Morgunblaðið - 05.11.2020, Side 68

Morgunblaðið - 05.11.2020, Side 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Gelísprautun Greiddu fyrir meðferð í dag og nýttu þér tilboðið hjá okkur. Bókaðu og nýttu meðferðina þegar hentar þér best! Gefur náttúrulega fyllingu • Grynnkar línur og hrukkur • Eykur kollagenframleiðslu Snemma í maí 1985 birtist í DV bréf frá konu á Hvammstanga sem vildi þakka fyrir tónleika sem Bubbi hafði haldið þar. Það vakti athygli hennar að á tónleikunum talaði Bubbi um eiturlyf við áhorfendur og varaði mjög við notkun þeirra: „Ég var að láta mér detta í hug hvort það væri ekki snjallt að fá Bubba í grunnskóla landsins til að segja frá reynslu sinni í þessum efnum. Krakk- arnir líta upp til Bubba og taka mark á því sem hann hefur að segja. Þau vita líka að hann talar út frá eigin reynslu og er ekki að predika út í loftið eins og einhver postuli.“ Tónleikarnir á Hvammstanga voru hluti af tónleikaferð sem hann fór um landið til að kynna Konu. Eins og fram hefur komið entist edrúmennska Bubba eftir meðferð- ina 1985 ekki nema fram á haust, því þegar hann hélt til Óslóar að spila á friðarhátíðinni á Holmenkollen í ágúst beið þar íslenskur vinur hans sem komið hafði með hassköggul frá Kaupmannahöfn að beiðni Bubba. Eftir það fór hann ekki á svið óskakkur í rúman áratug. Honum fannst kannabisefnin líka í lagi, en fór í meðferðina 1985 til að hætta á kókaíni. Bubbi hefur lýst því að hann hafi aldrei verið sérstaklega gefinn fyrir áfengi. Í viðtali við DV 2004 sagði Inga Sólveig að Bubbi „hafi aldrei getað drukkið eins og maður. Varð alltaf illa fullur og leiðinlegur en not- aði þess vegna hass.“ Orðið alkóhól- ismi er þó líka notað yfir þá sem eru háðir öðrum vímuefnum og þannig notar Bubbi það í bókinni hennar Silju Aðalsteinsdóttur og ræðir opin- skátt um það hvernig vímu- efnaneyslan spillti lífi hans. Hann ræddi það aftur á móti ekki að á þeim tíma var hann aftur byrjaður að reykja kannabis daglega og ekki heldur að hann hafði einnig tekið upp kókaínneyslu að nýju eftir að hafa komist í efnið í ljósmyndastúdíóinu í Stokkhólmi 1986 eins og fyrr var getið. Afneitun er sterkur þáttur í sjúk- dómnum og Bubbi var duglegur við að sverja af sér neyslu sterkra vímu- efna þótt hann hafi ekki farið leynt með gras- og hassneyslu framan af. Í Vikunni í september 1981 segist hann þannig hafa „gaman af grasi“ og að hassið sé ekki hættulegt á með- an ekki sé reykt oftar en einu sinni til tvisvar í viku. Haustið 1982 er hann farinn að nota kókaín reglulega en Egó tók þó þátt í tónleikunum Rokk gegn vímu í desember það ár, „hress- ari en nokkru sinni“, eins og það var orðað í Morgunblaðinu 17. desem- ber. Eftir því sem kókaínneysla Bubba eykst varð það fljótt á flestra vitorði í tónlistarheiminum hvað væri á seyði og það spurðist út til fjölmiðlamanna sem báru sögurnar upp við Bubba. Hann verst þó fimlega eins og sjá mátti í viðtali í Helgarpóstinum 3. maí 1984. Fyrirsögnin á viðtalinu var „Kókaínneyslan er kjaftæði“. […] Eftir meðferðina í byrjun árs 1985 talar Bubbi aftur á móti opinskátt um neysluna, segir til að mynda í Þjóðviljanum 4. apríl að ein af ástæð- um þess að hann fór að nota sterkari efni en kannabis hafi verið frægðin: „Það var alls staðar gónt á mig, á götunni, í bíó, í matvöruverslunum, ég var mældur út. Ég fór að dópa.