Morgunblaðið - 21.10.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020
Góð þjónusta í tæpa öld
10%afslátturfyrir 67 ára
og eldri
Björn Bjarnason skrifar: „Örlöguppljóstrara eru misjöfn. Tali
þeir við umsjónarmenn Kveiks í
sjónvarpinu eða leggi WikiLeaks til
efni eru þeir gjarnan hafnir upp til
skýjanna.
Veiti uppljóstrariÁsmundi Frið-
rikssyni alþing-
ismanni upplýs-
ingar um komu
hælisleitenda til
landsins er leitað að
honum með logandi
ljósi eins og um
skúrk sé að ræða. Ef
uppljóstrari hefði
sagt eitthvað nýtt
um fjölda ekinna
kílómetra Ásmund-
ar á ferðum til kjós-
enda hans hefði honum vafalaust
verið hampað í fréttatímum rík-
isútvarpsins og á Kjarnanum.“
Björn bendir á að Útlend-ingastofnun sór að hafa ekki
sagt Ásmundi eitt né neitt. Þá
spurði Kjarninn umsjónarmann
sóttvarnahúsa. Hann lagði sárt við
að hann upplýsti aldrei neinn um
fjölda hælisleitenda. Af hverju?
Lögreglustjórinn á höfuðborg-arsvæðinu taldi sig standa
voða vel í þöggun um hælisleit-
endur. Er það svona flott? Eftir
árangurslausa leit að uppljóstr-
aranum segir Kjarninn frá tölunum
sem Ásmundur hefur birt. „Síðustu
þrjár vikur hafa komið 54 hælisleit-
endur og kostnaðurinn vegna
þeirra fyrir ríkissjóð því 324 millj-
ónir.“
Og Björn bendir á að meðan„RÚV“ þylur í belg og biðu töl-
ur um sýnatöku og smit telur það
hópferðir „flóttamanna“ hernaðar-
leyndarmál sitt og kjölturakka síns
Kjarnans. Af hverju?
Björn
Bjarnason
Litlir símamenn
og ósýnilegir
STAKSTEINAR
Stefán
Eiríksson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Rannsóknarnefnd samgönguslysa,
siglingasvið, hefur ítrekað þriggja
ára tilmæli til ráðuneytis samgöngu-
mála um að tafarlaust verði gerðar
endurbætur á reglugerð um skip-
stjórnar- og vélstjórnarréttindi.
Lögð er áhersla á að við þá endur-
skoðun verði tryggt að eftirlit og við-
hald vélbúnaðar skipa verði með full-
nægjandi hætti. Engin viðbrögð hafa
borist við þessari tillögu í öryggisátt.
Tilefni þess að athygli er vakin á
þessu máli er vélarbilun sem varð
um borð í línubátnum Otri ÍS síðasta
vor, þegar báturinn var á línuveiðum
á Vestfjarðamiðum. Bilun kom upp í
framdriftsgír bátsins og ekki var
hægt að kúpla saman. Að lokum
tókst það þó og var siglt til Bolung-
arvíkur í fylgd björgunarskips.
Við rannsókn kom fram að bátur-
inn var með þjónustusamning skráð-
an hjá Samgöngustofu frá árinu 2007
um viðhald á vélbúnaði hjá vélsmiðju
á Siglufirði. Við nánari athugun
Samgöngustofu kom í ljós að þjón-
ustusamingurinn hafði fallið úr gildi
2015 en það ekki verið skráð í kerfi
stofnunarinnar.
Málið gefur ekki tilefni til frekari
rannsóknar, segir í lokaskýrslu
Rannsóknarnefndarinnar, en vakin
er athygli á fyrrnefndri tillögu í ör-
yggisátt frá 2017. aij@mbl.is
RNSA ítrekar þriggja ára tilmæli
Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill
endurbætur á reglugerð Engin viðbrögð
Ljósmynd/Sæmundur Þórðarson
Otur ÍS Bátnum var siglt til hafnar
eftir vélarbilun á Vestfjarðamiðum.
Þórir Barðdal, lista-
maður og stofnandi
Lótushússins, lést á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 14.
október síðastliðinn,
á 62. aldursári.
Þórir fæddist í
Reykjavík 31. októ-
ber 1958 og ólst þar
upp. Foreldrar hans
voru hjónin Óli Sig-
urjón Barðdal, f.
1917, d. 1983, eigandi
Seglagerðarinnar
Ægis, og Sesselja
Engilráð Guðnadóttir
Barðdal, f. 1920, d. 2017, sem lengi
starfaði á saumastofu Seglagerð-
arinnar með Óla og fjölskyldunni.
Meðfram skóla vann Þórir á
Seglagerðinni á sínum yngri árum.
Hann fór snemma að læra mynd-
list.
Hann var lærður myndhöggvari,
nam við Myndlista- og handíða-
skóla Íslands og við Listaakadem-
íuna í Stuttgart í Þýskalandi árin
1981-1984. Hann starfaði um skeið
við höggmyndalist í Houston í
Texas í Bandaríkjunum og í
Portúgal. Fluttist síðan aftur til
Íslands árið 1996 og starfaði eftir
það við höggmyndalist og leg-
steinagerð. Hann stofnaði stein-
smiðjuna Sólsteina og flutti inn
granít og marmara til að framleiða
minnisvarða, leg-
steina, borðplötur og
fleira. Þórir seldi
sinn hlut í Sól-
steinum 2006. Þá
stofnaði hann Stein-
smiðju Akureyrar
árið 2011 og starf-
rækti fyrirtækið í
sex ár, þegar nýir
eigendur tóku við.
Þórir giftist Sig-
rúnu Olsen myndlist-
arkonu árið 1989.
Sigrún lést árið
2018, 63 ára að aldri.
Unnu þau alla tíð
náið saman að andlegum hugðar-
efnum og héldu margar myndlist-
arsýningar hér á landi og erlendis,
bæði einka- og samsýningar. Þau
stofnuðu saman hugleiðsluskólann
Lótushúsið, sem hefur hjálpað
þúsundum landsmanna við að tak-
ast á við streitu og áskoranir líð-
andi stundar. Þá stóðu þau hjónin
fyrir Heilsubótardögum á Reyk-
hólum í mörg sumur, sem voru vel
sóttir.
Dóttir Þóris er Sara Barðdal,
hennar eiginmaður er Hákon Víðir
Haraldsson. Synir þeirra eru Alex-
ander Úlfur, sjö ára, og Baltasar
Máni, fjögurra ára.
Útför Þóris fer fram í kyrrþey,
með nánustu aðstandendum og
vinum.
Andlát
Þórir Barðdal