Morgunblaðið - 27.10.2020, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020
hlýr og skemmtilegur. Hann var
einstaklega gestrisinn og tók
ávallt á móti gestum með blik í
auga og bros á vör. Hann var
áhugasamur um það sem aðrir
höfðu til málanna að leggja og
sjálfur sagði hann skemmtilegar
sögur og fræddi ungviðið um
hönnun og önnur heimsins menn-
ingar- og dægurmál. Hann var
stoltur af sínu fólki og það var
dásamlega fallegt að sjá þau hjón-
in saman þegar barnabörnin og
síðar barnabarnabörnin fylltu
heimilið að Bergstaðastræti og
nutu visku og hlýju þeirra hjóna.
Ég minnist Hjalta Geirs með
væntumþykju, þakklæti og virð-
ingu. Ég á eftir að sakna hans
mikið og mun varðveita dásamleg-
ar minningar sem eftir sitja, dýr-
mæta fróðleiksmola og visku sem
frá honum streymdi.
Ég votta Siggu, börnunum og
stórfjölskyldunni mína dýpstu
samúð og þakka fyrir ómetanlega
vináttu, gleði og góðvilja alla tíð.
Ástríður Magnúsdóttir.
Hjalti Geir, kær fjölskylduvin-
ur okkar, er fallinn frá.
Hjalti Geir var mikill fjöl-
skyldumaður og traustur vinur,
sem gaf mikið af sér og sýndi
mikla væntumþykju. Traustur
vinskapur og tengsl okkar við
Hjalta Geir og fjölskyldu í gegn-
um árin hafa verið okkur afar dýr-
mæt, sem átti sér upphaf í ein-
stakri vináttu tveggja ungra
drengja, Hjalta Geirs og föður
míns, Ásbjörns, í upphafi skóla-
göngu þeirra í Miðbæjarskólan-
um, vinskap sem aldrei bar
skugga á.
Hjalti Geir var sannur athafna-
maður á sínum vettvangi og átti
einstakan starfsferil þar sem
hann naut verðskuldaðrar viður-
kenningar. Hann var hugmynda-
ríkur í sinni sköpun og hönnunar-
vinnu, og nýtti hvert tækifæri til
að miðla af víðtækri þekkingu og
reynslu sinni í rekstri og stjórnun.
Á kveðjustund þökkum við
traustan og langan vinskap og
geymum margar einstakar minn-
ingar í gegnum árin. Elsku Sigga
og fjölskylda, hugur okkar og
hjörtu eru með ykkur. Ástkær
minning Hjalta Geirs lifir með
okkur öllum.
Sigurjón, Ingibjörg,
Ásbjörn, Egill Örn og
Ingunn.
Stundum er sagt að gæfan knýi
dyra aðeins einu sinni. Það má
halda því fram að slíkt hafi gerst
snemma hjá Hjalta Geir Krist-
jánssyni og enst honum ævina á
enda. Slík gæfa er fremur sjald-
gæf en heita má að Hjalti Geir hafi
verið sá maður sem að mínu mati
komst næst því, ef á annað borð
slíkir menn hafa verið til, að vera
vammlaus og óumdeildur. Ég
kynntist Hjalta Geir og Siggu
fyrst sem stráklingur í Laugarási
en þá höfðu þau hjón keypt hús
steinsnar frá húsi foreldra minna.
Það kom fljótt í ljós að nýbúarnir
létu nágranna sína miklu varða,
vildu kynnast sveitungum sínum,
láta gott af sér leiða og sýndu
meðlíðan ef við erfiðleika var að
etja. Hjalti Geir var fágaður
heimsmaður, afslappaður fagur-
keri sem hafði menntað sig sem
húsgagnaarkitekt í þremur lönd-
um. Hann var farsæll í viðskiptum
enda vel til forystu fallinn og ham-
ingjusamur í einkalífi. Það var
nokkur opinberun fyrir undirrit-
aðan að koma fyrst í heimsókn í
Árós. Framandi hönnun, eftir-
tektarverð listaverk og allt skipu-
lagt eins og uppdregið skákborð.
