Morgunblaðið - 21.10.2020, Side 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020
Erlendur G. Ey-
steinsson, afi minn
á Giljá, var litríkur karakter með
sérstaklega smitandi hlátur.
Afi elskaði sveitina sína og
sinnti búskap sínum með miklum
sóma.
Afi var mikill sögumaður og
var það oft ævintýralegt að sitja
á bekknum í hádeginu og hlusta
á sögurnar hans. Aðspurður um
sannindi sagnanna var þetta allt
saman dagsatt en oft fylgdi þó
lítið glott á eftir svari. Afi átti
það til að nota sögur sínar sem
eins konar uppeldistól og skila-
boð til okkar barnabarnanna.
Hann sagði okkur til dæmis sög-
ur af köllunum Huma og Hosa
sem bjuggu í miðstöðvarher-
berginu á Giljá.
Maður þorði ekki fyrir sitt
litla líf þangað inn og með því var
markmiði afa náð.
Afi var ekki bara vinnusamur
og natinn við búið sitt, hann
sinnti líka fjölda sjálfboðastarfa
og sat í mörgum nefndum. Hann
sat til að mynda í sóknarnefnd
Þingeyrasóknar og sem með-
hjálpari í Þingeyraklausturs-
kirkju í 49 ár. Þingeyraklaust-
urskirkja á sér mikla og merka
sögu sem dregið hefur að sér
innlenda og erlenda ferðamenn.
Afi stóð vaktina sem leiðsögu-
maður í kirkjunni í ófá sumur og
sagði sögu hennar af mikilli inn-
lifun, alltaf á íslensku, sama af
hvaða þjóðerni gestirnir voru.
Hann talaði bara aðeins hægar
og hærra við erlenda gesti kirkj-
unnar. Afi var þess fullviss að
gestirnir skildu hann mætavel.
Þetta finnst mér alltaf jafn ynd-
islegt og ég hlæ inni í mér þegar
ég hugsa til hans tala við gestina.
Minningar okkar eru margar
og góðar og nú þegar þeim mun
Erlendur
Guðlaugur
Eysteinsson
✝ Erlendur Guð-laugur Ey-
steinsson, fyrrver-
andi bóndi á Stóru--
Giljá, fæddist 10.
janúar 1932. Hann
lést 1. október
2020.
Útförin fór fram
17. október 2020.
ekki fjölga mun ég
varðveitta þær og
deila. Við fjölskyld-
an yljum okkur við
minningarnar og
segjum af þér sög-
ur. Hver veit nema
ég þurfi að bregða
upp glotti ef ég er
spurð hvort sögurn-
ar séu sannar.
Hafðu bestu
þakkir fyrir góða
fyrirmynd, sögurnar, allt spjallið
okkar, hláturinn og góða vináttu.
Hvíldu í friði elsku afi.
Guðrún Elsa Giljan
Kristjánsdóttir.
Farinn er í sumarlandið vinur
og skemmtilegur félagi, sem
ætíð lét verkin tala, Erlendur
Eysteinsson, fyrrverandi bóndi á
Stóru-Giljá. Hann vildi aldrei
hafa neina ládeyðu og var óragur
að fara nýjar leiðir hvar sem
hann kom að. Það var ætíð gott
að leita til hans þegar átaka var
þörf.
Kynni okkar Ella eru mjög
löng. Fyrst lágu leiðir saman
þegar ég var formaður í Fjár-
ræktarfélagi Sveinsstaðahrepps.
Elli gekk í það félag þótt hann
byggi hinum megin við fljótið
Giljá, sem skildi að Sveinsstaða-
hrepp og Torfalækjarhrepp, og
fleiri fylgdu með.
Svo áttum við áralangt sam-
starf í Lionsklúbbi Blönduóss og
hann var oddviti í Torfalækjar-
hreppi meðan ég var gjaldkeri
við Húnavallaskóla. Nánast varð
samstarf okkar þó í stjórn Veiði-
félags Vatnsdalsár, en þar var
hann varamaður Pálma á Akri á
fyrstu árum mínum þar sem for-
maður og sat oft stjórnarfundi.
Varð síðan aðalmaður í stjórn
með vaxandi störfum Pálma í
landsmálunum.
Elli var ávallt til í að fara nýj-
ar leiðir og vildi láta verkin tala.
Hann ferðaðist víða um lönd
meðan hann var helsti framá-
maður Lionsfélaga á Íslandi og
sagði oft fróðlegar og skemmti-
legar sögur úr ferðum sínum á
vegum Lions bæði innan lands
og utan. Magnað hvað hann náði
miklum tengslum við marga er-
lenda forustumenn á þeim vett-
vangi þrátt fyrir takmarkaða
getu til að tjá sig á erlendum
málum.
