Morgunblaðið - 21.10.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 21.10.2020, Síða 12
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stærstu heildarsamtök vinnu-markaðarins, Samtök at-vinnulífsins og Alþýðu-samband Íslands, taka hvor tveggja undir þær megináherslur sem lagðar eru í fjárlagafrumvarpi næsta árs og fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Þetta má lesa út úr nýjum umsögnum ASÍ og SA til fjárlaganefndar. Fjölmargt er þó einnig gagnrýnt í umsögnum þeirra. SA segja jákvætt að sértækum og tímabundnum aðgerðum sé beitt til stuðnings fyrirtækjum og heim- ilum sem verða illa úti af völdum heimsfaraldursins en segja það von- brigði að seinustu uppgangsár hafi ekki falið í sér meira aðhald í rík- isfjármálum en raun beri vitni. ASÍ fagnar breyttum áherslum í frumvarpinu og áætluninni, sem bendi til þess að ákveðin viðhorfs- breyting hafi orðið hjá stjórnvöldum, sem nú stefni á að beita ríkis- fjármálunum til að vinna gegn skað- legum áhrifum kreppunnar. Sam- tökin leggja hins vegar áherslu á að ekki megi nota velferð og grunnþjón- ustuna „sem afkomubætandi aðgerð í ríkisfjármálum og að niðurgreiðsla skulda verði á forsendum kröftugrar viðspyrnu“. Pólitísk stefnumörkun þurfi að eiga sér stað um þessi atriði á næstu misserum. ASÍ leggur höfðuáherslu á að- gerðir gegn atvinnuleysi. Lengja þurfi tímabil atvinnuleysistrygginga í 36 mánuði til að bregðast við fyrir- séðri aukningu langtímaatvinnuleys- is. Hækka verði grunnbætur atvinnu- leysistrygginga í 95% af dagvinnu- tekjutryggingu. Tryggja þurfi að einstaklingar sem kláruðu þriggja mánaða tekjutengt tímabil áður en það var lengt í sex mánuði fái fulla tekjutengingu í sex mánuði og að hlutabætur verði virkt úrræði, minnst til 1. júní 2021. Viðvarandi hallarekstur SA lýsa áhyggjum af því að framreikningur ríkisfjármála, miðað við fyrirliggjandi hagspár, leiði að öðru óbreyttu til mikils og viðvarandi hallareksturs og skuldasöfnunar, sem gæti orðið ósjálfbær ef ekki er brugð- ist við. „Náist ekki markmið um að örva hagvöxt umfram spár á tíma- bilinu mun þurfa að grípa til sér- stakra ráðstafana á tekju- og/eða út- gjaldahlið hins opinbera. Slíkar ráðstafanir hafa hins vegar ekki verið útfærðar nánar. Mikilvægt er að stuðla að framtíðarsýn í þessum efn- um því ljóst er að þverpólitískt átak mun þurfa á næstu árum til að koma jafnvægi á ríkisrekstur,“ segir í um- sögn SA. Benda samtökin á að það stefni í viðvarandi hallarekstur og ósjálfbæra skuldasöfnun að öðru óbreyttu. Á næsta ári stefni í töluvert meiri halla á rekstri hins opinbera hér á landi en í nágrannalöndunum og útlit sé fyrir að kreppan muni hafa langvarandi áhrif á sameiginlega sjóði hér. Þetta komi ekki á óvart þegar litið er til þess að ferðaþjónustan er að verða fyrir verulegum búsifjum. SA setja spurningarmerki við þá forsendu þjóðhagsspár að hingað komi 900 þús- und erlendir ferðamenn á næsta ári. Útlit sé fyrir að sú forsenda sé of bjartsýn. ASÍ fagnar því að boðaðar breyt- ingar á tekjuskattskerfinu komi til framkvæmda en styrkja þurfi aðra tekjustofna og gagnrýnir áform um breytingar á fjármagnstekjuskatti. Skattalækkun um 2,1 milljarð til fjár- magnseigenda eigi ekki að vera í for- gangi við núverandi aðstæður. Mik- ilvægt verði að huga að styrkingu tekjustofna á komandi árum. Kalla á pólitískt átak og stefnumörkun Morgunblaðið/Ómar Uppbygging SA segja að leggja verði áherslu á atvinnuskapandi stefnu sem ýti undir hagvöxt til framtíðar. ASÍ minnir á að styrkja þurfi öryggisnetin. 