Morgunblaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is Airpop Light SE öndunargríma • Gríman er létt og situr vel á andlitinu • Hindrar móðumyndun upp á gleraugu • Það er léttara að anda í gegnum Airpop Lig • Hægt að nota í allt að 40 klst (samtals notk • Endurlokanlegar umbúðir til að geyma hana milli þess sem þú notar hana ht SE un) Markaðsstofa Norðurlands ætlar að fara þess á leit að gerðar verði sér- stakar ráðstafanir við sóttvarnir svo beint flug til Akureyrar geti hafist í febrúar næst- komandi. Hol- lenska ferðaskrif- stofan Voigt Travel stóð fyrir leiguflugi 2019 frá Rotterdam og síðasta vetur frá Amsterdam. Áform voru um áframhaldandi flug í sumar en sjálfhætt var af augljósum ástæðum. Að fá fleiri flugfélög með beinar ferðir norður hefur verið áherslu- verkefni hjá Flugklasanum Air 66N. Síðustu mánuðir hafa, að sögn Hjalta Páls Þórarinssonar hjá Markaðsstofu Norðurlands, verið vel nýttir til undirbúningsstarfs. Haft hefur verið samband við full- trúa flugfélaga og þeim kynntur áfangastaðurinn Norðurland. Er greinilegur áhugi til staðar. „Hollenska félagið er búið setja upp ferðir í febrúar og mars og bók- anir farnar að berast,“ segir Hjalti Páll. „Þetta er fólk sem væntanlega athugar heilsu sína áður en farið er af stað. Móttaka ákveðinna og af- markaðra hópa með leiguflugi er einfaldari en í áætlunarflugi þegar fólk kemur hvert úr sinni átt. Við ætlum því að fara þess á leit við stjórnvöld að finna leiðir til þess að gera okkur kleift að taka á móti þessu leiguflugi án þess að það komi niður á sóttvörnum eða öryggi.“ Fyrirmynd frá Finnlandi Talsmenn ferðaþjónustu á Norð- urlandi hafa bent á að kórónuveiran hafi ekki verið jafn skæð þar og á SV-horninu. Verið sé að vinna reglur á Norðurlöndunum þar sem skil- greind eru ákveðin svæði til ferða- laga, án þess að svæðið sé sett í hættu. Lappland í Finnlandi sé dæmi um slíkt og Norðurland megi setja á sama stað. sbs@mbl.is Beint flug geti hafist til Akureyrar Flug Beint að utan til Akureyrar.  Flugklasinn Air 66N er á fullu Hjalti Páll Þórarinsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin. Hjá heilsugæslustöðvum er lögð áhersla á að bólusetja áhættuhópa til að byrja með. Þeir sem eru bólusettir á heilsugæslu- stöðvunum þurfa að greiða 700 króna komugjald, nema þeir séu undanþegnir því en þeir sem eru orðnir 67 ára þurfa ekki að borga komugjald. Embætti sóttvarnalæknis endur- greiðir innkaupsverð bóluefnisins fyrir áhættuhópa. Í þeim eru allir 60 ára og eldri, fólk með langvinna sjúkdóma eins og hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykur- sýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma og þungaðar konur. Auk ofantalinna njóta heilbrigðisstarfsmenn sem starfa í framlínunni forgangs að bólusetningu. Aðrir eru beðnir að bíða þar til almennar bólusetn- ingar hefjast. 75.000 skammtar til landsins Hjá Embætti landlæknis fengust þær upplýsingar að sóttvarna- læknir gerði samning við Vistor um kaup á 70.000 skömmtum af bóluefninu Vaxigrip Tetra. Emb- ættið endurgreiðir innkaupsverð (um 1.200 kr. á hvern skammt) fyrir forgangshópa. Einstaklingar greiða þá komugjald eða um- sýslukostnað ef það á við. Þetta bóluefni er m.a. notað á heilsu- gæslustöðvum, sjúkrahúsum og opinberum heilbrigðisstofnunum, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Verði eitthvað eftir af bóluefninu þegar þessari þörf hef- ur verið mætt geta aðrir væntan- lega fengið að njóta þess. Auk þess sem keypt var sam- kvæmt stóra samningnum fékk Icepharma/Parlogis 5.000 skammta af bóluefninu Influvac Tetra og flutti inn í ljósi aðstæðna. Það er ekki á vegum sóttvarnalæknis og því ekki niðurgreitt heldur selt samkvæmt verði í Lyfjaverðskrá. Það þarf því að greiða fyrir bólu- setningu með því bóluefni auk komugjalds eða umsýslugjalds fyr- ir einstaklinga. