Morgunblaðið - 05.11.2020, Side 50

Morgunblaðið - 05.11.2020, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Tækifæri hjá Miracle? Ef þú ert aðdáandi gagna og gagnavinnslu, þá gæti Miracle, heimili vitringanna, átt lausan stól fyrir þig. Miracle, sem er alveg að verða 20 ára, skarar framúr þegar kemur að þekkingu á gögnum, gagnagrunnum og tækni til að hjálpa viðskiptavinum okkar að breyta gögnum sínum í verðmætar upplýsingar. Meðal viðskiptavina okkar eru mörg flottustu fyrirtæki og stofnanir landsins, t.d. 16 af þeim 19 fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands og birgjar okkar eru meðal öflugustu hugbúnaðarfyrirtækja í heimi, eins Microsoft og Oracle. Þrátt fyrir að Covidið sé að drepa okkur úr leiðindum, er mikið að gera hjá okkur og ýmis verkefni á teikniborðinu sem við komumst varla yfir nema fá liðsauka. Okkur vantar því þungavigtarfólk í liðið okkar og ef þú ert öflugur starfskraftur með mikla reynslu og djúpstæða þekkingu, framúrskarandi tæknimanneskja, með húmorinn í lagi og verður okkur til sóma hjá viðskiptavinum okkar, þá myndum við alveg vilja heyra í þér. Við leitum eftir góðu fólki með þekkingu á: • Viðskiptagreiningu / gagnagreiningu • Data warehouse • Data Lake • Big Data • Analysis • Machine Learning • Reporting • Hugbúnaðarþróun • .NET, Java, Python, Javascript, ... • Sérsmíði og hönnun hugbúnaðarkerfa • Rekstur upplýsingatæknikerfa • DBA • Einstaklingur með áhuga og þekkingu á nútíma lausnum í rekstri á upplýsingatækni • CI/CD • DevOps Hvað býður Miracle uppá: • Nærandi umhverfi • Þá erum við ekki bara að tala um snúða og vínarbrauð. Við bjóðum þér að tilheyra hópi sem hjálpar þér og okkur að þroskast og vaxa faglega. • Fjölbreytt og áhugaverð verkefni • Við vinnum fyrir frábær fyrirtæki og stofnanir og fáum með því tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og rekstri upplýsingakerfa og draga lærdóm af því hvaða aðferðir virka vel og hverjar síður. • Starfsöryggi • Gagnakerfi eru þungamiðja þeirra lausna sem keyra áfram fjórðu iðnbyltinguna. Miracle býður kjörið tækifæri til að öðlast þekkingu sem þarf til að taka þátt í samfélagi framtíðarinnar, sú reynsla er grunnur þinn að starfsöryggi í framtíðinni. Miracle hefur frá upphafi verið á lista CreditInfo sem framúrskarandi fyrirtæki (við munum ekki hvort það eru 8, 10 eða 12 ár) og þau ár sem við höfum tekið þátt í „Fyrirmyndarfyrirtæki ársins” hjá VR höfum við lent í 1.-3ja sæti. Það er gott að vinna með okkur. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband á netfangið 42@miracle.is fyrir 41. október 2020 (þetta er fyrsta prófið). Tæknistjóri sýninga Í starfinu felst þátttaka í undirbúningi og uppsetningu á sýningum Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni. Tæknistjóri hefur umsjón með og yfirsýn yfir alla verkþætti er varða undirbúning sýningasala, uppsetningu listaverka og tæknilega útfærslu þeirra. Starfið felur í sér verkstjórn uppsetningateymis og samskipti við listamenn, sýningastjóra, iðnaðarmenn og aðra sem koma að uppsetningu og niðurtöku sýninga. Tæknistjóri hefur umsjón og eftirlit með ástandi listaverka á meðan á sýningum stendur. Umsjón með verkstæðum, tækjum og sýningabúnaði safnsins. Hæfniskröfur: - Óskað er eftir einstaklingi með háskólamenntun, tækni- eða iðnmenntun sem nýtist í starfi, menntun á sviði myndlistar eða aðra menntun sem tengist starfssviði safnsins eða einstaklingi með sambærilega reynslu. - Reynsla af vinnu við tæknilausnir s.s. vinnu við hljóð og myndvörpun. - Reynsla af meðhöndlun listaverka, safnastarfi og /eða uppsetningu sýninga. - Verklagni og/eða kunnátta í smíðum og meðhöndlun verkfæra. - Þekking á ljósabúnaði og lýsingu er kostur. - Krafist er góðrar almennrar tölvukunnáttu og þekking á forritinu Scetchup eða sambærilegu er kostur. Leitað er að sjálfstæðum, skipulögðum, lausnamiðuðum, jákvæðum og drífandi einstaklingi sem vill starfa í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi. Umsækjandi mun annast verkstjórn við uppsetningar og þarf því að búa yfir leiðtogahæfni. Við leitum að drífandi vinnufélaga sem hefur áhuga á að láta verk listamanna njóta sín og starfsemi listasafnsins blómstra. Einstaklingi sem nýtur þess að takast á við fjölbreytt og óvænt verkefni með lausnamiðuðum og skapandi hætti, hefur til að bera vandvirkni og jákvæðni og þrífst vel í hóp. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar og viðkomandi séttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember nk. Með umsókn um starfið þarf að fylgja kynningarbréf, upplýsingar um menntun og starfsferil og upplýsingar um umsagnaraðila. Nánari upplýsingar um starfið veitir Markús Þór Andrésson deildarstjóri sýninga- og miðlunar í síma 411 6400 eða með því að sendar fyrirspurn á markus.thor.andresson@reykjavik.is. Sótt er um starfið á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Reykjavíkurborg Listasafn Reykjavíkur auglýsir laust er til umsóknar starf tæknistjóra Fyrirmyndarfyrirtæki 2020 hagvangur.is Vantar þig smið? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.