Morgunblaðið - 05.11.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.11.2020, Qupperneq 2
Bingó-leikur haldinn í annað sinn í kvöld Mörg þúsund manns sameinuðust fyrir framan skjáina á fimmtudaginn í síðustu viku þegar Siggi Gunnars stýrði fjölskyldubingói í beinni útsendingu á mbl.is. Bingóið gekk eins og í sögu og þátttaka fór fram úr öllum væntingum. Ákveðið var að halda gleðinni gangandi og í kvöld verður slegið til veislu í beinni útsend- ingu á mbl.is. Klukkan 19:00 hefst annar þáttur af bingói Morgunblaðsins, mbl.is og K100. Enn og aftur sér Siggi Gunnars um að stjórna þættinum með Evu Ruzu sér til halds og trausts. „Ég er mjög spenntur fyrir öðrum bingóþætti. Þetta gekk svakalega vel í síðustu viku, þús- undir spilara tóku þátt og gleðin var mikil. Við ætl- um að byggja ofan á reynsluna frá í síðustu viku og gera enn betur og ég vona að sem flestir setjist fyrir fram- an skjáinn og taki þátt,“ segir Siggi sem sló heldur betur í gegn á skján- um í síðustu viku. „Við erum ekki mikið að fara út að skemmta okkur næstu vikurnar og ég vona að þetta gleðji einhverja þarna úti, sérstaklega fjölskyldur enda er bingó mikið fjölskyldu- sport.“  Þúsundir tóku þátt í síðustu viku Bingó Siggi Gunnars heldur uppi fjörinu. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Efnahags- og viðskiptanefnd Alþing- is leggur til umfangsmiklar breyting- ar á stjórnarfrumvarpinu um tekju- fallsstyrki, svo mun fleiri geti átt rétt á þessum stuðningi en gert var ráð fyrir í frumvarp- inu og jafnframt að skilyrði fyrir styrkjunum verði rýmkuð. Ef breytingatillög- urnar verða sam- þykktar gætu tekjufallsstyrk- irnir kostað ríkis- sjóð um eða yfir 23 milljarða kr. skv. upplýsingum Óla Björns Kárasonar, formanns nefndarinnar. Í upphaflegu frum- varpi var gert ráð fyrir að kostnaður- inn gæti orðið allt að 14,4 milljarðar. ,,Tekjufallsstyrkirnir voru í upp- hafi hugsaðir fyrst og fremst fyrir einyrkja, listamenn og örfyrirtæki með þrjá starfsmenn eða færri, það er búið að víkka þá út og í raun nær frumvarpið utan um öll fyrirtæki eða rekstraraðila óháð stærð,“ segir Óli Björn. Tekjufallsstyrkirnir eru í frum- varpinu ætlaðir einyrkjum og litlum fyrirtækjum þar sem launamenn eru þrír eða færri og hafa orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu 1. apríl til 30. september sl. samanborið við sama tímabil í fyrra. Nefndin leggur hins vegar til að allir rekstr- araðilar geti sótt um tekjufallsstyrk óháð starfsmannafjölda, enda upp- fylli þeir önnur skilyrði fyrir styrk- veitingu, m.a. um lágmarkstekjufall. Sett er ákveðið þak á styrkina í til- lögum nefndarinnar og þeir eru jafn- framt þrepaskiptir. Tímabilið sem miðað verði við nái til 31. október og krafan um að þeir einir geti fengið styrk sem hafa orðið fyrir meira en 50% tekjufalli verði rýmkuð þannig að rekstraraðili þurfi einungis að sýna fram á 40% tekjufall til að geta átt rétt á úrræðinu. Ef tekjufallið er á bilinu 40-70% getur tekjufallsstyrkur í hæsta lagi numið 400 þúsund kr. á hvert mánaðarlegt stöðugildi á tíma- bilinu og í hæsta lagi tveimur millj- ónum kr. á mánuði, sem nemur fimm stöðugildum. Ef tekjufallið er meira yrði hámark styrksins 500 þúsund á hvert mánaðarlegt stöðugildi. „Samkvæmt þessu getur rekstrar- aðili með 40-70% tekjufall í hæsta lagi átt rétt á 14 millj. kr. tekjufalls- styrk og rekstraraðili með 70% tekjufall eða meira í hæsta lagi átt rétt á 17,5 millj. kr. tekjufallsstyrk,“ segir í nefndarálitinu. Nefndin vill að fleiri skilyrði verði rýmkuð, m.a. að ekki þurfi að miða við sömu mánuði á síðasta ári þegar tekjufallið er reiknað, heldur geti umsækjendur valið það viðmiðunar- tímabil sem gefur besta mynd af raunverulegu tekjufalli þeirra. Þetta eigi t.d. við ef einyrki var í