Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Silver/ Dark walnut að innan. 2020 GMC Denali, magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleira. Samlitaðir brettakantar, gúmmimottur í húsi og palli. VERÐ 13.250.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Carbon Black/ Walnut að innan. 2020 GMC Denali , magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir brettakantar, gúmmimottur í húsi og palli. VERÐ 13.250.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Silver/ Grár að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque, 4X4, 10-speed Automatic transmission, 6-manna. Heithúðaður pallur. VERÐ 11.290.000 m.vsk 2020 Ford F-350 XLT Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við munum opna um leið og tæki- færi gefst, en við höfum þurft að fresta opnuninni tvisvar út af kór- ónuveirufaraldrinum,“ segir Hall- dóra Jónsdóttir um stafræna útgáfu Íslensk-danskrar orðabókar sem kennd er við Sigfús Blöndal. Hall- dóra hefur, ásamt Steinþóri Stein- grímssyni og Þórdísi Úlfarsdóttur, haft umsjón með því að koma orða- bókinni á stafrænt form á vefnum blondal.arnastofnun.is/stafraena- ordabokin/. Þar er enn sem komið er aðeins hægt að leita í viðbætinum sem út kom árið 1963 og geymir um 40 þúsund orð, en Íslensk-dönsk orðabók kom út í tveimur bindum á árunum 1920 til 1924 og innihélt 106 þúsund uppflettiorð. Að sögn Halldóru stóð fyrst til að opna vefinn í heild sinni á sumardag- inn fyrsta þegar 100 ár voru liðin frá útgáfunni, en því var frestað út af heimsfaraldrinum. Gera átti aðra til- raun í tengslum við fæðingardag Sig- fúsar, en hann fæddist 2. október 1874, og stóð þá til að opna í leiðinni sýningu um hjónin Sigfús og Björgu C. Þorláksson og orðabókarvinnu þeirra í Þjóðarbókhlöðinni, en farald- urinn kom einnig í veg fyrir að það gæti orðið. Seinlegt þolinmæðisverk Halldóra rifjar upp að Íslensk- dönsk orðabók hafi að mestu leyti verið samvinnuverkefni hjónanna Sigfúsar og Bjargar sem þau hófu í Kaupmannahöfn á fyrsta hjóna- bandsári sínu árið 1903. „Þau áætl- uðu að verkið myndi taka fimm ár, en þegar þau fóru að prófa orðaforðann að þeim tíma liðnum var þeim ljóst að hann dugði ekki og þá héldu þau vinnu sinni áfram,“ segir Halldóra og bendir á að hjónin hafi unnið stöðugt að orðabókinni í samtals 17 ár. Tekur hún fram að sökum fastra starfa Sig- fúsar á Konunglega bókasafninu megi ljóst vera að hlutur Bjargar hefur síst verið minni en hans við orðabókarstarfið. Að sögn Halldóru kom fjöldi sam- verkamanna við sögu við gerð orða- bókarinnar auk þess sem Sigfús fékk aðgang að ýmsum orðasöfnum sem komu að miklu gagni. „Í júní 1917 fékk Sigfús 14 mánaða leyfi frá starfi sínu til að fara til Íslands með orða- söfn sín með það að markmiði að ljúka við aðalritstjórn orðabókar- innar. Fékk hann góðan styrk til verksins og gat ráðið hóp fólks í rit- stjórnarvinnuna.“ Sem fyrr segir reyndist vinnan við orðabókina seinlegt þolinmæðisverk þar sem allt tók lengri tíma en Sigfús og Björg höfðu áætlað. „Fyrstu átta árin tókst að afla styrkja frá danska kirkju- og kennslumálaráðuneytinu auk þess sem Carlsbergs-sjóðurinn styrkti verkið einnig um árabil. Árið 1917 fékkst danskur ríkisstyrkur til að ljúka verkinu og fyrir hann var unnt að ráða aðstoðarfólk í Reykja- vík,“ segir Halldóra og bendir á að meira fé hafi þó vantað. „Árið 1919 fékk Björg þá hugmynd að orðabókin ætti að eiga sig sjálf. Með því átti hún við að allt það fé sem aflaðist fyrir sölu bókarinnar skyldi renna í sér- stakan sjóð, Hinn íslensk-danska orðabókarsjóð. Þau Sigfús sömdu stofnskrá fyrir sjóðinn og Björg skrifaði bæklinginn „Ísland skapar fordæmi“ þar sem sjóðshugmyndin var kynnt og sömuleiðis stofnskráin,“ segir Halldóra, en ljósmyndir af síð- um stofnskrárinnar má lesa á fyrr- nefndum vef. Halldóra bendir á að Björgu hafi tekist að ná sambandi við allmarga þingmenn, dreifa bækl- ingnum og tala fyrir stofnun sjóðsins. „Hann varð að veruleika og hefur verið tiltækur allan þann tíma sem liðinn er,“ segir Halldóra og bendir á að þar sem bókin hafi átt sig sjálf hafi aldrei verið greidd höfundarlaun. „Sjóðurinn hefur í gegnum árin staðið undir endurútgáfu orðabók- arinnar,“ segir Halldóra og rifjar upp að núverandi stjórn hafi árið 2016 tekið þá ákvörðun að gefa bókina ekki út aftur á prenti