Morgunblaðið - 21.10.2020, Page 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
Nýjasta Meistaraverk
Christopher Nolan
The Guardian
The Times
The Telegraph
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
MÖGNUÐ MYND SEM
GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI :
Roger Ebert.com
San Fransisco Cronicle
The Playlist
88%
SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN
Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR.
Streymisveitan Netflix hefurað geyma margar áhuga-verðar kvikmyndir, öfugtvið það sem margir halda
fram, og virðast stjórnendur þar á bæ
óhræddir við að taka áhættu þegar
kemur að listrænum kvikmyndum
svokölluðum og myndum sem fjalla
um dekkri hliðar mannlegs eðlis. The
Devil All the Time er ein slík, byggð á
skáldsögu Donalds Rays Pollocks
sem er líka sögumaður myndarinnar.
Pollock ávarpar áhorfendur strax í
byrjun, myndar tengingu við skáld-
söguna og vekur tilfinningu fyrir því
að eitthvað sannsögulegt sé á ferð
sem er þó ekki raunin. Raunar veltir
maður því fyrir sér, framan af mynd,
hvort yfirlestrinum sé ekki ofaukið,
hvort ekki væri nær að sýna frekar
en segja. Margir frábærir kvik-
myndagerðarmenn hafa notað þessa
frásagnaraðferð, yfirlesturinn eða
sögumanninn, með þeim hætti að
myndirnar hafa orðið betri fyrir vik-
ið, til dæmis Coen-bræður í The Big
Lebowski, Blood Simple og No
Country For Old Men. Ákveðinn
tónn er sleginn strax í byrjun, stund-
um spaugilegur, stundum drama-
tískur og tilfinning gefin fyrir því sem
koma skal, hvernig saga verður sögð.
Byrjunin á The Devil All the Time
minnir mjög á Coen-mynd en er þó
ekki af sömu gæðum.
Sögusviðið er dreifbýli Ohio, smá-
bærinn Knockemstiff og segir fyrst
frá Willard Russell sem snýr aftur úr
seinni heimsstyrjöldinni með áfalla-
streituröskun. Hann kynnist ungri
konu, Charlotte, og eignast með
henni soninn Arvin sem sagan hverf-
ist að mestu um. Arvin elst upp við
öfgakennda hegðun föður síns og
trúarofstæki. Þegar Charlotte grein-
ist með banvænt krabbamein fórnar
Willard hundi fjölskyldunnar í von
um að guð bjargi lífi hennar. Arvin
kemur að hundinum sínum kross-
festum og er þar mynduð tenging við
skelfilega atburði sem Willard varð
vitni að í stríðinu. Willard deyr
skömmu síðar og hinn munaðarlausi
Arvin flytur til ömmu sinnar og
frænda. Þegar Arvin kemst á ung-
lingsár er hann fullur af heift og not-
ar hnefana til að leysa úr ágreiningi.
Uppeldissystir hans Lenora er, öfugt
við Arvin, gæskan holdi klædd og
guðhrædd mjög. Viðurstyggilegur
prestur nýtir sér það og misnotar
hana kynferðislega. Illa fer fyrir
hinni saklausu Lenoru líkt og flestum
konum í myndinni og milli þessara
tveggja sagna af Arvin og henni er sú
þriðja rakin, saga af ungri konu,
Sandy, og kærasta hennar, Carl, sem
er raðmorðingi og áhugaljósmyndari.
Sandy leggur Carl lið við morðin með
því að draga unga puttalinga á tálar.
Vill svo til að bróðir Sandy er lög-
reglustjórinn á svæðinu en hann er
auðvitað siðlaus og illa innrættur
djöfull eins og flestir karlar mynd-
arinnar.
Persónurnar eru bæði ýktar og
skrautlegar í þessari drungalegu
kvikmynd sem stendur sannarlega
undir nafni þar sem djöfullinn virðist
búa í hverjum karli og leynast í
hverju skúmaskoti. Hið góða má sín
lítils andspænis hinu illa enda heitir
smábærinn þar sem allur hroðinn á
sér stað Knockemstiff, eða Sláðuþá-
kalda. Mætti af því heiti halda að hér
væri svört kómedía á ferð en ef svo er
skilar spaugið sér ekki. Knockemstiff
er líka raunverulegur staður, ótrú-
legt en satt.
