Morgunblaðið - 24.10.2020, Page 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
„Goðsögn“ er ofnotaðasta
orð í umfjöllun um íþróttir nú á
tímum. Ef leyfa á því að halda
eðlilegri merkingu þá hafa verið
til tvær „goðsagnir“ í sögu
heimsfótboltans í karlaflokki og
aðrar tvær verða það vænt-
anlega síðar meir, þegar viðkom-
andi hafa lokið ferlinum.
Sú fyrri í tveggja manna
hópnum fagnaði áttatíu ára af-
mæli í gær. „Svarta perlan“, hinn
brasilíski Pelé, var holdgervingur
og sendiherra heimsfótboltans.
Pelé sló í gegn 17 ára með
tveimur mörkum í úrslitaleik HM
í Svíþjóð 1958 og varð heims-
meistari með Brasilíu í þriðja
sinn í Mexíkó 1970.
Þá var ég tíu ára gamall og þó
ekki væri hægt að fylgjast með
HM árið 1970 á sama hátt og í
dag þá var Pelé sá besti. Allir
vildu vera Pelé á sparkvellinum.
Hann var stóra fyrirmyndin og
goðsögnin. Fyrir mína kynslóð,
og líka þá næstu á undan og eft-
ir. Fólk um allan heim fékk áhuga
á fótbolta vegna Pelé, hæfileika
hans og afreka.
Margir telja enn að hann sé
sá besti sem uppi hafi verið. Aðr-
ir aðhyllast Maradona og á þess-
ari öld komu Messi og Ronaldo
til sögunnar. Þetta eru stóru
nöfnin fjögur í íþróttinni þó
margir aðrir komi svo í kjölfarið
og geri tilkall til fimmta sætisins.
En slíkar vangaveltur skipta
ekki öllu máli og fólk verður
seint sammála um þetta eins og
annað. Eftir stendur að fáir, ef
nokkrir, hafa haft jafnmikil áhrif
á vinsældir og útbreiðslu sinnar
íþróttar og þessi lágvaxni og
leikni Brasilíumaður sem skoraði
757 mörk í mótsleikjum með fé-
lagsliði og landsliði og ríflega
1.200 mörk þegar talinn er með
allur sá fjöldi vináttu- og sýning-
arleikja sem tíðkaðist í hans tíð.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
FRÉTTASKÝRING
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Úrslitaleikurinn við Ungverja um
sæti í lokakeppni Evrópumóts karla
í fótbolta nálgast dag frá degi. Nú
eru aðeins nítján dagar þar til flaut-
að verður til leiks í Búdapest,
fimmtudagskvöldið 12. nóvember.
Með sigri þar kemst Ísland á EM
2021, og mun þá einmitt spila tvo af
þremur leikjum sínum, gegn Portú-
gal og Frakklandi, á Puskás-
leikvanginum í Búdapest næsta
sumar.
En sigur á Ungverjum í þessum
úrslitaleik getur orðið íslenska
landsliðinu dýrmætur á annan hátt.
Eftir landsleiki nóvembermánaðar,
þar sem Ísland leikur einnig við
Danmörku og England í Þjóðadeild
UEFA, verður gefinn út nýr styrk-
leikalisti hjá FIFA, eins og gert er
að jafnaði í hverjum mánuði. Þessi
styrkleikalisti mun þó skipta meira
máli en aðrir því samkvæmt honum
verður raðað í styrkleikaflokka áður
en dregið verður í riðla fyrir heims-
meistaramótið 2022 en lokakeppni
þess fer fram í Katar í desem-
bermánuði það ár.
Riðladrátturinn fer fram mánu-
daginn 7. desember, og það er
heimslistinn sem gefinn verður út
26. nóvember sem farið verður eftir.
Dregið verður í tíu riðla og því
verða tíu lið í hverjum styrk-
leikaflokki.
Örskammt frá öðrum flokki
Ísland er sem stendur í 22. sæti
Evrópuþjóða á heimslista FIFA og
yrði því lið númer tvö í þriðja styrk-
leikaflokki ef nýi listinn sem birtur
var fyrr í þessari viku myndi ráða.
En það er næsti listi sem ræður
og þegar stigatala þjóðanna er skoð-
uð sést að Ísland er örskammt á eftir
Írlandi, sem er í 20. sæti og myndi
því sleppa inn í annan styrk-
leikaflokk eins og staðan er núna. Á
milli er lið Slóvakíu og þetta gæti
orðið harður slagur um að ná þessu
20. sæti. Rétt á eftir Íslandi koma
síðan Norður-Írland, Noregur,
Rúmenía, Skotland, Tékkland og
Ungverjaland sem öll gætu gert til-
kall til 20. sætisins með góðum ár-
angri í nóvemberleikjunum þremur.
Staðan varðandi röðun í þrjá efstu
styrkleikaflokkana núna er þessi,
miðað við október-heimslistann,
stigatala í svigum:
1. flokkur: Belgía (1765), Frakk-
land (1752), England (1669), Portú-
gal (1661), Spánn (1639), Króatía
(1634), Ítalía (1612), Danmörk
(1610), Þýskaland (1607) og Holland
(1596).
