Morgunblaðið - 05.11.2020, Side 58

Morgunblaðið - 05.11.2020, Side 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is PERLUR Gunnlaugur Blöndal Vefuppboð nr. 506 á uppbod.is 31. október – 11. nóvember Ásgrímur Jónsson Forsýning á verkunum hjá Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is í íslenskri myndlist Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gættu þess að gefa ekki svo mik- inn gaum að öðrum að þú gleymir sjálfum þér. Yfirlýsingar þínar tilheyra augnablik- inu og svo líður það. 20. apríl - 20. maí  Naut Það reynir svolítið á þig er menn keppa um athygli þína. Aðrir sjá að þú veist um hvað þú ert að tala og leggja því við hlustir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það yrði margt auðveldara ef þú leyfðir vinum og vandamönnum að leggja þér lið. Hugsaðu frekar um vináttuna en að slá keilur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér er nauðsynlegt að brydda upp á einhverju nýju til þess að gefa lífinu lit. Hlutirnir eru stöðugt að breytast og því er endurmat skynsamlegt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt það til að draga þig í hlé til að forðast árekstra við annað fólk. Láttu ekk- ert verða til að skyggja á gleði þína. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Stundum pælirðu í hvort er skrýtn- ara þú eða fólkið í kringum þig. Margt smátt gerir eitt stórt og það munar um hvern og einn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ávaninn sem þú ert að reyna að losa þig við hefur nýst þér prýðilega um langt skeið. Sýndu bara ró og gakktu óhikað inn á nýjar leiðir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Taktu við því sem aðrir eru svo góðir að gefa þér. Fjárhagsvit þitt er ekki upp á sitt besta og þú gætir því séð eftir eyðslunni á morgun. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Röddin sem dæmir þig hið innra kemur í veg fyrir að óskirnar rætist. Láttu ekki mannalæti blekkja þig heldur sjáðu í gegnum þau. 22. des. - 19. janúar Steingeit Persóna þín er staðföst og er áköf í því að sannfæra aðra um ágæti hug- mynda þinna. Mundu að þú ert við stjórn- völinn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ekki víst að þú sért tilbúinn til að viðurkenna hvernig málum þínum er komið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekki staða þín heldur þol- inmæði og þrautseigja sem segja til um hversu flott persóna þú ert. Haltu ótrauð- ur áfram. inni en víð sýn hjúkrunar á viðfangs- efnin er grunnstefið í öllu sem hún gerir. Árið 2009 kom nýtt tilboð upp á borð þegar Anna Sigrún var beðin um að vera aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra og síðan að- stoðarmaður velferðarráðherra á ár- unum 2009-13. Anna Sigrún átti þó aftur eftir að fara á Landspítalann og hefur verið aðstoðarmaður Páls Matthíassonar, forstjóra Landspít- ala, frá 2013. „Aðstoðarmennska er afar tímafrekt starf og gefst lítill og raunar enginn tími til tómstunda, bara engar tómar stundir,“ segir hún og hlær. „En starfið er skemmtilegt og fjölbreytt og Páll bæði góður vin- ur og yfirmaður. Ég reyni þó að eiga stundir með fjölskyldunni og svo nýt ég daglegrar útiveru með hundinum – þau næra mig.“ gjafi. „Ég þáði það, því ég er Landspítalakona í hjarta mínu og þetta er staðurinn sem ég vil starfa á, þótt það geti verið ansi erfitt stund- um, eins og núna.“ Hún segir námið hafa dýpkað skilning sinn á starfsem- A nna Sigrún Bald- ursdóttir fæddist 5. nóv- ember 1970 í Stykk- ishólmi og bjó þar fram á unglingsár þar til hún fór í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Það er gott samfélag í Stykkishólmi, mikið listalíf og maður nýtur enn þá stuðnings frá gömlum nágrönnum og vinafólki mömmu og pabba, sem ég kalla stundum stuðningssveitina mína í Hólminum.