Tom Holland leikur Arvin um tví-
tugt og gerir vel. Robert Pattinson
stelur hins vegar senunni sem slepju-
legi og siðlausi presturinn Preston
Teagardin og Riley Keough og Jason
Clarke eru eftirminnileg í hlut-
verkum morðingjaparsins Sandy og
Carls. Harry Melling (sem lék Dud-
ley Dursley í Harry Potter-
myndunum) er líka kostulegur í hlut-
verki predikara sem missir vitið í
örvæntingarfullri leit sinni að guði.
The Devil all the Time heldur
manni föngnum framan af, á meðan
maður veit ekki hvert stefnir, en eftir
því sem ofbeldisverkunum, illmenn-
unum og líkunum fjölgar fer manni
að leiðast þófið. Spilling, trúar-
ofstæki, ofbeldi og öfuguggaháttur
eru rauði þráðurinn og maður veltir
fyrir sér hver sé tilgangurinn með
þessu öllu saman og hvort maður hafi
ekki séð svipaðar sögur áður á hvíta
tjaldinu. Maður kennir vissulega í
brjósti um þær fáu góðu manneskjur
sem finna má innan um djöflana en
áttar sig fljótlega á því að til lítils er
að halda með þeim því allt stefnir í
eina átt; beinustu leið til helvítis.
Djöfullinn er alls staðar
Ógeðfelldur Robert Pattinson er verulega ógeðfelldur í hlutverki siðlauss prests í The Devil All The Time.
Netflix
The Devil All the Time bbbnn
Leikstjórn: Antonio Campos. Handrit:
Antonio og Paulo Campos, byggt á
skáldsögu Donald Ray Pollock. Aðalleik-
arar: Bill Skarsgård, Tom Holland, Mich-
ael Banks Repeta, Haley Bennett, Seb-
astian Stan, Jason Clarke, Robert
Pattinson og Eliza Scanlen.
Bandaríkin, 2020. 138 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Stjórn WIFT á Ís-
landi, samtaka
kvenna sem
starfa við gerð
kvikmynda og
sjónvarpsefnis,
sendi frá sér
ályktun í fyrra-
dag vegna nýút-
gefinnar kvik-
myndastefnu til
næstu tíu ára.
Segir þar að WIFT þyki grátlegt að
ekki sé minnst á leiðréttingu kynja-
halla í íslenskri kvikmyndagerð en
því sé þó fagnað að ráðist hafi verið í
það viðamikla verkefni að gera
stefnu fyrir íslenska kvikmyndagerð
til ársins 2030. „Við teljum brýnt að
horft sé fram í tímann í þeim til-
gangi að setja markviss háleit mark-
mið fyrir svo mikilvæga starfsgrein
sem kvikmyndagerð er, bæði menn-
ingarlega og efnahagslega. Einnig
lýsum við ánægju okkar með þau
fjögur markmið sem sett eru í þess-
ari stefnu, enda væri það til bóta fyr-
ir samfélagið allt ef þau ná fram að
ganga,“ segir í upphafi ályktunar-
innar. Hvergi sé þó minnst á kynja-
hallann og leiðréttingu á honum þótt
verulega halli á konur í nánast öllum
hornum kvikmyndagerðar. „Þetta
er að okkar mati algjörlega óvið-
unandi. Í viðauka I er ein setning
sem tæpir á þessu. Tilvitnun: „Efla
þarf umhverfið með tímabundnum
hnitmiðuðum aðgerðum til að jafna
hlut kvenna en mikið hefur hallað á
þær þegar litið er til fjölda umsókna
og styrkja.“ Þessi setning er ágæt út
af fyrir sig, en betur má ef duga
skal, og við teljum brýnt að setja
mun skýrari markmið í þessum efn-
um. Áætlun til næstu tíu ára hefði til
dæmis verið kjörið tækifæri fyrir
alla hagaðila, til að setja markmið
um jafnan hlut kynja varðandi
styrkveitingar frá Kvikmynda-
miðstöð Íslands. Slíkt markmið er
það minnsta sem hægt er að ætlast
til þegar ráðist er í svo viðamikið
verkefni sem þessi stefna er,“ segir í
ályktuninni og að leiðrétting á
kynjahalla snúist líka um mikilvægi
þess að öll kyn hafi jöfn tækifæri til
að segja sögur úr sínum samtíma.
Ályktunin í heild er á wift.is. Anna
Sæunn Ólafsdóttir er formaður
WIFT á Íslandi.
Ekki minnst
á kynjahalla
Anna Sæunn
Ólafsdóttir