Morgunblaðið - 21.10.2020, Side 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020
30 ára Halldór Fann-
berg ólst upp í Reykja-
vík en býr núna í Þor-
lákshöfn, sem hann
lætur vel af. Halldór
Fannberg vinnur hjá
heildsölu. Helstu
áhugamál Halldórs eru
skotveiði og ferðamennska.
Maki: Unnur Edda Björnsdóttir, f. 1989,
háskólanemi.
Synir: Sindri Freyr Elíasson, f. 2011, og
Alexander Fannberg Halldórsson, f.
2018.
Foreldrar: Adela Halldórsdóttir, f. 1968,
vinnur á Húðlæknastöðinni í Reykjavík
og Svanur Fannberg Gunnarsson, f.
1968, eigandi Litlu kaffistofunnar, býr í
Þorlákshöfn.
Halldór Fannberg
Svansson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft fyrr eða síðar að horfast í
augu við staðreyndir. Leyfðu vinum þínum
að dekra við þig, þú átt það skilið.
20. apríl - 20. maí
Naut Ef þér finnst brotið á þér áttu ekki að
hika við að láta til þín heyra. Þú ert ekki að
missa af lestinni þótt þú haldir það.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Umræðuefnið sem þú bryddar
upp á á eftir að hafa mikil áhrif á þá sem
voru viðstaddir. Vertu tilbúin/n til að grípa
tækifærin sem poppa upp í lífi þínu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur vakið athygli yfirmanna
þinna með frammistöðu þinni. Taktu þér
tíma til þess að gera fortíðina upp og haltu
svo lífinu áfram.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ýmsar nýjungar eru á döfinni hjá þér
og þú ert ágætlega í stakk búin/n til að fást
við þær. Ekki notfæra þér góðmennsku
annarra.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Stundum þarf að vita hvenær á að
henda sér út í djúpu laugina. Notaðu tím-
ann vel og farðu yfir farinn veg. Þér finnst
þú föst/fastur í neti vanans.
23. sept. - 22. okt.
Vog Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt
óvænt atvik knýi þig til að breyta áætlunum
þínum. Gættu þess að ofmetnast ekki þrátt
fyrir mikið hrós. Þú kannt að taka gagnrýni
líka.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þegar þú metur samband
skaltu treysta innsæinu. Nýttu tækifærið og
reyndu að koma sem mestu í verk á meðan
þú ert laus og liðug/ur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gefðu þér tíma til að setjast
niður með öðrum og ræða sameiginlega
ábyrgð og framtíðina. Þú ert ekki mikið fyrir
að framkvæma án vandlegrar umhugsunar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Málefni tengd samböndum eru
eilífðarverkefni. Fólk nálgast viðfangsefni á
mismunandi hátt. Það sem hentar þér núna
er að hlaða ekki á þig verkefnum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er svo margt skemmtilegt í
boði núna að þér reynist ófært að taka þátt
í því öllu. Sýndu öðrum þolinmæði.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hafðu heilsu þína í huga og gættu
þess að ofkeyra þig ekki. Heilsan er það
dýrmætasta sem þú átt svo þér ber að
gæta hennar. Þú ert bjartsýnin uppmáluð.
K
ristján Þórður Snæ-
bjarnarson fæddist í
Keflavík en bjó fyrstu
sex árin í Lyngholti á
Barðaströnd. Fjöl-
skyldan flutti til Reykjavíkur árið
1986 í Breiðholtið þar sem Kristján
bjó til ársins 1993. Kristján var í
Fellaskóla og segir það hafa verið gott
að alast upp í Breiðholtinu á þessum
árum og stutt í náttúruna í Elliðaár-
dalnum. Kristján er mikið nátt-
úrubarn og segir sveitina alltaf eiga í
sér mikil ítök.
„Ég var í sveit á Breiðalæk á
Barðaströnd hjá ömmu og afa öll sum-
ur frá því ég flutti suður þar til ég lauk
grunnskóla. Í sveitinni var ég kúa-
smali ásamt frændsystkinum mínum,
fékk að fara stöku sinnum til sjós,
annars vegar á grásleppuveiðar og
hins vegar á þorskveiðar á Breiðafirði.
