Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Afurðaverð á markaði 3. nóv. 2020, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 535,62 Þorskur, slægður 423,54 Ýsa, óslægð 371,10 Ýsa, slægð 320,09 Ufsi, óslægður 10,00 Ufsi, slægður 196,91 Djúpkarfi 197,10 Gullkarfi 231,55 Blálanga, slægð 219,09 Langa, óslægð 224,81 Langa, slægð 235,54 Keila, óslægð 61,40 Keila, slægð 63,09 Steinbítur, óslægður 44,00 Steinbítur, slægður 544,15 Skötuselur, slægður 573,91 Grálúða, slægð 350,38 Skarkoli, slægður 423,45 Þykkvalúra, slægð 541,24 Langlúra, óslægð 225,59 Langlúra, slægð 82,56 Sandkoli, óslægður 82,00 Bleikja, flök 1.435,40 Gellur 1.194,33 Grásleppa, óslægð 21,40 Hlýri, slægður 459,63 Hvítaskata, slægð 29,00 Lúða, slægð 430,24 Lýsa, óslægð 60,05 Náskata, slægð 76,00 Skata, óslægð 145,41 Skata, slægð 99,64 Stórkjafta, slægð 189,00 Tindaskata, slægð 8,00 Undirmálsýsa, óslægð 166,09 Undirmálsýsa, slægð 183,00 Undirmálsþorskur, óslægður 208,90 Undirmálsþorskur, slægður 217,16 Kostnaður Hafrannsóknastofnunar við rannsóknir á hvölum hefur gjarn- an verið á bilinu 70 til rúmlega 100 milljónir á ári síðustu 15 ár. Undan- tekningar eru þau ár þegar stórar hvalatalningar hafa farið fram og þannig var kostnaðurinn 231 milljón árið 2015 og 174 milljónir 2007. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland á Alþingi. Í svarinu samantekt um verkefni kemur fram að mikill fjöldi sjávarspendýra og sjó- fugla drepist árlega í veiðarfærum og hafi þetta vandamál hlotið vaxandi at- hygli víða um heim. „Hér við land virðist vandamálið al- varlegast hvað varðar seli og hnísu í netaveiðum. Lögskylt er að skrá allan meðafla við veiðar og er unnið að því að bæta þá skráningu. Hafrannsókna- stofnun hefur á undanförnum árum lagt aukna áherslu á að meta raun- verulegan meðafla í samvinnu við Fiskistofu og erlendar vísindastofn- anir, svo sem Norður-Atlantshafs- sjávarspendýraráðið (NAMMCO) og Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES),“ segir í svari ráðherra. Þar kemur einnig fram að hnúfu- bak hefur fjölgað mikið við Ísland og víða um heim undanfarna áratugi. Þótt talið sé að meiri hluti stofnsins haldi sig á suðlægari slóðum yfir vet- urinn, sé ljóst að talsverður hluti hans sé hér á veturna og virðist það tengj- ast loðnugöngum að einhverju leyti segir í svarinu. aij@mbl.is 70-100 milljónir til hvala- rannsókna á hverju ári Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Allt á einum stað í Arion appinu – enn þægilegri bankaþjónusta! Stofna sparnað Kaupa tryggingar Borga reikninga Millifæra Frysta kort Sækja um greiðslukort Yfirsýn yfir fjármál Skipta á milli notenda Dreifa greiðslum Skoða rafræn skjöl Finna pinnið Stýra yfirdrætti Koma í viðskipti Ef þú ert ekki þegar með Arion appið getur þú sótt það á App Store og Google Play Alls veiddust tæp 158 tonn af grá- sleppu sem meðafli á flotvörpuveið- um á tímabilinu frá 1. janúar 2018 til 30. september 2020. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíus- sonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland um uppgef- inn meðafla íslenskra skipa sem stunduðu veiðar á uppsjávarfiski með flotvörpu á fyrrnefndu tíma- bili. 33 tonn veiddust á þennan hátt af smokkfiski og 10 tonn af urrara. Svarið byggir á upplýsingum frá Fiskistofu og er þar að finna yfirlit um allan flotvörpuafla íslenskra skipa á tímabilinu. Í veiðarfærið veiddust 752 þúsund tonn af kol- munna, 409 þúsund tonn af makríl, 359 þúsund tonn af síld og 72 þús- und tonn af loðnu. Einnig 1.374 tonn af úthafskarfa, 958 tonn af gulllaxi og 860 tonn af spærlingi, svo dæmi séu tekin. Alls veiddust tæplega 1.600 þúsund tonn í flot- vörpu á fyrrnefndum tæplega þremur árum. aij@mbl.is 158 tonn af grásleppu sem meðafli Morgunblaðið/Eggert Grásleppa Veiðist víða við landið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.