Morgunblaðið - 24.10.2020, Page 14

Morgunblaðið - 24.10.2020, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020 ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Covid, codvid, covid er daglega á vörum flestra Íslendinga síðustu vikur og mánuði. Smit barst í Stykk- ishólm um miðjan september. Strax var brugðist við með einangrun sjúkra og sóttkví annarra. Tókst að uppræta veiruna á þremur vikum. Nú er Hólmurinn veirufrír. Þrátt fyrir það eru bæjarbúar mjög varkárir, halda sig sem mest heima eða í vinnunni og láta sem minnst fyrir sér fara á alm- mannafæri.    Allt félagsstarf í bænum liggur niðri og hefur gert það að mestu síð- an í mars. Starfsemi Aftanskins, fé- lags eldri borgara, er í dvala og sama gildir um önnur félög og sam- tök . Það hefur ekki góð áhrif á þörf mannsins fyrir að eiga samskipti við samborgara sína.    Atvinnulífið fer ekki varhluta af áhrifum veirunnar. Það bitnar verst á ferðaþjónustunni sem hefur verið vængbrotin síðustu misserin. Það birti til meðan sólin var hæst á lofti þegar Íslendingarnir fylltu í slóð útlendinganna og heimsóttu landsbyggðina. En frá 15. ágúst hef- ur dregið fyrir sólu. Nú sjást varla erlendir ferðamenn og innlendir gestir mæta einkum um helgar. Dregið hefur úr þjónustu veitinga- og gististaðanna, en þeir munu hafa opið um helgar í vetur. Í sjávarútvegi er staðan frekar þung vegna ástands á erlendum mörkuðum. Opinber þjónusta og önnur þjónusta er í góðu jafnvægi.    Stykkishólmsbær fær að glíma við þungt högg. Tekjur dragast mjög saman og munar mestu um samdrátt í útsvari og framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem nemur um 75 milljónum króna á þessu ári. Reiknað er með að fram- angreindir tekjustofnar lækki um 50 milljónir. kr á næsta ári. Bæjar- stjórn er ekki öfundsverð að koma saman fjárhagsætlun næsta árs, því stærsti hluti gjalda eru laun.    Atvinnuleysi mælist í 6-7% í Hólminum. Slíkt ástand hefur ekki sést í fjöldamörg ár. Að sögn bæj- arstjóra hafa tölurnar farið lækk- andi. Gott er ef sú þróun heldur áfram í þá átt. Það jákvæða í at- vinnumálum er að staðan í bygging- ariðnaði er mjög góð. Mikið er byggt af íbúðum í Stykkishólmi á þessu ári. Mér telst til að um 10 íbúðir séu í smíðum, ein- býlis- eða raðhús. Fasteignaviðskipti hafa verið góð og hafa seljendur minni íbúða ekki þurft að bíða lengi eftir kaupanda.    Undirbúningur vegna uppbygg- ingar og um leið breytingu á hluta húsnæðis sjúkrahússins í Stykk- ishólmi fyrir hjúkrunarheimili miðar vel áfram. Tilboð vegna útboðs 2. áfanga á endurbótum á húsnæði HVE Stykkishólmi voru opnuð 21. ágúst sl. Tvö tilboð bárust, bæði frá fyrirtækjum í Stykkishólmi. Samið var við Skipavík ehf. sem átti tilboð upp á 132.086.458 kr. Áætluð verk- lok eru í lok febrúar 2021. Þriðji og síðasti áfanginn verður boðinn út strax eftir áramót. Endurbyggt sjúkrahús og nýtt hjúkrunarheimili verða svo tilbúin eftir tvö ár.    Mikið er byggt af íbúðum í Stykkishólmi á þessu ári. Mér telst til að um 10 íbúðir séu í smíðum, ein- býlis- eða raðhús. Fasteignaviðskipti hafa verið góð og og hafa seljendur minni íbúða ekki þurft að bíða lengi eftir kaupanda.    Af öðrum byggingafram- kvæmdum má nefna að Hótel Stykk- ishólmur er að byggja nýja gistiálmu með 13 herbergjum. Hótelið getur þá boðið upp á 90 herbergi. Auk þess er verið að endurnýja gamla félags- heimilið sem mun nýtast vel til ráð- stefnuhalds. Verið er að skipta um alla klæð- ingu á húsnæði Sýsluskrifstofunnar í Stykkishólmi. Eldri klæðning var dæmd ónýt vegna leka. Húsið er ekki gamalt eða um 20 ára. Mörgum finnst það stuttur líftími á klæðn- ingu. Verkið kostar mikið fé.    