Morgunblaðið - 24.10.2020, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
✝ Svava Auð-unsdóttir fædd-
ist 27. október
1928 á Baldursgötu
20 í Reykjavík.
Hún lést 15. októ-
ber 2020.
Foreldrar Svövu
voru Margrét Ey-
leif Bjarnadóttir og
Auðunn Magn-
ússon.
Svava var gift Jakobi Magn-
ússyni, dáinn 9.8. 2005, og
bjuggu þau allan sinn búskap í
Samtúni í Reykholtsdal.
Börn Svövu og Jakobs eru:
1) Magnús Jakobsson, bóndi í
Samtúni, fæddur 1947, 2) Mar-
grét Arnheiður Jakobsdóttir,
fædd 1952, gift Sigurði Guðna
Sigurðssyni og eiga þau þrjú
börn: Jakob Svav-
ar, Ólaf Guðna og
Sigríði Helgu, 3)
Sveinsína Erla
Jakobsdóttir, fædd
1953, gift Óskari
Alfreð Beck og á
hún fjögur börn:
Helgu Björg Val-
geirsdóttur, Óskar
Alfreð Beck, Jón
Arnar Beck og
Margréti Guðríði Beck, 4)
Guðrún Jakobsdóttir, fædd
1961, dáin 2013, gift Ólafi
Gunnarssyni og áttu þau tvö
börn, Sigríði Þóru og Gunnar
Örn. Barnabörnin eru orðin
15.
Útförin fer fram frá Reyk-
holtskirkju í dag, 24. október
2020.
Það haustar, blöðin falla af
trjánum og gróðurinn visnar á
þessari kveðjustund. Þegar ég
fór fyrst að venja komur mínar
í Samtún var vor og gróandi. Þú
fylgdist með þessum unga
manni sem var að gera hosur
sínar grænar fyrir dótturinni og
hafðir varann á.
Þegar tíkin kom svo og þef-
aði af mér, dillaði skottinu og
vildi fá klapp sagðir þú: Þér er
ekki alls varnað, tíkin er mann-
þekkjari. Upp frá þessu kom
okkur alltaf vel saman og mér
var alltaf heldur hlýtt til tík-
arinnar.
Það er erilsamt að vera
bóndi, húsfreyja og móðir allt í
senn. Samt var eins og það væri
aldrei erill eða mikið að gera.
Fjósverkin voru þitt hlutverk í
búskapnum. Það ríkir oft heim-
spekileg ró í fjósinu og ef til vill
sóttir þú friðinn frá erli dagsins
til kúnna sem voru þér kærar.
Lengi vel hélstu í að halda fá-
einar kýr vegna þeirrar ánægju
sem þær gáfu þér. Ekki voru
það veraldlegu auðæfin sem bú-
skapurinn gaf af sér. Enda
sagðir þú að það hefðu verið
viðbrigði að hætta að vinna og
fara að fá laun frá samfélaginu
fyrir það að vera til.
Auk þess að ala upp eigin
börn og eitt barnabarn var sæg-
ur af börnum og unglingum sem
komu í sumardvöl í Samtún.
Mörg þeirra héldu tryggð við
ykkur fram á fullorðinsár, komu
í heimsókn eða sendu kveðjur.
Öllum var tekið fagnandi og
fylgst var með hvernig þeim
gekk að fóta sig í lífinu. Allt
fram á síðustu stund varstu
með fullt minni, fylgdist með og
ræddir atburði dagsins jafnt
sem liðna tíð. Það var með ólík-
indum hvernig þú gast haldið
utan um atburði í lífi alls þessa
fólks, hvar það lifði og starfaði,
börnin þess, hvenær þau voru
fædd og svo framvegis. Þú
þurftir ekki á Google að halda.
Það er margs að minnast
þegar þú fellur frá, líkaminn
hafði visnað eins og gróðurinn
en eftir standa minningar um
sterka konu. Minningarnar eru
eins og stofn trjánna sem
standa óhögguð þótt laufið sé
fölnað.
Sigurður Guðni Sigurðsson.
Svava
Auðunsdóttir
✝ Svanur Krist-ófer Kristó-
fersson bifreið-
arstjóri frá Hellu á
Hellissandi fæddist
29. desember 1953.
Hann lést af slys-
förum 23. sept-
ember 2020.
Foreldrar hans
voru Kristófer Sig-
valdi Snæbjörns-
son, f. 6.5. 1918, d.
1.10. 1997 og Svanhildur Snæ-
björnsdóttir, f. 30.11. 1922, d.
10.11. 2011. Systkini Svans eru
Gunnar Már, Stein-
unn Jóna, Sigurjón,
Snæbjörn, Þröstur,
Valur og Guð-
mundur Örn sem er
látinn.
