Morgunblaðið - 24.10.2020, Page 28

Morgunblaðið - 24.10.2020, Page 28
Hver var Ari Jósefsson Ég var orð- inn næt- urvörður á því ágæta hóteli „Skjaldbreið“ haustið 1959. Nokkru síðar kom þar til starfa jafnaldri minn, Ari Jós- efsson frá Blönduósi. Við urðum miklir vinir – ólíkir um allt. Ég miðstétt- ardrengur í Reykjavík – hann verkamannssonur frá Blönduósi. Þegar hann stundaði nám við MA hafði hann farið að næturlagi ásamt nokkrum skólafélögum að Möðru- vallarkirkju í Hörgárdal, þar sem sonur Sigurðar Stefánssonar vígslubiskups skírði hann í þessari forn- frægu kirkju. Heiðursmaður af Thoroddsen ætt hélt hann „barninu“ undir skírn en viðstaddur vottur að athöfn- inni, síðar, var cand.jur. Ás- dís Þ. Kvaran. Síðar verkaðist það svo að okkar ágæti hótelstjóri á Skjaldbreið keypti ásamt vinum sínum Hótel Borg sem Jóhannes Jósefsson hafði rekið síðan 1930. Þar unnum við saman í tæp tvö ár. Þá fór hann í háskólann, hætti þar fljótlega og hélt síðan til Búkarest í Rúmen- íu að nema þar. Þar var hann í tvö misseri. Þá hélt hann heimleiðis. Ekki þarf að taka það fram að þau sem stóðu að atburðunum í Möðruvalla- kirkju voru snarlega rekin úr MA. Halldór Blöndal, síð- ar ráðherra, var einn þeirra sem ætluðu í kirkjuleiðang- urinn. En hann sofnaði áður en þau lögðu af stað og slapp því við að vera rekinn úr skólanum. Nokkru áður hafði Ari og félagar hans í MA stofnað einkahluta- félagið „Serðir ehf.“. Voru félagar um jólaleytið orðnir 19 – félagsmerkið var rauð teiknibóla. Einn var með hvíta bólu, Halldór Blöndal. Er Ari hélt heimleiðis vorið 1964 með Gullfossi var hann að glannast á borð- bakkanum sem varð til þess að hann féll útbyrðis og hef- ur aldrei fundizt síðan. Unn- usta Ara var Sólveig Hauks- dóttir, síðar hjúkrunarfræðingur og leik- kona. Þau áttu saman son- inn Hauk, sem varð nátt- úruvísindamaður. Hún var harmi slegin og átti erfiða tíma í vændum. Eitt sinn fór- um við Ari að leiði Guð- mundar Thor- steinssonar, Muggs, í Hóla- vallakirkju- garði. Þar áðum við stundarkorn – dreyptum á okkar norska Loitnes-ákavíti og skáluðum fyrir Stalín og Lenín. Skömmu síðar fórum við að skrifstofu hernáms- andstæðinga í Vinaminni við Mjóstræti. Þar var okkar síðasti fundur. Nei, reyndar ekki. Nokkru síðar fór ég á miðilsfund hjá Hafsteini miðli á Laugaveg 74. Þang- að kom Ari Jósefsson og greip þéttingsfast í olbog- ann á mér og var svo farinn. Síðan þá hefur hann ekki heimsótt mig – nema í draumi og það allopt. Trúarjátning eftir Ara Jósefsson: „Ég trúi á mold- ina og son hennar, manninn, fæddan af skauti konunnar, sem er píndur á okkar dög- um, krossfestur – drepinn og grafinn, og mun rísa upp á morgun og krefjast réttar síns til brauðsins, ég trúi á anda réttlætisins, samfélag mannanna og friðsælt líf“ ... Eftir Braga Kristjónsson Bragi Kristjónsson Höf. var fornbókakaupmaður í rúm 40 ár. »Nokkru síðar fór ég á miðils- fund hjá Hafsteini miðli á Laugaveg 74. Þangað kom Ari Jósefsson og greip þéttingsfast í olbog- ann á mér og var svo farinn. Ari Jósefsson skáld 28 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020 ✝ Ásgeir IngiÞorvaldsson fæddist á Blönduósi 16. júlí 1948. Hann lést á heimili sínu á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 16. október 2020. Foreldrar hans voru Þorvaldur Ás- geirsson , f. 7. febr- úar 1921, d. 29. júlí 2003, og Sigurborg Gísladóttir, f. 27. apríl 1923, d. 7. desember 2006. Systkini Ásgeirs eru: Hrefna Þorvaldsdóttir, f. 1951, maki Valgeir Benedikts- son, f. 1949. Olgeir Þorvaldsson, f. 1961, maki Sigríður Ósk- arsdóttir, f. 1962. Hinn 1. desember 1974 kvænt- ist Ásgeir eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðfinnu Sveinsdóttur, f. 1. maí 1954. Foreldrar hennar voru Sveinn Valdimarsson, f. 