Morgunblaðið - 05.11.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 05.11.2020, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í næstu viku afhenda fulltrúar Geð- hjálpar stjórnvöldum undirskrifta- lista þar sem skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Söfnun þessi, sem er á vef- slóðinni 39.is, verður í loftinu fram á sunnudagkvöld og í gær höfðu rúm- lega 30.000 manns skrifað nafn sitt þar. Einnig verður kynnt aðgerða- áætlun Geðhjálpar í níu liðum, allt atriði sem skipta miklu máli. Gefa geði gaum á veirutíma Á síðasta ári sviptu alls 39 manns á Íslandi sig lífi en sú tala er líka meðaltal sjálfsvíga á ári síðastliðinn áratug. Af tölunni er titill söfnunar undirskrifta fenginn. „Við teljum að nú sé lag og hljóm- grunnur úti í þjóðfélaginu fyrir úr- bótum í geðheilbrigðismálum,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, í samtali við Morgun- blaðið. „Aðstæður undanfarið hafa verið erfiðar, einangrun og röskun á daglegu lífi vegna kórónuveirunnar tekur á og hefur áhrif á líf allra. Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, gaf þau skilaboð út strax í upphafi heimsfaraldursins að gefa þyrfti geðheilbrigðismálum gaum rétt eins og gert hefur verið. Geð- heilsa ætti alltaf að vera í forgangi. Nú horfum við til janúar- og febr- úarmánaða, þessa dimma tímabils þegar reynir á líf og líðan margra.“ Umhverfi og samfélag sterkir áhrifaþættir Ný stjórn var kjörin í Geðhjálp fyrr á þessu ári og Elín Ebba Ás- mundsdóttir iðjuþjálfi á þar sæti. Stjórnarfólk segir hún strax þegar það tók við keflinu hafa ákveðið að vera framsækið og taka frumkvæði í umræðu. Vekja athygli á orsaka- þáttum geðheilbrigðis; því hve miklu umhverfi og samfélag ráði um geð- heilsu. „Samfélaginu verður í krafti reynslu og rannsókna sífellt betur ljóst hvað fyrstu 1.000 dagarnir í lífi barns skipta miklu máli um líf þess, heilsu og þroska. Þar verður að stíga fastar inn með ráðgjöf og stuðning og veita fjölskyldum aðstoð ef þarf. Einnig að fræða verðandi foreldra um mikilvægi tengslamyndunar í lífi barnsins. Skólagangan hefur líka af- gerandi áhrif og því þarf geðfræðsla að vera hluti af skólastarfi,“ segir Elín Ebba. „Þetta helst í hendur við margvíslegar aðrar breytingar sem þurfa að verða. Bæði atvinnulífið og skólakerfið hafa hingað til að veru- legu leyti miðast við þarfir fram- leiðslu sem setja fólk í kassa og und- ir ákveðin viðmið. Nú þarf nýja nálgun.“ Vilja geðsvið í ný húsakynni Geðrænar áskoranir eru nærri þriðjungur allra þeirra verkefna sem heilbrigðisþjónustan í landinu sinnir, þótt málaflokkurinn sjálfur taki aðeins tíund fjárveitinga. Ýmsu í þessari þjónustu þarf að breyta að mati Geðhjálpar eins og tilgreint er í þeim níu punktum til aðgerða sem samtökin setja fram. Auka þurfi fjárveitingar til þessa sviðs heil- brigðismála og breyta starfsemi heilsugæslunnar, svo liðsinni sál- fræðinga, félagsfræðinga, iðjuþjálfa Hljómgrunnur er fyrir úrbótum  30.000 manns kalla eftir úrbótum í geðheilbrigðismálum  Geðhjálp safnar nú undirskriftum á 39.is  Áhersla á orsakaþætti  Baráttumál kynnt  Þjónusta út í samfélagið  Vitundarvakning Morgunblaðið/Sigurður Bogi Geðhjálp Að fólk sé ekki virkt, einangri sig og taki ekki þátt er samfélaginu dýrt, segir Grímur Atlason, sem hér er með Elínu Ebbu Ásmundsdóttur. