Morgunblaðið - 21.10.2020, Qupperneq 22
HANDBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Akureyrarliðið KA/Þór tekur í
fyrsta skipti þátt í Evrópukeppni
kvenna í handknattleik í vetur og
nú er ljóst að liðið leikur við Jomi
Salerno frá Ítalíu í 3. umferð Evr-
ópubikarsins, en dregið var í höf-
uðstöðvum EHF, Handknattleiks-
sambands Evrópu, í gær. Ítalska
liðið var dregið á undan og verður
fyrri leikurinn því ytra 14. eða 15.
nóvember og síðari leikurinn á Ak-
ureyri viku síðar, svo lengi sem
liðin semja ekki sín á milli um að
leika báða leiki á sama stað.
Jomi Salerno hefur ekki riðið
feitum hesti frá Evrópukeppnum
síðustu ár, þrátt fyrir að hafa
fagnað Ítalíumeistaratitli sjö sinn-
um á síðustu tíu árum. Vann liðið
síðast Evrópueinvígi gegn ÍBV ár-
ið 2014 í EHF-bikarnum, sam-
anlagt 61:49. Þremur árum síðar
mætti liðið Haukum í Áskorenda-
bikarnum og höfðu Haukar þá bet-
ur samanlagt 50:41. Martha Her-
mannsdóttir, reyndasti leikmaður
KA/Þórs, lék með Haukum í því
einvígi.
„Ég hef ekki kynnt mér þetta
lið enn þá, en mér sýndist hún
Martha [Hermannsdóttir] hafa
einu sinni mætt því í Evr-
ópukeppni. Þegar maður hugsar
um handboltann á Ítalíu þá hugsar
maður ekki endilega að þetta lið
sé mikið sterkara en við, án þess
að ég viti nokkuð um það,“ sagði
Katrín Vilhjálmsdóttir liðsfélagi
Mörthu hjá KA/Þór í samtali við
Morgunblaðið.
Hún segir forráðamenn félags-
ins hafa rætt um að leika báða
leiki á sama stað. Væri það vænt-
anlega skynsamlegast í ljósi þeirr-
ar stöðu sem er í Evrópu um þess-
ar mundir. „Því hefur verið velt
um hvernig sé best að gera þetta,
án þess að það hafi komið einhver
niðurstaða í það. Það væri gott að
geta spilað báða leikina á sama
stað og enn betra ef það er hægt
að hafa áhorfendur,“ sagði Katrín.
Öðruvísi en venjulega
Hún viðurkennir að ástandið hér
heima hafi áhrif á spennuna sem
fylgir því þegar dregið er í Evr-
ópukeppni, en KA/Þór lék síðast
26. september á útivelli gegn FH.
Var Íslandsmótið stöðvað vegna
kórónuveirunnar eftir aðeins þrjár
umferðir og framhaldið óljóst.
„Stemningin er öðruvísi en venju-
lega sem gerir það að verkum að
maður er ekki eins spenntur fyrir
þessu og maður væri annars.
Þetta er hinsvegar í fyrsta skipti
sem við tökum þátt í svona verk-
efni og við leyfum okkur að hugsa
að allt fari vel og þessir leikir geti
farið fram eins og við viljum. Við
virðum allar reglur og gerum okk-
ur grein fyrir því að upplifunin
verður ekki endilega sú sama og
hún væri venjulega.“
Erum eldsprækar
Lið KA/Þórs hefur fengið að
æfa síðustu vikur, þar sem ekki
var gripið til sömu sóttvarnaað-
gerða á landsbyggðinni og á höf-
uðborgarsvæðinu. Katrín segir það
afar mikilvægt. „Þetta er búið að
vera mjög gott og það eru algjör
forréttindi fyrir okkur að fá að
æfa síðustu vikurnar á meðan allt
er stopp og það heldur okkur sam-
an. Það er mjög góð samheldni í
liðinu og við erum eldsprækar.“
Hún segir það ekki aftra liðinu
mikið að hafa ekki spilað keppn-
isleiki síðustu vikur. „Nei, ég tel
svo ekki vera. Við spilum æfinga-
leiki á hverjum föstudegi og við
ættum að koma tilbúnar til leiks,“
sagði hún og viðurkennir að það sé
gott að geta loksins hlakkað til
einhvers. „Það er lítið á stefnu-
skránni hjá manni og ég kem
sennilega til með að búa mér til
dagatal og krassa yfir hvern dag
sem líður,“ sagði Katrín spennt.
Afar þakklátar
Hún segir leikmenn KA/Þórs af-
ar þakkláta að félagið ætli að taka
þátt í Evrópukeppni, en karla- og
kvennalið Vals og karlalið Aftur-
eldingar hafa dregið sig úr Evr-
ópukeppnum vegna kórónuveir-
unnar. Karlalið FH stefnir enn að
þátttöku í Evrópukeppni þar sem
liðið er í 3. umferð Evrópubikars-
ins.
