Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Gera þarf endurbætur á Landeyja-
höfn til þess að markmið um stór-
aukna nýtingu hennar náist.
Mótvægisaðgerðir hafa ekki dugað
og ætla má að
erfitt sjólag utan
hafnar muni
áfram takmarka
siglingar til og frá
höfninni.
Þetta kemur
m.a. fram í nýrri
skýrslu um fyrstu
skref að óháðri
úttekt á fram-
kvæmd og nýt-
ingu Land-
eyjahafnar. Hún hefur verið afhent
samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra. Ráðgjafafyrirtækið
Vatnaskil gerði skýrsluna í sam-
vinnu við Leo van Rijn, hollenskan
sérfræðing á sviði sandflutnings-
rannsókna, og verkfræðistofuna
Mannvit.
Á meðal helstu niðurstaðna er að
til þess að minnka verulega dýpk-
unarþörf þurfi að ákvarða mögulegt
dýpkunarfyrirkomulag sem taki til-
lit til nýju ferjunnar og reynslu sem
fengist hefur af nýtingu hafnar-
innar. Aðgerðir til að mynda skjól
fyrir háum öldum á milli rifsins utan
hafnarinnar og hafnarmynnisins
myndu bæta siglingarhæfni ferj-
unnar milli rifs og hafnar. Eins væru
þær líklegar til að styðja við dýpk-
unaraðgerðir.
Ólíklegt þykir að hægt sé að gera
endurbætur á höfninni, eins og hún
er nú, þannig að dýpkunarþörf
hverfi. Til að slíkt markmið náist
þykir líklegt að grípa þurfi til rót-
tækra lausna sem krefjast endur-
hönnunar. Slíka lausn þyrfti að skil-
greina vel og meta samanborið við
aðrar lausnir varðandi endurbætur á
höfninni. „Dæmi um slíka útfærslu
væri að byggja nýja höfn utan við
rifið sem tengd væri eldri höfn með
brú,“ segir í frétt samgöngu-
ráðuneytisins.
Skýrsluhöfundar telja of snemmt
að segja til um það hvort endur-
bætur kunna að vera gerlegar. Set-
myndun er ekki eini þátturinn sem
takmarkar siglingar ferjunnar.
Öldufar hefur einnig veruleg áhrif.
Heildstæð úttekt mun því líklega
ekki leiða það í ljós að dýpkunar-
aðgerðir einar og sér verði til þess
að höfnin verði opin allt árið.
Mynda þarf skjól fyrir öldu
Úttektin var gerð í samræmi við
þingsályktunartillögu sem var sam-
þykkt á Alþingi í desember 2019.
Páll Magnússon alþingismaður var
fyrsti flutningsmaður. Í greinargerð
var m.a. óskað eftir svörum um
hvort hægt sé að gera þær úrbætur
á höfninni að dýpkunarþörf minnki
verulega eða hverfi.
„Skýrslan staðfestir að til þess að
ná fram hámarksnýtingu á höfninni
þarf að fara blandaða leið,“ sagði
Páll. „Annars vegar að búa til ein-
hvers konar skjól fyrir öldunni á
milli rifsins og hafnarmynnisins með
varnargarði, varnargörðum eða
hvernig sem það verður útfært. Hins
vegar er ljóst að samhliða því verður
þörf á dýpkun í höfninni. Sjálfsagt
verður dýpkunarþörfin miklu minni
en hún er í dag.“
Páll sagði það ótvíræða nið-
urstöðu skýrslunnar að ekki væri
hægt að gera Landeyjahöfn þannig
úr garði að dýpkunarþörfin hyrfi al-
veg, nema með því að endurhanna
hana og endurbyggja. Hann sagði
sama hvaða dýpkunaraðferðir yrðu
notaðar, þær myndu einar og sér
ekki tryggja 100% nýtingu á höfn-
inni. Páll benti á að sandur hefði
ekki verið til trafala í Landeyjahöfn
lengi og höfnin ekki lokast vegna
þess að dýpi hefði skort.
„Það er aldan sem oft hefur stopp-
að samgöngurnar milli lands og
Eyja,“ sagði Páll. Hann sagði að það
myndi líklega gerast áfram af og til.
„Næst er að svara spurningunni
um hvaða aðgerðir þarf til að brjóta
ölduna við höfnina,“ sagði Páll.
Hann kvaðst ætla að fylgja því eftir
að fundið yrði út úr því til hverra að-
gerða þyrfti að grípa svo hægt væri
að mynda skjól fyrir öldunni fyrir
utan innsiglinguna í Landeyjahöfn.
Endurbóta er þörf í Landeyjahöfn
Óháð úttekt á
framkvæmd og nýt-
ingu Landeyjahafnar
er komin út
Morgunblaðið/RAX
Landeyjahöfn Rifið sem um ræðir er skammt utan við hafnarmynnið. Skapa þarf skjól fyrir öldu utan við höfnina
til að auðvelda siglingar þangað og styðja við dýpkunaraðgerðir. Of mikil ölduhæð hefur oft hamlað siglingum.
Páll
Magnússon
Gleðilegar
göngugötur
Göngugöturmiðborgarinnar iðuðu af lífi í sumar.
Viðtökur borgarbúa við stækkuðu göngusvæði fóru
fram úr björtustu vonum og í nýlegri könnun
Maskínu lýstu ríflega tvö af hverjum þremur yfir
ánægju með göngugöturnar og jókst ánægjan milli ára.
Nú eru göngugöturnar óðum að færast í
skrautlegan vetrarbúning og búa sig undir upplýst
mannlífmeð trefla og húfur og jólatilhlökkun í hjarta.
Njótum lífsins saman ímiðborginni allt árið.