Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kraftur verður í loðnuleit og mæl- ingum í byrjun næsta árs og hefur verið auglýst eftir fjórum skipum á leigu í samtals 49 daga. Þau munu ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni verða við mæl- ingar og er gert ráð fyrir að ná tveimur heildarmælingum á hrygningarstofninum. Ekki hefur áður verið auglýst eftir skipum til loðnumælinga með þessum hætti. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að flókið geti verið að ná góðri mæl- ingu á hrygningarstofni loðnunnar í janúar og febrúar og nýta þurfi veðurglugga sem gefist til að ná samfelldri mælingu. Loðnan komi oft í gusum inn á talsvert svæði fyrir Norðurlandi og gangi síðan hratt austur með landinu. Vanda- samt geti verið að ná utan um dreifinguna og talsverðar breyt- ingar hafi orðið á göngum loðn- unnar, atferli og útbreiðslu síðasta áratuginn. Til að kortleggja stöð- una fer rannsóknaskipið Árni Friðriksson í forkönnun í byrjun árs og verður nánari mæling m.a. byggð á niðurstöðum hennar. Grundvöllur ráðgjafar Niðurstöður mælinga verða not- aðar til grundvallar að lokaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna loðnuveiða á vertíðinni í vetur. Í framhaldi af haustmælingum á ungloðnu haustið 2019 var gefið út 170 þúsund tonna upphafsaflamark á vertíðinni sem hefst nú eftir ára- mót. Í haustleiðangri í september síðastliðnum brá hins vegar svo við að ekki mældist nægjanlegt magn af loðnu til að gefa út ráð- gjöf um aflamark. Skilyrði til leit- ar voru hins vegar erfið vegna veð- urs og hafís var yfir hluta af leitarsvæðinu. Að óbreyttu verður því loðnubrestur á næsta ári, þriðja árið í röð. Tveir leiðangrar Í útboðsgögnum um leigu á skipum kemur fram að gert sé ráð fyrir tveimur leiðöngrum. Annars vegar leigu á fjórum veiðiskipum í sjö daga á tímabilinu frá 15. jan- úar til 15. febrúar. Hins vegar þremur veiðiskipum í viku á tíma- bilinu frá 1. febrúar til 5. mars. Nokkur sveigjanleiki er í útboðinu þar sem erfitt er að fastsetja tíma- setningar. Að sögn Sigurðar hafa ekki bor- ist svör frá fjárlaganefnd Alþingis um 120 milljóna króna viðbót- arfjárframlag á fjárlögum næsta árs til að geta stundað loðnuleit og mælingar á stofnstærð loðnu. Hann segist þó vongóður um já- kvæð svör við því erindi þar sem um sé að ræða kostnað sem Haf- rannsóknastofnun hafi ekki borið áður. Mikið er í húfi því að ef loðna finnst í nægjanlegu magni eru mikil verðmæti fólgin í veið- unum. Lengi vel hafi útgerðir uppsjávarskipa tekið þátt í þessu verkefni fyrir eigin reikning, en síðasta vetur hafi Hafrann- sóknastofnun komið til móts við þær með 30 milljóna króna fram- lagi. Heildarkostnaður útgerðanna var verulega meiri, að sögn Sig- urðar. Auk leigu á veiðiskipum til rann- sókna á loðnu nefnir Sigurður að aukakostnaður felist í kvörðun á tækjum til bergmálsmælinga í skipunum svo samræmi sé á milli þeirra og þrír sérfræðingar frá Hafró verði um borð í hverju skipi. Leigja veiðiskip til loðnumælinga  Flókið getur verið að ná góðri mælingu Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þrátt fyrir kórónuveikifaraldur hef- ur orðið aukning á útflutningi þorsk- afurða til Frakklands fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Hvað verðmæti áhrærir hefur Frakkland verið á toppnum frá árinu 2017 þegar franski markaðurinn tók fram úr þeim breska, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fyrir- tækja í sjávarútvegi (SFS). Staðan á útflutningi þorskafurða til Bretlands er nánast óbreytt í ár miðað við 2019. Samdráttur hefur orðið á útflutningi til Spánar og Bandaríkjanna, en nefna má að áfangastöðum fyrir flug frá Íslandi hefur fækkað í Bandaríkjunum sam- fara kórónuveirufaraldrinum. Aukn- ing hefur orðið á útflutningi til Portúgals. Fyrrnefnd fimm lönd kaupa mest af þorskafurðum héðan eða yfir 70% miðað við verðmæti. Bretar hafa verið stærsta viðskipta- þjóð Íslendinga með frystar afurðir, Frakkar með ferskar og Spánverjar og Portúgalar með saltaðar. Banda- ríski markaðurinn er næststærsti markaður Íslendinga með ferskar afurðir. Fjárfest í tækni Á fyrstu níu mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í 196 milljarða króna saman- borið við um 192 milljarða á sama tíma í fyrra. Það er rétt rúmlega 2% aukning í krónum talið, en sú hækk- un skrifast á lækkun á gengi krón- unnar. Rúmlega 7% samdráttur mælist í útflutningsverðmætum sjávarafurða á tímabilinu í erlendri mynt, að því er fram kom í frétta- bréfi SFS í vikunni. Útflutningsverðmæti þorskafurða var komið í tæpa 98 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er um 4% aukning frá sama tímabili í fyrra, mælt í erlendri mynt. Verð- mæti þorskafurða er þar með 50% af heildarverðmætum útfluttra sjávar- afurða í ár, en nefna má að loðna hef- ur ekki verið veidd síðustu tvo vetur. Samfara breytingum í vinnslu undanfarinn áratug hafa miklar breytingar orðið á hlutdeild ein- stakra viðskiptalanda með þorskaf- urðir. Þannig hefur franski markað- urinn orðið mikilvægari á síðustu árum. Miðað við útflutningsverð- mæti þorskafurða 2019 var hlutdeild franska markaðarins um 20% en miðað við magn rúm 14%. Það endurspeglar að verðmætari þorskafurðir eru fluttar út til Frakk- lands. Stærsti hluti þorskafurðanna sem fóru þangað í fyrra voru fersk, roðflett þorskflök í bitum og er það í samræmi við auknar áherslur ís- lenskra fyrirtækja á ferskar afurðir, en þau hafa ráðist í verulegar fjár- festingar í hátæknibúnaði fyrir vinnslu og kælingu. Verðmætustu afurðirn- ar fara til Frakklands  Breytingar á hlutdeild viðskiptalanda með þorskafurðir Hlutdeild 10 stærstu viðskiptalanda Íslendinga með þorskafurðir 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Miðað við útfl utningsverðmæti 2007 2011 2015 2019 Frakkland Bretland Spánn Bandaríkin Portúgal Holland Nígería Þýskaland Belgía Kanada Heill og hausskorinn, ferskur eða frystur Frystar afurðir Ferskar afurðir Saltaðar afurðir þurrkaðar afurðir Annað Útfl utningsafurðir þorks eftir helstu vinnslufl okkum 2019 5% 35% 36% 18% 5% 30% 20% 17% 20% 15% 4% 12% 14% 7% 9% 6% 5% 5% 1% 4% 5% 4% 0% 3% 5% Heimild: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi RAGNA Thermore® úlpa kr. 27.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.