Morgunblaðið - 05.11.2020, Síða 53
Járnskortur algengasti næringarskortur í heiminum
Járn er nauðsynlegt snefilefni sem gegnir mörgum mikilvægum hlutverkum í líkamanum en eitt af lykilhlutverkum þess er að flytja
súrefni til vefja líkamans. Járn er einnig mikilvægt fyrir m.a. ónæmiskerfið og fyrir vöxt og þroska barna og unglinga.
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun er járnskortur algengasti næringarefnaskortur í heiminum í dag. Ástæða járnskorts er
oftast vegna ónógs járns í fæðunni, blóðmissis, aukinnar járnþarfar, sjúkdóma, meltingarvandamála eða lélegs frásogs. Konur á
barneignaraldri, einkum konur sem fá miklar tíðablæðingar þurfa í sumum tilfellum viðbótarjárn til að komast hjá járnskorti. Einnig
er börnum og unglingum sérstaklega hætt við járnskorti þar sem þau þurfa hlutfallslega meira járn en fullorðnir til að styðja við vöxt
og þroska. Einkenni járnskort geta verið veikt ónæmiskerfi, þrekleysi, skert úthald, föl húð, svimi, mæði, óeðlilegur hjartsláttur og
jafnvel hárlos. Járn er að finna í ýmsum matvælum en líkaminn getur nýtt það misvel. Nýtingu járns er hægt að auka með því að neyta
C-vítamínríkrar fæðu eins og ávaxta og grænmetis eða taka inn C-vítamín samhliða. Better You býður upp á járn munnúða í tveimur
styrkleikum, 5 mg og 10 mg, sem valda ekki meltingarvandamálum.
„Meltingarvandamál og hægðatregða er vel þekktur fylgikvilli þess að taka inn járn á bætiefnaformi. Járnið frá Better You frásogast
gegnum slímhúð í munni. Þannig er alfarið sneitt framhjá meltingarfærunum, upptakan er tryggð og magavandræði úr sögunni,“
segir Kristín
Byltingakennd
vítamín sem
sniðganga
meltingarveginn
Fyrir þá sem eiga erfitt með að nýta næringarefni úr fæðunni vegna undirliggjandi
meltingarvandamála eða eiga erfitt með að kyngja töflum komamunnúðarnir frá
Better You sér sérlega vel.
„Ég er einstaklega hrifin af Better You vörulínunni en fyrirtækið leggur mikið upp úr gæðum. Better You línan
býður upp á fjölbreytt úrval af vítamínum og steinefnum og öll eru þau í munnúðaformi sem er þægileg og
einföld leið til að taka inn bætiefni. Ekki skemmir fyrir að munnúðarnir eru sérlega bragðgóðir og hentugir í
notkun. Með því að úða þeim út í kinn eða undir tungu frásogast bætiefnin í gegnum slímhúð í munni,“
segir Kristín Steindórsdóttir, næringarþerapisti.
D-vítamín alla ævi
„Það hefur orðið mikil vitundarvakning um mikilvægi
D- vítamíns. Framan af var talið að eina hlutverk
D-vítamíns væri fyrir beinheilsu og til að koma í veg
fyrir beinkröm hjá börnum og beinþynningu hjá
fullorðnum. Rannsóknir gefa til kynna að D-vítamín
gegni mun víðtækara hlutverki en áður var talið og það
sé í raun grundvallarefni fyrir mannslíkamann til að
viðhalda heilsu og lífsþrótti,“ segir Kristín.
„D-vítamín er ekki eins og önnur vítamín því við getum
framleitt okkar eigið D vítamín þegar UVB geislar
sólarinnar skína á húðina. Þrátt fyrir það hefur komið
í ljós að allt of margir eru í skorti eða við skortsmörk.
Ástæðan er sú að við verjum sífellt meiri tíma innandyra og þegar við erum úti klæðumst við gjarnan fatnaði eða berum á okkur sólarvörn til að verjast skaðlegum geislum sólarinnar og
útilokum um leið D-vítamín framleiðsluna í húðinni. Á Íslandi fáum við yfirhöfuð of litla sól yfir vetrarmánuðina og þar sem það er einnig erfitt að fá nóg af D-vítamíni úr fæðunni hefur
Landlæknisembættið ráðlagt fólki að taka inn D-vítamín í formi bætiefna daglega.“
Kristín segir aldrei of seint að spyrna fótum við D-vítamínskorti og besta leiðin til þess sé að taka það inn í bætiefnaformi
alla ævi. DLUX 4000 er nýjasta og sterkasta D-vítamínið í Better You línunni og eru 4000 AE í hverjum úða.
C-vítamín fyrir öflugt ónæmiskerfi
„Flestir þekkja hlutverk C-vítamíns fyrir ónæmiskerfið og taka það inn
sem bætiefni til að efla viðnám líkamans gegn flensum og sýkingum,
en C- vítamín er einnig mikilvægt fyrir myndun kollagens sem er eitt
af byggingarefnum líkamans, fyrir betri upptöku og nýtingu á járni
úr fæðunni og spilar stórt hlutverk sem verndandi andoxunarefni.
C-vítamín munnúðinn frá Better You inniheldur einnig grænt te,
B2 sem er gríðarlega mikilvægt vítamín fyrir orkubúskap frumna og
selen sem er eitt hinna svokölluðu andoxunarnæringarefna líkamans.
C-vítamín blandan frá Better You er frábrugðin flestum C-vítamínum
á markaðnum, það er í munnúðaformi sem gerir það afar hentugt í
notkun,“ segir Kristín.
Margir lenda í vandræðum
meðmeltinguna við inntöku á
járni en þar sem járnblöndurnar
frá Better You eru í munnúðaformi
sem frásogast beint frá slímhúð
í munni og út í blóðrásina eru
magavandamál tengd
járninntöku því úr sögunni.
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.