Morgunblaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020
Við leigjum út krókgáma
FRAMKVÆMDIR?
til lengri eða skemmri tíma
HAFÐU SAMBAND:
sími: 577 5757
www.gamafelagid.is Hugsum áður en við hendum!
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna
höfðaði í gær mál á hendur tækniris-
anum Google, en fyrirtækinu er gefið
að sök að hafa hagnýtt sér „ólöglega
einokunaraðstöðu“ sína gagnvart
leitarvélum og auglýsingum á netinu.
Þetta er eitt stærsta samkeppnis-
brotamál sem höfðað hefur verið i
Bandaríkjunum undanfarna áratugi,
en það gæti meðal annars leitt af sér
að fyrirtækið verði brotið upp í
smærri einingar.
Jeffrey Rosen, aðstoðardóms-
málaráðherra Bandaríkjanna, sagði
á blaðamannafundi sínum í gær að
málið beindist að yfirráðum Google
yfir „vistkerfi“ netsins. „Google er
hliðvörður netsins,“ sagði Rosen og
bætti við að félagið hefði í krafti
stöðu sinnar stundað viðskiptahætti
sem héldu öðrum keppinautum niðri,
og viðhéldi þannig einokun sinni með
ólöglegum hætti.
Í ákæruskjali stjórnvalda segir að
Google hafi meðal annars gert sam-
komulög til lengri tíma sem skylduðu
m.a. framleiðendur símtækja til þess
að hafa forrit frá Google þegar hlaðin
á símunum þegar þeir væru fyrst
seldir, og um leið kæmi félagið í veg
fyrir að hægt væri að eyða sumum af
sömu forritum.
Þá biðja bandarísk stjórnvöld
dómstólinn að íhuga allar leiðir til
þess að bæta úr og koma í veg fyrir
að Google geti haldið einokandi við-
skiptaháttum sínum áfram, þar á
meðal að fyrirtækinu verði skipt upp.
Rosen sagði hins vegar að dómsmálið
yrði að þróast meira áður en hægt
væri að tala um hvernig það yrði
gert.
Segja málatilbúnaðinn rangan
Í yfirlýsingu Google var ákvörðun
stjórnvalda gagnrýnd harðlega, og
sagt að málaferlin væru byggð á
mjög veikum grunni, þar sem að-
gerðir fyrirtækisins hefðu komið
neytendum þess til góða. „Fólk notar
Google, því það velur að gera það,
ekki af því að það neyðist til þess eða
geti ekki fundið aðra valkosti,“ sagði
meðal annars í yfirlýsingu tækniris-
ans.
Bandarísk stjórnvöld hafa undan-
farna mánuði rannsakað sterka
stöðu sem nokkur fyrirtæki í há-
tæknigeiranum hafa komið sér í, þar
á meðal Google, Amazon, Facebook
og Apple, og hafa þingmenn beggja
flokka verið gagnrýnir á hana. Í ný-
legri skýrslu sem kom út á vegum
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var
meðal annars lagt til að Google og
öðrum fyrirtækjum yrði skipt upp til
þess að viðhalda samkeppni. Sagði
Rosen á blaðamannafundinum að
dómsmálaráðuneytið væri einnig að
fara yfir samkeppnisstöðu annarra
fyrirtækja sem væru í leiðandi stöðu
á netinu. „Aðgerðir dagsins marka
tímamót en ekki endapunkt,“ sagði
Rosen.
Josh Hawley, öldungadeildarþing-
maður repúblikana frá Missouri,
sagði að málið yrði mikilvægasta
samkeppnismál stjórnvalda í heila
kynslóð, og fagnaði hann því að
dómsmálaráðuneytið hefði látið til
skarar skríða.
Leitarvél, símar og landakort
Í ákæruskjali stjórnvalda er sér-
staklega vikið að þeirri staðreynd, að
um 80% allra leita í Bandaríkjunum
fara í gegnum leitarvél fyrirtækisins.
„Google er með svo mikla yfirburði,
að orðið er ekki bara nafnorð fyrir
fyrirtækið eða leitarvélina, heldur
einnig sögn sem þýðir að leita á net-
inu,“ segir í skjalinu.
Leitarvélinni var hleypt af stokk-
unum árið 1998, en heimasíða henn-
ar, google.com, er sú sem mest er
heimsótt á netinu.
Fyrirtækið fór á markað árið 2004,
en sama ár ákvað það að bjóða upp á
tölvupóstþjóninn Gmail, en um 1,5
milljarðar manna eru taldir nota
hann fyrir tölvupóstföng sín. Þá hef-
ur Google aukið þjónustu sína jafnt
og þétt, og býður meðal annars upp á
gps-forrit í farsíma og leit á landa-
kortum, netvafrann Chrome, og var
um tíma með sinn eigin samfélags-
miðil, Google+, sem var lokað í fyrra.
Þá hefur fyrirtækið þróað
Android-farsímastýrikerfið, en það
er til dæmis notað í farsíma frá Sam-
sung, Sony og HTC. Árið 2017 var
áætlað að rúmlega tveir milljarðar
manna notuðu Android-stýrikerfið
að minnsta kosti einu sinni í mánuði.