1934, d. 2018 og Arnlaug Lára Þorgeirsdóttir, f. 1932, d. 2015. Börn Ásgeirs og Guðfinnu eru: 1) Sveinn Ásgeirsson, f. 1974, maki Sigrún Alda Ómarsdóttir, f. 1976. Börn þeirra eru: Guðfinna Dís Sveinsdóttir, f. 2001, Gunnar Bjarki Sveinsson, f. 2004, Ómar Smári Sveinsson, f. 2007 1999, Kristín Inga Þorvalds- dóttir, f. 2001. Ásgeir er fæddur og uppalinn á Blönduósi ásamt systkinum sín- um Hrefnu og Olgeiri. Ásgeir lærði múrverk á Blönduósi og í Reykjavík, og starfaði sem múr- ari ásamt því að stunda sjó- mennsku. Árið 1967 kynntist Ás- geir fyrri konu sinni, Sigrúnu Pálsdóttur, á Blönduósi og eign- uðust þau saman tvö börn. Ás- geir og eftirlifandi eiginkona hans, Guðfinna Sveinsdóttir, felldu hugi saman í Reykjavík gosárið 1973 og saman eiga þau tvo drengi. Ásgeir og Guðfinna bjuggu alla tíð í Vestmannaeyjum, fyrir utan tvö ár þar sem þau bjuggu í Hafnarfirði þegar Guðfinna sótti sér nám í lyfjatækni. Ásgeir var alla tíð virkur í félagsstarfi, fyrst á Blönduósi í skátum og björg- unarsveit, síðar í Eyjum þar sem hann starfaði meðal annars í Tý, svarta genginu, Oddfellow- reglunni, Sjóve, Golfklúbbi Vest- mannaeyja, Everton klúbbnum, Eyverjum, Sjálfstæðisfélagi Vestmannaeyja svo eitthvað sé nefnt en engan veginn tæmandi. Útför Ásgeirs verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 24. október 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Steymt verður frá útförinni á: https://www.landakirkja.is Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat 2) Borgþór Ás- geirsson, f. 1980, maki Birgitta Sif Jónsdóttir, f. 1981. Dætur þeirra eru: Sóley Sif Borgþórs- dóttir, f. 2011, Salka Sif Borgþórsdóttir, f. 2013. Börn Ásgeirs og fyrri konu hans, Sigrúnar Páls- dóttur, f. 1951, eru: 1) María Nsamba Ásgeirs- dóttir, f. 1968, maki Martin Nsamba, f. 1988. Börn Maríu með fyrri maka eru: Tinna Rún Kristófersdóttir, f. 1990, maki Bjartur Snorrason, f. 1988. Barn þeirra er Nóel Móri Bjartsson, f. 2018 Kolfinna Kristófersdóttir, f. 1992. Barn Kolfinnu er Kristófer Flóki Sigurðsson, f. 2019. Kristófer Jón Kristófersson, f. 1996, maki Kolfinna Marta Sig- rúnardóttir, f. 1998. Barn þeirra er Stormur Leo Kristófersson, f. 2020. 2) Þorvaldur, f. 1971, maki Ás- dís Gréta Hjálmarsdóttir, f. 1979. Börn Þorvaldar með fyrri maka eru: Ásgeir Þór Þorvaldsson, f. 1995, Jökull Elí Þorvaldsson, f. Pabbi minn, hann á heima í Vestmannaeyjum, það eru orð sem hljóma í minningum æsku minnar. Ég man enn eftir fyrstu minningu um okkur í Eyjum þeg- ar þú og Finna okkar keyptuð ykkar fyrstu íbúð á Helgafells- brautinni. Mér fannst þetta sem ævintýri líkast, en samt skrítið að neðri hæðin var full af sandi sem ég skildi seinna að var gosvikur. Ég kom til ykkar á sumrin og átti þar minn ævintýraheim sem ég gat gortað mig af við mína vini á fastalandinu. Í einni slíkri ferð man ég eftir að við systkinin fór- um í barnaafmæli sem endaði á þann veg að ég heimtaði að fara heim. Þú komst og sóttir mig og fórst með mér í ferð um eyjuna okkar, skoðuðum Pelagus og fleiri hluti sem mér fannst eins og við hefðum fundið fyrstir af öllum. Ég byrjaði að vinna hjá þér hluta úr degi 13 ára gamall þegar þú varst að vinna við múrverk í Hrísmóum í Garðabæ. Þar lærði ég að vinna í fyrsta skipti og það sem hand- langari í múrverki, ekki var kall- inn alltaf alveg kátur með hrær- urnar hjá stráknum. Þú lést mér þó líða þannig að ég væri partur af þessari vinnu og það skipti mig mestu. Þetta var ekki í seinasta skipti sem við unnum saman, sjó- mennska á Guðrúnu VE 122 og svo múrverk mörg sumur. Það er mér ómetanlegt að hafa fengið að bæði starfa fyrir þig og með þér. Ég man það líka hversu gott það var að eiga þig að þegar við vorum báðir að glíma við veikindi, ég eftir slys og þú að byrja