Morgunblaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020
✝ Heiðar fæddistá Siglufirði 4.
október 1936.
Hann lést á Land-
spítala 4. október
2020. Hann stofn-
aði Dansskóla
Heiðars Ástvalds-
sonar árið 1956 og
lauk danskenn-
araprófi frá Im-
perial Society of
Teachers of Danc-
ing árið 1957. Heiðar var
áhugasamur um dansinn og
uppbyggingu og þróun hans á
Íslandi og var duglegur að
sækja sér viðbótarmenntun og
þekkingu í dansi og sótti nám-
skeið á hverju ári allt til ársins
2014. Leitaði hann víða fanga,
þó einkum á Englandi, í Þýska-
landi og Danmörku.
Heiðar var einn af frum-
kvöðlum í samkvæmisdansa-
kennslu á Íslandi og einn af
máttarstólpunum í greininni um
áratuga skeið.
Heiðar kenndi dans á RÚV
um fimm ára skeið og sá um
danslagaþátt stöðvarinnar í
sautján ár. Síðar tók hann upp
þann þráð að nýju og gerði
þætti m.a. um kúbverska tónlist
á Útvarpi Sögu. Heiðar sýndi
dans víða og m.a. í sjónvarps-
þáttum sem hann gerði ásamt
nemendum sínum
og systrunum Guð-
rúnu og Eddu.
Heiðar kom að
stofnun Danskenn-
arasambands Ís-
lands og var for-
maður þess. Við
stofnun Dansráðs
Íslands varð hann
fulltrúi þess hjá
WDC, alþjóða-
samtökum dans-
kennara. Síðar varð hann for-
seti DÍ. Hann kom að mörgum
framfaramálum varðandi dans-
inn í störfum sínum fyrir félögin
og var einn af brautryðjendum í
danskennslu í grunnskólum og
baráttumaður fyrir réttindum
danskennara á því sviði.
Heiðar skrifaði þrjár bækur
um dans: Kennslubók í cha cha
cha, Alþjóðadanskerfið og 25
línudansar.
Heiðar var kvæntur Hönnu
Frímannsdóttur, formanni Kar-
on, samtaka sýningarfólks, en
hún lést 2. apríl 2008.
Streymt verður frá útförinni
21. október 2020 klukkan 13 á
slóðinni
www.facebook.com/groups/
heidarastvaldsson
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
Við kveðjum kæran frænda og
vin í dag. Heiðar var einstakur
maður. Glæsilegur, hár og spengi-
legur heimsmaður, skemmtilegur,
hlýr og umhyggjusamur.
Hann var leiftrandi persónu-
leiki, orðheppinn með ákveðnar
skoðanir og hreif aðra með sér.
Þegar hann kom inn duldist það
engum. Faðir minn, Sigrúnar og
Hauks og faðir Heiðars voru
bræður og kynni okkar ná um 60
ár aftur í tímann. Heiðar kom oft á
heimili foreldra okkar á Akureyri
og kenndi Sigrúnu heitinni dans.
Þau æfðu sig á borðstofugólfinu
heima undir píanóleik.
Svo mikið æfðu þau að þau fóru
á endanum niður úr gólfteppinu
en létu það ekkert á sig fá, skelli-
hlógu og skemmtu sér konung-
lega.
Við heyrðum það hjá nágranna
okkar að hann hefði alltaf opnað
gluggann til að hlusta á danstón-
listina.
Heiðari fylgdi alltaf gleði og
fjör og hann var alltaf til í að
dansa við okkur frænkur sínar
þótt margar væru frænkurnar.
Þegar Haukur fór sem saklaus
ungur maður í nám til Þýskalands
eftir menntaskólanám hittust þeir
Heiðar í Hamborg þar sem Heið-
ar leiddi Hauk í gegnum borgina
og næturlífið þar, sem var alveg
nýtt fyrir Hauki. Kær vinátta var
alla tíð á milli Heiðars og okkar
systkinanna og síðar Gyðu konu
Hauks.
Margs er að minnast. Við syst-
ur fórum til Spánar með Heiðari,
Hönnu, Guggu og Guðrúnu.
Þar var glatt á hjalla og enn
dönsuðu Heiðar og Sigrún á hót-
elinu, hún þá í hjólastól en ríghélt
sér í armana og skellihló þegar
dansherrann sneri henni hring
eftir hring við mikinn fögnuð við-
staddra. Eins er eftirminnileg ein
ferð mín með Heiðari sem farar-
stjóra til Kúbu þar sem meðal
annars var kennt að dansa salsa,
algerlega ógleymanlegt ævintýr.