Málinu hefur verið líkt við mál sem
Bandaríkjastjórn höfðaði á hendur
Microsoft árið 1998, en því lauk á
þann veg að fyrirtækið neyddist til
þess að hætta að láta netvafra sinn
og önnur Microsoft-forrit fylgja með
Windows-stýrikerfinu.
Þá hefur Google þurft að glíma við
svipaðar ásakanir um einokunar-
hætti í ríkjum Evrópusambandsins,
en fyrirtækið hefur áfrýjað sektum
sem framkvæmdastjórn þess hefur
sett á vegna þeirra.
AFP
Google Bandaríkjastjórn hefur höfðað mál á hendur tæknirisanum fyrir brot á samkeppnislögum.
Leggja til atlögu við Google
Bandaríkjastjórn höfðar mál á hendur tæknirisanum vegna einokunarstöðu
Áralöng málaferli sögð fram undan Google mögulega brotið upp í einingar
Aðalsamningamenn Breta og Evr-
ópusambandsins ræddust við í gegn-
um síma í gær, og hvatti Michel Bar-
nier, fulltrúi Evrópusambandsins,
Breta til þess að hefja fríverslunar-
viðræður þeirra að nýju. Bretar telja
hins vegar tilgangslítið að hefja þá
vegferð að nýju, ef Evrópusamband-
ið hyggst ekki gefa eftir af kröfum
sínum.
Þetta var annar dagurinn í röð
sem Barnier og David Frost, samn-
ingamaður Bretlands, eiga símtal
um stöðu mála, en ríkisstjórn Bret-
lands tilkynnti fyrir helgi að viðræð-
unum væri í raun lokið.
Frost sagði í yfirlýsingu sinni að
samtal sitt og Barniers hefði verið
gott og uppbyggilegt, en að staðan
væri enn óbreytt. Þá hyggjast Frost
og Barnier halda áfram sambandi í
vikunni.
Lávarðar tefja frumvarpið
Þá varð breska ríkisstjórnin fyrir
minniháttar skakkafalli í gær, þegar
lávarðadeild breska þingsins neitaði
að samþykkja umdeilt lagafrum-
varp, þar sem ríkisstjórn Bretlands
yrði veitt heimild til þess að brjóta
gegn vissum ákvæðum útgöngusátt-
málans við Evrópusambandið er
varða viðskipti milli Norður-Írlands
og hinna þriggja þjóðanna í Bret-
landi. Neitunin þýðir að deildin mun
leggjast yfir frumvarpið og gera
breytingartillögur á því, sem neðri
deildin þarf þá að skoða aftur.
Michael Howard, fyrrverandi for-
maður Íhaldsflokksins, var á meðal
lávarðanna sem greiddu atkvæði
gegn frumvarpinu, þrátt fyrir að
vera stuðningsmaður útgöngunnar.
Sagðist hann vilja að Bretar gætu
borið höfuðið hátt eftir útgönguna,
og í því fælist m.a. að Bretar virtu
þau loforð sem þeir hefðu gefið á al-
þjóðavettvangi.
Ræddu Brexit-
málið í símann
Neita að samþykkja frumvarpið
AFP
Brexit Michel Barnier, aðalsamn-
ingamaður ESB, með grímu í höf-
uðstöðvum Evrópusambandsins.
Peter Madsen, morðingi blaðakon-
unnar Kim Wall, var handtekinn í
gær eftir misheppnaða flóttatilraun
úr fangelsi sínu, þar sem hann af-
plánar nú lífstíðardóm. Lögreglan í
Kaupmannahöfn náði fljótlega að
króa Madsen af, en óstaðfestar
fregnir herma að hann hafi hótað
lögreglumönnum á vettvangi með
sprengju, áður en þeir náðu að yfir-
buga hann.
Madsen, sem er 49 ára, var
dæmdur fyrir tveimur árum í lífs-
tíðarfangelsi fyrir að hafa myrt
Kim Wall um borð í kafbáti sínum
árið 2017, bútað lík hennar í sundur
og fleygt í hafið.
Madsen hélt því fram að atvikið
hefði verið slys, en í síðasta mánuði
kom út heimildarmynd um málið,
þar sem hann viðurkenndi að hafa
myrt Wall.
DANMÖRK
AFP
Flótti Lögreglumaður miðar á Madsen.
Handtekinn eftir
flótta úr fangelsinu
Donald Trump
Bandaríkja-
forseti hvatti í
gærmorgun
William Barr
dómsmálaráð-
herra sinn til
þess að hefja
sakamálarann-
sókn á hendur
Joe Biden, for-
setaframbjóð-
anda demókrata. Kallaði forsetinn
Biden „glæpamann“ í viðtali við
Fox News-fréttastöðina, og sagði
að Barr yrði að ljóstra upp um mál-
ið áður en kjördagur rynni upp.
Innan við tvær vikur eru til kosn-
inga, og nýtur Biden töluverðs for-
skots í flestum skoðanakönnunum.
BANDARÍKIN
Krefst rannsóknar á
andstæðingi sínum
Donald
Trump