Eftirlifandi eig-
inkona Svans er
Anna Bára Gunn-
arsdóttir, f. 18.8.
1955. Börn Svans
og Önnu Báru eru:
Aðalsteinn Örn,
Hafþór Svanur og Linda Rut.
Útför hefur farið fram í kyrr-
þey.
Í síðustu viku bárust okkur
þau hörmulegu tíðindi að Svan-
ur Kristófersson skólabílstjóri
hefði látist af slysförum.
Svanur, ásamt starfsmönnum
hjá Hópferðabifreiðum Svans
Kristóferssonar, annaðist
skólaakstur fyrir Grunnskóla
Snæfellsbæjar á milli Hellis-
sands og Ólafsvíkur með við-
komu á Rifi, frá stofnun skól-
ans árið 2004.
Hann hafði þá áður séð um
skólaakstur fyrir Grunnskólann
á Hellissandi. Jafnframt sá
Svanur um akstur með nem-
endur og starfsfólk í lengri og
styttri ferðir tengdar skóla-
starfinu, stundum skipulagðar
með stuttum fyrirvara og brást
hann alltaf skjótt og vel við.
Ferðir geta verið margar á
hverjum degi og við mismun-
andi aðstæður því veður geta
oft verið válynd hér á Nesinu.
Þetta kallaði á mikil samskipti
skólabílstjóra við stjórnendur,
starfsfólk og nemendur skól-
ans.
Svanur var nákvæmur og
ábyrgðarfullur og lagði mikla
áherslu á að gæta fyllsta ör-
yggis farþega í ferðum á hans
vegum, sérstaklega ef veður og
færð voru tvísýn. Dagleg sam-
skipti gengu vel en stundum
gat fokið í Svan þar sem hann
sagði skoðun sína umbúðalaust
en það var alltaf fljótt úr hon-
um aftur.
Svanur lagði mikla áherslu á
að bílar hans væru vel útbúnir,
þeir uppfylltu öll öryggisskil-
yrði og nauðsynlegur búnaður
væri til staðar.
Hann var farsæll bílstjóri á
þeim 16 árum sem hann ók fyr-
ir skólann. Síðast en ekki síst
ber að þakka þau góðu sam-
skipti og þolinmæði sem Svan-
ur sýndi nemendum.
Þeir treystu honum, fundu
fyrir öryggi í ferðum sínum og
virtu ákvarðanir hans.
Við sem í skólanum störfum
viljum þakka Svani fyrir góð
samskipti í gegnum tíðina og
farsælan akstur fyrir skólann.
Fjölskyldu hans vottum við
okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd Grunnskóla Snæ-
fellsbæjar,
Hilmar Már Arason
skólastjóri.
Fallinn er frá Svanur Krist-
ófersson bílstjóri frá Hellu á
Hellissandi. Leiðir okkar Svans
lágu fyrst saman er ég kom til
Hellissands árið 1995 en þá
sinnti hann akstri starfsmanna
fyrirtækja á svæðinu inn í Rif.
Þessi samskipti héldu áfram er
ég tók við stöðu bæjarstjóra í
Snæfellsbæ 1998 en hann hafði
þá séð um skólaakstur fyrir
sveitarfélagið á milli Rifs og
Hellissands. Aksturinn jókst
síðan þegar grunnskólar Hellis-
sands og Ólafsvíkur voru sam-
einaðir og síðar bættist við
akstur unglinga á Snæfellsnesi
í Fjölbrautaskólann í Grundar-
firði. Svanur sá um akstur eldri
borgara í þeirra starf og ung-
linganna í íþróttir og tóm-
stundastarf og í unglingavinn-
una. Hans þjónusta við
samfélagið varði í nokkra ára-
tugi og var hún með miklum
sóma.
Hann var vakinn og sofinn
yfir því hvernig best væri að
veita þjónustuna og m.a. tók
hann sjálfur ákvarðanir til að
mæta þörfum hvers og eins á
hverjum tíma án þess að fara
fram á aukagreiðslur fyrir það
eða ræða það neitt frekar.
Mörg dæmi væri hægt að
nefna, t.d. ef unglingur var
myrkfælinn þá keyrði hann
bara viðkomandi heim eða þeg-
ar veður voru vond þá breytti
hann akstrinum þannig að það
hentaði sem best fyrir viðkom-
andi. Svanur lagði mikla
áherslu á öryggi í akstrinum,
tók enga áhættu og felldi niður
ferðir ef hann taldi ekki skyn-
samlegt að aka.
Fyrstu árin voru allir okkar
samningar munnlegir og allt
sem samið var um stóð eins og
stafur á bók og þannig var það
alla tíð þó samningarnir yrðu
skriflegir í seinni tíð. Samskipt-
in við Svan voru alltaf góð,
hann var ekki skaplaus maður
en aldrei lauk okkar fundum án
niðurstöðu sem báðir voru sátt-
ir við.