Heiðar var eldheitur hugsjóna-
maður um gildi dansins, auðvitað í
framvarðarsveit varðandi sam-
keppni í dansi og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum á því sviði, bæði
hérlendis og erlendis. Fyrir hon-
um var dansinn samt annað og
meira en hreyfing og jafnvægi,
þ.e.a.s. hann var túlkun á innri
þörf allra manna til að fá útrás
fyrir gleði.
Allir ættu að fá að njóta dans-
kennslu. Heiðar leit á hana sem
uppeldisaðferð í gagnkvæmri
kurteisi og virðingu og var óþreyt-
andi baráttumaður fyrir því að
dans yrði skyldunámsgrein í
grunnskólum.
Hann sá fyrir sér að þegar allir
hefðu notið danskennslu þá væri
óskandi að hér yrði byggð dans-
höll, þar sem fólk gæti komið,
skipt um föt, dansað i einn til tvo
tíma, farið í sturtu og svo heim.
Dansleikir yrðu haldnir um
helgar. Sýn hans á framgangi
dansins fyrir almenning náði alla
leið.
Heiðar var mikill gæfumaður í
einkalífinu, Hanna var ástin í lífi
hans og einkasonurinn, Ástvaldur,
augasteinn þeirra beggja.
Við erum óendanlega þakklát
fyrir þá gæfu að hafa þekkt Heið-
ar og fengið að deila með honum
og hans nánustu svona mörgum
ógleymanlegum samverustundum
þar sem gleði og skemmtileg
skoðanaskipti voru í fyrirrúmi.
Minningin um góðan dreng lifir.
Við sendum Ástvaldi og Jónu
Maríu svo og systrum Heiðars og
fjölskyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Viktoría B. Viktorsdóttir,
Haukur Viktorsson og Gyða.
Þegar við fréttum af láti Heið-
ars Róberts Ástvaldssonar var öll-
um ljóst að einn af svipmestu
danskennurum á Íslandi hafði
stigið sinn hinsta dans. Hann
markaði djúp spor og hafði mikil
áhrif á danskennslu vítt og breitt
um landið í áranna rás.
Í um sextíu ár hafði Heiðar ver-
ið í fararbroddi fyrir samkvæmis-
dansakennslu og var einn af frum-
kvöðlunum og máttarstólpunum í
greininni og átti stóran þátt í upp-
byggingu danskennslu hér á
landi.
Stjórnir Danskennarasam-
bands Íslands og Dansíþrótta-
sambands Íslands þakka Heiðari
Róberti Ástvaldssyni ómetanleg-
an þátt sinn í uppbyggingu dans-
íþróttarinnar á Íslandi, samstarf-
ið, dugnaðinn og eljuna.
Hann var ósérhlífinn baráttu-
maður og vildi auka veg og virð-
ingu íþróttarinnar og kynna hana
eins mörgum og mögulegt var.
Aðstandendum og fjölskyldu
vottum við okkar dýpstu samúð.
Auður Haraldsdóttir,
varaforseti DÍ,
Bergrún Stefánsdóttir,
formaður DSÍ.
Hinsta kveðja frá okkur, stelp-
unum þínum úr dansinum.
Kæri Heiðar.
Þú varst okkur vinur, sam-
ferðamaður og meistari í dansin-
um.
Þú sagðist fara á afmælisdag-
inn þinn og móður þinnar og við
það stóðstu. Það var í þínum anda
eins og allt annað í daglegu fari
þínu, að standa við þitt, alltaf mað-
ur orða þinna. Minning þín lifir.
Vottum Ástvaldi syni þínum og
fjölskyldu, Hörpu, Guðbjörgu,
Eddu og Stanley svo og öðrum
skyldmennum og vinum okkar
innilegustu samúð.
Dansinn lifir!
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Þínar
Dagný Björk,
Guðrún Jacobsen og
Ingibjörg Róbertsdóttir.
Kveðja frá
Siglfirðingafélaginu
Hafir þú barnsskónum slitið
í blómstrandi síldarbæ
og unnið á iðandi plönum,
áttu þitt ævintýri um ókomna tíð,
átt merlandi minningasafn
í sálu þinni og sinni
(Ólafur Ragnarsson)
Heiðar Ástvaldsson, fyrrver-
andi formaður og heiðursfélagi
Siglfirðingafélagsins, er látinn, 84
ára að aldri.
