Morgunblaðið - 21.10.2020, Side 9

Morgunblaðið - 21.10.2020, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020 Löggiltur heyrnarfræðingur Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Heyrnarþjónusta í alfaraleið Heyrðu umskiptin með háþróuðum ReSound gæðaheyrnartækjum. Margir verðflokkar, SÍ niðurgreiðir heyrnartæki. Heyrnargreining, ráðgjöf og heyrnartæki til reynslu afgreidd samdægurs. Áfram dregur úr umferðinni á höf- uðborgarsvæðinu vegna hertra að- gerða í kórónuveirufaraldrinum. Vísbendingar eru um að margir hafi farið eftir tilmælum um að fara ekki að óþörfu út fyrir höfuð- borgarsvæðið og dregið hafi úr akstri höfuðborgarbúa austur fyrir fjall í helgardvöl. Þetta kemur fram í umferðar- mælingum Vegagerðarinnar, sem eru nú birtar vikulega til að meta áhrif aðgerða í veirufaraldrinum á umferðina. Á vefsíðu Vegagerðarinnar kem- ur fram að umferðin á höfuð- borgarsvæðinu í síðustu viku var mun minni en í sömu viku fyrir ári eða 23 prósentum minni. Umferðin var líka minni sé miðað við vikuna á undan eða fimm prósentum minni. Bent er á að reikna megi með að áhrif hvatningar sóttvarna- yfirvalda og hertar reglur skili sér í ívið minni umferð þótt samdrátt- urinn sé ekki jafn áberandi og hann var í vor. Umferðardeild Vegagerðarinnar ákvað líka að kanna hvort hægt væri að lesa út úr umferðinni hvort höfuðborgarbúar hefðu farið að til- mælum sóttvarnalæknis um að halda sig innan svæðisins og valdi umferðarteljara á Hellisheiði til þeirrar athugunar. Þar kemur fram að ef bornar eru saman akstursstefnur í vikum 41 og 43 á árunum, þ.e.a.s. á föstudög- um og sunnudögum, sést að í fyrra var jafnvægi milli akstursstrauma í austur og vestur, „þ.e.a.s. að u.þ.b. sami fjöldi ökutækja ekur austur á föstudögum og í vestur á sunnu- dögum. Ef hins vegar árið 2020 er skoðað sést að bæði er um minni umferð að ræða í heild sinni og þar að auki er u.þ.b. 2 þús. ökutækja munur á þessum akstursstefnum. Um 11 þús. ökutæki aka samtals í austur á föstudögum en einungis um 9 þús. ökutæki koma til baka á sunnudögum, sem gæti m.a. bent til þess að dregið hafi úr akstri höf- uðborgarbúa austur fyrir fjall í helgardvöl“, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. omfr@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Bílar Vísbendingar eru um að margir hafi farið eftir tilmælum yfirvalda. Færri virðast hafa farið austur fyrir fjall  Minni umferð á höfuðborgarsvæði  Mæla hverja vikuStefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sænska póst- og fjarskiptastofnunin hefur útilokað þau fyrirtæki frá út- boði á tíðnisviðum tengdum upp- byggingu 5G-fjarskiptakerfis í land- inu sem notast við búnað frá Huawei og ZTE í uppbyggingarferlinu. Þau farsímafyrirtæki sem til þessa hafa notast við búnað frá fyrirtækjunum tveimur hafa frest til 1. janúar 2025 til þess að losa sig við hann, sé hann á annað borð notaður í 5G-kerfi innan ríkisins. Er þessi ákvörðun tekin að kröfu sænsku öryggislögreglunnar Säpo og hermálayfirvalda í landinu. Bygg- ist ákvörðunin á lagasetningu sem innleidd var í lok síðasta árs sem ger- ir yfirvöldum kleift að útiloka ein- staka framleiðendur tæknibúnaðar frá uppbyggingu fjarskiptainnviða í Svíþjóð. Klas Friberg, yfirmaður sænsku öryggislögreglunnar, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við sænska ríkissjónvarpið í gær um ákvörðun yfirvalda. „Kínverska ríkið stundar net- njósnir til þess að styrkja við eigið hagkerfi og þróa hernaðargetu sína. Það gerist gegnum umfangsmikla upplýsingasöfnun og þjófnað á tækni, rannsóknum og þróun. Þetta verðum við að hafa í huga þegar við byggjum upp 5G-net framtíðarinnar. Við getum ekki teflt öryggi Svíþjóðar í tvísýnu.“ Ekki gert ráð fyrir sömu heimildum hér á landi Í gær fór fram fyrsta umræða á Alþingi um frumvarp til nýrra fjar- skiptalaga. Í því er ekki að finna neinar heimildir sem gæfu íslensk- um yfirvöldum tækifæri til þess að útiloka búnað frá einstaka framleið- endum. Í 87. gr. frumvarpsins er kveðið á um öryggishagsmuni vegna uppbyggingar farneta en þar er að- eins kveðið á um að Póst- og fjar- skiptastofnun sé heimilt að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að farnetskerfi á landsvísu verði um of háð búnaði frá einum framleiðanda. Er stofnuninni því heimilt að grípa til ráðstafana til að „stuðla að fjöl- breytni í gerð búnaðar eða grípa til annarra viðeigandi ráðstafana“, eins og það er orðað. Fjarskiptafélögin Sýn og Nova notast við búnað frá Huawei í kerf- um sínum hér á landi. Segja búnaðinn ógn við öryggi  Svíar úthýsa Huawei og ZTE AFP Huawei Er stærsti framleiðandi fjarskiptabúnaðar í heiminum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.