Allan þann tíma sem Svanur
sinnti akstursþjónustu fyrir
sveitarfélagið fékk ég aldrei
kvörtun um hans þjónustu en
aftur á móti fékk ég margoft að
heyra góð orð í hans garð fyrir
lipurleika í þjónustunni. Margir
árgangar fólks hér á svæðinu
nutu þjónustu Svans og hef ég
heyrt í mörgum sem minnast
hans með mikilli hlýju.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Svani fyrir hans góðu þjónustu
fyrir Snæfellsbæ og okkar góðu
samskipti á liðnum áratugum.
Önnu Báru, börnum, barna-
börnum og fjölskyldunni allri
sendi ég mínar dýpstu samúð-
arkveðjur
Kristinn Jónasson,
bæjarstjóri í Snæfellsbæ.
Svanur Kristófer
Kristófersson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
EINARS INGVA ÞORLÁKSSONAR,
fv. kaupmanns í versluninni Vísi,
Blönduósi.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks HSN á
Blönduósi fyrir einstaka umönnun og vináttu.
Arndís Þorvaldsdóttir
Einar Einarsson Hafdís Ævarsdóttir
Margrét Einarsdóttir Jón Sigurðsson
Gróa María Einarsdóttir Guðmundur Ragnar
Sigurðsson Kemp
barnabörn og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, systir og frænka,
INGVELDUR (INGA) JÓNA
SVEINBJÖRNSDÓTTIR KINDEL,
Carlsbad, San Diego í Kaliforníu,
lést á heimili sínu 7. september.
Minningarathöfn verður haldin í dag, laugardaginn 24. október,
í San Diego klukkan 15 að staðartíma.
Wallace Monroe Kindel
Michelle Katrín Martin Andrew Martin
Kirsten Bára Kindel
Brynja Ingveldur Martin
Daði Elfar Sveinbjörnsson
og frændfólk á Íslandi
Ástkær sambýliskona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ESTER STEINDÓRSDÓTTIR,
Þórufelli 16, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans 13. október.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Fjölskyldan vill færa starfsfólki líknardeildar og deilda 11E og
11G á Landspítalanum innilegustu þakkir fyrir einstaklega góða
umönnun og hlýju, ásamt hjartans þökkum til Sigurðar
Björnssonar krabbameinslæknis.
Sigurgeir Jóhannsson
Steindór Kári Reynisson Erna Magnúsdóttir
Edda Waage
Aðalheiður Millý Steindórsd. Kristján Guðnason
Elín Gíslína Steindórsdóttir
Ester Ósk Gestsd. Waage
Steindór G. Guðm. Waage Birta Líf Bang Atladóttir
og langömmubörn
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 11-16 virka daga
Faðir minn og eiginmaður,
BRYNJAR ÖRN VALSSON,
Brekkubæ 13, Reykjavík,
varð bráðkvaddur sunnudaginn
27. september.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Smári Arnfjörð Brynjarsson
Mai Thi Nguyen
Lauga frænka er
látin 93 ára að
aldri. Hún var
yngri systir pabba,
Svana sem var eldri
lést fyrir 23 árum.
Lauga var einstak-
lega glaðvær og skapgóð og frá-
bær kokkur, enda næringar-
fræðingur að mennt og vann
sem slík í mörg ár á Landspít-
alanum. Alltaf var talað um þau
hjónin bæði í sömu andrá,
Laugu og Sigmund.
Sigmundur var læknir og
Lauga fylgdist vel með starfi
hans og í öllu voru þau samhent
sem einn maður. Þetta fundum
við systkinin þegar við fórum
suður til Reykjavíkur frá Akur-
Guðlaug
Sigurgeirsdóttir
✝ Guðlaug Sig-urgeirsdóttir
fæddist 16. febrúar
1927. Hún lést 5.
október 2020.
eyri til framhalds-
náms. Þá opnuðu
þau heimili sitt fyr-
ir okkur og börnin
þeirra Sigurgeir,
Sirry og Gunna
urðu litlu systkini
okkar. Þau fylgdust
með högum okkar
og ef eitthvað kom
upp á sem þurfti að
taka á og finna
góða leið þá voru
þau á undan okkur að færa það í
tal og ekki bara það heldur voru
þau búin að hafa samband við
réttu aðilana og bjarga málum
ef þess þurfti við.
Systurnar Svana og Lauga
voru mjög nánar og hugsuðu vel
um Guðrúnu móður sína. Ef til
vill er það táknrænt að þær lét-
ust báðar 5. október á fæðing-
ardegi móður sinnar og útfar-
ardagur þeirra er hinn sami.
Pétur, Kristín og Sólveig.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar