Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 72
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir skömmu kom Vala, nýr hæg- indastóll á snúningsfæti, á markað í Bandaríkjunum. „Fyrstu viðbrögð eru góð en það tekur alltaf tíma að markaðssetja nýjan lúxusstól og ef vel tekst til getur stóllinn verið í sölu í tíu til fimmtán ár og jafnvel lengur,“ segir Hlynur V. Atlason, hönnuður stólsins. Hönnunin hófst fyrir um tveimur árum að ósk framleiðandans Her- mans Millers fyrir DWR (Design Within Reach). Hlynur segir að mik- ið sé lagt upp úr þægindunum og ein- faldleikinn skipti miklu máli. Miklar prófanir hafi farið fram þar til end- anleg niðurstaða hafi fengist. Stóllinn sé nettur og laus við aukahluti eins og rafmagn og stillingar. Sérstök mótuð froða komi frá norsku fyrir- tæki og geri stólinn einstaklega þægilegan. Gott sé að sitja í honum við lestur eða handavinnu og halli maður sér aftur komi fótskemill út. „Markaðurinn er mjög gamaldags þegar kemur að hægindastólum og Vala er svar við því,“ segir Hlynur. Lífið að lifna við Eftir að hafa verið í Parsons- hönnunarskólanum í París í eitt ár hélt Hlynur náminu áfram í Parsons í New York. Eftir útskrift 2001 fékk hann vinnu og stofnaði eigið iðnhönn- unarfyrirtæki, Atlason Studio, 2003. Hann hefur komið að margs konar hönnun fyrir fyrirtæki eins og John- son & Johnson, Microsoft, Ikea og Anheuser-Busch vegna Stella Artois- bjórsins, hannað nytjavörur fyrir heimili og pakkningar fyrir smá sem stór fyrirtæki, en húsgögn hafa verið fyrirferðarmikil í starfseminni und- anfarin ár. Síðan 2017 hefur hann unnið við að hanna húsgögn fyrir Herman Miller og 2018 hóf fyrir- tækið meðal annars sölu á línulaga stólnum Línu, sem Hlynur hannaði og hefur selst vel. „Við erum að vinna í ýmsum verkefnum sem líta dagsins ljós á næstu tveimur árum.“ Lífið í New York er aðeins að lifna við. Hlynur býr með eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra í Upper West Side og fyrirtækið er í Soho á Manhattan. „Borgin var eins og eyði- borg í mars og fáir á ferli, ekki hægt að treysta á almenningssamgöngur, búðum lokað og atvinnulíf lamað, en farið er að örla á lífi, þótt enn sé langt í land,“ segir Hlynur. Hann er nú að- eins 16 mínútur að aka í vinnuna, sem segir margt um umferðina sem áður var á hraða snigilsins. Hann bætir við að kórónuveirufaraldurinn hafi óneit- anlega haft áhrif á reksturinn enda haldi menn að sér höndum í óvissunni og bíði gjarnan með að láta hanna fyrir sig. DWR er með verslanir víða í Bandaríkjunum. „Ég hef líkt þessum verslunum við Epal,“ segir Hlynur og leggur áherslu á að þolinmæði sé nauðsynleg þegar lúxusvörur eru settar á markað. „Lögð er áhersla á gæði og módelhönnun og vörurnar eru því í frekar háum verðflokki.“ Í því sambandi segir hann að Vala kosti um 4.000 dollara, um hálfa milljón króna. „Þetta er hágæða- vara.“ Hlynur sendir Völu frá sér í New York  Nýr nettur lúxusstóll svar við gamaldags markaði Vala Hlynur Atlason lætur fara vel um sig í nýja stólnum. Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu ef verslað er fyrir 5.000 kr. eða meira ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is mánudaga - sunnudaga 12-18 RETINA SKEMILL. Ýmsir litir. Ø60 cm. 18.900 kr.NÚ 15.120 kr. CHISA HÆGINDASTÓLL. Ýmsir litir. 44.900 kr.NÚ 33.400 kr. SQUARE SÓFABORÐ. Svört marmaraplata. 100x50 cm. 34.900 kr.NÚ 25.900 kr. CINDY SKEMILL. Ýmsir litir. Ø100 x H40 cm. 59.900 kr. NÚ 44.900 kr. 2o-25% Sparadu- af öllum sófum, sófaborðum og hægindastólum 8. október - 2. nóvember 25% 25% SPAraðu 19.000 Nú55.900 20% 25% 25% CHISA SÓFI. 3ja sæta. L149 cm. Dökkblátt áklæði. 74.900 kr.NÚ 55.900 kr. 20% afsláttur af sérpöntuðum sófum Freyr Sigurjónsson flytur konsert fyrir flautu eftir Jón Ás- geirsson á þrennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Bilbao (SB) í dag og á morgun, en uppselt er á alla tón- leikana. Freyr hefur verið fyrsti flautuleikari sveitarinnar síðan 1982. Hann átti frumkvæði að því konsertinn væri saminn og tileinkaði tónskáldið honum verkið. „Samband tónlistarmanns og tónskálds hófst þegar Freyr var nem- andi hjá Jóni. Þessi vinátta og náin samvinna þeirra, með- an konsertinn var í smíðum, birtist án efa áheyrendum í þessari ljómandi og aðlaðandi tónsmíð,“ segir í tónleika- bæklingi SB og bent á að tónmál konsertsins einkennist af „leyndardómsfullum og reikandi blæ – en hvíli þó alltaf í sömu tóntegund“. Þar kemur einnig fram að kadensur, styttri eða lengri, séu í öllum þremur þáttum verksins, sem veita einleikaranum „frelsi og möguleika á fjölbreyttri túlkun“. Jón, sem verð- ur 92 ára á sunnudag, lauk verkinu 2003 og til stóð að Freyr myndi frumflytja það með Sinfóníuhljómsveit Íslands í janúar 2019 í tilefni af 90 ára afmæli tónskáldsins. Freyr varð hins vegar að hætta við það þegar hann greindist með krabbamein. Leikur flautukonsert Jóns á Spáni FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 282. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „En eftir allt sem á undan er gengið er ánægjulegt að þessi leikur fari loksins fram og við ætlum okkur sigur. Hjá mér persónulega held ég að það verði ákveðinn léttir þegar maður getur sest í sætið og horft á leikinn eftir að hann verður loksins flautaður á. Ég geri ráð fyr- ir því að stór hluti þjóðarinnar verði heima í stofu að fylgjast með,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, meðal annars í samtali við blaðið í dag. Leikurinn mik- ilvægi gegn Rúmeníu fer fram í kvöld en átti upp- haflega að vera í mars. »63 Loksins komið að leiknum gegn Rúmeníu sem átti að vera í mars ÍÞRÓTTIR MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.