Þar sá ég í fyrsta skipti stórt mál-
verk eftir Þorvald Skúlason og
það má segja það hafi kynt upp
loga í brjósti mér sem ekki hefur
skilið við mig síðan. Það var eitt-
hvað svo merkilegt við formin og
litina. Mjór er mikils vísir og ekki
laust við að einmitt þetta listaverk
hafi kynt enn frekar undir áhuga
mínum á myndlist. Svona verk
langaði mig að eignast einhvern
tímann! Það viðurkennist nú að
stundum rölti ég yfir, þegar eng-
inn var heima, kíkti á glugga til að
sjá þetta listaverk sem mér fannst
vera einstakt og kannski lærði ég
einmitt þarna að upplifa og mót-
taka listina og alla þá leyndar-
dóma sem henni fylgja. Hjalti
Geir var yfirlætislaus maður, orð-
var og fremur hæglátur en gat svo
sannarlega hleypt gamaninu á
skeið. Hann hafði eldlegan áhuga
fyrir viðfangsefnum dagsins í dag
og líka á morgun. Var eins og
listamaður, næmur á umhverfi
sitt, læs á lífið, mannlífsflóruna og
foldaskart. Sjálfur bjó ég seinna
20 ár í Bandaríkjunum og aldrei
slitnaði þráður. Iðulega fór ég í
heimsókn til þeirra hjóna þegar
ég var á heimaslóð. Hann vildi
fylgjast með, forvitnast um hvað
væri að gerast í vesturheimi og
ekki síður um læknavísindin.
Stundum bauð hann mér á Rót-
arýfundi og það var augljóst að
hann lét sér mál manns varða og
vildi kynna mig fyrir vinum sín-
um. Ekki var það forgefins því
sjálfur hef ég verið talinn forvitinn
og löngum stundum gat ég setið
með honum og hans yndislegu
fjölskyldu og skipti sjaldnast máli
hvar borið var niður. Hver dagur
á þar sína sögu en sagan þarf
marga daga. Allt þetta fólk var
mannbætandi í allri sinni fegurð.
Ég hitti Hjalta Geir síðast rétt um
mánuði fyrir andlátið. Það var í
fyrsta sinn sem ég sá hann þreytt-
an og við vissum báðir að þetta var
kveðjustund. Ég vil þakka hlið-
hollum örlögum að hafa kynnst
þessum mæta manni. Jafnframt
ber að þakka fjölskyldunni allri
fyrir áratuga vinskap og velvilja í
okkar garð og aldrei borið skugga
á. Til góðra vina liggja gagnvegir.
Guð blessi minningu Hjalta Geirs
Kristjánssonar.
Skúli Gunnlaugsson.
Farsæld er náðargjöf sem fólki
er gefin í misjöfnum skömmtum
eins og flest annað í lífinu – og
veldur þar hver á heldur. Um fáa
veit ég sem fóru betur með þessa
skikkan skaparans en Hjalta Geir.
Þar réð án efa mestu að hann kaus
sér hlutskipti jafningjans í sam-
skiptum við aðra og uppskar fyrir
vikið virðingu og væntumþykju.
Vinátta Hjalta Geirs við mitt
fólk spannar fulla sjö áratugi. Sú
langa samleið er vörðuð því veg-
lyndi sem einkenndi hann öðru
fremur og við fengum að njóta
sem vorum svo heppin að eiga
hann að vini. Hann sýndi einlæg-
an áhuga á öllu því sem maður tók
sér fyrir hendur á mismunandi
þroskaskeiðum ævinnar, um-
hyggjusamur og hvetjandi í senn
– og notalega forvitinn. Einstök
virðing hans og Siggu fyrir höf-
undarverki föður míns sem
rammaði inn daglegt líf fjölskyldu
þeirra nánast alla þeirra búskap-
artíð var af sama meiði og verður
seint fullþökkuð.
Á fjölbreyttri starfsævi var
Hjalti Geir um langt skeið for-
ystumaður og snjall málsvari
ungrar starfsgreinar á Íslandi. Á
þeim vettvangi markaði hann var-
anleg spor í íslenska hönnunar-
sögu eins og best kom í ljós þegar
efnt var til sýningar á hans eigin
verkum fyrir nokkrum árum. Þar
birtist nýrri kynslóð framsækinn
hönnuður sem nálgast hafði við-
fangsefni sín af kunnáttu og
smekkvísi. Samvinna okkar af því
tilefni var lærdómsrík en umfram
allt skemmtileg; hann gaf mér
fullt frelsi til að móta sýninguna
en var fylginn sér og benti á það
sem honum fannst mikils vert að
kæmist til skila - af mildilegri ýtni.
Þó svo Hjalti Geir næði háum
aldri varð hann aldrei gamall.
Hann átti vissulega vel heima þar
sem sæmdar og formfestu var
krafist, en tók sér léttilega stöðu í
miðjum hópi unga fólksins þegar
því var að skipta; aufúsugestur og
allra manna glaðastur.
Allir vissu hvað Sigga var
Hjalta Geir og þau hvort öðru.