fæðing- arorlofi eða veikindaleyfi stóran hluta síðasta árs sem gæfi ekki rétta mynd af því tekjufalli sem hann hefur orðið fyrir eftir að veirufaraldurinn gekk yfir. Öll nefndin stendur að álitinu Óli Björn segir að tekjufallsstyrk- irnir geti mætt fjárhagstjóni margra og skipt verulegu máli. ,,Þarna erum við vonandi að ná utan um og létta undir með til dæmis veitingastöðum sem hafa orðið fyrir verulegu tekju- falli,“ segir hann. Einnig muni þetta úrræði skipta fyrirtæki í ferðaþjón- ustunni miklu máli, ekki síst smærri fyrirtæki. Athygli vekur að allir nefndar- menn í efnahags- og viðskiptanefnd standa að breytingartillögunum og skrifa undir nefndarálitið. Smári McCarthy skrifar undir álitið með fyrirvara. Óli Björn segir að mikil og breið samstaða hafi verið í nefndinni í öllum málum sem komið hafa til kasta hennar vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Hlutabótaleiðin verði fram- lengd fram á mitt næsta ár Þrátt fyrir að löggjöf um hlutabæt- ur heyri ekki undir efnahags- og við- skiptanefnd fjallar nefndin engu að síður um framhald hlutabótaleiðar- innar í nefndarálitinu. Leggur hún til að hlutabótaleiðin verði framlengd fram á næsta ár og að reglum um lág- marksstarfshlutfall til að geta átt rétt á hlutabótum verði breytt. Úrræðið verði fært til fyrra horfs eins og það var sl. vor þegar lögin voru upphaf- lega sett, þ.e.a.s. að starfshlutfall launamanns geti að lágmarki verið 25%. Óli Björn segir hlutabótaleiðina að óbreyttu renna út um næstu ára- mót og nefndin telji nauðsynlegt að tekin verði ákvörðun um það núna að framlengja hana a.m.k. fram á mitt næsta ár. Mikilvægt sé að auka fyr- irsjáanleika um þessa leið í rekstri fyrirtækja. Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir og gætu kostað 23 milljarða  Efnahags- og viðskiptanefnd leggur til umfangsmiklar breytingar á frumvarpi Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingfundur Vel var gætt að sóttvörnum á fundi Alþingis í dag og þingmenn báru grímur nema í ræðustóli.Óli Björn Kárason Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fös: 11-18 Lau: 11-15 www.spennandi-fashion.is LURDES BERGADA NÝTT! - Frí heimsending - Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Lögreglan á Vestfjörðum lýkur á næstu dögum yfirheyrslum yfir skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni ÍS, en sem kunnugt er kom kórónu- veirusmit upp í togaranum á dög- unum og ekki var skeytt um að koma þá í land heldur veiðum haldið áfram í trássi við reglur. Margir þeir sem voru um borð veiktust, en hafa nú náð bata eða eru lausir úr sóttkví. Lögregla hefur tekið sjómennina tali þegar þeir hafa náð bata og hefur nú rætt við 23 menn. Enn er þó eftir að ræða við skipstjórann sem væntan- lega verður laus úr einangrun á næstu dögum. „Myndin er að skýrast,“ segir Karl Ingi Vilbergsson lögreglu- stjóri. Þegar yfirheyrslum lýkur verði tekin ákvörðun um hvort málið gangi áfram til ákæru. sbs@mbl.is Yfirheyrslum er að ljúka Ísafjörður Togarinn Júlíus Geir- mundsson bundinn við bryggju. Eldur logaði í leiktækjum á skólalóð Vatnsendaskóla í Kópavogi á átt- unda tímanum í gær. Rúnar Hauks- son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við mbl.is í gær að um tíma hefði staðan ekki litið vel út og því voru nokkrir bílar sendir á vettvang. „Það komst eldur í gúmmímottu og við höfðum áhyggjur af því að hann gæti dreift úr sér,“ segir Rún- ar. Vel gekk þó að ná tökum á eld- inum og var öðrum bílum fljótt snúið við. Aðspurður sagði Rúnar að grunur væri um íkveikju. „Það er voða fátt annað sem getur komið eldi af stað á þessu svæði, án þess að ég geti full- yrt það á þessari stundu.“ agunnar@mbl.is Eldur kviknaði við Vatnsendaskóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.