Ég lít á Barðaströnd sem mínar
æskuslóðir þó svo ég hafi varið mest-
um tíma í Breiðholti og síðar í Graf-
arvogi.“
Kristján hóf nám í grunndeild raf-
iðna í Iðnskólanum í Reykjavík strax
að loknum grunnskóla og eftir grunn-
deildina fór hann í rafeindavirkjun.
Meðfram náminu vann Kristján við
ýmis störf, afgreiddi í vídeóleigu,
sendist um bæinn með pítsur, vann í
dráttarvéladeild hjá Reykjavík-
urborg, var í síld og svo hjá rafverk-
taka.
Síðan lá leiðin í rafiðnfræði í Há-
skólanum í Reykjavík, sem hann lauk
árið 2008 og bætti þá við sig rekstr-
ariðnfræði og útskrifaðist árið 2010.
„Að iðnnámi loknu starfaði ég hjá
Hátækni í skamman tíma við við-
gerðir á farsímum en lengst af vann
ég hjá ISAL í Straumsvík sem raf-
eindavirki.“
Kristján kynntist konu sinni, Díönu
Lynn, ungur. „Við vorum bæði á
sautjánda ári, árið 1997. Hún bjó þá í
Reykholti í Biskupstungum og við
giftum okkur 17. ágúst 2002. Við eig-
um saman þrjú börn, tvíburastelpur
sem eru 19 ára og son sem er 10 ára,
alveg að verða 11 ára.“
Unga parið flutti um tíma til heima-
bæjar Díönu, Eskifjarðar, en stöldr-
uðu stutt við og keyptu sína fyrstu
íbúð í Breiðholtinu. Þar gátu þau þó
ekki búið lengi, því þau þurftu að
stækka við sig eftir að tvíburarnir
fæddust, og íbúðin þá strax orðin of
lítil. Síðan hafa þau búið í Grafarvog-
inum.
Kristján Þórður er mikill félags-
málafrömuður, þrátt fyrir ungan ald-
ur. „Árið 2004 hóf ég afskipti af fé-
lagsstörfum, var kosinn
trúnaðarmaður rafeindavirkja það ár
og fór beint í kjaraviðræður við ISAL
með gríðarlega öflugum hópi samn-
ingafólks sem hefur reynst mér verð-
mætur skóli.“ Kristján segir að þessi
byrjun hafi verið eins og að stökkva
beint í djúpu laugina, en hann þakkar
sínum lærifeðrum í baráttunni fyrir
þekkingu sína í dag. Kristján fann sig
vel í starfinu og árið 2008, nokkrum
mánuðum fyrir hrun, var hann kosinn
formaður Félags rafeindavirkja.
„Það var mjög sérstakt að koma inn
á þessum tíma, þegar blikur voru á
lofti. Atvinnuleysi fór að aukast og það
voru mjög erfiðir tímar í félagsmálum
og á vinnumarkaði og það virkilega
tók á að standa vaktina á þessum
tímapunkti þegar allt var upp í loft
varðandi stöðu launafólks í landinu.“
Kristján tók í kjölfarið sæti í mið-
stjórn Rafiðnaðarsambands Íslands
og hefur setið í miðstjórn síðan. Árið
2011 var hann kjörinn formaður Raf-
iðnaðarsambands Íslands, þá á 31.
aldursári, og hefur sinnt því starfi síð-
Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands – 40 ára
Eskifjörður Kristján Þórður og Díana í sumar á fallegum en erfiðum degi á Eskifirði eftir jarðarför móður Díönu.
Stökk beint í djúpu laugina
Detroit Fjölskyldan í kirkjugarðinum í Detroit við leiði Jackray Simpson.
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
40 ára Unnur fædd-
ist í Stokkhólmi en
ólst upp í Vesturbæ
Reykjavíkur. Hún er
sálfræðingur og er
teymisstjóri í ADHD
og einhverfuteymi á
Landspítalanum. Unn-
ur hefur mikinn áhuga á handavinnu og
bakstri og síðan allri útivist og ferðalög-
um.
Maki: Friðrik Magnus, f. 1980, starfar í
Háskóla Íslands.
Börn: Tómas, f. 2005, Davíð, f. 2008, og
Freyja Malín, f. 2011.
Foreldrar: Malín Örlygsdóttir, f. 1950,
prjónahönnuður og rak lengi verslunina
Storkinn á Laugavegi, og Jakob Smári, f.
1950, d. 2010, prófessor í sálfræði í HÍ.
Unnur Jakobsdóttir Smári