Hugurinn hvarflar nú til hennar
og fólksins hennar – og allra
þeirra góðu stunda sem við vorum
svo lánsöm að njóta í návist
þeirra.
Ögmundur Skarphéðinsson.
Einn besti vinur minn í meira
en sjötíu ár er látinn.
Ég var svo lánsamur að vera
samferðamaður hans í lífinu og að
aldrei bar skugga á vináttu okkar
og samheldni á þeirri vegferð.
Við störfuðum mikið saman að
hinum ýmsu málum sem varða
land og þjóð og held ég að óhætt
sé að segja að áhrif okkar á þróun
íslensks iðnaðar hafi orðið þjóð-
inni til heilla.
Hjalti Geir var fagurkeri fram í
fingurgóma eins og sjá má af þeim
munum sem hann hannaði og af
sveitasetri þeirra Siggu í Biskups-
tungum þar sem ríkir fegurðin
ein.
Við Hjalti Geir unnum náið
saman í stjórn kjörræðismanna í
áratugi þar sem námvæmni hans
og samviskusemi komu vel í ljós.
Kjörræðismenn Norðurlanda
skiptast á að halda árlega fundi til
að efla samvinnu sína. Eftir einn
slíkan fund, sem haldinn var í
Helsinki, notuðum við tækifærið
og skruppum til St. Pétursborgar
ásamt Siggu og Steffí og áttum
þar ógleymanlega daga saman.
Bekkurinn minn úr MR hefur
haldið hópinn með mánaðarlegum
fundum í marga áratugi og mætti
Hjalti Geir alltaf sem fylgisveinn
Siggu og var löngu orðinn einn af
hópnum.
Við Steffí hugsum til þín, elsku
Sigga, og fjölskyldu ykkar Hjalta
Geirs og biðjum algóðan Guð um
að styrkja ykkur í sorg ykkar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Blessuð sé minning góðs
drengs.
Davíð Sch. Thorsteinsson.
Leiðir okkar Hjalta Geirs lágu
saman þegar Verslunarráð Ís-
lands réð mig til starfa. Hann var
traustur og áhrifamikill stjórnar-
maður, alltaf jafn fágaður með
sína vingjarnlegu framkomu. Lit-
ið var á Hjalta Geir sem fulltrúa
íslensks iðnaðar, sem hann vissu-
lega var, en hann vildi efla íslenskt
atvinnulíf af öllu tagi enda var
hann ekki eingöngu hönnuður og
framleiðandi heldur ekki síður
kaupmaður, innflytjandi og fjár-
festir.
Það mátti treysta því að viðhorf
Hjalta Geirs mótuðust ekki af
þröngum sérhagsmunum eða
kreddum. Hann þekkti þarfir við-
skiptalífsins af eigin raun sem og
skaðsemi boða og banna skömmt-
unaráranna enda studdi hann og
beitti sér fyrir að innflutningur
iðnvöru yrði gefinn frjáls og að at-
vinnulífið lagaði sig að frjálsum
viðskiptaháttum í samstarfi við
nálægar Evrópuþjóðir.
Á fyrsta fundi höfundar þess-
arar greinar með stjórn Verslun-
arráðsins var fundarefnið það að
ræða áhrif þess að Seðlabankinn
hafði fellt gengið, verðlagsstjórn
sent frá sér lækkun hámarksá-
lagningar og ríkisstjórnin ákveðið
að millifæra fé frá fiskvinnslu til
fiskveiða o.s.frv. Lán var þá lítt
hægt að fá í bönkum enda raun-
vextir neikvæðir og erlendur
gjaldeyrir skammtaður. Þegar
Hjalti Geir lauk formennsku sinni
hjá ráðinu var allt gjörbreytt. Við-
skiptalífið var að mestu laust úr
höftunum og stjórnvöld höfðu tek-
ið ákvörðun um að ganga þann
veg frjálsra viðskipta sem nálæg-
ar Evrópuþjóðir fóru. Hjalti Geir
var einn þeirra manna sem vörð-
uðu þá leið.
Mannkostir Hjalta Geirs voru
miklir. Hann var afar stefnufastur
og ótrúlega úthaldsgóður þegar á
móti blés vissi sem var að vindar
blása ekki alltaf úr sömu átt. Und-
irritaður minnist hans þó fyrst og
fremst sem vinar sem aldrei brást.
Hann var vinur vina sinna og sá
hópur er stór sem vill eiga sæti í
þeim hópi.