Í Stykkishólmi var landað 420 tonnum af grásleppu í sumar sem er 62% minni afli en árið áður þegar landað var 1.096 tonnum. Aðal- ástæðan fyrir miklum samdrætti er að grásleppuveiðin má byrja mun fyrr fyrir Norðurlandi. Norðanmenn lögðu sig fram að veiða sem mest og náðu að klára nærri allan úthlutaðan kvóta ársins áður en veiðar máttu hefjast í Breiðafirði. Til að geta veitt eitthvað í Breiðafirði var úthlutað 15 dögum aukalega og kvótinn aukinn. Afurðaverð lækkaði um 33 % á milli ára. Sjómenn minnast vertíðarinnar með vonbrigði í huga og hafn- arsjóður varð af miklum tekjum. Rólegt er yfir útgerð í Stykk- ishólmi í haust. Aðeins einn bátur, Fjóla SH, sem stundar ígulkeraveið- ar landar afla sínum hér . Enginn beitukóngur er veiddur núna.    Átta fyrirtæki með sterka teng- ingu við Stykkishólm hafa stofnað félag, Suðureyjar ehf., sem hefur það að markmiði að auðvelda frum- kvöðlastarf og bjóða upp á aðstöðu til fjarvinnu, óháð aðsetri vinnuveit- anda og stuðla að því að auðga at- vinnulíf og samfélag í Stykkishólmi. Félagið mun taka á leigu starfs- miðstöð og endurleigja starfs- aðstöðu, með aðgang að góðri ljós- leiðaratengingu, fundar- og kaffiaðstöðu. Þannig hafi allir sem þar starfa félagsskap og stuðning hver af öðrum. Kórónuveiran á allra vörum Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hólmurinn Súgandisey, skjól hafnarinnar og fjölsóttur ferðamannastaður. Þar mun listaverkið Fjöreggið rísa, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Leirdalur 17 og 21, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Nýjar 4ra herbergja sérhæðir með stórri verönd, með eða án bílskúrs. Vandaðar fullbúnar eignir, sem skilast með gólfefnum og tækjum. AÐEINS TVÆR EIGNIR EFTIR Verð frá kr. 47.500.000 109 m2 Áformuð er tilfærsla póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Byggðastofnunar, þ.e.a.s. bæði stjórnsýsla og eftirlit með póstþjón- ustu í landinu. Hafa verið birt í sam- ráðsgátt stjórnvalda drög að frum- varpi samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra þar sem þetta er lagt til. Í frétt ráðuneytisins um málið í gær segir að með tilfærslu póstmála frá PFS til Byggðastofnunar sé leit- ast við að tryggja jafnan rétt lands- manna til alþjónustu póstsins. Nú standi yfir heildaryfirferð á lagaum- hverfi PFS og leggja eigi fram frum- varp til nýrra heildarlaga um PFS. Fram kemur í greinargerð frum- varpsdraganna að verkefni PFS á sviði póstmála hafi minnkað en póst- þjónustan gegni engu að síður mik- ilvægu hlutverki. „Er það því mat ráðuneytisins að til framtíðar litið, sé það hlutverk ríkisins að tryggja að allir landsmenn njóti alþjónustu póstsins sem lýst er í lögum póst- þjónustu. Tækifæri eru þó fyrir hendi um að einfalda hlutverk rík- isins í þessum málum, en mikilvægt er að gæta að byggðasjónarmiðum og jafnræði landsmanna við slíka einföldum,“ segir í greinargerð. Samkvæmt verkgreiningu PFS er áætlað að verkefnið krefjist fulls vinnuframlags a.m.k. tveggja starfs- manna, auk utanumhalds, stjórnun- arkostnaðar o.fl. Gera þarf lagfær- ingar á lögum um Byggðastofnun sem varða heimildir til að innheimta tiltekin þjónustugjöld, skýrslugjöf og fjárvörslu. Verði frumvarpið að lögum mun Byggðastofnun þá m.a. taka við því hlutverki að hafa eftirlit með póst- þjónustu, stuðla að samkeppni á sviði póstþjónustu og koma í veg fyr- ir óréttmæta viðskiptahætti. Enn fremur að taka þátt í þróun mark- aðar fyrir póstþjónustu og upplýs- ingatækni og gæta þess að allir landsmenn eigi aðgang að alþjónustu svo dæmi séu nefnd. omfr@mbl.is Póstmál færist til Byggðastofnunar  Á að tryggja jafnan rétt til alþjónustu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sauðárkrókur Færa á eftirlit með póstþjónustu til Byggðastofnunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.