Sagnagleði Ella var í raun
ávallt mikil og ekkert smátt í
þeim. Mér er það minnisstætt
þegar hann var að byggja þá lík-
lega stærsta fjárhús á Íslandi að
hann sagði frá því að það væri
svo stórt að hann hefði pantað
nokkra kílómetra af borðum í
fjárhúsgólfið.
Oft var gaman að vera með
oddvitunum á fundum, magnaðir
félagsmála- og framámenn sem
vildu hag sinna þegna sem mest-
an og bestan.
Þó vildu fæstir þeirra, á þeim
tíma sem ég var gjaldkeri Húna-
vallaskóla, sameina hreppana,
þegar ég var stundum að benda
þeim á að meginhluti af ráðstöf-
unartekjum hreppanna færi til
skólamála og samfélagið yrði
miklu sterkara sem ein heild.
Kóngar vilja sjaldan leggja
niður ríki sín. Mér segir þó svo
hugur að Elli hefði verið til í slag
ef nokkur von hefði verið að ná
þar árangri, hann var maður sem
hugsaði oft út fyrir rammann og
átti stóra drauma. Hann var oft
langt á undan sinni samtíð.
Með Erlendi á Stóru-Giljá er
genginn magnaður og um margt
minnisstæður maður sem gott
var að kynnast.
Blessuð sé minning þess góða
drengs. Ég sendi hans góðu
konu, Helgu Búadóttur, og fjöl-
skyldunni allri mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Magnús Ólafsson.
Fallinn er frá Erlendur á
Stóru-Giljá. Með honum er
genginn eftirminnilegur per-
sónuleiki og sveitarhöfðingi sem
sett hefur svip sinn á að sam-
félag sitt.
Elli á Giljá eins og við köll-
uðum hann gjarnan, var mikill
gleðimaður, alltaf tilbúinn að
segja skemmtilegar sögur en
hann hafði yfir mikilli frásagn-
argáfu að ráða og nýtti sér það,
þar sem Elli var meðal fólks var
hann hrókur alls fagnaðar sagði
sögur og hló af sinni einstöku
glaðværð sem var honum svo
eðlislæg.
Elli var mikill félagsmálamað-
ur, tók virkan þátt í félagsstörf-
um á nánast öllum sviðum fé-
lagsstarfa í okkar samfélagi og
var gjarnan áhrifamikill enda
með mikinn áhuga á velgengni
samfélagsins.
Ekki ætla ég að fara yfir alla
hans félagsþátttöku en ég hafði
þá ánægju að fá að starfa með
honum að ýmsum málefnum í
héraðinu og var það afar
ánægjulegt og fyrir það samstarf
er ég þakklátur.
Mest samstarf áttum við í
sveitarstjórnargeiranum en
hann var lengi í hreppsnefnd
Torfalækjarhrepps og oddviti
hennar í 16 ár, þá starfaði hann
mikið að sameiginlegum málum
sveitarfélaganna í sýslunni.
Hann vann mikið að málefn-
um Þingeyrarkirkju um langan
tíma og lyfti þar grettistaki með
byggingu Klausturstofunnar og
verður hans lengi minnst fyrir
þau óeigingjörnu störf.
Störf Ella innan Lionshreyf-
ingarinnar voru einstök, innan
Lionsklúbbs Blönduóss gegndi
hann mörgum trúnaðarstörfum
og var gjarnan þar hrókur alls
fagnaðar með sínar skemmtisög-
ur og gæti ég trúað að enginn
hafi látið félagana hlæja meira á
fundum en Erlendur.
Okkar maður Erlendur var
kosinn til æðstu embætta innan
Lionshreyfingarinnar og var
kosinn Fjölumdæmisstjóri Lions
á Íslandi, í því starfi ferðaðist
hann víða um heiminn sem
fulltrúi Íslands og trúi ég að þá
hafi oft verið glatt á hjalla í ís-
lenska hópnum.
Það fer ekki hjá því að maður
eins og Elli sem starfar svo mik-
ið í félagsmálageiranum þurfi
sterka bakhjarla og var þar eig-
inkonan Helga Búadóttir fremst
í flokki, hún stóð á bak við sinn
mann og þurfti oft að vera til
taks við ýmsar aðstæður.
Elli var samt þrátt fyrir allt
félagsmálavafstrið bóndi af lífi
og sál, sem tileinkaði sér nýjung-
ar og óragur við að framkvæma
og þróa búskapinn. Búið var af-
urðagott og ekki voru víða fleiri
ær en á Stóru-Giljá.
Það er ljóst að vinnuframlag
Ella var mikið í þessi rúm 88 ár
sem honum var úthlutað og hef-
ur oft reynt á skipulagsgáfuna
sem hann bjó yfir.
