Morgunblaðið - 21.10.2020, Side 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2020
„JÁ ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER MAÐUR
AÐ STARA Á MIG. VIÐ ERUM Í
STÖRUKEPPNI.”
„KANNTU EKKI AÐ TAKA DJÓKI?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera páskakanínan
hans.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HJÁLP! Ó, HJÁLP!
GRIMMUR KÖTTUR!
HALTU ÞIG VIÐ
HANDRITIÐ
SKO, GRETTIR. MÉR FINNST
ÞETTA EKKI SANNFÆRANDI
HA?
HVAÐ MEÐ AÐ
BÆTA „ha, ha,
ha” VIÐ?
ÞETTA ER STÓR SKAMMTUR!
VONANDI GENGURÐU ÞETTA AF ÞÉR!
ÉG MUN GANGA KRINGUM HLAÐBORÐIÐ
MINNST TÍU SINNUM
an. Árið 2018 var hann kjörinn sem 2.
varaforseti Alþýðusambands Íslands
og varð 1. varaforseti ASÍ á vormán-
uðum 2020.
„Að mörgu leyti erum við að sjá
margar keimlíkar áskoranir í dag í
þessum Covid-faraldri og voru í
hruninu, þótt efnahagsleg staða sé
betri í samfélaginu núna og meiri
innistæða fyrir verkefnum sem verið
er að ganga inn í. Hins vegar er óviss-
an okkar versti óvinur því enginn veit
hversu lengi við verðum að glíma við
þessa veiru og hverjar afleiðingarnar
muni verða. Að því leyti er staðan ólík
hruninu, því óvissuþættirnir eru
fleiri.“
Eins og sjá má hafa félagsmálin átt
hug Kristjáns síðustu tvo áratugina,
en þegar þeim sleppir segir hann
ferðalög með fjölskyldunni vera sitt
helsta áhugamál. „Okkur þykir mjög
gaman að fara í útilegur enda er það
sá gæðatími sem fjölskyldan hefur átt
saman. Síðan á Díana sterkar teng-
ingar við Bandaríkin, því faðir hennar
var þaðan, og í fyrra fórum við í langt
ferðalag þangað þar sem við keyrðum
frá Flórída til Detroit og heimsóttum
kirkjugarðinn þar sem Jackray, faðir
Díönu, hvílir.“
Fjölskylda
Eiginkona Kristjáns er Díana
Lynn Simpson, f. 14.3. 1980, leik-
skólaliði. Foreldrar hennar eru Ragn-
hildur K. Kristinsdóttir Simpson
verkakona, f. 4.4.1950, d. 21.6.2020, og
Jackray Simpson, flugvirki sem starf-
aði fyrir bandaríska flugherinn, f.
31.7. 1940, d. 7.1.1986.
Börn Kristjáns og Díönu eru Ragn-
hildur Ósk Kristjánsdóttir Simpson, f.
10.9. 2001, framhaldsskólanemi; Ilm-
ur Líf Kristjánsdóttir Simpson, f.
10.9.2001, framhaldsskólanemi, og
Snæbjörn Kristjánsson Simpson, f.
12.2. 2010, grunnskólanemi.
Systir Kristjáns er Valgerður Þór-
dís, f. 4.10. 1977, iðjuþjálfi.
Foreldrar Kristjáns eru hjónin
Snæbjörn Kristjánsson, f. 29.8. 1954,
rafiðnfræðingur frá Breiðalæk á
Barðaströnd og Sigurlaug Sigurð-
ardóttir, f. 21.3.1958, skrifstofu-
fulltrúi, frá Keflavík. Þau hafa búið í
Reykjavík frá árinu 1986.
Kristján Þórður
Snæbjarnarson
Ráðhildur Ágústa Sumarliðadóttir
húsfreyja í Gerðum í Garði
Hallmann Sigurður Sigurðsson
sjómaður í Gerðum í Garði
Sigurlaug A. Hallmannsdóttir
húsfreyja og verkakona,Keflavík
Sigurður Gíslason
bifvélavirki, verkstæðisformaður
SBK,Keflavík
Sigurlaug Sigurðardóttir
skrifstofufulltrúi,Reykjavík
Margrét Ragnheiður Jónsdóttir
húsfreyja í Keflavík
Gísli Sigurðsson
vélstjóri og járn- og vélsmiður í Keflavík
Guðbjörg Þórdís Jensdóttir
húsfreyja í Litlabæ, Skötufirði
Kristján Finnbogason
Bóndi í Litlabæ, Skötufirði
Valgerður Kristjánsdóttir
bóndi frá Breiðalæk
Kristján P. Þórðarson
bóndi og sjómaður frá Breiðalæk
Steinunn Björg Júlíusdóttir
húsfreyja, Innri-Múla,Barðaströnd
Þórður Ólafsson
bóndi, Innri-Múla,Barðaströnd
Úr frændgarði Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar
Snæbjörn Kristjánsson
rafiðnfræðingur,Reykjavík
Helgi R. Einarsson skrifar mér:„Nú eru víst 50 ár síðan rauð-
sokkurnar komu fram á sjón-
arsviðið og síðan hefur kvarnast
stöðugt úr veldi okkar karla, sem er
sjálfsagt hið besta mál.“ Hann „lítur
til baka“ með því að „morgunfrétt-
irnar kveikja stundum í manni“:
Saman þær margt kunnu’ að segja,
er þurfti um áður að þegja.
Í sokkunum rauðum
þær risu’ upp frá dauðum:
„Móðir, kona og meyja.“
Góður vinur minn sendi mér línu:
„Sigurður Hansen, menningar- og
skáldbóndi á Kringlumýri í Skaga-
firði, leit yfir féð í húsum sínum í
haust og þar blasti við ein ærin, úð-
uð sterkrauðum lit. En hver var
ástæðan? – Þetta var tilgáta Sig-
urðar:
Kunnugt er það að kindur sleppi
og kjósi sér móðins grasa val
þessi ær fór úr Akrahreppi
í ástar grösin í Hörgárdal
Eins og vænta mátti vildu fleiri
leggja orð í belg:
Gunnar Rögnvaldsson á Löngu-
mýri:
Ærin frjáls um fjöllin gekk
hvar finnst oft góður hagi.
Þar grandalaus hún gusu fékk
gjörða af Slippfélagi.
Hinn landskunni hestamaður
Guðmundur Sveinsson á Sauð-
árkróki:
Ærin getur fús nú fetað
frjáls og hress á sálinni.
Borið hefði beinin getað
í botni á Trippaskálinni.
Til skýringar skal þess getið að
Trippaskál er urðarskál í fjallshlíð-
inni upp af Hörgárdalsheiði þar
sem 26 stóðhross Blöndhlíðinga
hröpuðu með voveiflegum afleið-
ingum árið 1870.
Reynir Hjartarson:
Um hennar valið ekki fetta fingur,
ferðalag og sókn í betri haga,
þar næðir minna og nýgræðingur
á norðanverðum Tröllaskaga.“
Þetta er gott bréf.
Sigurður Breiðfjörð orti:
Þó menn annars þekki brest
og þyki miður sæma
best er að hafa fátt um flest
og forðast hann að dæma.
Jón á Bægisá orti um kött:
Monsonía malar vel
með svona löngu skafti,
en þó kemur aldrei mél
út úr hennar kjafti.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af rauðsokkum og
ástargrösum í Hörgárdal