Heiðar ólst upp á Siglufirði í
síldarævintýrinu mikla um miðja
síðustu öld. Eftir nám í Gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar fór hann í
Verslunarskóla Íslands og hóf síð-
ar nám í lögfræði við HÍ. Dans og
danskennsla varð síðar hans ævi-
starf og starfrækti hann Dans-
skóla Heiðars Ástvaldssonar í 40
ár.
Heiðar var eins og farfuglarnir
á haustin á Sigló – farfuglarnir
fóru en Heiðar kom til að kenna
dans og þá voru allir árgangar
drifnir í danskennslu í 2-3 vikur -
ekkert annað kom til greina þótt
dansmenntin hafi ekki hentað öll-
um! Þarna var Heiðar í essinu
sínu – krakkarnir drifnir í dans á
daginn og stundum foreldrarnir
og „fullorðnir krakkar“ á kvöldin.
Hann sagði oft að danskennsla
ætti að vera skyldufag í grunn-
skóla – dans væri íþrótt og öllum
íþróttum betri; dans væri sam-
vinna og samskipti kynja og dans
kenndi fólki að bera virðingu
hvert fyrir öðru. Öll kynntumst
við Heiðari í dansnámi á Siglufirði
og síðar vorum við sum hver með
honum í stjórn Siglfirðingafélags-
ins á einhverjum tímapunkti.
Heiðar var formaður Siglfirðinga-
félagsins í 10 ár, 1981-1991. Hann
lét sig starfsemi félagsins miklu
varða og mætti á allflesta viðburði
félagins alveg til hins síðasta.
Hann var hvetjandi um starf-
semi félagsins – „krakkar mínir,
það vantar að halda fleiri böll hjá
félaginu“ sagði hann oft hin síðari
ár á aðalfundum félagsins og hló
við og fannst dansmennt fé-
lagsmanna hafa hrakað!
Hann vildi ekkert partístand
en að menn kæmu saman, döns-
uðu og glöddu hver annan og ekki
væri verra að segja gamlar góðar
sögur úr síldarbænum.
Þannig var Heiðar, mikill húm-
oristi, alltaf ungur í anda og alveg
einstaklega skemmtilegur vinur
og vildi ætíð gleðja aðra.
Með Heiðari er genginn ákaf-
lega öflugur og ráðagóður vinur
og sannur Siglfirðingur.
Að leiðarlokum þökkum við
Heiðari fórnfúst starf og ómetan-
legt framlag hans til Siglfirðinga-
félagsins og fyrir framlag hans til
Siglufjarðar. Hans verður sárt
saknað.
Fyrir hönd Siglfirðingafélags-
ins sendum við fjölskyldu Heiðars
innilegar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu Heiðars R. Ást-
valdssonar.
Guðmundur Stefán
Jónsson, Gunnar Trausti
Guðbjörnsson, Jónas
Skúlason, Rakel Flecken-
stein Björnsdóttir.
Heiðar Ástvalds hefur nú kvatt
okkur og ég mun minnast alls þess
sem hann kenndi mér og þúsund-
um Íslendinga á meðan hann steig
sinn dans. Það er með mikilli virð-
ingu og söknuði að ég kveð ekki
bara fyrrverandi vinnuveitanda
minn til margra ára heldur líka
yndislegan og góðan vin.
Það var í gegnum Guðbjörgu
systur Heiðars sem ég kynnist
honum á mínum unglingsárum.
Mig hefði ekki órað fyrir því að
þessi kynni okkar myndu móta
framtíð mína eins og þau gerðu.
Var ég komin á fullt í dansinn
áður en ég vissi af og átti Dans-
skóli Heiðars hug minn og hjarta í
yfir 50 ár.
Það mun ávallt vera mér efst í
huga hversu mikil gleði, líf og fjör
einkenndi þennan tíma okkar
saman í dansheiminum.
Heiðar var einstakur fagurkeri
og mikil félagsvera, einstaklega
flottur til fara og elskaði að
ferðast.
Við hjónin höfum verið svo lán-
söm að hafa hann Heiðar hjá okk-
ur á jóladag í gegnum árin, hann
mætti alltaf fyrstur og fór síðast-
ur, var hrókur alls fagnaðar og
skemmti okkur með yndislegum
og skemmtilegum sögum.