“ […] Konan á Hvammstanga stakk upp á því að Bubbi myndi tala við ung- menni um eiturlyf og það gerði hann á tónleikum sínum næstu árin og sér- staklega ef hann var að spila fyrir ungmenni, en hann var áfram í sinni neyslu. Í myndatexta við viðtal við Bubba í DV í febrúar 1990 segir að Bubba hafi „tekist að brjótast út úr vonleysi kókaínneyslunnar“, og í við- talinu segist hann líka hafa hætt neyslunni, sem hann vissulega gerði í rúmt ár. Hann ræðir einnig um af- neitunina: „Öll erum við þannig að við ljúgum að sjálfum okkur. Vímu- efnaneytendur gera meira af því en flestir aðrir. Hlutunum er hagrætt. Ég viðurkenndi oft fyrir mér að ég væri háður kóki. Þess á milli laug ég að mér að svo væri ekki.“ Í heimildarmyndinni Blindskeri sagði hann að leiðin sem hann sá var að halda áfram að ljúga, „ljúga að sjálfum mér, ljúga að þjóðinni, fjöl- skyldunni minni, ég laug að öllum“. Í viðtali við Fréttablaðið í nóvember 2013 nefnir Bubbi hversu erfitt hon- um hefði reynst að sætta sig við þá hugmynd að hann hefði ekki stjórn á neyslunni: „En því meira sem ég rembdist við að telja sjálfum mér trú um að ég væri við stjórnvölinn, þeim mun verr leið mér. Ég var oft þurr í marga mánuði en svo datt ég í það. Féll. Þetta var mikið strögl og ég þjáðist svolítið af „Hemma Gunn- einkenninu“.“ Þann 11. september 1996 urðu straumhvörf í lífi Bubba, eins og hann lýsir því í viðtölum, en þá vakn- aði hann upp um nóttina og ákvað að tími væri til kominn að hætta endan- lega. Þá var hann í miðjum klíðum að taka upp plötuna Allar áttir og segir að erfitt hafi verið að halda fyrstu tónleikana eftir að hún kom út, því það hafi verið fyrstu edrú tón- leikarnir. „Fram að því það hafði bara ekki verið fræðilegur möguleiki að geta orðið edrú. Til þess þarf maður að ná ákveðnum botni, sínum botni, og finna löngun til að laga líf sitt, en af hverju átti ég að vilja laga eitthvað? Ég var bara stóri B og það gekk allt í haginn, ég gat bara verið eins og ég var og vissi að ég myndi aldrei deyja.“ Um miðjan mars 2001 samdi Bubbi svo við Olíufélagið hf. Esso um samstarfsverkefnið: Veldu rétt! – Esso og Bubbi gegn fíkniefnum. Í verkefninu fólst að Bubbi héldi þrenna tónleika í tengslum við átak- ið, en einnig heimsótti hann grunn- skóla, félagsmiðstöðvar og fleiri sam- komustaði og ræddi við börn og unglinga um vímuefni. Nokkrum árum eftir að Bubbi hætti á hnefanum, eins og hann lýsti því, segist hann hafa farið í upprifjun á AA-fræðunum hjá SÁÁ og í viðtali við DV í október 2003 segist hann þá hafa áttað sig á að hann væri „tilbú- inn að fórna öllu, ferlinum og hverju sem var til þess að geta verið fjöl- skyldumaður og til þess að „fúnkera“ eins og hver annar meðaljón“. Landsliðs- maður í lygi Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fræðsla Bubbi heimsótti nemendur Fellaskóla árið 2001 til að ræða um áfengis- og vímuefnaneyslu. Bókarkafli | Í bókinni Bubbi Morthens – ferillinn í fjörutíu ár rekur Árni Matthíasson tónlistarsögu Bubba Morthens allt frá því plöturnar Ísbjarnar- blús og Geislavirkir breyttu íslenskri rokksögu fyrir fjörutíu árum. Þegar þær komu út varð Bubbi Morthens á allra vörum og hefur verið þar síðan. Glaðbeittur Mynd af Bubba sem birtist með viðtali hér í Morgunblaðinu með fyrir- sögninni „Ég er fæddur fíkill“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.