12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stór jarð-skjálftivarð í gær um kl. 14.00, 5,6 stig, og aðrir til- finnanlegir, en nokkru minni, urðu í kjöl- farið, sá stærsti þeirra 4,1 stig, og var upphafið um sjö kílómetra vestur af Kleifarvatni. Þeim fylgdi skjálftahrina sem mæli- tækin skráðu. Hefur reyndar verið rætt um skjálftahrinu um margra mánaða skeið, tengda óróa á Reykjanessvæðinu, og hafa skjálftar verið allöfl- ugir, bæði í mars og ágúst sl. (5,2. og 4,6). Stundum er í daglegu tali rætt um snarpa jarð- skjálfta, þegar slíkir finn- ast greinilega vítt um og jafnvel alllangt frá upp- hafsstað. Mælingar og við- eigandi útreikningar sýna svo iðulega að slíkir skjálftar mælist 3,5-4,0 stig að stærð. Skjálftinn sem varð skömmu fyrir klukkan 14.00 í gær var tilfinnan- legur og sagði leikmönnum strax að þar færi skjálfti í stærri kantinum. Síriti Veðurstofu sýndi styrkinn vera um 5,7 stig og nákvæmari útreikn- ingar sögðu hann 5,6 stig, en aukastafirnir segja meiri sögu en ætla mætti. Þekktir og mjög um- ræddir skjálftar, Suður- landsskjálftar, eru bundn- ir við það tiltekna land- svæði og með þekkta sögu, nánast frá því að land byggðist, og teljast vera 6,0 stig eða öflugri. Slíkir stórskjálftar hafa orðið nýlega. Síðast 29. maí 2008 og þá 6,2 stig og þar áður tveir árið 2000, sá fyrri hinn 17. júní og mældist sá 6,5 og fjórum dögum síðar hinn sem mældist 6,6 stig. Tjón á mannvirkjum varð tilfinn- anlegt. Tugir skjálfta fundust á mælum í kjölfar stóra skjálftans í gær og al- menningur á höfuðborg- arsvæðinu nam allnokkra þeirra. Skjálftinn í gær var nægilega öflugur til þess að minna flesta rækilega á það, hversu mað- urinn má sín lít- ils þegar nátt- úruöflin láta til sín taka, þótt ekki séu fréttir um tjón, þótt vörur og annað smálegt hafi fall- ið úr hillum. Jarðskjálftar standa stutt (þótt hrinan sem fylgir geti staðið lengi, og erfitt virðist að meta hvort og þá hvers konar fyrirboði sé hér á ferð og hvað þá að tíma- setja slíkt af nokkurri ná- kvæmni). Á síðari tímum hefur mesta manntjón orðið í kjölfar jarðskjálfta undir hafsbotni, þegar flóð- bylgja hefur risið í kjölfar þeirra og gengið á land á þéttbýlu svæði. Ógurlegt manntjón vegna mikils skjálfta af því tagi og flóðbylgjunnar sem fylgdi varð um jólin 2004. Hundruð þúsunda manna fórust. Enn skemmra er að minnast risaskjálfta (níu stig) úti fyrir ströndum Japans 11. mars 2004. Í að- draganda hans hafði verið skjálftahrina og mældist stærsti einstaki skjálfti í henni vera sjö stig hinn 9. mars. Eftir stóra skjálftann sjálfan (níu stig) reis rétt tæplega 30 metra há flóð- bylgja sem gekk lengst 10 kílómetra á land upp. Stór- kostlegt tjón varð og talið er að nærri 28 þúsund manneskjur hafi týnt lífi. (Staðfest dánartala er um 12.000, en 15.500 er sakn- að.) Minnisstæð er eyðilegg- ing tveggja hluta mikils kjarnorkuvers, og að millj- ónir manna urðu án vatns og rafmagns um langa hríð og þjónusta af öllu tagi var að sama skapi takmörkuð og mjög umhendis var að koma við björgunar- aðgerðum, svo varlega sé talað. Þar sem flóðbylgjan skall á landinu hafði verið búið í haginn gagnvart flóði, en það breytti miklu þegar við var að eiga slíkt magn og ógnarafl og fyrir- varinn nánast enginn. Öflugur jarðskjálfti í námunda við mesta þéttbýlið er áminn- ing og ögrun} Aflið er þekkt, samt er flestum illa brugðið G etum við gert betur? Við öll? Ég myndi halda að augljósa svarið sé já. Ekkert er svo fullkomið að það endist að eilífu. Við getum alltaf gert betur, eða að minnsta kosti reynt það. Hvernig