Jóladagur hjá okkur verður
ekki eins án hans.
Það verða margir sem koma til
með að sakna þín. Elsku Heiðar,
starfsfélagi og vinur, ég þakka þér
allar góðu stundirnar og kveð þig í
þeirri vissu að guð geymi þig.
Elsku Ástvaldur og Jóna
María, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og guð veri með
ykkur.
Svanhildur Sigurðardóttir
danskennari.
Heiðar Róbert
Ástvaldsson
Fallinn er sviplega frá einn af
okkar bestu mönnum og er frá-
fall hans mikill missir fyrir fjöl-
skyldu, vini og samstarfsfólk
hans hjá Skógræktinni og víðar.
Óskar Grönholm byrjaði ungur
að vinna við gróðursetningu,
grisjun og viðarvinnslu í Hauka-
dalsskógi. Kom fljótlega í ljós að
Óskar var ósérhlífinn, verklag-
inn, kröftugur, einstaklega
stundvís og duglegur. Var hann
fyrir vikið eftirsóttur í allri
vinnu. Þess á milli vann hann að
ýmsum verkefnum, s.s. hand-
verki úr tré. Hann var keppn-
ismaður sem skilaði honum
landsliðssæti í íshokkí á yngri
Óskar Valentín
Grönholm
✝ Óskar ValentínGrönholm
fæddist 23. desem-
ber 1992. Hann lést
1. september 2020.
Foreldrar Ósk-
ars eru Einar Ósk-
arsson og Lene
Grönholm. Systir
hans er Anna Soffía
Grönholm og hálf-
systir er Ólöf Stein-
unnardóttir.
Útför Óskars fór fram 9. sept-
ember 2020.
árum og hæstu ein-
kunnum í námi,
bæði smíðanámi og
í námi við stjórnun
skógarvéla. Óskar
var fyrsti og eini út-
lærði skógarvéla-
maður landsins og
lærði við Pohjois-
Karjalan Ammatti-
opisto Valtimo-skól-
ann í Norður-Kar-
elíu í austanverðu
Finnlandi og dúxaði þar eins og
áður var nefnt. Óskar starfaði
hjá skógarverktaka um árabil
við grisjun og fellingu skóga um
allt land á skógarvélum og sá um
útkeyrslu. Vann Óskar oft við
erfið skilyrði við þessa vinnu yfir
háveturinn, en skilaði iðulega
góðu verki. Stærstur hluti þess
timburs sem fallið hefur til úr
skógum landsins síðustu árin
kom út úr þessari vinnu Óskars
og eftir standa víða vöxtulegir,
fallegir skógar. Óskar var róleg-
ur að eðlisfari, vel gefinn og góð-
ur félagi. Það er með miklum
söknuði að samstarfsfólk Óskars
hjá Skógræktinni kveður hann
og sendir innilegustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar.
Hreinn Óskarsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með grein nema beðið sé um ann-
að. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í inn-
sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar
verið sent er ráðlegt að senda
myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar
Elsku Elsa.
Ég kveð þig nú með djúpum
söknuði og þakklæti fyrir allt.
Takk fyrir að hafa verið vinkona
mín öll þessi ár.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína.
Englar hjá Guði þig geymi,
ég geymi svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Ég og fjölskylda mín sendum
allri þinni fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu þína.
Ingibjörg Kristinsdóttir
(Inga mágkona).
✝ Elsa Jónasdóttir fæddist 28. septemberárið 1948. Hún lést 21. september 2020.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Elsa
Jónasdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
FRÍÐUR ESTHER PÉTURSDÓTTIR,
Sóltúni 29, Selfossi,
áður Laugargerði í Biskupstungum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
Selfossi, laugardaginn 17. október.
Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 23. október
klukkan 14. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir.
Streymt verður frá athöfninni á vefsíðu Selfosskirkju.
Reynir Ásberg Níelsson
Pétur Hjaltason Rut Fjölnisdóttir
Erlingur Hjaltason Sjöfn Ólafsdóttir
Hafsteinn Hjaltason Anna Kristín Kjartansdóttir
Jakob Hjaltason Alice Petersen
Guðbjörg Hjaltadóttir Björgvin Snorrason
Marta Hjaltadóttir Þór Guðnason
og fjölskyldur