Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Bíldudalur Vænum vestfirskum gæðalaxi pakkað fyrir Evrópumarkað.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útgöngubann og aðrarsóttvarnaráðstafanir íEvrópu leiddu til þess aðverð á Atlantshafslaxi
lækkaði í síðustu viku. Það er
áhyggjuefni fyrir laxeldisfyrirtækin
hér og í Noregi nú þegar verðið byrj-
ar venjulega að hækka vegna mik-
illar eftirspurnar síðustu mánuði árs-
ins og fyrstu mánuði nýs árs. Mikil
óvissa er því um verðþróun á þessum
mikilvægasta sölutíma á eldislaxi.
Meðalverð á norskum laxi var
rúmar 46 norskar krónur kílóið í 42.
viku, samkvæmt vísitölu sem Nas-
daq birti fyrir viku. Það samsvarar
tæplega 700 íslenskum krónum. Það
er heldur lægra verð en verið hefur í
þessari viku síðustu ár. Nasdaq hef-
ur ekki birt meðalverð fyrir síðustu
viku en samkvæmt fréttum norskra
fréttamiðla varð snörp verðlækkun í
vikunni vegna aukinnar útbreiðslu
kórónuveirunnar í Evrópu og að-
gerða stjórnvalda gegn henni, meðal
annars lokunar veitingastaða og út-
göngubanns í nokkrum löndum. Vef-
miðillinn iLaks.no hafði samband við
nokkra seljendur og kaupendur sl.
föstudag og áætlaði út frá því að
verðið myndi lækka niður í 37-40
krónur kílóið fyrir lax sem afhentur
verður í þessari viku. Er það sagt
lægsta verð sem fengist hefur í fimm
ár. Ef það gengur eftir samsvarar
verðið 550 til 600 krónum íslenskum.
Búa sig undir öðruvísi vetur
Mikil spurn hefur venjulega
verið eftir laxi um jól og páska og í
aðdraganda beggja hátíða. Þetta á
bæði við um ferskan lax og reyktan.
Reyktur lax er til dæmis vinsæll
réttur á jólaborðum um alla Evrópu.
Verðið er venjulega hæst yfir vetr-
armánuðina af þessum ástæðum.
Framleiðsla laxeldisfyrirtækj-
anna miðast við að fullnægja þessari
eftirspurn. Eru því allar sjókvíar
fullar af fiski sem er orðinn eða er að
verða tilbúinn til slátrunar.
Það setur því verulegt strik í
reikninginn hjá framleiðendum ef
það dregur úr eftirspurn vegna far-
aldursins.
„Það er viðbúið að verðið verði
lágt á meðan Horeca-markaðurinn
[veitingahús, mötuneyti og veislu-
þjónusta] er í öldudal. Mér sýnist að
menn séu almennt að búast við því að
verðið verði lágt næstu misserin og
þetta geti orðið jóla- og páskavertíð
með öðru sniði en verið hefur und-
anfarin ár,“ segir Kjartan Ólafsson,
stjórnarformaður Arnarlax. Hann
bætir því við að miðað við söguna
megi búast við því að spurn eftir laxi
aukist þegar verðið er lágt.
Framleiðendur og laxavinnslur
reyna að færa framleiðsluna yfir í til-
búna eða frysta rétti fyrir stórmark-
aði og frysta eins mikið og hægt er.
Þetta er þróun sem tekur tíma. Hann
bætir því við að miðað við söguna sé
verðteygni þannig að búast megi við
því að neysla og eftirspurn aukist
þegar verðið er lágt
Sigurður Pétursson, fram-
kvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir
að menn vonist til að verðlækkunin
sé tímabundin en tekur fram að eng-
inn viti hvernig markaðurinn muni
þróast við þessar sérstöku aðstæður.
„Ég hef þá trú að matvæli muni alltaf
finna sér leið á markaðinn. Menn
laga sig að nýjum aðstæðum. Það
hefur sýnt sig í þessum faraldri.“
Fiskeldi Austfjarða er í annarri
stöðu. Guðmundur Gíslason stjórn-
arformaður segir að meirihluti fram-
leiðslunnar sé seldur með fyrirfram-
gerðum samningum til Whole
Foods-verslunarkeðjunnar í Banda-
ríkjunum. Hann segir að betra verð
fáist og það hjálpi fyrirtækinu í
þessu árferði.
Laxaframleiðendur
óttast um jólavertíðina
Heimsmarkaðsverð á laxi 2013-2020
Meðalverð í norskum krónum (NOK/kg)
90
80
70
60
50
40
30
20
Vika 43 Vika 52
2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Heimild: Vísitala Nasdaq
*37-40 NOK/kg skv. áætlun iLaks.no
38,6
53,9
79,2
50,0
39,2
50,6
77,8
??
