Morgunblaðið - 21.10.2020, Side 28
röðin „Suður með sjó“, sem Sjón-
varp Símans framleiddi í níu
þáttum í fyrra. Víkurfréttir starf-
rækja jafnframt golfsíðuna kylf-
ing.is. Páll var ritstjóri tímaritsins
Golfs á Íslandi í 15 ár og rak enn-
fremur skrifstofu í Hafnarfirði og
gaf þar út Víkurfréttir árin 2002 til
2008. „Við höfum tekið að okkur
ýmis verkefni í gegnum tíðina og
tekjurnar hafa því komið frá fleiri
stöðum en blaðinu og þannig hjálp-
að til við rekstur fyrirtækisins,“
segir hann. „Við sáum meðal annars
um útgáfu vikublaðs varnarliðs-
manna, The White Falcon, í nokkur
ár. Við höfum náð að halda haus
vegna þess að við höfum dreift
eggjunum í margar körfur frekar
en að stóla á einn þátt í rekstr-
inum.“
Starfsmannafjöldinn hefur farið
upp í um 20 manns en nú sjá Páll,
Hilmar Bragi Bárðarson og Jóhann
Páll Kristbjörnsson nær alfarið um
alla framleiðslu, myndir og umbrot.
Auk þess eru lausapennar, starfs-
fólk í auglýsingum og bókhaldi.
„Árið byrjaði mjög vel, betur en
2019, en kórónuveiran hefur nánast
kýlt okkur köld auk þess sem Póst-
urinn sagði dreifingarsamningi við
okkur upp einhliða 1. maí,“ segir
Páll og leggur áherslu á að gott
samband við lesendur hafi skilað
sér. „Þeir hafa haldið tryggð við
blaðið og notfært sér rafrænu út-
gáfuna í auknum mæli. Því prentum
við blaðið í minna mæli en áður og
dreifum því ekki í öll hús en það er
samt áfram aðgengilegt í öllum
sveitarfélögum á Suðurnesjum. Við
finnum fyrir mikilli og góðri hvatn-
ingu og höldum áfram að berjast.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Páll Ketilsson hefur starfað hjá
Víkurfréttum frá upphafi eða í rúm
40 ár, fyrst sem lausapenni og síðan
sem eigandi og ritstjóri frá 1983.
„Heilt á litið hefur gengið vel hjá
okkur, en vissulega hafa niður-
sveiflur í atvinnulífinu haft áhrif,
því við lifum á auglýsingasölu,“ seg-
ir hann.
Víkurfréttir komu fyrst út 14.
ágúst 1980, hafa alla tíð verið frí-
blað, voru fyrst í eigu Prentsmiðj-
unnar Grágásar í Keflavík, en Páll
og Emil Páll Jónsson keyptu útgáf-
una í ársbyrjun 1983. Þeir ráku
fyrirtækið saman í áratug, en síðan
1993 hafa Páll og Ásdís Björk
Pálmadóttir, eiginkona hans, átt
Víkurfréttir ehf. og hann ritstýrt
útgáfunni.
„Eftir stúdentspróf í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja byrjaði ég að
vinna sem gjaldkeri í Útvegsbank-
anum í Keflavík og í desember 1982
var okkur Emil, sem þá var starfs-
maður hjá Grágás, boðið að kaupa
blaðið,“ rifjar Páll upp. Þeir hafi
tekið boðinu, stofnað fyrirtæki um
útgáfuna og strax ákveðið að vinna
við blaðið í fullu starfi og gefa það
út vikulega en ekki á tveggja vikna
fresti eins og hafði verið gert. Fyrir
þeirra tíma var blaðinu dreift í
Keflavík og Njarðvík en þeir
ákváðu fljótlega að dreifa því um öll
Suðurnesin og undanfarna áratugi
hefur það komið út á miðvikudög-
um.
Gott samband við lesendur
Páll hefur verið vakandi fyrir
ýmsum útgáfumöguleikum og fram-
leiðir efni jafnt fyrir sjónvarp, blað-
ið og á vefinn. Hann var fréttaritari
Stöðvar 2 samhliða vinnunni fyrir
Víkurfréttir frá 1993 fram að
bankahruni og hefur gert vikulega
sjónvarpsþætti, „Suðurnesjamaga-
sín“, frá 2013. „Þeir voru fyrst
sýndir hjá Ingva Hrafni á ÍNN en
svo á Hringbraut og nú eru komnir
300 hálftíma þættir.“ Auk þess hafa
þættirnir verið sýndir á Víkur-
fréttavefnum, vf.is, eins og þátta-
Með eggin í mörgum
körfum á Suðurnesjum
Víkurfréttir í 40 ár og Páll Ketilsson við stjórnina lengst af
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson
Útgáfa Páll Ketilsson hefur gefið Víkurfréttir út á miðvikudögum í áratugi.
ÍSLAND
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 295. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Við unnendur Olísdeildarinnar fengum nokkrar góðar
gjafir fyrir þetta tímabil þegar kom í ljós að margir frá-
bærir leikmenn eins og Ólafur Gústafs, Árni Bragi, Geir
Guðmunds og Björgvin Páll væru að koma til baka úr
atvinnumennskunni. Flestir þessara leikmanna hafa
komið sterkir inn en þó er einn sem hefur algjörlega
skarað fram úr og það er hann Guðmundur Hólmar úr
Selfossi sem hefur verið hálfóstöðvandi á báðum end-
um vallarins,“ segir Bjarni Fritzson m.a. í pistli sínum
um handboltann. »23
Unnendur deildarinnar fengu
nokkrar góðar gjafir
ÍÞRÓTTIR MENNING
Fyrstu Háskólatónleikar skólaársins fara fram í hádeg-
inu í dag, miðvikudag, kl. 12.15 og fram kemur djass-
gítarleikarinn Mikael Máni ásamt hljómsveit. Vegna
samkomubannsins verða tónleikarnir í beinni útsend-
ingu frá hátíðarsal skólans og standa í um hálftíma.
Mikael Máni hefur verið áberandi í tónlistarlífinu á síð-
ustu misserum. Á tónleikunum munu hljóma lög af
plötu sem hann sendi frá sér fyrr á árinu en hún hefur
hlotið mikið lof. Tónleikunum er streymt á slóðinni
livestream.com/hi/haskolatonleikarmikaelmani
Mikael Máni ásamt hljómsveit á Há-
skólatónleikum sem verður streymt