Morgunblaðið - 27.10.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 27.10.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Við erum hér til að aðstoða þig! -- • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ósáttur við viðbrögð landlæknis  83 smit nú rakin til hópsmitsins á Landakoti  Aðstoðarmaður landlæknis segir að lögregla verði að svara fyrir hvort komi til sakamálarannsóknar líkt og vegna smits um borð í Júlíusi Geirmundssyni Oddur Þórðarson Freyr Bjarnason Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist vera ósáttur við þá fregn landlæknis að smit sem kom upp á Landakotsspítala sé atvik sem þurfi að rannsaka. Rúmlega áttatíu kór- ónuveirusmit eru rakin til smitsins sem upp kom á Landakoti og starf- ar Landspítalinn nú á neyðarstigi. Már segir álagið mikið. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í samtali við mbl.is í gær, að hópsmitið yrði mögulega tilkynnt sem alvarlegt at- vik og yrði það þá rannsakað sem slíkt. Lögregla rannsakar nú mál sem upp kom vegna smits um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Spurður út í mál- in tvö segir Kjartan að hann telji þau ekki vera sambærileg og bendir á að lögregla verði að svara fyrir það. Hvorki náðist í Víði Reynisson yfirlögregluþjón né Sig- ríði Björk Guðjónsdóttur ríkislög- reglustjóra við vinnslu fréttarinnar. Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, sagði hins vegar í Kast- ljósi í gær að ekki væri útlit fyrir að misbrestur í starfsemi Landakots- spítala hafi gert það að verkum að hópsmitið kom upp. „Ég er mjög óánægður með fregn sem borist hefur frá landlækni um að þetta sé atvik sem þurfi að rann- saka. Það gengur alveg gegn því sem sagt hefur verið um samstöðu í baráttunni við þennan faraldur. Á farsóttartímum er mikilvægast að rekja smit – rakning er ígildi rann- sóknar og rakning er tólið sem við höfum til að finna út hvað er á seyði,“ segir Már í samtali við Morgunblaðið. Hann segir einnig að ekki sé útlit fyrir að um neitt glæpsamlegt hafi verið að ræða eða þá að nokkur misbrestur hafi endilega orðið í starfsemi Landakotsspítala. „Við verðum að geta talað sam- an,“ segir Már um mismunandi stofnanir og embætti innan heil- brigðisgeirans. „Við erum í rauninni að reyna að rekja smitið eftir bestu getu en ekki að áfellast hvert ann- að. Starfsmenn, sjúklingar og að- standendur þeirra þurfa ekki á þessum tímapunkti að heyra af því að það sé verið að rannsaka þá eða að gefa í skyn einhverja vanrækslu af þeirra hálfu.“ Már segir þó sjálfsagt að skoða upptök hópsmitsins til þess að koma megi í veg fyrir að svona hendi aft- ur. Það sé þó ekkert tilefni til þess að tilkynna um þetta atvik neitt sér- staklega, hvað þá að það leiði á end- anum til kæru eða einhvers slíks. Morgunblaðið/Golli Hópsmit Nú eru 83 kórónuveiru- smit rakin til Landakotsspítala. Már Kristjánsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrsta daginn sem Dýrafjarðargöng voru opin fyrir almenna umferð, síð- astliðinn sunnudag, fóru 827 öku- tæki um þau, samkvæmt teljara Vegagerðarinnar. Átt er við ferðir því öruggt má telja að margir hafi farið fram og til baka og jafnvel oft- ar en það. Samsvarar þessi umferð fimm til sex sinnum daglegri meðalumferð um Hrafnseyrarheiði, fjallveginn sem göngin leysa af hólmi. Dýrafjarðargöng voru opnuð við athöfn sl. sunnudag. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri í um- ferðardeild Vegagerðarinnar, segir að búast megi við því að margir hafi farið um göngin á sunnudag fyrir forvitni sakir. Jafnvægi komist ekki á fyrr en eftir einhverja daga og jafnvel vikur og þá sé hægt að meta áhrif þeirra á umferð. Eykst umferð á suðurleið? Telur Friðleifur Ingi fróðlegt að fylgjast með því hvort tilkoma gang- anna dragi úr umferð um þjóðveginn um Ísafjarðardjúp, það er að segja hvort íbúar á norðanverðum Vest- fjörðum velji frekar suðurleiðina en norðurleiðina þegar þeir fara til Reykjavíkur. Tíminn verði að leiða það í ljós. Reiknað frá Ísafirði voru vega- lengdir á norður- og suðurleið svip- aðar áður en göngin voru opnuð en menn fóru meira norðurleiðina því hún er greiðfærari allt árið. Suð- urleiðin styttist um 27 km með til- komu Dýrafjarðarganga og er sú leið nú um 420 kílómetrar en Djúp- leiðin 455 kílómetrar, reiknað frá Ísafirði. Þess ber að geta að veg- urinn um Dynjandisheiði hefur ekki verið endurnýjaður og enn er eftir að leggja nýjan veg um Gufudals- sveit. Enn eru því malarkaflar og erfiðir fjallvegir á þeirri leið og Djúpleiðin því greiðfærari, að minnsta kosti á vetrum. Prófa Dýrafjarðargöngin  827 ökutæki fóru um göngin fyrsta daginn  Sum oft Ljósmynd/Framkv.eftirlit Dýrafjarðarganga Dýrafjörður Beinn og breiður vegur liggur frá göngunum og út með firði. Lögreglan á Vestfjörðum rann- sakar nú mál skipverjanna sem veiktust af kórónuveirunni á frysti- togaranum Júlíusi Geirmundssyni sem sakamál. Þetta staðfesti Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri í samtali við mbl.is í gær. Í kafla refsilaga um sjómannalög segir að alvarleg brot geti varðað við- urlögum allt að fjögurra ára fang- elsi. „Það verður haft samband við þá [skipverjana] símleiðis enda eru menn í sóttkví. Svo sjáum við til hvert það leiðir okkur,“ segir Karl. Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur beðist afsökunar á málinu. „Þetta eru bara mistök af okkar hálfu og við erum að biðjast velvirðingar á þeim, innilega. Það er enginn af- sláttur af því. Okkur þykir þetta mjög miður; ömurlegt alveg. Þetta sagði Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, í samtali við mbl.is á sunnudag. Rannsókn hófst í gær  Ræða við skipverja Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Covid-19 Júlíus Geirmundsson. Hópur fólks kom saman við pólska sendiráðið í gærkvöldi og mótmælti lögum um þungunarrof sem tóku gildi í Póllandi í síðustu viku. Ströng skilyrði hafa gilt fyrir þungunarrofi þar í landi og voru þau hert enn frekar með lögunum. „Sem brottfluttum Pólverjum þykir okkur mjög leitt að geta ekki mótmælt með samlöndum okkar gegn því helvíti sem konum er gert að búa við,“ sagði meðal annars í yfirskrift mótmælanna. Mótmæltu við pólska sendiráðið Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.