38,5*
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Bankaáfallvarð í kjöl-far „útrás-
arinnar“. Djarfur
hópur viðskipta- og
bankamanna hér
notfærði sér út í
æsar að um skamma hríð lá
ógrynni fjár á lausu í alþjóðlegu
fjármálakerfi svo verkefnið
virtist vera það helst að koma
því út á markað svo það skilaði
lánveitendum arði, sem er blóð
þeirra og súrefni. Svo óheppi-
lega vildi til að um þær mundir
hafði íslenska bankakerfið að-
eins um skamma hríð fótað sig
utan vébanda ríkisforsjár.
Fjöldi banka á Vesturlöndum,
sumir með aldalanga reynslu,
misstu sig með öðrum orðum.
Sumir stóðust áhlaupið sem
varð, annaðhvort vegna þess að
þeir stóðu á fyrningum eða létu
ekki glepjast eins illa og aðrir.
Seðlabankar, oft með atbeina
ríkisvaldsins, völdu sums stað-
ar úr „mikilvæga banka“ á með-
an aðrir rúlluðu.
Almenningur hér tók skilj-
anlega þátt í dansinum og gaf
óskhyggju sinni lausan taum-
inn. Stjórnvöld í landinu, nema
Seðlabankinn, töldu ástæðu-
laust að efast um fullyrðingar
stjórnenda nýju bankanna um
að allt væri í góðu lagi. Helstu
galgoparnir, sem stigu lánaöld-
urnar af mestu kappi, voru
þvert á móti hafnir til skýja og
vegsamaðir sem „útrásarvík-
ingar“ af þeim sem síst skyldi,
og taldir hafi komist á meiri
fjárfestingarferð en útlendir
sem ekki höfðu víkingaeðli í sín-
um genum. Allt ýtti þetta á and-
varaleysi fólksins og í fram-
haldi undir skiljanleg vonbrigði
þess, reiði og spurningar um
réttlæti og hefnd. Þeirri för var
að hluta stýrt og hún kostuð af
þeim sem síst skyldi. Og þeir
stjórnmálamenn sem ákafast
höfðu ýtt undir gagnrýnisleysi
og kröfur um að hvergi mætti
hemja taumleysið skolaði inn í
ríkisstjórn á öldufaldi „búsá-
haldabyltingar“.
Á daginn kom að hin „hreina
vinstristjórn,“ sem réttlát reiði
ýtti í valdastóla með vel skipu-
lögðum áróðri, taldi einstakt
tækifæri hafa runnið upp fyrir
sig. Í öðrum ríkjum var hávaða-
laust tekið til við að rétta skút-
ur af. Hér voru áróður, hefnd
og öfugsnúnar sakbendingar
settar í öndvegi. Einstakt tæki-
færi væri til að kollvarpa þjóð-
félaginu og skófla þjóðinni
óviljugri inn í ESB. Því var
glórulaust logið upp að stjórn-
arskráin hefði eitthvað haft
með bankaáfall að gera hér á
landi. Engin önnur þjóð bland-
aði sinni stjórnarskrá í það þeg-
ar kúrsinn var réttur af eftir
bankahrunið. Allur þessi gaura-
gangur, sem Ríkisútvarpið tók
fullan þátt í, laskaði stjórn-
málastarfsemi í landinu og enn
sem komið er virð-
ist það varanlegt.
Furðuflokkar kom-
ust til áhrifa t.d. í
borgarstjórn (og
gufuðu svo upp) og
hófu skuldasöfnun
sem enn stendur. Og í þinginu,
án þess þó að hafa nokkur raun-
veruleg áhrif. Mest áhrif hafði
einn delluflokkur þingsins þeg-
ar hann setti heimsmet í 15
metra hlaupi þann 20. október
sl. Fram að þessu hefur ekki
verið viðurkennt hver voru
markmið „búsáhaldabyltingar“
og óstjórnarinnar í kjölfarið.
Atburðarásin talar þó sínu máli.
Um helgina í þættinum
Sprengisandi var ásamt öðrum
góðkunnur lögmaður, Ragnar
Aðalsteinsson, sem aldrei
leynir því hvar hans pólitíska
hjarta slær. Hann var að út-
skýra hvernig staðið væri að
breytingum á stjórnarskrá hér
að fyrirmælum hennar sjálfrar
sem svipar til þess sem tíðkast í
öðrum lýðræðisríkjum. En
Ragnar afgreiddi þá aðferð sem
ónýta! og sagði svo: „Nú ef það
gengur ekki og ef þjóðin er áköf
um að ná til sín þessu valdi, sem
hún hefur eðli málsins sam-
kvæmt, þá verður hún að taka
völdin. Það hefði kannski verið
hugsanlegt eftir hrunið, að fólk
hefði sent þingið og stjórnina
heim og stofnað til bráða-
birgðastjórnar, sem hefði haft
það hlutverk að búa til stjórn-
lagaþing og semja nýja stjórn-
arskrá“.
Kristján Kristjánsson
(stjórnandi) hváði, svo sem von-
legt var: „Ég skil nú ekki alveg
hvert þú ert kominn núna!