2. flokkur: Sviss (1589), Pólland
(1568), Svíþjóð (1558), Wales (1550),
Úkraína (1539), Austurríki (1523),
Serbía (1489), Tyrkland (1486),
Rússland (1480), Írland (1467).
3. flokkur: Slóvakía (1466), Ísland
(1461), Norður-Írland (1458), Nor-
egur (1456), Rúmenía (1455), Skot-
land (1446), Tékkland (1446), Ung-
verjaland (1439), Bosnía (1424),
Grikkland (1408).
Algengar sveiflur í stigum á milli
mánaða eru á bilinu 0-20 stig en geta
verið stærri. Rúmenar töpuðu t.d. 28
stigum eftir þrjá ósigra í október og
féllu niður um tíu sæti. Ísland
græddi fjögur stig en það dugði til
að fara upp um tvö sæti. Danir
græddu 17 stig í október, fóru upp
um þrjú sæti og smeygðu sér inn í
efsta styrkleikaflokk Evrópu.
Sigur á Ungverjum gæti því hæg-
lega fleytt Ísland upp um flokk.
Leikið um 13 sæti í Katar
Styrkleikaflokkarnir eru alls sex
og verður eitt lið dregið úr hverjum í
hvern riðil undankeppninnar. Þátt-
tökuþjóðirnar eru 55 og því eru
fimm lið í sjötta og neðsta flokki og
fimm riðlar af tíu verða skipaðir
fimm liðum.
Aðeins þrettán sæti verða í boði
fyrir Evrópu á HM í Katar. Þangað
fara sigurvegararnir í riðlunum tíu
en liðin tíu sem enda í öðru sæti fara
í umspil um þrjú síðustu sætin,
ásamt tveimur liðum með bestan ár-
angur í Þjóðadeild UEFA sem nú
stendur yfir.
Svo einkennilega sem það kann að
hljóma gæti Þjóðadeildin því aftur
komið Íslandi til góða, þrátt fyrir að
liðið hafi enn ekki unnið leik í þeirri
keppni. Ísland komst í yfirstandandi
EM-umspil með því að vera A-þjóð í
fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar.
Það gæti gerst aftur, ef Ísland næði
ekki öðru tveggja efstu sætanna í
undanriðli HM á næsta ári.
Ef fjórtán af þeim sextán liðum
sem nú skipa A-deild Þjóðadeild-
arinnar komast annaðhvort beint á
HM 2022 eða í umspilið með því að
vera í öðrum sæti í sínum riðli, kæm-
ist Ísland í HM-umspil snemma árs
2022, sama hvernig gengi liðsins í
undankeppni HM væri.
Allir leikir á árinu 2021
Undankeppni HM 2022 fer öll
fram á árinu 2021, nákvæmlega eins
og undankeppni EM fór öll fram á
árinu 2019. Umspilið er síðan á dag-
skrá í mars 2022. Fyrstu þrjár um-
ferðirnar fara fram 24. til 31. mars,
næstu þrjár 1. til 8. september, og
síðan eru tvær umferðir í október og
tvær í nóvember. Ekki er leikið í
júní eins og gert var 2019 og júní-
leikirnir hafa einmitt verið íslenska
landsliðinu happadrjúgir á und-
anförnum árum.
Getum ekki mætt Færeyjum
Ísland lýtur nú ákveðnum tak-
mörkunum vegna leikja í mars og
nóvember. Ísland og Færeyjar eru
skilgreindar sem sérstakar þjóðir
með „harða vetur“ og mega því ekki
vera saman í riðli. Aðrar þjóðir þar
sem skilyrði geta verið erfið eru
Hvíta-Rússland, Eistland, Finnland,
Lettland, Litháen, Noregur, Rúss-
land og Úkraína. Ísland mun því að-
eins geta verið með einni þessara
þjóða í riðli.
Vegna ferðalaga getur Ísland enn
fremur aðeins verið með einni þess-
ara þjóða í riðli: Armenía, Kýpur,
Ísrael og Georgía.
Meira en EM í húfi í Búdapest
Leikurinn við Ungverja getur ráðið
miklu fyrir HM 2022 í Katar
Morgunblaðið/Eggert
Landsliðið Ísland á fyrir höndum þrjá leiki í nóvembermánuði, úrslitaleik-
inn við Ungverja og Þjóðadeildarleiki í Danmörku og Englandi.
Evrópumeistarar Hollands gull-
tryggðu sæti sitt á lokamóti EM
kvenna í fótbolta með þægilegum
7:0-sigri á Eistlandi á heimavelli í
gærkvöld. Danielle van de Donk og
Jackie Groenen skoruðu tvö mörk
hvor fyrir hollenska liðið og
Sherida Spitse, Aniek Nouwen og
Katja Snoeijs skoruðu einnig.
Slóvakía fór upp í þriðja sætið í
F-riðli Íslands með 2:1-útisigri á
Ungverjalandi. Patricia Hmirova
og Mária Mikolajová komu Slóvakíu
í 2:0 áður en Sára Pusztai minnkaði
muninn fyrir Ungverja í blálokin.