Skemmtilegustu samveru-
stundir okkar voru þegar við
ásamt konum okkar tókum þátt í
ráðstefnu Alþjóða Verslunarráðs-
ins sem haldin var í Disney-garð-
inum í Flórída. Við vorum þá að
skoða hvort ástæða væri til að
taka þátt í alþjóðastarfi ráðsins.
Hjalti Geir nýtekinn við for-
mennsku af Gísla V. Einarssyni
og undirritaður búinn að láta vita
um þá ákvörðun sína að leita að
starfi á öðrum vettvangi. Verslun-
arráð Bandaríkjanna héldu ráð-
stefnuna og gerðu það með slíkum
glæsibrag að það gleymist aldrei.
Ráðstefnan fékk Disney-garðinn
til afnota fyrir sig og sem dæmi
um skipulagið má nefna að þegar
forseti Bandaríkjanna ávarpaði
hópinn þar sem hann stóð fyrir
framan ævintýrahöllina fór að
rigna í miðri ræðu. Það leið ekki
ein mínúta frá því rigningin hófst
þar til allir viðstaddir voru komnir
með uppspennta regnhlíf í hönd-
ina. Ég man ekkert hvað forsetinn
sagði en regnhlífunum mundum
við Hjalti Geir báðir eftir þegar
við hittumst fyrir skömmu.
Við Inga Rósa sendum eigin-
konu og börnum Hjalta Geirs okk-
ar innilegustu samúðarkveðju og
við finnum fyrir djúpum söknuði
þegar við minnumst okkar góða
vinar um leið og við gleðjumst yfir
að hann fékk að eiga langt og
gleðiríkt líf þar sem fjölskyldan
skipti meginmáli.
Inga Rósa og
Þorvarður Elíasson.
Hjalti Geir og mamma, Núra,
voru bara tvö systkinin og sam-
gangurinn var því mikill milli fjöl-
skyldnanna. Fyrst á Laugavegi 13
þar sem búið var á sitt hvorri hæð-
inni og börnin fæddust nánast á
sitt hvoru árinu. Amma og afi á
Hverfisgötunni, handan við horn-
ið. Fyrstu árin áttu fjölskyldurnar
m.a.s. saman bíl, sem skipt var á
vikulega. Þótt við munum eðlilega
ekki eftir þessu öllu sjálfar hafa
sögurnar oft verið sagðar og verða
því ljóslifandi. Það var gott sam-
band milli systkinanna og sam-
heldnin var mikil.
Gagnvart okkur systrum var
oft einhver glettni og spaug í
gangi. Það var skemmtilegt að
svara þegar hann hringdi í
mömmu. Snúrusíminn í holinu og
á línunni var Hjalti Geir – ann-
aðhvort sagði hann eitthvað snið-
ugt sem fékk mann alltaf til að
hlæja eða þóttist vera einhver
annar, stríðinn og glettinn, þetta
fannst manni skemmtilegt.
Stundum kom Hjalti Geir í
heimsókn á Laugarásveginn –
kvöldbíltúr til systur sinnar. Þá
var mamma að spá í að breyta ein-
hverju og auðvitað var leitað til
smekkmannsins enda heyrðist
mamma oft segja „svo smekkleg-
ur hann Hjalti Geir“. Ógleyman-
legar eru auðvitað allar fjöl-
skylduveislurnar, afmælin og
hefðbundnu jólaboðin sem haldin
voru í fjölskyldunum á sama degi í
yfir 50 ár; á annan í jólum okkar
megin og á þrettándanum hjá
Siggu og Hjalta Geir. Slíkar veisl-
ur eru dýrmætar í minningar-
bankann.
Farið var í margar skemmti-
legar ferðir hér innanlands sem
gaman er að minnast á þessum
tímamótum. Útilegur – norður og
vestur – í alls konar veðri þar sem
tjöld jafnvel fuku, pabbi og Hjalti
Geir að græja og gera. En einnig í
sól og blíðu, hlustað á útvarp til að
heyra lendingu fyrsta mannsins á
tunglinu, grjót í framrúðu á mal-
arvegi og Hjalti Geir með hraði á
eftir ökumanninum til að láta vita.
Svo var grillað og hlegið í sveita-
kyrrðinni eða Hjalti Geir að opna
saxbauta í dós. Landmannalaugar
– gat á bensíntankinn og Hjalti
Geir stakk upp á rúgbrauði til við-
gerðar. Ferðir í Þórsmörk með
starfsfólki K.S. Alltaf gaman.
Hann var afar duglegur að búa
til hefðir í fjölskyldunni. Í mörg ár
bauð hann í haustréttir á Skeiðum
og rausnarlegar veitingar á eftir í
sælureit hans og Siggu að Laug-
arási í Biskupstungum. Einnig er
minnisstætt glæsilegt 90 ára af-
mæli hans sem hann hélt þar í
blíðskaparveðri.