“ Eftir tvö ár í Reykjavík hóf Anna Sigrún búskap með æskuástinni, Jóni Þór Sturlusyni. Þau höfðu verið í sama bekk í grunnskólanum í Stykk- ishólmi, en Jón Þór flutti þangað tíu ára gamall. „Við tókum þátt í upp- setningu á söngleiknum Gretti og þá kviknaði ástin,“ segir Anna Sigrún. Anna Sigrún útskrifaðist frá FB árið 1990 og lauk BS-prófi í hjúkr- unarfræði frá Háskóla Íslands 1995. „Ég starfaði sem gangastúlka hjá St. Franciskussystrum í Hólminum sumarið 1986 og fann strax að þessi vettvangur ætti vel við mig.“ Anna Sigrún tók einnig áfanga í guðfræði við HÍ og þegar þau Jón Þór fóru til Stokkhólms þar sem hann fór í dokt- orsnám, dýpkaði hún enn frekar svið sitt og nam siðfræði við Stokk- hólmsháskóla. „Ég hef mikinn áhuga á siðfræði og guðfræði því þar er svo margt sem kallast á við gildi hjúkrunar. Þegar mikið bjátar á vakna þessar djúpu til- vistarspurningar hjá fólki og það er mikilvægt að geta sinnt bæði lík- amlegum og andlegum þörfum fólks.“ Anna Sigrún starfaði við hjúkrun á Landspítala og í Stokkhólmi til ársins 2002, en rak mönnunarfyrirtækið Liðsinni á árunum 2002-2007. „Ég kynntist sambærilegum fyrirtækjum í Stokkhólmi og ákvað að prófa þetta og það var skemmtilegt, en fann samt undir niðri að ég er opinber starfs- maður í grunninn, sem hljómar verr á íslensku en á ensku þar sem merk- ingin er þjónn samfélagsins.“ Anna vildi samt víkka svið sitt enn frekar og fór í MBA-nám í Háskól- anum í Reykjavík og lauk því 2007, en þá bauðst henni að koma aftur á spítalann, og þá sem fjármálaráð- Árið 2014 fór fjölskyldan til Or- lando í Flórída að skoða skemmti- garða. Þar sem hún og dæturnar stóðu í röð til að komast í aðal- græjuna fær Anna Sigrún skyndilega heilablæðingu. Sem betur fer var brugðist strax við og hún send með þyrlu til Gainesville þar sem hún var í tvær vikur á gjörgæslu. „Ég var mjög lánsöm, fékk góða þjónustu úti og mikinn stuðning heima. Hund- urinn Röskva er bjargvætturinn minn og sá um endurhæfingu mína heima með daglegum gönguferðum og sparaði heilbrigðiskerfinu stórfé.“ Hún segir það hafa hjálpað að hún var í góðu formi en mikilvægast hafi þó verið að finna stuðning og velvilja fjölskyldu og vina. „Ég ber í sjálfu sér engin merki þess að hafa lent í þessu og er ótrúlega þakklát fyrir það. Því finnst mér enn þá mikilvæg- Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans - 50 ára Landspítalakona í hjarta mínu Flatey Hér sést Anna Sigrún úti í Flatey, en hún segir mannlífið gott í Stykkishólmi og er þakklát fyrir sitt góða stuðningsnet. Fjölskyldan Hérna er Jón Þór með dætr- unum Guðrúnu Mörtu og Filippíu Þóru. Bjargvættur Hundurinn Röskva sparaði heilbrigðiskerfinu stórar upphæðir í bataferli Önnu Sigrúnar. Hjónin Anna Sigrún og Jón Þór eru búin að þekkjast í 40 ár og vera saman í 35 ár. Til hamingju með daginn Í dag, 5. nóvember 2020, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Móeiður G. Skúladóttir ökukennari og Björn Björnsson, aðalvarðstjóri hjá lögregl- unni. Þau voru gefin saman í Keflavík- urkirkju 5.11. 1960 af bróður Móeiðar, sr. Ólafi Skúlasyni. Demantsbrúðkaup 30 ára Ragna Björk ólst upp á Álftanesi en býr núna á Selfossi. Ragna Björk er verk- fræðingur hjá Orku- veitu Reykjavíkur. Helsta áhugamál hennar er útivist og hún hefur gaman af fjallgöngum. Síðan hefur hún gaman af ferðalögum erlendis, sem er nú ekki hægt á þessum tímum, en Ragna er núna í barnsburðarleyfi. Maki: Aron Valur Leifsson, f. 1991, tæknifræðingur. Barn: Hinrik Bragi, f. 2020. Foreldrar: Guðrún Gísladóttir, f. 1951, kennari og bókasafnsfræðingur, og Bragi Guðmundsson, f. 1948, matreiðslumeist- ari. Þau búa á Álftanesi. Ragna Björk Bragadóttir 40 ára Hafþór Páll fæddist í Reykjavík en hefur búið víða hér- lendis og um tíma í Danmörku. Hafþór er í hugbúnaðargeir- anum og vinnur hjá Genuity Science sem sérhæfir sig í heilbrigðisgeiranum. Helstu áhugamálin eru kaffi og borð- spil. Maki: Silja Lind Þrastardóttir, f. 1982, vinnur á Kaffihúsinu Laugalæk. Börn: Brynhildur Íris, f. 2013; Vilborg Elín, f. 2009, og Hafrún Björg, f. 2016. Foreldrar: Bryndís Guðbjartsdóttir, f. 1958, húsmóðir á Akranesi, og Hlöðver Helgi Gunnarsson, f. 1956, vélsmiður í Kópavogi. Hafþór Páll Bryndísarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.