Morgunblaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020
Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is
VINNUFATNAÐUR
MERKINGAR
um hér á Íslandi og þannig mótaðist
platan og hljómsveitin,“ útskýrir
Heimir.
Ryba er listhópur ekki ósvipaður
GusGus eins og sá hópur var upp-
haflega. Fólk úr ýmsum listgreinum
kemur saman og býr til tónlist, tón-
listarmyndbönd og önnur tilheyr-
andi listaverk fyrir augu og eyru.
Heimir er spurður hvort hópurinn
ætli að leggja jafnmikla áherslu á
sjónrænar listir og tónlistina. „Já,
við munum nota okkar fólk í að búa
til tónlistarmyndbönd og myndir
jafnvel en eins og þetta er núna á
músíkin að vera mjög „filmic“, eins
og stemningartónlist í „noir“-
kvikmyndum,“ svarar hann.
Einkennileg blanda
Hvað tónlistarstíl varðar segir
Heimir að Ryba sé í grunninn rokk-
sveit sem leiki sér með hljóðbúta,
raftónlist og fleiri stefnur. Þær flæk-
ist í raun inn í rokkið.
„Á þessari plötu er t.d. pólskt
cumbia-lag,“ bendir Heimir á en
cumbia á rætur að rekja til Kólumb-
íu. „Það mixast við gamalt pólskt
dægurlag og þegar þessu hefur
blandað saman verður það að Ryba-
lagi,“ útskýrir Heimir. Blandan sé
vissulega skrítin en virki engu að
síður vel. Lagið sé sungið á pólsku
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Fyrsta plata hljómsveitarinnar og
listhópsins Ryba, Phantom Plaza,
kom út á dögunum en hljómsveit
þessi var stofnuð í Póllandi árið 2017
af Heimi Gesti Valdimarssyni sem
þá var í kvikmyndatökunámi við
kvikmyndaskólann í Lodz. Heimir er
nú fluttur aftur heim til Reykjavíkur
og þróaðist hljómsveitin hratt eftir
heimkomuna og gaf út eina sjö
tomma skífu og tónlistarmyndband,
að því er fram kemur í tilkynnningu.
Nú skipa
sveitina sjö
listamenn,
þau Andri
Eyjólfsson
sem sér um
„sömpl“
eða hljóð-
dæmi,
Baldur
Hjörleifs-
son sem leikur á bassa, Elísabet
Birta Sveinsdóttir söngkona, Heimir
sem er gítarleikari og söngvari, Kor-
mákur Jarl Gunnarsson sem leikur á
moog, Laufey Soffía söngkona og
trommarinn Sigurður Möller Sívert-
sen.
Um tvö ár fóru í vinnslu plötunnar
sem hefur að geyma átta lög og eru
áhrif sótt víða að og tveimur
stefnum oftast blandað saman í
hverju lagi. Textar eru á ensku,
íslensku og pólsku og meðal áhrifa-
valda eru post-pönk hljómsveitir,
kvikmynda- og „folk“-tónlist.
Platan var hljóðblönduð af Andra
Eyjólfssyni, Baldri Hjörleifssyni og
Heimi og masteruð af Finni Hákon-
arsyni en ljósmyndun og hönnun
plötuumslags voru í höndum Sig-
urðar Möller Sívertsen.
Stuttmyndin Ryba
Heimir er enginn nýgræðingur í
tónlistargeiranum, var í hljómsveit-
inni Jakobínurínu og fleiri sveitum
áður en hann hélt í nám í Póllandi.
Ryba er hins vegar annars eðlis og
forsaga hópsins sú að eitt af loka-
verkefnum Heimis í náminu í Pól-
landi var stuttmyndin Ryba. Út frá
henni fór hann að vinna með fólki að
tónlistarsköpun fyrir kvikmyndir.
„Þegar ég flutti til Íslands hélt ég
áfram að gera tónlist og byrjaði á
þessari plötu. Hægt og rólega bætt-
ist við fleira fólk úr ýmsum listasen-
enda textinn pólskt ljóð. „Þetta er
mjög tilraunakennt en um leið mjög
poppað og rokkað,“ bætir Heimir
við. Þeir sem vilja hlusta á þennan
forvitnilega kokkteil geta til dæmis
gert það á Spotify.
Fjármagnaði plötuna með tök-
um á tískuauglýsingum
Heimir er, sem fyrr segir, kvik-
myndatökumaður og starfar sjálf-
stætt sem slíkur. Fyrir Covid-19 var
hann mikið að ferðast til Frakklands
og Svíþjóðar þar sem hann myndaði
tískuauglýsingar fyrir stórfyrirtæki
á borð við Prada og Hermes. Hann
segir þau verkefni hafa hjálpað til
við að fjármagna gerð plötunnar.
„Það er svolítið absúrd að vera í
þannig vinnu og koma svo heim og
semja post-punk-plötu,“ segir hann
sposkur. Heimir segist auk þess í
öðrum listhópi og framleiðslufyrir-
tæki, Skýlinu, sem sé nú að vinna að
gerð nokkurra kvikmynda. Skýlið er
líka með plötuútgáfu, gaf m.a. út
plötu Anda, Allt í einu, fyrir tveimur
árum og gaf nú síðast út plötu Ryba.