Hjalti Geir var úrræðagóður og
mjög útsjónarsamur. Hann var
heilsuhraustur alla tíð og með
húmorinn á sínum stað. Við yljum
okkur við þessar æskuminningar
með frænda okkar.
Guðrún, Edda, Gerður og
Ragnhildur.
Með Hjalta Geir Kristjánssyni
er genginn einhver minn kærasti
frændi. Ég var svo lánsamur að
eiga hann Hjalta Geir að frænda,
en hann var maðurinn hennar
Siggu, elskulegrar móðursystur
minnar. Á enskri tungu er talað
um þá sem eru manni mægðir sem
skyldmenni, en einnig er áhuga-
vert að velta fyrir sér orðsifjum
þegar orðið „frændi“ ber á góma.
Það er náskylt orðinu „friend“ á
ensku. Hjalti Geir var nefnilega
bæði vinur minn og frændi og fyr-
ir það verð ég alltaf þakklátur.
Fáa hef ég þekkt jafn vandaða
til orðs og æðis. Fáir hafa verið
gæddir jafn næmu auga fyrir hinu
listræna og fágaða og Hjalti Geir.
Hann var brautryðjandi í hönnun
á Íslandi og sköpunarverk hans
geymir sannkallaðar gersemar,
sem margar hverjar má berja
augum á Hönnunarsafni Íslands.
Eftir hann liggur sígild og ódauð-
leg hönnun. Seint verður metið til
fulls það sjálfstraust og stolt sem
skapandi frumkvöðlar á borð við
Hjalta Geir Kristjánsson blésu
ungri þjóð í brjóst upp úr miðri
síðustu öld.
Þegar ég hugsa um Hjalta Geir
hugsa ég til traustrar vináttu,
hollrar handleiðslu og einhvers
hlýjasta og glettnasta augnaráðs
sem ég hef nokkru sinni augum
litið. Minningar um útilegur á há-
lendinu, þegar fjölskyldurnar fóru
saman í tjaldtúra og veiðiferðir.
Og Land Roverinn – sætin aftur í
snúa ekki fram heldur til hliðar!
Það kallar fram bílveiki hjá sjö ára
gutta þó að eldri frændurnir finni
ekki fyrir neinu slíku. Sá sjö ára
fær að fara fram í og sitja í miðju-
sætinu á milli Siggu og Hjalta
Geirs. Ekki leiddist mér það.
Ljúfar minningar úr Veiðivatnat-
úr sem pabbi og Hjalti Geir tóku
strákana sína í um svipað leyti.
Sigga og Hjalti Geir voru kærir
gestir á heimili okkar hjóna
beggja vegna Atlantshafs og hér
heima. Yndislegt var ávallt að
heimsækja Siggu og Hjalta Geir,
bæði á Bergstaðastrætinu og í
Laugarási í Biskupstungum.
Minningarnar ylja.
Aldrei hefur verið talað um
Siggu eða Hjalta Geir í okkar fjöl-
skyldu – það er alltaf „Sigga og
Hjalti Geir“, enda einstaklega
samhent og yndisleg hjón. Nú er
löngu lífi lokið. Lífi sem vel var lif-
að og af jákvæðum krafti. Við
þökkum fyrir að hafa fengið að
kynnast Hjalta Geir, um leið og
við syrgjum góðan frænda og vin.
Ólafur Arnarson.
Fleiri minningargreinar
um Hjalta Geir Kristjáns-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HELGI SIGURÐUR INGIMUNDARSON,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Hólmavík 22. október. Útför hans fer fram
frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn
31. október klukkan 14.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer athöfnin fram með nánustu
aðstandendum og vinum.
Fjölskylda hins látna.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR SAMÚEL SIGURÐSSON,
lést á heimili sínu í Farmers Branch, Texas,
föstudaginn 9. október. Útför fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 30. október
og hefst hún klukkan 11.
Einungis nánustu aðstandendur og vinir geta verið viðstaddir en
streymi frá athöfninni verður hægt að nálgast á
https://youtu.be/RMUeoZCijho. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á styrktarsjóði Ljóssins og Bláa naglans.
Christine Savage Sigurdsson
Jón Örn Sigurðsson
Lúvísa Sigurðardóttir Hafliði I. Árnason
Sigurður Samúel Sigurðsson
Jón Þór Sigurðsson
Árni Muggur Sigurðsson
Catherine Sif Sigurdsson
Christine Stella Sigurdsson
barnabörn og langafabarn