Tryggðu sér sæti
á lokamótinu
AFP
Tvö Danielle van de Donk skoraði
tvö mörk fyrir Evrópumeistarana.
Nýliðar Leeds fóru upp í þriðja sæti
ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta
með öruggum 3:0-útisigri á Aston
Villa í gærkvöld. Patrick Bamford
var hetja nýliðanna því hann skor-
aði öll mörk liðsins í seinni hálfleik
og er kominn með sex mörk í fyrstu
sex umferðunum. Aðeins Dominic
Calvert-Lewin hjá Everton og Son
Heung-Min hjá Tottenham eru með
fleiri eða sjö.
Leeds hefur farið vel af stað í
deildinni og er í þriðja sæti með 10
stig. Þrátt fyrir tapið er Aston Villa
í öðru sæti með 12 stig.
Nýliðarnir upp
í þriðja sæti
AFP
Þrenna Patrick Bamford skoraði
þrennu á Villa Park í gærkvöld.
Körfuknattleikssamband Íslands
hefur tilkynnt um útgáfu á nýju
keppnisdagatali fyrir Íslandsmótið
í meistaraflokkum karla og kvenna,
ásamt breyttu fyrirkomulagi í bik-
arkeppninni.
Meðal þess sem þar kemur fram
er að leikmenn í úrvalsdeild karla,
Dominos-deildinni, verða ekki í
jólafríi heldur verða spilaðar fjórar
umferðir í deildinni um jól og ára-
mót. Fyrirhugað er að leikdagar
verði 20. desember, 23. desember,
27. desember og 3. janúar. Þá verð-
ur leikið í bikarkeppni karla og
kvenna um jólin.
Í nýju keppnisdagatali er svig-
rúm til að leika þá leiki sem fresta
þarf vegna sóttkvíar eða einangr-
unar leikmannahópa.
Bikarkeppni karla hefur verið
breytt á þann hátt að 32 liða úrslit
hafa verið felld niður og aðeins lið
úr úrvalsdeild og 1. deild taka þátt.
Lið úrvalsdeildar, tólf talsins, fara
beint í 16-liða úrslit en lið 1. deildar
leika um fjögur sæti þar á meðan
landsleikjahlé stendur yfir í nóv-
ember.
Átta liða úrslit í bikarkeppni
kvenna verða leikin 27. desember
og átta liða úrslit karla 30. desem-
ber. Ekki hefur verið gefið form-
lega út hvenær fyrstu leikir fara
fram eftir að núgildandi takmark-
anir renna út þann 3. nóvember.
Spila fjórar
umferðir um
jól og áramót
Íþrótta- og Ólympíusamband Ís-
lands hefur í samvinnu við sér-
sambönd sín skilgreint 27 manna ól-
ympíuhóp en hann er skipaður því
íslenska íþróttafólki sem stefnir
markvisst að þátttöku í Ólympíu-
leikunum í Tókýó 2021 og er talið
eiga möguleika á að komast þangað
af viðkomandi sérsamböndum.
Sundmaðurinn Anton Sveinn
McKee er enn sem komið er eini Ís-
lendingurinn sem hefur tryggt sér
keppnisrétt á leikunum. Hópurinn:
Kári Gunnarsson, badminton, ein-
liðaleikur
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir,
frjálsíþróttir, 200 m hlaup
Guðni Valur Guðnason, frjáls-
íþróttir, kringlukast
Hilmar Örn Jónsson, frjáls-
íþróttir, sleggjukast
Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir,
maraþon og 3.000 m hindrunarhlaup
Sindri Hrafn Guðmundsson,
frjálsíþróttir, spjótkast
Guðrún Edda Harðardóttir Min,
áhaldafimleikar
Irina Sazonova, áhaldafimleikar
Jónas Ingi Þórisson, áhaldafim-
leikar
Martin Bjarni Guðmundsson,
áhaldafimleikar
Valgarð Reinhardsson, áhaldafim-
leikar
Guðmundur Á. Kristjánsson, golf
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf
Haraldur Franklín Magnús, golf
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf
Valdís Þóra Jónsdóttir, golf
Sveinbjörn Jun Iura, júdó, 81 kg
flokkur
Einar Ingi Jónsson, lyftingar, 73
kg flokkur
Þuríður Helgadóttir, lyftingar, 59
kg flokkur
Andri Nikolaysson Mateev,
skylmingar, höggsverð
Daníel Þór Líndal Sigurðsson,
skylmingar, stungusverð
Anton Sveinn McKee, sund, 100
og 200 m bringusund
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir,
sund, 50 og 100 m skriðsund
Snæfríður Sól Jórunnardóttir,
sund, 100, 200 og 400 m skriðsund
Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimi,
loftskammbyssa
Hákon Þór Svavarsson, skotfimi,
haglabyssa, skeet
Guðlaug Edda Hannesd., þríþraut
Ólympíuhópurinn skilgreindur af ÍSÍ
27 íslenskir íþróttamenn taldir eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó