Morgunblaðið - 05.11.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.11.2020, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 biðtímann, sérstaklega í minni heilsuumdæmum. Landlæknir reikn- ar því einnig út miðgildi í biðtíma sem embættið telur gefa betri mynd af stöðunni en meðalbiðtími. Sá út- reikningur hefur sýnt 60-70 daga biðtíma það sem af er þessu ári. Biðtíminn er afar misjafn eftir heilbrigðisumdæmum. Lengst er biðin á Vestfjörðum en styst á Suðurlandi. Höfuðborgarsvæðið, þar sem mesti fjöldinn býr, er aðeins yfir meðaltalinu. Biðlistar munu lengjast Heilbrigðisráðuneytið stefnir að því að byggja heimili með 578 nýjum hjúkrunarrýmum samkvæmt fram- kvæmdaáætlun sem gildir til ársins 2024. Ef maður gefur sér að byggð verði hjúkrunarheimili með 500 rým- um á hverju áratug, sem er bjartsýn áætlun miðað við söguna, dugar það skammt og biðlistar munu marg- faldst. Þörfin er líklega sú að byggja þurfi eitt til tvö hundruð rýma hjúkr- unarheimili á ári, næstu þrjá áratug- ina. Nú er langur biðlisti sem þarf að ná niður. Fólk fær almennt ekki tækifæri til að komast inn á hjúkr- unarheimili fyrr en það er orðið veikt enda er dvalartíminn yfirleitt fáein ár. Það hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks og lífsgæði ef það þarf að bíða lengi í biðrými eftir plássi á hjúkr- unarheimili, að mati embættis land- læknis. Heilbrigðisráðherra vill koma upp 200 hjúkrunarplássum í Reykjavík á næstu árum. Viðræður standa yfir á milli ríkis og Reykjavíkurborgar um lóðir og fjármögnun og verður stað- setning heimilanna gerð opinber á næstu vikum. Þá er eftir að deili- Þróun fjölda hjúkrunarrýma Spá um fjölgun eldri borgara 2020-2050 Þörf á hjúkrunarrýmum og þróun biðlista 2020-2050 Meðalbiðtími 2019 eftir heilbrigðisumdæmum reiknað á hverja 1.000 íbúa Meðalbiðtími eftir hjúkrunarplássi 2011-2020* Hjúkrunar- og dvalarrými 2020 450 360 270 180 90 0 200 150 100 50 0 500 400 300 200 100 0 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 10% 8% 6% 4% 2% 0% Dagar, miðað við ár flutnings á hjúkrunarheimili Mannfjöldi alls (þús.) Hlutfall 80 ára og eldri af heildarmannfjölda Fjöldi hjúkrunarrýma Fjöldi á biðlista 2020 2025 2030 2040 2050 2020 2025 2030 2040 2050 Meðalfjöldi á biðlistum eftir hjúkrunarrými 2011-2020 Fjöldi rýma Þar af ný rými Árborg 60 25 Höfn 30 6 Húsavík 60 6 Stykkishólmur 18 0 Sólvangur gamli, Hafnarf. 33 33 Boðaþing, Kópavogi 64 64 Akureyri 60 60 Reykjanesbær 60 30 Mosfellsbær 44 44 Reykjavík 200 200 Patreksfjörður 11 0 Ás, Hveragerði 35 0 Neskaupstaður 10 0 Ísafjörður 10 10 695 478 3.073 3.784 4.595 6.341 7.489 Heimild: Greinargerð landlæknis, júlí 2020 158 279 297 418 395 407 364 386 385 405 420 Mannfjöldi (þús.) Fjöldi 80 ára og eldri 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 1. ársfj. 2011 1. ársfj. 2015 4. ársfj. 2016 4. ársfj. 2018 4. ársfj. 2019 3. ársfj. 2020 3,5% 468 758 1.319 2.565 3.213 3,7% 4,7 6,7% 8,1% 186 132 104 65 Vestfirðir Norðurland Austurland Vesturland Höfuðborgarsvæðið Suðurnes Suðurland 13,5 11,4 10,8 10,7 7,2 6,2 4,3 Meðalbið- tími 7,8 Framkvæmdaáætlun til ársins 2024 Heimild: Heilbrigðisráðuneytið, sept. 2019 Almenn hjúkrunarrými 2.747 Önnur hjúkrunarrými 147 Dvalarrými 179 Samtals 3.073 hjúkrunar- og dvalarrými Heimild: Heilbrigðisráðuneytið Heimild: Mannfjöldaspá Hagstofu Íslands frá 2019, miðspá. Heimild: Greinargerð landlæknis, júlí 2020 Vænt þörf fyrir hjúkrunarrými skv. opinberum mannfjöldaspám og þróun biðlista þrátt fyrir að 500 rými verði byggð á hverjum áratug *3. ársfj. 2020 Byggja þarf heimili á hverju ári  Hröð fjölgun eldri borgara á næstu árum og áratugum kallar á mikla uppbyggingu hjúkrunarheimila  Aukin áhersla á forvarnir og þjónustu við eldri borgara í heimahúsum getur dregið úr þörfinni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sléttuvegur Nýjasta hjúkrunarheimili landsins, Hrafnista við Sléttuveg í Fossvogi, reis á undraskömmum tíma. Þar eru 99 heimilismenn. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegna hraðrar fjölgunar eldri borg- ara á næstu árum og áratugum þarf að byggja eitt eða tvö hjúkrunar- heimili á ári til að halda í við þjón- ustuna. Einnig þarf að bæta mikið í forvarnir, endurhæfingu, heima- hjúkrun og heimaþjónustu til að draga úr þörf fyrir innlagnir á hjúkr- unarheimili. Sá gangur sem nú er í þessum málum dugar ekki. Raunar telja margir viðmælendur að illa sé staðið að þessari þjónustu og vísa til þess að samtökin sem reka hjúkr- unarheimilin fái ekki greiðslur frá ríkinu í samræmi við þá þjónustu sem þeim er ætlað að veita. Stærsti hópurinn sem flytur á hjúkrunarheimili eru 80 ára og eldri þótt einnig þurfi hluti fólks á áttræð- isaldri á þjónustu þeirra að halda. Nú eru fjölmennir árgangar að kom- ast á þennan aldur auk þess sem fólk lifir lengur. Hagstofan spáir því að fjöldi 80 ára og eldri tvö- til þrefald- ist næstu þrjátíu árin á sama tíma og landsmönnum í heild fjölgar aðeins um 15%. Það verða færri hendur að vinna fyrir útgjöldum samfélagsins vegna þjónustunnar sem veikir eða ellihrumir eldri borgarar þurfa á að halda. Beðið í sex mánuði eftir plássi Ástandið er ekki gott fyrir. Sam- kvæmt upplýsingum embættis land- læknis voru að meðaltali 407 lands- menn á biðlista eftir hjúkrunarrými á þriðja fjórðungi þessa árs. Biðlistar hafa lengst á undanförnum árum enda hefur uppbygging hjúkr- unarheimila mikið gengið út á að bæta aðbúnað á þeim hjúkr- unarheimilum sem fyrir eru, meðal annars með því að taka tvíbýli úr notkun. Þegar nýtt heimili bætist við, eins og Hrafnista á Sléttuvegi fyrr á þessu ári, sjást þessi merki á biðlistum en þeir fara síðan fljótt í fyrra horf og halda áfram að lengj- ast. Það tekur tíma fyrir veikt fólk að fá færni- og heilsumat og komast þannig inn á biðlista og eru hinir op- inberu biðlistar því frekar vanmat en ofmat á þörfinni. Meðalbiðtími fólks sem flyst á hjúkrunarheimili er nú 186 dagar og hefur mikið verið að lengjast, eins og sést á meðfylgjandi grafi. Biðtíminn er því sex mánuðir. Stefna stjórn- valda er að biðtíminn verði ekki lengri en þrír mánuðir. Þess ber að geta að fáir einstaklingar sem bíða lengi af einhverjum ástæðum, gætu til dæmis hafa fengið færni- og heilsumat en ekki þegið vist á hjúkr- unarheimili, geta haft mikil áhrif á  SJÁ SÍÐU 26 Rekstur hjúkrunarheimila - þjónusta við aldraða Aðalstræti 2 | s. 558 0000 SUNNUDAGSSTEIK Við eldum, þú sækir, tilbúið beint á borðið hjá þér! Takmarkað magn í boði Pantaðu í síðasta lagi föstudaginn 6. nóv. á info@matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 Afhent milli 17.30 og 19.00 á sunnudaginn Heilt lambalæri á gamla mátann • Meðlæti: Koníaksbætt sveppa-piparsósa, kartöflugratín, rauðkál og salat • Eftirréttur: Marengsbomba Fyrir 4-6 manns Verð 12.990 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.