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins stóð þetta bóluefni öllum til boða sem annast bólusetningar svo sem apótekum sem bjóða upp á slíka þjónustu og fyrirtækjum sem annast bólusetn- ingar á starfsfólki fyrirtækja. Almennt verð á inflúensubólu- setningu í apóteki sem rætt var við er 3.490 krónur en eldri borg- arar og öryrkjar greiða 2.290 krónur. Verðið getur verið breyti- legt á milli lyfjabúða. Mismunandi verð á flensu- sprautum  Fólk í áhættuhópum borgar bara komugjald hjá heilsugæslunni Morgunblaðið/Hari Bólusetning Það er misjafnt hvort fólk þarf að borga fyrir sprautuna. Undirskriftalisti með nöfnum um 43.500 Íslendinga, sem krefjast þess að Alþingi samþykki nýja stjórnar- skrá, var afhentur Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra í gær. Lát- laus athöfn var haldin af þessu tilefni á Austurvelli þar sem tónlistarmenn stigu meðal annars á svið. Formenn þingflokka voru einnig viðstaddir sem og forsprakkar undirskrifta- söfnunarinnar. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, sagði við mbl.is í gær að niðurstöð- urnar væru framar væntingum. „Þetta er langt umfram vænting- ar. Við vorum að berjast fyrir því að ná 25 þúsund undirskriftum því það hefði dugað í þau 10% kjósenda sem þarf til að leggja til frumvarp á Al- þingi samkvæmt nýju stjórnar- skránni. „Við viljum nú að haldið verði áfram með frumvarpið sem liggur fyrir frá 2013 sem hefur þegar fengið þinglega meðferð og það lag- að þannig að það verði í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs og þjóðar- atkvæðagreiðslunnar.“ Katrín segir að stuðningur við nýju stjórnarskrána geti talist mikill þrátt fyrir að aðeins 17% lands- manna hafi lagt nafn sitt við undir- skriftalistann. Nýja stjórnarskráin hafi til að mynda meira fylgi en allir flokkar á þingi að Sjálfstæðisflokkn- um undanskildum. Haft hefur verið á orði að fáir hafi lesið stjórnarskrána og þekki hlut- verk hennar. Spurð um þetta segir Katrín: „Ég held í það minnsta að nýja stjórnarskráin sé skrifuð á mannamáli og það er gott betur en sú sem er núgildandi. Að auki er að vissu leyti sumt sem þar stendur ekki rétt en svo þurfa lögfræðingar að útskýra venjur og túlka stjórnar- skrána með tilliti til einhvers annars. En það á ekki að vera þannig. Stjórnarskrá á að vera þannig að fólk geti lesið hana og skilið hana þó að dómstólar komi svo til með að túlka hana. Ég held að það sé ákveð- inn hroki að halda því fram að fólk geti ekki lesið sér til og tekið afstöðu í þessu stóra máli,“ segir Katrín. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Móttaka Katrín segir að stuðningurinn geti talist mikill þrátt fyrir að aðeins 17% landsmanna hafi skrifað undir. Afhentu Katrínu 43.500 undirskriftir  Viðtökurnar séu væntingum framar  17% skrifuðu undir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.