þitt stríð við gigt. Þá var gott að geta komið við í Garðhúsum og tekið kaffi ásamt góðu spjalli, deilur um enska boltann og annað ómerki- legra. Þú náðir einnig að draga mig með í alls kyns dægradvöl eins og snóker, golf og sjóstöng svo eitthvað sé nefnt. Baráttan við veikindin var þér ekki auðveld þó svo þú værir ekki á þeim buxun- um að gefast alveg upp. Lesturinn sem var þér svo mikilvægur var ekki lengur mögulegur, og ekki gastu heldur hlustað á sögur eða fylgst með sjónvarpinu. Ég áttaði mig fyrst því hversu veikur þú varst orðin þegar þú varst hættur að horfa á enska boltann í þeirri vissu að nú myndi Everton gera gott mót. Í heim- sókn okkar Ásdísar til þín í byrjun september var góður dagur hjá þér. Við náðum í fyrsta skipti í langan tíma að tala saman, þú spurðir um okkur og hvað við værum að gera, svona létt og gott spjall. Þá fékk ég líka að heyra að þú væri orðin þreyttur, þetta væri bara að verða ágætt allt saman. Ég er þér þakklátur fyrir allt sem þú hefur gefið mér og ég get bara ekki enn skilið að ég fái ekki að hitta þig meir. Ég kveð þig með trega og hryggð, ást og umhyggju en umfram allt stolti þess að hafa fengið að kalla þig pabba. Nú haustar að og hélan grá heldur yfir grundir. Dofna litir deyja strá dagurinn verður undir (Ásgeir Ingi Þorvaldsson) Ég elska þig pabbi minn. Þinn sonur Þorvaldur Tolli. Elsku pabbi minn Þótt söknuður hafi einkennt þessa daga þá er hjartað mitt fullt af þakklæti, visku og gleði vegna alls þess sem þú hefur gefið mér í gegnum tíðina. Þú varst alltaf mikill kvæðakall og yfirleitt varst þú fenginn til að semja ljóð, kvæði eða vísur þegar veislur voru haldnar. Eitt sinn fórstu með ljóð sem þú sagðir mér að væri eftir Kjarval og ég yrði að hlusta vel því öll orðin væru íslensk: Áfram skelfuran skreiðist um nátt Skelmorinn starir með glyrnurnar hátt, eitt ógurlegt brak og eitt boldánsins slumm burt hverfur gleidinn af skelfururumm. Hvað heldurðu að þetta þýði? Spurðir þú svo og hlóst hátt. Oft langaði mig að leyfa öðrum reyna að ráða gátuna og þá varstu alltaf til í að fara með það aftur þótt ég hafi verið að hringja á misgáfuleg- um tímum. Það var ákveðið þema í þessum orðaleik sem þú kenndir mér og var megintilgangurinn, alltaf að fá mig til að hlæja, sem tókst í hvert skiptið. Þú varst duglegur félagsmaður og drífandi partur of svo mörgum félögum og ég held þú hafi fagnað því hversu mikið ég steig í fótspor þín hvað þetta varðar. Það sem mikilvægast var fyrir þig, var að vera í góðum félagsskap og þú varst mjög duglegur að safna góðu fólki í kringum þig. Enski boltinn var þér mikilvægur og ein af mínum hlýjustu minningum var að hafa farið með þér á leik. Þótt það hafi ekki verið á leik með þínu eða mínu liði, þá skipti það engu máli. Þú varst bara svo ánægður að vera á staðnum og að hafa fengið að upplifa eitthvað með þér sem skipti þig svona miklu máli var ómetanlegt. En það sem ég helst man eru litlu hlutirnir sem hafa enga merkingu nema fyrir mig eða þig. Eins og að liggja uppi í rúmi þeg- ar ég var álíka gamall og yngsta stelpan mín er núna, og skrifa stafi á bakið á þér og þú að reyna giska hvaða stafi og orð ég var að skrifa. Reyndar, held ég að þetta hafi verið leyndur leikur til að fá baknudd frá mér. Því ég mun ávallt vera yngstur og litli strák- urinn þinn, pabbi minn, og ég tek það með mér til minna barna og reyni að muna hvernig tilfinningin var að hafa pabba sinn hjá sér, svo glaður og frábær orka sem þú náðir að sýna til minna barna. Sól- ey og Salka eru svo ástfangnar af þér og ég man hversu auðvelt var fyrir þær að hlaupa upp í rúm til þín að fá knús þótt þú hefðir ekki orku til þess þá varstu alltaf til í það enda varstu jafn ástfanginn af þeim og þær voru af þér. Elsku afi Geiri, ég vona að ég geti lært af þér hversu góður pabbi og afi þú ert fyrir okkar fjöl- skyldu og ég er ævinlega þakk- látur fyrir visku þína og kærleik. Ég bið að heilsa afa Tolla og ömmu Boggu og ég veit þú er hlæjandi þarna einhvers staðar. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, of þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynja höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr) Þinn sonur Borgþór. Elsku pabbi minn, það er margs að minnast og erfitt að hugsa til þess að geta ekki kíkt að- eins við og sjá hvernig þú hefur það. Ég var að lesa minningargrein- ina sem þú skrifaðir þegar pabbi þinn kvaddi okkur og eitthvað hefur þú fengið frá honum þótt þú skrifir um það að þér hafi ekki gengist að ganga í sporin hans þá gerðir þú það nú heldur betur meira en þú gerðir þér fyrir, þú minnist hans fyrir stundvísi, heið- arleika og vinnusemi sem er ná- kvæmlega það sama og ég minnist þín og þá sérstaklega vinnusem- innar, röskari mann hef ég aldrei séð, þú vildir ekkert slór og það átti bara að ganga í hlutina. Þetta hef ég ætíð haft að leiðarljósi og fæ það frá þér. Þú talar um að pabbi þinn hafi haft unun af skáldskap og þar varst þú mönnum framar, það var aldrei erfitt að velja fyrir þig jóla- gjafir, peysa og góð bók var það, myndlistina nefnirðu og vá hvað Ásgeir Ingi Þorvaldsson ÁSKIRKJA | Hin mæta morg- unstundin. Hlaðvarps-hugvekjur með tónlist, ritningarorðum, hugleið- ingum, bænagjörð og myndum birt- ast á heimasíðu kirkjunnar, askirkja- .is, á sunnudögum og fimmtudögum kl. 9.30, í umsjá séra Sigurðar, Jó- hönnu Maríu djákna og Bjarts Loga organista. Guðsþjónustur liggja niðri af sóttvarnaástæðum um óákveðinn tíma. Prestur og djákni eru til viðtals í síma eftir samkomulagi. Sími Ás- kirkju er 588 8870. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8. Lau. kl. 18 er vigilmessa og messa á pólsku kl. 19. FELLA- og Hólakirkja | Helgistund verður streymt frá fésbókarsíðu kirkj- unnar, fellaogholakirkja.is, kl. 11 sunnudaginn 25. október. Sr. Pétur Ragnhildarson flytur hugvekju. Arn- hildur Valgarðsdóttir er organisti. Fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudag- inn 25. október verður streymt helgi- stund á Facebook-síðu kirkjunnar kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Organisti er Hákon Leifsson. Þórdís Sævarsdóttir syngur. Sunnudagaskóla kirkjunnar verður streymt á Facebook-síðu kirkjunnar kl. 10. Umsjón með honum hafa Hólmfríður Frostadóttir og Ásta Jó- hanna Harðardóttir. HALLGRÍMSKIRKJA | Útvarps- guðsþjónusta: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 við 346. ártíð Hallgríms Pét- urssonar og 80 ára afmæli Hall- grímssafnaðar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og Kristnýju Rós Gústafsdóttur. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, stjórnandi Hörður Áskelsson. Organisti er Björn Steinar Sólbergs- son. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðs- þjónusta fellur niður í kirkjunni 25. október. Verið er að hanna útbúnað til að streyma (senda út í tölvuformi) athöfnum í kirkjunni. Nánar á vef- síðu: ohadi.is. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi- stund í streymi á Facebook-síðu Sel- tjarnarneskirkju kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stef- ánsson er organisti. Salka Rún Sig- urðardóttir syngur. Grétar G. Guð- mundsson og Erna Kolbeins lesa ritningarlestra. Anna Guðrún Haf- steinsdóttir les bænir. Streymi á bænastund miðvikudaginn 28. október kl. 12 á Facebook-síðu Seltjarnarneskirkju. Sveinn Bjarki Tómasson er tæknimaður. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kotstrandarkirkja ORÐ DAGSINS: Kanverska konan (Matt. 15) Messur á morgun Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.