Morgunblaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 1. O K T Ó B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  248. tölublað  108. árgangur  ENDURSKOÐA SAMFÉLAGS- LEGA ÁBYRGÐ FURÐULEG BLANDA SEM VIRKAR BERGFESTA BYGGIR ÍBÚÐIR Á AKUREYRI LISTHÓPURINN RYBA 24 STÖÐUG EFTIRSPURN 10VIÐSKIPTAMOGGINN Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T ev a 0 2 8 0 6 2 Oddur Þórðarson Freyr Bjarnason Jarðskjálfti upp á 5,6 varð laust fyrir klukkan tvö í gær í grennd við Núpshlíðarháls, um fimm kíló- metra vestur af Seltúni á Reykja- nesskaga. Skjálftinn er sá stærsti sem orðið hefur á Reykjanesskaga í sautján ár. Fannst hann vel á öllu suðvesturhorninu og alla leið vest- ur á Ísafjörð. Ekki hefur frést af manntjóni eða meiriháttar skemmdum, en hlutir hrundu úr hillum verslana í Reykjavík og sprungur gliðnuðu í húsakynnum flugskóla Keilis á Ásbrú, svo dæmi séu nefnd. Fjöldi snarpra eftir- skjálfta fannst víða á Suðvestur- landi fram eftir degi og undir kvöld, einhverjir þeirra yfir fjórum stigum að styrkleika. Eldfjalla- fræðingar segja að skjálftanum muni líklega ekki fylgja nein eld- virkni, en mikil skjálftavirkni hef- ur verið á sunnanverðum Reykja- nesskaga undanfarið. Væri loks farið að gjósa Óskar Sævarsson er landvörður á Reykjanesskaga og varð skjálft- ans heldur betur var. Hann var við þrif á salernisaðstöðu ferðamanna í Seltúni, nánast við skjálftamiðj- una, og segir hann skjálftann vera þann mesta sem hann hafi fundið. „Ég er þarna að þrífa salernin þegar þetta ríður yfir. Ég hafði með mér brúsa af frostlegi til þess að gera lagnirnar klárar fyrir vet- urinn og brúsinn kastaðist alveg í vegginn þegar þetta byrjaði. Ég varð að halda mér í til að detta ekki og hljóp út á pallinn fyrir framan salernin. Þá sé ég þegar hrynur svona úr Hattinum, fjalli hérna austan við Hveragilið, með tilheyrandi hávaða. Það drundi eiginlega í öllu hérna í þó nokkuð margar sekúndur á eftir. Þá hvarflaði að manni að það væri loks farið að gjósa,“ segir Óskar í samtali við Morgunblaðið. Hefði getað farið mjög illa Jón Svavar Jósefsson og Hall- dóra Björk Friðjónsdóttir voru við göngu á Keili, skammt frá skjálfta- miðjunni, þegar skjálftinn reið yf- ir. Þau áttu fótum fjör að launa þegar grjóthnullungar fóru að renna niður hlíðina. „Það hefði getað farið mjög illa ef maður hefði fengið stein á sig. Það er al- gjör lukka að það skuli ekki hafa gerst,“ sagði Jón Svavar við mbl.is í gærkvöldi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðing- ur segir að skjálftavirkni á þessu svæði sé hvergi nærri hætt og ómögulegt að segja til um hvenær henni ljúki. SÁ STÆRSTI Í 17 ÁR  5,6 stiga jarðskjálfti á Reykjanesi  Sautján ár eru frá því stærri skjálfti varð á svæðinu  Grjóthrun varð nærri upptökum  Skjálftavirkni hvergi nærri hætt MKvikuinnskot undir Krýsuvík »4 Ljósmyndir/Óskar Sævarsson Á vegi Grjót hrundi úr Stórusteinabrekku á Djúpavatnsleið við Norðlingaháls, skammt frá upptökum skjálftans, eins og sjá má á ljósmyndum landvarðar. Lo ft m yn di r e hf . 5,6 Skjálfti að stærð 5,6 á Reykjanesi Reykjavík Keflavík Grindavík Hrun Glögglega gefur að líta sárið í brekkunni þaðan sem grjótið tók á rás.  Sænsk yfirvöld hafa með afger- andi hætti útilokað búnað frá kín- versku fjarskiptafyrirtækjunum Huawei og ZTE. Þetta kom fram í úrskurði sænsku póst- og fjar- skiptastofnunarinnar í gær þar sem fyrirtæki sem notast við búnað frá fyrrnefndum fyrirtækjum eru úti- lokuð frá næsta útboði á fjar- skiptatíðnum í tengslum við upp- byggingu 5G-fjarskiptakerfis í landinu. Ákvörðunin var tekin í samráði við sænsku öryggislögregl- una Säpo og sænska herinn. »9 Svíar setja Huawei stólinn fyrir dyrnar FATF, alþjóð- legur starfshópur sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, mun funda á föstudag um það hvort Ís- land komist af hin- um svokallaða „gráa lista“ sem landið komst á síð- astliðið haust þegar ljóst þótti að stjórnvöld hefðu ekki getað sýnt fram á að peningaþvættisvarnir hér á landi væru í samræmi við kröfur hópsins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dóms- málaráðherra upplýsir í samtali við ViðskiptaMoggann í dag að vinnu- hópur frá FATF hafi komið hingað til lands í september og gert vettvangs- athugun. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um hvort Ísland verði tekið af listanum en hún voni það. Í júní staðfesti allsherjarfundur á vettvangi FATF að Ísland hefði lokið aðgerða- áætlun sinni með fullnægjandi hætti en í kjölfarið var ljóst að sérstök út- tekt yrði gerð á stöðu mála áður en landið yrði tekið af listanum. Von um að komast af lista Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir  Enn á gráum lista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.