„Við erum þeim afar þakklát að
láta reyna á þetta. Þau eru algjör-
ir snillingar sem vilja allt fyrir
okkur gera og leyfa okkur oft að
vera með ráðum, sem er líka mjög
gott. Það eru margir leikmenn í
erfiðum vinnum og það er gott að
gera þetta í sameiningu. Við vor-
um allar mjög spenntar áður en
þetta hlé var gert og það hefur
ekki orðið breyting á því. Við
verðum eins og beljur sem er
hleypt út á vorin og mjög spennt-
ar fyrir þessu,“ sagði Katrín Vil-
hjálmsdóttir.
Gott væri að spila báða
leikina á sama stað
Kvennalið KA/Þórs keppir í Evrópukeppni í fyrsta skipti Dróst í gær gegn
ítalska liðinu Jomi Salerno Forréttindi að fá að æfa að sögn Katrínar
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Evrópukeppni Katrín Vilhjálmsdóttir svífur inn úr horninu.
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020
Meistaradeild Evrópu
E-RIÐILL:
Chelsea – Sevilla....................................... 0:0
Rennes – Krasnodar ................................ 1:1
Staðan:
Krasnodar 1 stig, Sevilla 1, Rennes 1,
Chelsea 1.
F-RIÐILL:
Zenit – Club Brugge ................................ 1:2
Lazio – Dortmund .................................... 3:1
Staðan:
Lazio 3 stig, Club Brugge 3, Zenit 0, Dort-
mund 0.
G-RIÐILL:
Dynamo Kiev – Juventus......................... 0:2
Barcelona – Ferencváros......................... 5:1
Staðan:
Barcelona 3 stig, Juventus 3, Dynamo Kiev
0, Ferencváros 0.
H-RIÐILL:
París St.Germain – Manchester United 1:2
RB Leipzig – Istanbul Basaksehir ......... 2:0
Staðan:
RB Leipzig 3 stig, Manchester United 3,
París St. Germain 0, Istanbul Basaksehir 0.
England
B-deild:
Millwall – Luton....................................... 2:0
Jón Daði Böðvarsson var ekki í leik-
mannahópi Millwall.
Bristol City – Middlesbrough ................. 0:1
Coventry – Swansea................................. 1:1
Huddersfield – Derby .............................. 1:0
Norwich – Birmingham ........................... 1:0
Nottingham Forest – Rotherham........... 1:1
Reading – Wycombe ................................ 1:0
Staðan:
Reading 6 5 1 0 8:1 16
Bristol City 6 4 1 1 10:5 13
Bournemouth 5 3 2 0 8:4 11
Millwall 6 3 2 1 7:4 11
Swansea 6 3 2 1 7:4 11
Watford 5 3 1 1 3:1 10
Norwich 6 3 1 2 6:5 10
Huddersfield 6 3 1 2 5:6 10
Middlesbrough 6 2 3 1 5:4 9
Luton 6 3 0 3 5:6 9
Sheffield Wed. 5 2 2 1 4:3 8
Stoke 5 2 2 1 4:3 8
Blackburn 5 2 1 2 11:4 7
Brentford 5 2 1 2 8:6 7
Cardiff 5 2 1 2 4:4 7
QPR 5 1 3 1 6:5 6
Rotherham 6 1 3 2 5:6 6
Birmingham 6 1 3 2 3:4 6
Coventry 6 1 2 3 6:10 5
Preston 5 1 1 3 6:7 4
Nottingham F. 6 1 1 4 3:8 4
Derby 6 1 0 5 2:10 3
Barnsley 5 0 2 3 3:7 2
Wycombe 6 0 0 6 1:13 0
C-deild:
Blackpool – Charlton .............................. 0:1
Daníel Leó Grétarsson var ekki í leik-
mannahópi Blackpool.
Ítalía
B-deild:
Chievo – Brescia ...................................... 1:0
Birkir Bjarnason og Hólmbert Aron
Friðjónsson voru ekki í leikmannahópi
Brescia.
Venezia – Pescara ................................... 4:0
Óttar Magnús Karlsson kom inn á eftir
67 mínútur hjá Venezia og skoraði. Bjarki
Steinn Bjarkason kom inn á eftir 77 mín.
Staðan:
Cittadella 10 stig, Empoli 10, Salernitana 8,
Venezia 7, Chievo 7, Frosinone 7, Reggina
6, Reggiana 4, Cosenza 4, Brescia 4, Lecce
4, Ascoli 4, Monza 3, SPAL 3, Pordenone
Calcio 3, Virtus Entella 3, Pisa 3, Vicenza
Virtus 2, Cremonese 2, Pescara 1.
