Morgunblaðið - 21.10.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 21.10.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020 LEIKANDI LÉTT MEÐ LAURASTAR www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi LauraStar Lift Gufuþrýstingurinn sér um að afkrumpa og hreinsa fötin á náttúrulegan hátt án þess að nota efnavörur. Meira en 99,9% af bakteríum, sveppagróðri, rykmaurum og lykt er útrýmt á áhrifamikinn hátt. LauraStar GO LauraStar S 30 ár á Íslandi Kr. 198.000 Kr. 154.000 Kr. 65.000 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Framkvæmdir við byggingu alls 14 íbúða í tveimur nýjum fjölbýlishúsum við götuna Geirþrúðarhaga á Akur- eyri eru langt komnar og hjá bygg- ingarfyrirtækinu Bergfestu ehf., sem stendur að þessu verkefni, er áformað að afhenda kaupendum eignir sínar í desember. „Hér á Akureyri hefur verið mikil og stöðug eftirspurn eftir litlum íbúð- um sem eru á bilinu 50-80 fermetrar enda höfum við lagt okkur sérstak- lega eftir að framleiða slíkar eignir,“ segir Sævar Helgason hjá Bergfestu í samtali við Morgunblaðið. Rúmlega 100 íbúðir syðst á Brekkunni Fyrirtækið hefur á síðustu árum staðið að byggingu rúmlega 100 íbúða í fjölbýlishúsum sem allar eru í Nausta- og Hagahverfi sem er syðst á Brekk- unni á Akureyri, nærri Kjarnaskógi. Nú í sumar lauk Bergfesta við að byggja fjögur fjórbýlishús í Halldóru- haga, alls 16 íbúðir, og fékk fyrir þau Byggingarlistaverðlaun Akureyrar 2020. Bergfesta hefur fengið úthlut- aðar átta einbýlishúsalóðir í sama hverfi sem yrðu um það bil 140-150 fer- metrar hvert auk þess að eiga fjölbýlis- húsalóð við Kjarnagötu. Væntir Sævar þess að þessi uppbyggingarverkefni geti hafist á fyrri hluta næsta árs. „Að meðaltali er fermetraverð í nýjum fjölbýlishúsum hér á Akureyri á bilinu 450-470 þúsund krónur. Slíkt þýðir þá að 65 fermetra blokkar- íbúðir, eins og við höfum mikið fram- leitt af, seljast á rúmar 30 milljónir króna. Kaupendahópur okkar hefur verið mjög blandaður. Bæði á í hlut ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu eign og á hinum endanum eru svo stærri og nokkru dýrari eignir sem keyptar eru af fólki sem komið er á miðjan aldur og vill minnka við sig. Einbýlishúsin sem nú eru á teikni- borðinu eru sérstaklega ætluð þeim hópi,“ segir Sævar. „Einnig er nokkuð um að fólk sem býr annars staðar á landinu, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu, kaupi sér eign- ir hér til að eiga sem annað heimili. Blokkaríbúð hér er sjálfsagt á svipuðu verði og vel útbúið sumarhús.“ Íbúar á Akureyri eru í dag um 19.000 talsins og hefur talan haldist svipuð um nokkurt skeið. Þrátt fyrir það er fasteignamarkaðurinn nokkuð líflegur. Blöndun er skilyrði „Fólk með takmörkuð fjárráð þarf að fjárfesta í húsnæði eins og aðrir og svo í æ fleiri tilvikum er aðeins einn í heimili. Því finnst mér miður að við úthlutun fjölbýlishúsalóða sé sá áskilnaður gerður af hálfu sveitar- félagsins að íbúðir megi ekki allar vera þannig. Blöndun er skilyrði. Í Geirþrúðarhaganum höfum við nú þegar selt ellefu af fjórtán íbúðum, óseldar eru þær sem eru fimm her- bergja. Fólk sem sækist eftir eignum af slíkri stærð virðist fremur velja raðhús en blokkaríbúðir,“ segir Sæv- ar. Litlu íbúðirnar eru fljótar að seljast  Bergfesta byggir á Akureyri  Blokkir nærri Kjarnaskógi  Fjölbreyttur hópur kaupenda  Fermetraverðið í fjölbýli á bilinu 450-470 þúsund krónur  Bærinn setur skilyrði um blöndun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framkvæmdir Sævar Helgason við eitt fjórbýlishúsanna fjögurra við Geir- þrúðarhaga sem eru í byggingu og verða fullbúin í desember næstkomandi. Fjölbýli Fjórar blokkir við Ásatún, hver með 15 íbúðum, sem Bergfesta lét reisa og var flutt inn í fyrir nokkrum árum. Þarna er nú að myndast samfélag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.