Með Erlendi er genginn áræð-
inn athafnamaður sem setti svip
á sitt samfélag og gerði það
gjarnan með glaðværð og góðum
hug, sem okkur samferðamönn-
um ber að þakka.
Við Vilborg sendum Helgu og
fjölskyldunni okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Valgarður Hilmarsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR ÞORSTEINSSON
bóndi,
Heiði, Biskupstungum,
verður jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju
föstudaginn 23. október klukkan 14.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu geta aðeins nánustu
aðstandendur verið viðstaddir athöfnina.
Athöfninni verður streymt á facebooksíðu Skálholts.
Ágústa S. Sigurðardóttir Gísli Þórarinsson
Þorsteinn Sigurðsson Abigael Sörine Kaspersen
Guðmundur B. Sigurðsson Guðríður Egilsdóttir
Brynjar S. Sigurðsson Marta Sonja Gísladóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSGEIR INGI ÞORVALDSSON
múrarameistari,
lést föstudaginn 16. október á heimili sínu í
Vestmannaeyjum.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 24. október
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og
vinir viðstaddir.
Streymt verður frá athöfninni á vef Landakirkju.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hollustuvini Hraunbúða:
582-26-200200,
kt. 420317-0770.
Guðfinna Sveinsdóttir
María Nsamba Ásgeirsdóttir Martin Nsamba
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir
Sveinn Ásgeirsson Sigrún Alda Ómarsdóttir
Borgþór Ásgeirsson Birgitta Sif Jónsdóttir
afabörn og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SIGFRÍÐ STELLA ÓLAFSDÓTTIR
frá Firði á Seyðisfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 16. október.
Jarðarförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn
24. október klukkan 14.
Vegna fjöldatakmarkana geta einungis nánustu aðstandendur
og vinir verið viðstaddir.
Birgir Hallvarðsson
Ólafur Birgisson Charuwan Rongmalee
Guðfinna Björk Birgisdóttir Ásbjörn G. Jónsson
og ömmubörnÁstkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GRÉTA FREDERIKSEN,
áður til heimilis á Vallargötu 21,
Sandgerði,
lést á Hrafnistu Nesvöllum laugardaginn
10. október.
Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju föstudaginn 23. október
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu
aðstandendur verða viðstaddir athöfnina.
Athöfninni verður streymt á
https://www.facebook.com/olinaalda.karlsdottir
Þökkum auðsýnda samúð og hugheilar þakkir til starfsfólks
Nesvalla í Reykjanesbæ.
Ólína Alda Karlsdóttir Guðfinnur Karlsson
Snæfríður Karlsdóttir Pétur Guðlaugsson
Margrét Helma Karlsdóttir Karl Ólafsson
Reynir Karlsson Júlía Óladóttir
Karl Grétar Karlsson Margrét Jónasdóttir
Alda Karlsdóttir Dante Kubischte
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
MAGNÚS ÓLASON
skipstjóri,
Hríseyjargötu 19, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn
16. október. Útförin fer fram mánudaginn 26. október klukkan
13.30 í Akureyrarkirkju. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu
ættingjar og vinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á
Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju, beinar
útsendingar. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar, Heimahjúkrunar
og lyfjadeildar SAK.
Borghildur Kristbjörnsdóttir
Ásta Guðný Kristjánsdóttir
Kristinn Magnússon Kristjana Guðrún Halldórsd.
Svala Gígja Magnúsdóttir Gústaf Adolf Þórarinsson
Óli Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sonur minn, bróðir okkar, frændi
og mágur,
ÖRN THORS,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
13. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Svanhildur J. Thors Örn Oddgeirsson
Lára Thors
Iðunn Thors Jakob Hagedorn Olsen
Jóna Thors
Svanhildur Thors James M. Fletcher
börn og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
AMALÍA BERNDSEN,
Lundi 7, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 18. október.
Sveinbjörn Þór Haraldsson
Inga Björk Sveinbjörnsdóttir Ágúst Heiðdal Friðriksson
Haraldur Þór Sveinbjörnsson Edda Þöll Hauksdóttir
Berglind Berndsen Sveinbjörnsd., Steinar Valur Ægisson
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn,
ÁSTRÁÐUR ÓLAFSSON,
lést 18. október á Ljósheimum, Selfossi.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Erla Þórhallsdóttir
Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar móður okkar
og tengdamóður,
HELGU HANSDÓTTUR,
Sléttuvegi 13,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk 3. hæðar norður á
hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun og hlýju.
Guðrún Þorsteinsdóttir Friðrik G. Olgeirsson
Sigrún Þorsteinsdóttir Brynjólfur Markússon
Hans Ragnar Þorsteinsson Helga Laufdal
Sveinn Þorsteinsson Heiða Lára Eggertsdóttir