Morgunblaðið - 05.11.2020, Page 19

Morgunblaðið - 05.11.2020, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 og annarra verði jafnsett til dæmis þjónustu lækna. Sömuleiðis sé brýnt að starfsemi geðsviðs Landspítala verði færð í ný húsakynni. „Núverandi hús, við Hringbraut og Elliðaárvog, eru engum bjóðandi, hvorki sjúklingum né starfsfólki. Eru kuldaleg, fráhrindandi og byggð samkvæmt öðrum viðmiðum en nú gilda. Jafnframt þarf að huga að innihaldi og hugmyndafræði með- ferðar. Geðþjónustu þarf að færa út í samfélagið og koma betur til móts við notendur á þeirra eigin for- sendum. Einnig að sett verði á lagg- irnar svonefnt geðráð; vettvangur samráðs sem bæði verður stefnu- markandi og aðhald í aðgerðum í þessum málaflokki. Það er síðan al- gjört forgangsmál innan Geðhjálpar að hvers kyns nauðung og þvingun við meðferð verði útilokuð.“ Afhelguð tala Að 39 manns svipti sig lífi á ári hverju þykir ógnvekjandi staðreynd og miðað við önnur lönd er Ísland þar í hærri kantinum. „Fjöldi sjálfs- víga getur verið mælikvarði á geð- heilsu og þessa tölu viljum við af- helga, ef svo má að orði komast. Mæta þarf staðreyndum og bregð- ast við. Sjálfsvíg hafa jafnan mikil áhrif á fjölskyldu og vini hins látna og valda miklu heilsutjóni þeirra. Því er mikilvægt að beina sjónum að orsakaþáttum geðheilsu,“ tiltekur Grímur Atlason og segir að lokum: „Að fólk sé ekki virkt, einangri sig og taki ekki þátt í samfélaginu eins og fjöldinn gerir er samfélaginu dýrt – og þá ekki bara í peningum talið. Þarna þarf að gera betur og nú þeg- ar aðstæður í samfélaginu eru mjög óvenjulegar ættu augu fólks að vera opin fyrir þessum veruleika. Nú er tæplega ár til kosninga og því ættu stjórnmálaflokkar að vera tilbúnir að taka geðheilbrigðismál til umfjöll- unar og setja í stefnuskrá sína. Við væntum því mikillar umræðu í tengslum við 39.is og í raun hefur hún strax komið af stað vitundar- vakningu um mikilvæg málefni sem alls ekki mega gleymast í önn dags- ins.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjólreiðar Útivera og hófleg áreynsla er mikilvæg geðheilsu. Áherslumál Geðhjálpar í tengslum við 39.is  Heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheil- brigðisþjónustu á Íslandi. Nauðsynlegt svo hægt sé að ná utan um málaflokkinn og auka samhæfingu þeirra þriggja stoða sem eru á hendi ríkis, það er sjúkrahúsa, heilsugæslu og sérfræðiþjónustu. Út- tektin taki einnig til þjónustu sveitarfélaga.  Heilsugæslan sé efld sem fyrsti viðkomustaður. Geðheilsuteymi heilsugæslunnar geta verið ákveðin fyrirmynd að þjónustu. Innan heilsugæslunnar starfi félagsráðgjafar, notendafulltrúar, iðjuþjálfar, þroska- þjálfar og fleiri stéttir.  Auka stuðning og fræðslu fyrir foreldra, það er mæðraeftirlit, foreldrafræðslu og ungbarnaeftirlit, til að fræða foreldra um mikilvægi tengslamyndunar fyrstu 1.000 dagana í tilveru hvers barns.  Hefja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu, samkvæmt samþykkt Alþingis. Fjármögnun er óútfærð.  Geðrækt sé hluti af aðalnámskrá grunnskóla og kennd á menntavísindasviði til að styðja við getu kennara við að miðla þessari fræðslu.  Fjölga atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænar áskoranir Á aldrinum 16 til 18 ára er umtalsvert brottfall úr námi og virkni oft lítil meðal ungmenna, sem hefur slæm áhrif á geðheilsu.  Byggja nýtt húsnæði geðsviðs LSH og endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar, svo sem koma á fót lyfjalausum deildum. Áherslur Geðhjálpar miða að því að það heyri til undantekninga í framtíð- inni að þurfa að leggjast inn á geðdeildir sjúkrahúsa.  Útilokun á nauðung og þvingun við meðferð. Ís- land hefur enn ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en nauðungar- og þvingunaraðferðir eru óheimilar.  Koma á fót geðráði, samráðsvettvangi um geð- heilbrigðismál. Ráðinu er ætlað að fá alla að sama borðinu; stjórnvöld, fagfólk, notendur og aðstand- endur, til þess að fjalla á hlutlægan hátt um mála- flokkinn og leggja grunn að stefnumótun og aðgerð- um. Fræðsla til foreldra og geðrækt í skóla NÍU AÐGERÐIR TIL AÐ SETJA GEÐHEILSU Í FORGANG Morgunblaðið/Hari Reykjavík Aðgerðir í geðheilbrigðismálum eru eins og að smíðuð sé brú, svo allir geti tekið þátt í samfélaginu. „Okkur finnst að það sé allra hagur að það sé jafnræði á milli manna á svæðinu, að allir sitji við saman borð,“ sagði Hjörtur. Hann sagði að Fákur hefði yfirleitt gert samninga við hesthúseigendur í Faxabóli og Almannadal um lóðir til 50 ára. Margir eigendur hest- húsa í Víðidal eru félagar í Fáki. Flestum stendur til boða að fram- lengja lóðarleigusamninga við borgina um 25 ár með þeim skil- yrðum að húsin verði fjarlægð í lok samningstíma. „Það er verið að mismuna þeim gagnvart öðrum að- ilum á svæðinu. Þessu fólki er gert erfiðara um vik að fjármagna sínar eignir og eins er fólk ekki tilbúið að eyða eins miklu í þetta ef aðeins er samið til 25 ára en ekki 50 ára,“ sagði Hjörtur. Hann segir að hesta- mennska krefjist mikils tíma og fjármuna. Yfirleitt sé þetta fjöl- skyldusport. Menn séu ekki tilbún- ir að leggja allt sparifé sitt í eitt- hvað sem ekki er betur tryggt en þetta. Hús með 25 ára leigusamn- ing og kvöð um niðurrif sé ekki eins auðseljanlegt og hús með 50 ára leigusamning og ákvæði um uppkaup. Víðidalssvæðið er á félagssvæði Fáks en hestamannafélagið á ekki aðild að lóðarsamningunum þar. Hjörtur kvaðst mundu helst vilja sjá sama fyrirkomulag varðandi lóðirnar í Víðidal og gildir í Fax- abóli og í Almannadal, enda sé þorri hesthúseigenda í Víðidal nú þegar félagsmenn í Hestamanna- félaginu Fáki. Morgunblaðið/Eggert Hesthús Lóðarsamningar í Faxabóli og í Víðidal eru ekki sambærilegir, t.d. varðandi gildistíma. Það veldur óánægju á meðal hestamanna. mjolka.is Fylgdu okkur á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.