Holland
B-deild:
Jong PSV – Nijmegen ............................. 1:1
Kristófer Ingi Kristinsson lék fyrri leik-
inn með Jong PSV og skoraði markið.
Danmörk
B-deild:
Esbjerg – Hvidovre ................................. 0:2
Andri Rúnar Bjarnason kom inn á hjá
Esbjerg eftir 58 mínútur. Ólafur H. Krist-
jánsson þjálfar liðið.
Evrópudeild karla
Füchse Berlin – Kristianstad ............. 30:23
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði
þrjú mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn
Einarsson tvö.
Kadetten – GOG................................... 29:28
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot í
marki GOG.
Besiktas – Magdeburg.........................23:41
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjög-
ur mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi
Magnússon þrjú.
Skanderborg – SönderjyskE ..............32:31
Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir
SönderjyskE.
RN Löwen – Trimo Trebnje .......... Frestað
Alexander Petersson og Ýmir Örn Gísla-
son leika með Löwen.
Alingsås – Nese.................................... 23:27
Aron Dagur Pálsson skoraði þrjú mörk
fyrir Alingsås.
Manchester United kom nokkuð á
óvart þegar Meistaradeild Evrópu í
knattspyrnu hófst í gær og náði í þrjú
stig í París gegn stórliði París St.
Germain. Enski landsliðsmaðurinn
Marcus Rashford skoraði sigurmark
United á 87. mínútu með skoti í stöng-
ina og inn.
Bruno Fernandes kom Manchester
United yfir með marki úr vítaspyrnu en
Parísarliðið jafnaði þegar Anthony Martial
skoraði sjálfsmark.
H-riðillinn í keppninni er snúinn því þar
er einnig hið öfluga þýska lið RB Leipzig
sem vann Istanbul Basaksehir 2:0.
Tvö af þekktustu liðum keppninnar,
Barcelona og Juventus, eru saman í G-
riðli. Þau unnu bæði sína leiki í gær og ekki
útlit fyrir að þau muni lenda í teljandi
vandræðum með að komast áfram.
Rashford tryggði
United sigur í París
AFP
Sigur Marcus Rashford fagnar sigurmarkinu í París í gær.
Óskabyrjun fyrir Manchester United
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ,
ætlar sér að leggja allt kapp á að
ljúka Íslandsmótinu 2020 í meist-
araflokkum, að því gefnu að tak-
markanir á æfingum og keppni verði
afnumdar eigi síðar en 3. nóvember
næstkomandi. Þetta kom fram í
fréttatilkynningu sem sambandið
sendi frá sér í gær.
Páll Kristjánsson, formaður
knattspyrnudeildar KR, fagnar
ákvörðun KSÍ en liðið er í fimmta
sæti deildarinnar með 28 stig eftir
sautján spilaða leiki, þremur stigum
frá Evrópusæti.
„Það er skoðun okkar KR-inga að
það hefði ekki verið tímabært að
gefa út neinar yfirlýsingar um að af-
lýsa mótinu á þessum tímapunkti,“
sagði Páll í samtali við Morgunblaðið
í gær. „Eins og reglugerðin, sem
sett var á fyrir mót vegna kórónu-
veirunnar, kveður á um eru fjörutíu
dagar í 1. desember og því nægur
tími til stefnu.
Í fyrsta lagi þá trúðum við því
aldrei að mótinu yrði slaufað og í
öðru lagi, án þess að vera með of
miklar yfirlýsingar, hefðum við aldr-
ei setið þegjandi og hljóðalaust undir
því ef mótinu yrði slaufað. Það voru
og hafa aldrei verið neinar forsendur
fyrir því og við teljum afar brýnt að
úrslitin ráðist inni á vellinum.“
Hin heilaga dagsetning
KSÍ hefur gefið sér frest til að
klára allt mótahald fyrir 1. desem-
ber en Páll hefur fulla trú á því að
mótið verði klárað, sama hvað.
„Ef við horfum í kringum okkur
og sjáum hver staðan er hjá þjóðum
sem ákváðu að hætta keppni síðasta
vor held ég að flest knattspyrnu-
sambönd sjái eftir þeirri ákvörðun.
Þar eru málferli og almenn leiðindi í
gangi, eitthvað sem við eigum ekki
að þurfa að fara í hér á Íslandi.
Ég skil ekki alveg þessa dagsetn-
ingu, 1. desember, af hverju hún er
svona heilög, þar sem við erum ef-
laust sú þjóð í heiminum sem hefur
einna mesta svigrúmið til þess að
klára landsmót í fótbolta.
Við trúum því og treystum að
mótið verði klárað og við munum
gera kröfu á það á öllum stigum
málsins,“ bætti formaðurinn við í
samtali við Morgunblaðið.
bjarnih@mbl.is
Krafan að mótið verði klárað
Nægur tími til stefnu til þess að ljúka Íslandsmótinu 2020 í knattspyrnu