Kerfis-
lægt kynþáttahatur og misrétti virð-
ist þar enn vera við lýði. „Í kvik-
myndinni er líka vakin athygli á þeim
mannlega kostnaði sem eftirlit með
fólki hefur í för með sér,“ segir Bene-
dict og að í tilfelli Seberg hafi slíkt
eftirlit kostað leikkonuna geðheils-
una.
„Ég held að saga Jane Seberg sýni
manneskju sem var að vissu leyti
frelsistákn, í það minnsta var hún
það sem leikkona,“ bendir leikstjór-
inn á. Frammistaða hennar í kvik-
mynd Godards, À bout de souffle,
sýni manneskju sem búi við mikið
frelsi og sé afar sátt við sjálfa sig.
„Ég held að í Bandaríkjunum á þess-
um tíma hafi hún verið holdgerv-
ingur ákveðinnar hugmyndar um
frelsi með því að vera hluti af frönsku
nýbylgjunni,“ segir Benedict og að
þetta frelsistákn hafi verið eyðilagt
af yfirvöldum vegna pólitískra skoð-
ana. Margt í sögu Seberg eigi erindi
við fólk í dag.
Lífsglöð, forvitin og óhrædd
–Seberg var bandarísk leikkona en
sló í gegn í evrópskum kvikmyndum.
Það er mjög óvenjulegt, ekki satt?
„Jú, vissulega. Ég held að Jane
Fonda hafi farið svipaða leið en Jean
var á undan henni og ég held að það
skipti máli hvað varðar efni mynd-
arinnar. Þessi stelpa ólst upp í mið-
vestri Bandaríkjanna, í Marshall-
town í Iowa og hefði því átt að
tilheyra einum íhaldssamasta hluta
Bandaríkjanna en varð þess í stað ein
af stjörnum frönsku nýbylgjunnar og
tekur auk þess þátt í róttæku, póli-
tísku starfi. Hún var líka gift hinum
merka, franska rithöfundi Romain
Gary og í mínum huga hefur hún allt-
af verið hálfgerður brautryðjandi og í
kvikmyndinni er reynt að kanna þá
hlið á henni. Hún bjó yfir miklum lífs-
þrótti og forvitni,“ svarar Benedict.
Seberg var óhrædd við að taka
áhættu og óttaðist ekki álit annarra á
henni þótt hún væri kvikmynda-
stjarna og milli tannanna á fólki.
Í upphafi kvikmyndarinnar sést
Seberg í hlutverki Jóhönnu af Örk
þar sem hún er brennd á báli og er
atriðið táknrænt fyrir það sem á eftir
kemur. Seberg var þó enginn dýr-
lingur, hélt framhjá eiginmanni sín-
um með Jamal og varð síðar ólétt að
barni Carlos Ornelas Navarra, mexí-
kósks háskólanema, sem hún kynnt-
ist þegar hún var við tökur á kvik-
myndinni Macho Callahan í Mexíkó.
Í kvikmyndinni lekur FBI-maður
þunguninni og framhjáhaldinu í fjöl-
miðla og lýgur því að Jamal sé fað-
irinn. „Hún lendir í orrahríð í því sem
Jamal kallar stríð hvítu Bandaríkj-
anna gegn þeim svörtu,“ segir Bene-
dict.
Alltaf að læra
„Mig hafði alltaf langað til að leik-
stýra kvikmynd og ég hef alltaf verið
mikill kvikmyndaunnandi,“ svarar
Andrews þegar hann er spurður að
því hvers vegna hann hafi snúið sér
frá leikhúsi að kvikmyndum. Hann
segir leikhúsþjálfunina, að vinna með
leikurum, segja sögur og kafa ofan í
tilvist mannsins, hafa nýst vel á hinu
nýja sviði. Í leikhúsinu hafi hann ekki
aðeins verið undir áhrifum þekktra
leikhússleikstjóra heldur líka kvik-
myndaleikstjóra, manna á borð við
Ingmar Bergman og Pasolini sem
bundu sig ekki við einn miðil heldur
störfuðu líka í leikhúsi og við skriftir.
„Þetta er allt hluti af sama starfinu, í
mínum huga. Auðvitað þurfti ég að
læra margt þegar ég fór að gera
kvikmyndir en það á við um alla kvik-
myndagerðarmenn, þeir eru alltaf að
kanna eitthvað nýtt,“ segir Benedict.
Kvikmyndaleg fegurð
Seberg er afar falleg á að líta, litrík
og lýsing gamaldags með vísan til
kvikmynda frá því tímabili sem
myndin segir frá, sjöunda og áttunda
áratugnum. Benedict segir myndina
fallega á mjög kvikmyndalegan hátt
og virðingarvott við kvikmyndir á
borð við The Parallax View eftir Alan
J. Pakula, hlerunarmyndina The
Conversation eftir Francis Ford
Coppola og samsæriskenninga-
spennumyndir frá þessum tíma.
„Mig langaði að ná fram álíka spennu
og sjá má í þeim myndum og líka
hinni kvikmyndalegu fegurð,“ út-
skýrir Benedict. Hann hafi hins veg-
ar ekki sóst eftir gamaldags frásagn-
artækni og viljað gera kvikmynd sem
best fengi notið sín á bíótjaldi.
Frá tveimur sjónarhornum
Benedict segir mikilvægt frásögn-
inni að fá bæði sjónarhorn þess sem
fylgist með og þess sem er fylgst
með, geranda og þolanda. Því var
skrifuð í handritið skálduð persóna,
Jack, sem fær samúð með Seberg.
Eftirlitið hefur áhrif á þau bæði en
með gerólíkum hætti. „Við vildum
sýna hvernig hann breyttist með því
að fylgjast með henni. Þetta er líka
myndlíking fyrir kvikmyndaformið,
við breytumst líka á einhvern hátt við
að fylgjast svo náið með lífi annarra, í
nærmynd sem aðeins myndavélin
getur boðið upp á. Við breytumst við
þessa miklu nánd.“
Talið berst að túlkun Kristen
Stewart á Jean Seberg. Benedict
segir Stewart og Seberg eiga margt
sameiginlegt sem leikkonur. „Fólk er
hugfangið af túlkun hennar,“ segir
Benedict um Stewart og að hún hafi
lagt sig alla fram í tökum og gefið sig
algjörlega hlutverkinu á vald.
En hvað er næst á dagskrá hjá
Benedict? Jú, vonandi kvikmynd en
hann segir allan undirbúning fyrir
tökur á henni hafa raskast út af Co-
vid. „Ég hef verið heima að mestu að
skrifa,“ segir Benedict og vonast til
að komast í tökur sem fyrst. „Ég bý í
Reykjavík og hef aldrei verið svona
lengi hérna án þess að fara til Kefla-
víkur,“ segir hann og hlær.
AFP
Í Feneyjum Kristen Stewart og Benedict Andrews á frumsýningu Seberg á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra.
Buguð Stewart í hlutverki Seberg sem reyndi að svipta sig lífi eftir að hafa
verið undir smásjá COINTELPRO, leynilegrar deildar innan FBI.
Frelsistákn og fórnarlamb
Benedict Andrews leikstýrði Kristen Stewart í kvikmyndinni Seberg „Í mínum huga hefur hún
alltaf verið hálfgerður brautryðjandi,“ segir Benedict um leikkonuna Jean Seberg Ofsótt af FBI