heldur koma henni frekar í rafrænt form. Sjóðs- stjórnina skipa Guðrún Kvaran, sem er formaður, Hrefna Arnalds, Jón G. Friðjónsson og Vésteinn Ólason. „Það var dýrt verkefni að koma bók- inni á stafrænt form, en verkefnið var að öllu leyti fjármagnað af Ís- lensk-dönskum orðabókarsjóði,“ seg- ir Halldóra og áætlar að heildar- kostnaður hafi numið um 30 milljónum króna. Ómissandi heimild Sem fyrr segir var Halldóra ásamt Steingrími og Þórdísi umsjónar- maður verkefnisins, en starfsmenn við orðabókartextann hafa í gegnum árin verið Kristján Friðbjörn Sigurðsson (2016-2017), Oddur Snorrason (2017-2019), Árni Davíð Magnússon (2018-2020), Salome Lilja Sigurðardóttir (2018-2020), Bolli Magnússon (2019), Ása Bergný Tómasdóttir (2019-2020) og Finnur Á. Ingimundarson (2019-2020). „Orðabókin er yfir þúsund blaðsíður sem hafa allar verið ljóslesnar, yfir- farnar og textinn gerður leitarbær,“ segir Halldóra þegar hún er spurð um vinnuna að baki rafrænu formi orðabókarinnar. Spurð um gildi þess að orðabókin sé gerð aðgengileg öllum að kostn- aðarlausu segir Halldóra það mikið. „Orðabókin er lykilverk í íslenskri orðabókasögu og er hún ein stærsta íslenska orðabókin sem hefur verið unnin til þessa og ómissandi heimild um íslenskt nútímamál fyrir 100 árum,“ segir Halldóra. Þess má að lokum geta að stjórn Íslensks-dansks orðabókarsjóðs hef- ur nú afhent Stofnun Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum allar eign- ir sjóðsins til að unnt verði að viðhalda verkinu. Ljósmynd/Landsbókasafn – Háskólabókasafn Samhent Frá vinstri eru verkefnastjórarnir Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir og starfsmennirnir við staf- rænu orðabókina þau Ása Bergný Tómasdóttir, Bolli Magnússon, Oddur Snorrason og Árni Davíð Magnússon við sýningarkassa orðabókarinnar í Þjóðarbókhlöðu 2. október 2020, þegar 146 ár voru liðin frá fæðingu Sigfúsar. Menntuð Björg C. Þorláksson lauk doktorsprófi fyrst íslenskra kvenna frá Sorbonne-háskóla í París 1926. Lykilverk í íslenskri orðabókasögu  Íslensk-dönsk orðabók framvegis aðgengileg á vefnum Bókelskur Sigfús Blöndal var bóka- vörður við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn árin 1901-1939. Pardon my Icelandic, uppistands- sýning Ara Eldjárn sem hann flutti á ensku í Þjóðleikhúsinu í fyrra, verður aðgengileg á streymisveit- unni Netflix frá 2. desember. Áskrifendur Netflix eru um 950 milljónir og því mun aðdáendahóp- ur Ara eflaust stækka töluvert. Sýn- inguna hefur Ari flutt víða um lönd og hann er spurður að því hvaða áhrif þetta muni mögulega hafa á feril hans. „Ég held að hvað sem það verður, hvort heldur mikið eða lítið, verði það alltaf plús að hægt sé að nálgast mann á þessari veitu,“ svarar hann. –Þú sagðir í samtali við mbl.is að það hefði alltaf verið markmið hjá þér að komast á Netflix. „Það er í raun og veru markmið hjá flestum uppistöndurum að gera alla vega einn þátt fyrir Netflix á ferlinum. Aðdragandinn að þessu eru um það bil þrjú ár,“ svarar Ari. „Ég fékk frábæran umboðsmann fyrir þremur árum sem sá mig í Ed- inborg og vinnur hjá Netflix í dag þannig að þar komst á tenging,“ segir Ari. Uppistandið er nú komið í flokk „Netflix Originals“ og segir Ari að veitan eigi nú sýninguna. –Hafa Íslendingar séð hana? „Já, já, þetta er allt efni sem hef- ur verið flutt á íslensku áður og fólk verður bara að gjöra svo vel að láta sig hafa það að horfa á þetta í fimmtugasta skipti til að styðja sinn mann. Nú þarf bara víkingaklapp og Eurovision-stemningu!“ segir Ari og hlær. Hann segir upptökuna mjög vandaða. „Það var líka gaman að geta parkerað þessari sýningu svona, ég var búinn að vera með hana í tvö ár á þessum tímapunkti og maður þarf alltaf á endanum að hætta með efnið og gera nýtt, og það er oft svolítil synd að efnið sé ekki varðveitt á neinn hátt. Þetta er góð leið til að kvitta fyrir sig,“ segir Ari sem hefur haft nóg að gera, þrátt fyrir kófið. Árshátíðabransinn liggur niðri en Ari segist hafa haft nóg að gera í því að spauga fyrir vinnustaði, m.a. með fjarfunda- búnaði. „Í augnblikinu lifi ég ágæt- islífi á því.“ helgisnaer@mbl.is Grín Ara á Netflix  „Nú þarf bara víkingaklapp og Eurovision-stemningu,“ segir Ari Grín Ari Eldjárn á kynningarmynd Netflix-veitunnar fyrir uppistandið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.