Þjóðin hefði sent þingið heim…
hvernig hefði…? Ég er að velta
fyrir hvernig þetta hefði bara
gerst?“
Ragnar: „Það hefði bara ver-
ið með einföldum… Þetta gerist
í heiminum á hverjum degi.“
Björg (lagaprófessor): „Það
eru byltingar sem að gerast.“
Kristján: „Já, já, ég veit. Ég
kann orðið bylting en ég
ímynda mér ekki að það sé mál-
ið.“
Ragnar: „Það er valdarán.
Það þarf ekki að vera að sjálf-
sögðu neitt blóðugt eða ofbeldi
fólgið í því.“
Kristján: „Nei nei, en þú ert
sem sagt að tala um það?“
Ragnar: „Ég er að tala um
það, já. Það var viss staða, sem
kom upp [eftir bankahrunið]
sem hefði getað leitt til þess-
arar niðurstöðu, en það voru
engir til þess að leiða slíkt á
þeim tíma.“
Það munaði satt besta að
segja mjög litlu að hið fámenna
íslenska lögreglulið næði að
bjarga því sem bjarga mátti. Og
mikið vantar upp á að íslensk
stjórnvöld hafi sýnt það síðan
að þau meti þær fórnir að verð-
leikum.
„Fólkið“ setur
þingið til hliðar og
skipar bráðabirgða-
stjórn...}
Mikil ólíkindi
V
ið í Flokki fólksins höfum þungar
áhyggjur af efnahagslegum af-
leiðingum kórónuveirufaraldurs-
ins fyrir heimilin og fólkið í land-
inu. Við viljum að Alþingi geri
tafarlausar ráðstafanir með lagasetningu til að
vinna gegn því tjóni sem vafalaust hlýst af því
þegar verðbólgan vex með tilheyrandi hækkun
á verðtryggð lán heimilanna. Það er ástand
sem við þekkjum því miður allt of vel.
Við skulum átta okkur á því að allar for-
sendur á verðbólguskoti eru nú þegar fyrir
hendi. Lántakar mega búast við því að höfuð-
stóll lána þeirra hækki umtalsvert með litlum
fyrirvara eins og í kjölfar efnahagshrunsins ár-
ið 2008. Þá ruku skuldir heimilanna skyndilega
upp vegna verðbólguskots. Þúsundir misstu heimili sín.
Kórónuveirufaraldurinn dregst á langinn. Við horfum
fram á mesta efnahagssamdrátt í heila öld, hrun gjaldeyr-
istekna og atvinnuleysi aldrei meira.Við verðum að und-
irbúa okkur betur fyrir það sem fram undan er.
Nú eru vextir lágir og það er boðið upp á endurfjár-
mögnun hjá lánafyrirtækjum með töku óverðtryggðra
lána. Þó munu fjölmargir ekki geta breytt skuldum sínum
með endurfjármögnun vegna atvinnumissis eða annarra
ástæðna. Þeir sem skulda verðtryggð lán eru berskjald-
aðir. Við megum ekki skilja þetta fólk eftir varnarlaust.
Nauðsynlegt er að vernda heimilin fyrir hörðustu áhrifum
verðbólguskots. Skelfingar hrunsins 2008 mega aldrei
endurtaka sig.
Verðtryggð húsnæðislán taka mið af mánaðarlegum
breytingum á vísitölu neysluverðs. Við í Flokki
fólksins höfum nú lagt fram frumvarp á Alþingi
(mál. nr. 38) um að þak verði sett á neysluvísi-
töluna sem komi í veg fyrir áhrif verðbólguskots
á höfuðstól verðtryggðra lána á næstu 12 mán-
uðum. Þannig væri strax hægt að tryggja heim-
ili landsins fyrir óvæntu verðbólguskoti á erf-
iðum tímum.
Jafnframt leggjum við til að verðtrygging
húsnæðislána verði alfarið afnumin. Enda hefur
hún valdið óbætanlegu tjóni í þjóðfélagi sem býr
við sveiflukenndan gjaldmiðil sem krónan okkar
er. Það er því nauðsynlegt að leggja bann við
töku verðtryggðra húsnæðislána svo heimilum
landsins verði ekki kastað á verðbólgubál í hvert
sinn sem kreppir að í þjóðarbúskapnum.
Þar sem ekki er hægt að afnema verðtryggingu af gild-
andi lánum er nauðsynlegt að þeir sem það kjósa fái heim-
ild til að endurfjármagna sig inn í nýtt kerfi. Einnig er
brýnt að niðurstöður lánshæfis- og greiðslumats standi
ekki í vegi fyrir því að skuldari geti breytt verðtryggðu
húsnæðisláni sínu í óverðtryggt lán. Til að liðka fyrir end-
urfjármögnun leggjum við í Flokki fólksins til að ekki
þurfi að fara fram lánshæfis- og greiðslumat þegar neyt-
andi skiptir út eldra verðtryggðu fasteignaláni fyrir óverð-
tryggt lán.
Það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að heimilum
landsmanna verði ekki kastað á verðbólgubálið eins og í
kjölfar efnahagshrunsins 2008.
Inga Sæland
Pistill
Forðum heimilunum í skjól
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen