Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 er bæði spennandi og ógnvekjandi Bókin fæst í Eymundsson UNGMENNABÓKIN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skólastarf verður víðast óbreytt  Ný reglugerð breytir litlu í áfangakerfi  Áfram takmarkanir  Ná bekkjunum aftur í hús á Akureyri Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Breytingar á reglugerð um smit- varnir vegna kórónuveirunnar sem tekur gildi næstkomandi miðvikudag breytir litlu um starfhætti í fram- haldsskólum sem starfa í áfanga- kerfinu. „Starf okkar út önnina verð- ur að mestu óbreyttt frá því sem verið hefur síðustu vikur, segir Steinn Jóhannsson, rektor Mennta- skólans við Hamrahlíð í Reykjavík. „Að meiri tilslakanir séu ekki gerðar um fjöldatakmarkanir og blöndun í framhaldsskólum eru mér vonbrigði. Það gekk mjög vel á sín- um tíma þrátt fyrir blöndun nem- endahópa í áfangaskólanum, enda hefur verið farið eftir bókinni um sóttvarnaráðstafanir.“ Heimapróf að hefjast Frá og með 18. nóvember til 1. desember má fólk nú koma saman í 25 manna hópum í stað 10 eins og verið hefur síðustu vikur. Þó má fólk í stærri hópum ekki blandast saman, sem kemur í veg fyrir hægt sé að hefja að nýju kennslu í námsáföng- um þar sem nemendur hver úr sinni áttinni eru saman. „Við getum að einhverju leyti á móti tekið á móti þeim sem eru í IB- námi, það er alþjóðlegri námsbraut og þar sem um 25 nemendur eru saman í hverjum bekk. Þá munu nemendur okkar taka annarprófin heima yfir netið, en sú vertíð hefst nú í lok mánaðarins,“ segir Steinn. Hann bætir við að nokkurrar gremju gæti meðal nemenda og foreldra að ekki séu meiri tilslakanir gerðar, enda þótt námsárangur að undan- förnu sé ágætur ef tekið er mið af til dæmis prófum og verkefnaskilum. Einnig sé fylgst vel með líðan nem- enda og hringt í þá sem ekki séu virkir sem skyldi í náminu. Allt þetta hafi skilað sér en um 1.100 nemendur eru nú á haustönninni í Hamrahlíð. Hafi þrek í vorönnina Í Menntaskólanum í Reykjavík er verið að fara yfir mál og möguleika, en Einar Hreinsson konrektor býst ekki við miklum breytingum. Þótt heimilt verði að 25 nemendur í fram- haldsskólum megi koma saman í einu rými séu húsakynni MR þröng. Því sé nánast ógerlegt að framfylgja reglu um tveggja metra fjarlægð milli fólks. Þá sé tíminn naumur, því kennsla í skólanum er aðeins næstu tvær vikurnar en eftir það hefst prófatíð. Í Menntaskólanum á Akureyri er nú leitað leiða til þess að nemendur geti lokið yfirstandandi önn á „já- kvæðan hátt“ eins og Jón Már Héð- insson skólameistari komst að orði í samtali við Morgunblaðið. Bekkja- kerfið, það er að nemendur séu í litlum afmörkuðum hópum, vinni með þessu markmiði. Reynt verði að ná sem flestum nemendum í hús á næstunni og þá verði tekin yfirferð yfir efni annarinnar fyrir prófin sem hefjist senn. „Með þessu viljum við hjálpa krökkunum yfir hjallann svo þeir komi líka vel undirbúnir og hafi þrek í vorönnina,“ segir skólameist- arinn. Steinn Jóhannsson Jón Már Héðinsson Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við reynum að hafa aðstæður þann- ig úti að allar merkingar á gangstétt- um sjáist vel. Við erum jafnvel með tvöfaldar og þrefaldar raðir á ákveðnum stöðum. Þetta hefur að mestu gengið vel,“ segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, um langar biðraðir fyrir utan versl- anir fyrirtækisins. Tíu manna fjöldatakmarkanir gilda í verslunum og því hafa bið- raðir myndast víða utan við inn- ganga. Að sögn Gests má auðveld- lega tryggja fjarlægðarmörk þótt fleirum verði hleypt inn í verslanir. „Maður hefur mestar áhyggjur af röðum, enda ráðum við ekki við þær. Þær eru í raun utan okkar verksviðs, en þetta hefur gengið merkilega vel,“ segir Guðmundur og bætir við að hann skilji ráðstafanir sóttvarna- yfirvalda. Hins vegar sé ákveðin mótsögn í aðgerðunum. „Ég skil al- veg aðstæður og veit að það er erfitt að gera undantekningu. Elko í Lind- um er jafnstór og Krónan, sem er næsta verslun við okkur. Þeir mega hafa 200 manns en við bara tíu.“ Verða að horfa á heildarmynd Sigríður Á Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir núverandi reglur sóttvarnayfirvalda of flóknar. Þá sé verið að eyða tíma í útfærslu á reglum, sem óvíst er hvort einhverj- um árangri skili. „Þetta eru orðnar of flóknar reglur. Það er verið að setja reglur sem ekki hefur verið sýnt fram á að vísindi liggi að baki,“ segir Sigríður og bætir við að bið- raðir við verslanir geti til dæmis vart samrýmst aðgerðum stjórnvalda. „Ég held að þetta sé eitthvað sem menn verði að útskýra. Eina sem ég veit fyrir víst er að fólk á ekki að norpa úti í kuldanum.“ Sjálf segist Sigríður ekki vilja gera lítið úr alvarleika faraldursins. Þá sé hún ekki mótfallin því að farið verði eftir ábendingum sérfræðinga. „Heilbrigðisráðherra hefur stuðst í einu og öllu við ráð sérfræðinga. Vandinn við það er hins vegar sá að við vitum ekkert hvaða sérfræðingar eru þar að baki. Sérfræðinga greinir á um ýmislegt. Það þarf að horfa á heildarmyndina, það eru fleiri en bara smitsjúkdómalæknar sem eru sérfræðingar. En jafnvel smitsjúk- dómalækna greinir á.“ Langar biðraðir við verslanir  Auðvelt að tryggja fjarlægðarmörk þótt fleirum sé hleypt inn í verslanir  Ákveð- in mótsögn í aðgerðum stjórnvalda  Reglur heilbrigðisyfirvalda sagðar of flóknar Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Biðröð Langar raðir mynduðust fyrir utan Elko í Lindahverfi. Jarðskjálftar sem urðu á Heng- ilssvæðinu í gær höfðu ekki áhrif á rekstur virkjunar Orku náttúrunnar (ON). Í virkjuninni er rafmagn og heitt vatn unnið fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist 2,1 kílómetra norður af Hellisheiðar- virkjun rétt rúmlega 19 í gærkvöldi. Upptök skjálftanna voru við Hús- múla þar sem jarðhitavatni, sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun, hefur síðasta áratuginn verið dælt niður í jörðina aftur. Í tilkynningu ON í gær kom fram að vísindafólk stofnunarinnar myndi fylgjast grannt með þróun mála í kjölfar skjálftanna. Þá var ON í sambandi við vakt Veðurstofunnar. Orkuvinnsla á Hengilssvæðinu á sér tæplega 30 ára sögu og mikið magn jarðhitavökva er tekið upp úr jarðhitakerfinu og dælt aftur niður eftir nýtingu þess í virkjunum. Ástæða þess að vatninu er dælt nið- ur í jörðina aftur er að það eykur sjálfbærni jarðhitanýtingarinnar og dregur úr umhverfisáhrifum en það er einnig skilyrði í nýtingarleyfi Orkustofnunar. Þegar breytingar hafa verið gerðar á niðurdælingu hefur það valdið smáskjálftavirkni á svæðinu. Hafði ekki áhrif á virkjunina  Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist í gær Með hverjum degi í nóvember verða birtustundir færri og sólar nýtur rétt aðeins frá miðjum morgni fram á síðdegið. Við þær aðstæður verða í umhverfi okkar oft til fallegar skuggamyndir og ljósbrot, rétt eins og sáust við Landakots- kirkju nú um helgina. Dagur styttist áfram eða fram að vetrarsólstöðum, 21. desember, en ljósa- skreytingar jólanna gera landanum lífið léttbær- ara þangað til. Ljósbrot við Landakot í skammdeginu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fáar birtustundir til að njóta í nóvembermánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.