Hvað tónleikahald varðar segir
Heimir að spá verði í það seinna út
af kófinu. „Kannski kemur bara út
önnur plata og við höldum þá tvö-
falda útgáfutónleika,“ segir hann að
lokum.
Fjölhæf Listhópurinn Ryba, Heimir í efri röð lengst til vinstri.
Tilraunakennt,
poppað og rokkað
Phantom Plaza nefnist fyrsta breiðskífa listhópsins Ryba
Verkefni fyrir tískurisa fjármögnuðu plötuna
Hinar gríðarlöngu og stóru línur og
dýrateikningar í Nazca-eyðimörk-
inni í Perú hafa löngum vakið at-
hygli, og hafa jafnframt kveikt ólík-
ar kenningar um það hvernig þær
hafi verið gerðar. Hafa einhverjir
jafnvel talið geimverur hafa verið að
verki. Þó er ljóst að myndirnar í sól-
bakaðri mörkinni voru gerðar af
fólki sem þar bjó fyrir um tvö þús-
und árum, með því að fjarlægja
dökkt yfirborðslagið sem nær aldrei
rignir á og þá birtist ljós jarðvegur.
Tekið var að rannsaka og skrá lín-
urnar og dýramyndirnar á sléttri
eyðimörkinni fyrir hátt í einni öld en
að undanförnu hafa fleiri dýramynd-
ir verið að finnast á hæðum um-
hverfis. Sökum hallans í landinu
hafa jarðefni sigið yfir þær línur og
falið betur en þær á sléttlendinu.
Fornleifafræðingar hafa hins vegar
tekið að beita drónum við að kanna
svæðið og hafa þá uppgötvað þessar
myndir og tekið að gera þær skýrari
með því að fjarlægja dekkri steina af
línunum. Mesta athygli hefur vakið
gríðarstór kattarmynd, 34 metra
löng, á einni hlíðinni en samkvæmt
The Art Newspaper segja fornleifa-
fræðingar að fleiri myndir muni
koma í ljós. efi@mbl.is
Risaköttur birtist í Nazca
Ljósmynd/Johny Islas/Menningarráðuneyti Perús
Kötturinn Fornleifafræðingar nota nú dróna við að finna fleiri myndir sem
þessar á hæðum umhverfis eyðimörkina þar sem frægustu myndirnar eru.
Enn finnast
merkilegar myndir
í eyðimörkinni
Sautján styrkjum var
í vikunni úthlutað úr
Hönnunarsjóði, til
ólíkra verkefna á
vegum hönnunar og
arkitektúrs en alls
bárust 122 umsóknir
um 230 milljónir.
Sjálfbærni, endur-
nýting, stafrænar
lausnir, nýsköpun og
þróun eru rauður
þráður meðal verk-
efna styrkþega að
þessu sinni. Hæsta
styrkinn í þessari úthlutun hlutu
Flétta hönnunarstofa og Kristín
Sigurðardóttir hönnuður fyrir „Ís-
lenska glerið, möguleikar á endur-
vinnslu steinullar í nýtt hráefni“.
Verkefnið hlaut tvær milljónir króna
í rannsóknar- og þróunarstyrk.
Meðal annarra sem hlutu rann-
sóknar og þróunarstyrki má nefna
að Innundir ehf. hlaut 1,5 milljónir
króna fyrir hönnun á umhverfis-
vænni túrvörulínu; Sigrún Halla
Unnarsdóttir hlaut 1.250 þúsund kr.
fyrir verkefnið „Þróun textíls úr ís-
lenskum hampi“; Björn Loki Björns-
son hlaut eina milljón kr. fyrir
„Skapandi gámahverfi í Gufunesi“;
Raphaël Costes hlaut einnig eina
milljón fyrir „Steinefnarannsóknir“
– rannsóknir á möguleikum á að
vinna keramikefni á Íslandi og frá
Íslandi; og Fanny Sissoko hlaut 950
þúsund kr. fyrir borðspilið Beygju
sem hjálpar fólki að læra íslensku.
Meðal verkefnastyrkja að þessu
sinni má nefna að Hans Jóhannsson
hlaut 1,5 milljónir kr. fyrir „Othar –
stafræn strokhljóðfæri“. Það er röð
rafhljóðfæra, strokinna og plokk-
aðra, sem nýta stafræna földun til að
líkja eftir raunverulegum hljóð-
færum í hæsta gæðaflokki. Þá hlaut
Theodóra Alfreðsdóttir eina milljón
kr. fyrir „Sería tvö – Subterranean
Formation“ – verkefni þar sem
keramikmunir eru búnir til og
brenndir í jörðu með nýrri aðferð.
Jón Helgi Hólmgeirsson/Genki
Instruments hlutu einng eina millj-
ón fyrir „Snjallhringur í daglegu lífi“
en það snýst um tónlistarhringinn
Wave; og Unnar Ari Baldvinsson
hlaut líka eina milljón kr. fyrir
„Sundform“, stórt og fjölbreytilegt
verkefni sem fjallar myndrænt um
sundlaugar á Íslandi.
Styrkt Lóa Hjálmtýsdóttir teiknaði styrkþegana.
Fjölbreytileg hönn-
unarverkefni styrkt