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stjórnir Félags hesthúseigenda í Víðidal og Hestamannafélagsins Fáks hafa mótmælt samþykkt meirihluta borgarráðs þann 25. júní sl. Þá hafnaði borgarráð beiðni Fé- lags hesthúseigenda í Víðidal um 50 ára lóðarleigusamninga með ákvæðum um að borgarsjóður greiði leigutaka sannvirði húsanna þegar leigutíma lýkur. Meirihluti borgarráðs samþykkti að lóðar- leigusamningar í Víðidal skyldi áfram vera til 25 ára og að eig- endur skyldu fjarlægja hesthús á sinn kostnað og skila lóðinni þannig að leigutíma loknum. „Hestamenn í Víðidal þurfa því áfram að búa við algerlega úrelta lóðarleigusamninga sem hamla við- haldi, endurnýjun og fjármögnun hesthúsanna. Þessir úreltu lóðar- leigusamningar standa enn fremur í vegi fyrir endurnýjun í hesta- mennskunni, að ungt fólk vilji leggja í þá fjárfestingu sem bygg- ing hesthúss er. Það er ótrúlegt að árið 2020 sé hesthúseigendum boð- ið upp á það að fjarlægja hesthús sín á sinn kostnað að loknum 25 ára leigutíma,“ segir í sameigin- legri yfirlýsingu stjórna félaganna tveggja 2. nóvember síðastliðinn. Væntir farsællar lausnar „Við höfum átt mjög gott sam- starf við borgina og ég vænti þess að við finnum farsæla lausn á þessu máli eins og okkur hefur tekist hingað til í öllum málum sem upp hafa komið gagnvart borginni,“ sagði Hjörtur Bergstað, formaður Hestamannafélagsins Fáks. Þrjú hesthúsahverfi eru á starfssvæði Fáks í Reykjavík, Faxaból og Víði- dalur í Víðidal ofarlega í Elliðaár- dal og í Almannadal á Hólmsheiði. Fákur hóf uppbyggingu starfsemi í Elliðaárdalnum árið 1970 og í Al- mannadal 2006. Reykjavíkurborg og Fákur gerðu árið 1986 lóðaleigu- samning til 50 ára vegna hesthúsa- byggðarinnar Faxabóls, norðan við reiðhöllina í Víðidal, gæðingavallar og skeiðvallar félagsins. Fákur leigði svo félagsmönnum sínum lóð- ir fyrir hesthús í Faxabóli og í Al- mannadal. Eigendum hesthúsa þar er skylt að vera í Fáki. Hesthúsa- hverfið Víðidalur, sunnan við reið- höllina, varð til upp úr 1970 þegar eigendum hesthúsa við Elliðaár var gert að færa þau fjær ánum vegna mengunarhættu. Borgin gerði mis- munandi lóðarsamninga við lóðar- hafa í Víðidalshverfinu. Þeir sem átt höfðu lóðarréttindi á svæðinu þurftu ekki að borga gatnagerð- argjald og sluppu við leigugjald til að byrja með. Kveðið var á um að lóðarhafar skyldu fjarlægja mann- virki á sinn kostnað í lok samnings- tíma. Þeim sem fengu úthlutaðar lóðir eftir 1978 var gert að greiða gatnagerðargjald og var í samning- unum að borgarsjóður greiddi leigutaka sannvirði húsa að leigu- tíma loknum. Lóðarsamningar á svæðinu voru yfirleitt til 25 ára en lóðarsamningur Dýraspítalans í Víðidal er til 50 ára. Dæmi eru um lóðarsamninga þar sem ekki er tek- ið fram hvað gerist með eignirnar að loknum samningstíma. Sumir þessara leigusamninga eru útrunn- ir hvað gildistíma varðar en leigan framlengist um tvö ár í senn sé samningnum ekki sagt upp. Allir sitji við sama borð Hesthúseigendur og hestamenn eru óánægðir með þetta ósamræmi og segja að samningarnir sem gerðir voru til 25 ára þar sem eig- endum er gert að fjarlægja húsin að leigutíma loknum standi í vegi fyrir eðlilegri endurnýjun í hesta- mennsku. Þeir hamli einnig við- haldi og endurbyggingu hesthús- anna. Engin teikn séu á lofti um að til standi að breyta landnotkun á svæðinu og borgarstjóri hafi marg- lýst því yfir að þarna eigi áfram að vera athafnasvæði hestamanna. Vilja breytta lóðarsamninga  Hesthúseigendur í Víðidal vilja samninga til 50 ára  Borgarráð hafnaði því  Annað fyrirkomulag er í Faxabóli og Almannadal þar sem Fákur leigir landið til 50 ára og endurleigir félagsmönnum lóðir El l ið aá r Skeiðvöllur Faxaból Gæðingavöllur Víðidalur Árbær Breiðholt Norðlingaholt Hesthúsalóðir á athafna- svæði Fáks Br eið ho lts br au t Reiðhöllin Dýraspítalinn GRUNNUR AÐ GÓÐRI HEILSU Vissir þú að um 80% af ónæmiskerfinu eru í meltingarveginum? KEFIR er auðugur af lifandi góðgerlum sem fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að bæta meltinguna og viðhalda heilbrigðri þarmaflóru. Hann inniheldur einnig mikið af próteini, kalki og nauðsynlegum vítamínum eins og B12. KEFIR - KOMDU HEILSUNNI Í JAFNVÆGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.