gerum við betur væri kannski eðlileg framhaldsspurning, því sitt sýnist hverjum um hvað er hægt að gera bet- ur. Við höfum búið til fyrirkomulag til þess að ákveða hvað við viljum gera betur. Það fyr- irkomulag heitir lýðræði. Alveg eins og öll sköpunarverk mannsins þá er lýðræði ekki fullkomið, en það er besta aðferðin sem við höfum. Lýðræði er ekki einfalt verkfæri eins og hamar, það er margslungið og búið alls kon- ar tækjum og tólum til þess að passa upp á ein- faldleika og tillitssemi. Við erum með kjörna fulltrúa, atkvæðagreiðslur um einstök mál, þrískiptingu valds, fjórða valdið, fimmta valdið, málfrelsi, fundafrelsi og getum safnað undirskriftum til stuðnings málum svo einhver dæmi séu nefnd. Það ættu því allir að hugsa sig tvisvar um ef stjórnvöld framfylgja ekki lýðræðislegum niðurstöðum. Jafnvel þó stjórnvöld séu ósammála niðurstöðunni. Sérstaklega ef stjórnvöld eru ósammála, ef satt skal segja. Því hvernig getum við kallað okkur lýðveldi ef við erum með stjórn- völd sem fara ekki eftir lýðræðislegum niðurstöðum? Ég vil taka það sérstaklega fram að þó það sé lýðræð- isleg krafa til Alþingis að vinna frumvarp að nýrri stjórn- arskrá sem er byggð á tillögum stjórnlagaráðs þá segir það auðvitað ekkert um skyldu þingmanna til þess að greiða atkvæði á einn eða annan hátt. Hver þingmaður er auðvitað bundinn sann- færingu sinni. Enginn þingmaður ætti hins vegar að geta hafnað því að leyfa þjóðinni að hafa lokaorðið um breytingar á stjórnarskrá, því það er jú þjóðin sem er stjórnarskrárgjaf- inn. Það er þjóðin sem setur valdhöfum leik- reglur. Átta árum eftir að aukinn meirihluti kjós- enda sagði að það ætti að setja nýja stjórn- arskrá getum við spurt okkur, gerðum við betur? Ég tel það vera merki um dugleysi og gagnsleysi Alþingis að geta ekki klárað mál sem hlaut stuðning aukins meirihluta kjós- enda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta gerist þrátt fyrir að núverandi stjórnarflokkar hafi haft það sem áherslumál í kosningum að framfylgja niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Fyrir kosningar 2013 var það stefna Framsóknarflokks- ins og fyrir kosningarnar 2017 var það stefna Vinstri grænna. Báðir flokkarnir stungu því loforði ofan í skúffu eftir kosningar. Ég heyri sagt að niðurstöður kosninga hafi ekki skilað þingmeirihluta fyrir nýrri stjórnarskrá. Við því segi ég: Bull. Því þó flokkar hafi svikið kosningaloforð um að klára stjórnarskrármálið þá voru þeir flokkar sem lofuðu því klárlega í meirihluta á þingi á öllum kjörtímabilum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Að minnsta kosti í orði. Björn Leví Gunnarsson Pistill Getum við gert betur? Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SA benda á að allt stefni í að skuldahlutfall ríkissjóðs í lok áætl- unartímabilsins eftir fimm ár verði nálægt því sem var 2013-14. Vaxta- kostnaður ríkissjóðs aukist um 100 milljarða. Þá segja SA hagræðingu nauðsynlega og benda á að skv. fjárlagafrumvarpinu verði áætlaðar launahækkanir ríkisstarfsmanna 14 milljarðar á næsta ári. Á sama tíma fjölgi opinberum störfum. Í umsögn ASÍ segir að það sé jákvætt að framlög til nýsköpunar séu aukin með það að markmiði að stuðla að verðmætasköpun. Mikilvægt sé að hafa í huga að árangur af slíkri fjárfestingu komi fram á löngum tíma og leysi ekki þann bráðavanda sem nú ríkir á vinnumarkaði. Horfa þurfi einnig til fjárfestinga og aðgerða sem fjölga störfum til skemmri tíma. 100 milljarðar í vexti VAXANDI SKULDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.