Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is BÍLA-SÉRBLAÐ BÍLA fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 17. nóvember 2020BLAÐ Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú munt eiga líflegar og skemmti- legar samræður við aðra í dag. Taktu þó ekki öllu sem sjálfsögðum hlut. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er eitthvað að gerjast í ástarlíf- inu þínu. Temdu þér víðsýni og reyndu að sjá hlutina frá fleiru en einu sjónarhorni áður en þú gerir upp hug þinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt nauðsynlegt sé að kafa djúpt í sum mál er ástæðulaust að leita svo djúpt að maður nái ekki að krafla sig upp aftur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þetta er góður tími til að ígrunda framtíðaráform þín. Reyndu að takmarka aðgengið svo þú getir sinnt því sem máli skiptir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagurinn í dag er æfing í samþykki – á sjálfum þér, félögum þínum og núverandi aðstæðum. Daginn ættir þú að nota í til- raunastarfsemi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að komast í smáfrí til að endurnýja sjálfan þig til sálar og líkama. Hikaðu ekki við að fara fram á það sem þú átt skilið því þú hefur unnið fyrir því. 23. sept. - 22. okt.  Vog Óskhyggja getur verið upphaf veg- ferðar ef maður leyfir sér að tala upphátt. Sýndu öllum sem þú hittir fulla kurteisi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur náð töluverðum ár- angri í starfi en þú þarft að leggja enn harðar að þér til að ná enn lengra. Reyndu eftir fremsta megni að miðla málum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er rétti tíminn til þess að fitja upp á einhverju nýju, hvort heldur er í einkamálum eða atvinnu. Forvitnin heltek- ur þig hreinlega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þeir verða margir sem vilja seil- ast í hjálpsemi þína í dag. Hvatning frá nokkrum vinum virkar eins og plástur á litla (eða stóra) sárið á sálartetrinu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú færð óvæntar gleðifréttir svo full ástæða er til að gera sér glaðan dag. Gættu þess bara að aðrir misskilji þig ekki, þegar þú vilt draga þig í hlé. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það mun reyna verulega á þig í dag, en þú ert tilbúinn í slaginn og hefur ráð til þess að sjá fram úr erfiðleikunum. Takist þér það mun það veita þér mikla gleði. A rndís Hjartardóttir fæddist 16. nóvember 1950 í Fagrahvammi við Skutulsfjörð. For- eldrar hennar voru bæði búin að missa maka sína og voru komin á miðjan aldur þegar þau giftu sig. Arndís var elsta barn af þremur börnum þeirra saman, en móðir hennar átti þrjú börn fyrir og pabbi hennar fjögur börn. „Ég elst upp við mikið ástríki og á stóru heimili því þau tóku fósturbörn og við vorum aldrei færri en tíu í heim- ili og tvöfalt fleiri á sumrin. Við lærðum strax að hjálpa til og ég man eftir mikilli gleði og við krakkarnir gátum alltaf leikið okkur á kvöldin. Ég átti bestu vinkonu á næsta bæ, Guðmundu Veturliðadóttur, og hún beið meira að segja eftir mér í eitt ár svo við gætum farið saman á hús- mæðraskólann.“ Eftir grunnskólann í sveitinni fór hún í Gagnfræðaskólann á Ísafirði. Þar bjó hún hjá Önnu Hjartar- dóttur, eldri systur sinni, og fór heim um helgar. Á Ísafirði eignaðist hún góðar vinkonur sem hún hittir alltaf reglulega. Eftir gagnfræða- skólann vann Arndís heima við sveitabúið, en síðan fór hún í Hús- mæðraskólann á Varmalandi í Borg- arfirði. „Já, ég fór í níu mánaða klaustur í Húsmæðraskólann,“ segir hún og hlær. „Við vorum læstar inni klukkan átta á kvöldin, en þetta var samt dásamlegur tími og við höldum allar sambandi ennþá.“ Arndís fór hringtrúlofuð í skólann og beið í festum þar til skólinn var búinn. „Við Finnbogi byrjuðum að búa haustið 1968 á Ísafirði, en hann var að læra vélsmíði í Vélsmiðjunni Þór og ég fór að vinna í sundlaug- inni. Svo giftum við okkur 27. des- ember 1969 í kirkjunni hérna í Bol- ungarvík. Veislan átti að vera inni á Ísafirði, en Óshlíðin lokaðist á með- an svo við komumst ekki í eigin veislu. Daginn eftir urðum við að labba yfir skriðu til að geta komist yfir á Ísafjörð. Hjónin bjuggu í tvö ár á Ísafirði en voru ekki sammála um hvar þau vildu búa. Hann vildi flytja niður á eyri en hún inn í fjörð svo þau ákváðu að flytja til Bolung- arvíkur 1970 og hafa búið þar í 50 ár. Elsta barnið fæddist um sumarið og þau áttu fjögur börn á fimm árum svo það var nóg að gera á heimilinu. Arndís sá um börn og bú, meðan Finnbogi rak vélsmiðjuna Mjölni með bræðrum sínum. Þegar börnin eru að komast á legg fer Arndís að vinna í frystihúsinu, en árið 1982 fór hún að vinna á skrifstofunni í fyrir- tækinu þeirra, Mjölni. Smám saman fór hún að sjá um alla pappírsvinnu og bókhaldið í fyrirtækinu. „Reynd- ar eldaði ég ofan í þá líka, en svo hætti ég því þegar ég flutti heim með skrifstofuna þegar ég þurfti að fara í liðskipti fyrir sex árum og eft- ir það þurftu þeir bara að fá sér brauð.“ Það hefur alltaf verið líf og fjör í kringum Arndísi, enda hún oft köll- uð Orku-Dísa og mikill gestagangur á heimilinu í Víkinni og oft sofið í öll- um hornum. „Einu sinni bjó hér vinnuflokkur og var bara í barna- herberginu og í annað skipti var hjá mér fjölskylda á meðan þau biðu eft- ir nýju húsnæði og þegar maðurinn og börnin voru farin á morgnana var opnuð hárgreiðslustofa í herberg- inu,“ segir Arndís og hlær. Hjónin áttu tvö sparibörn ellefu árum eftir fjögur fyrstu. „Ég átti 3ja ára ömmubarn, þegar yngsta mín fæddist. Það var oft gantast með það við ömmustelpuna mína að hún væri að passa Sigríði móðursystur sína.“ Árið 2005 fór Arndís í Brautar- gengi kvenna til að stofna fyrirtæki og hún stofnaði með dætrum sínum Mánafell ehf. sem er með íbúðagist- ingu og íbúðir í langtímaleigu í Bol- ungarvík. „Maður situr ekki alltaf kyrr,“ segir hún. „Síðan hef ég verið að selja Herbalife og verið mjög virk þar og ferðast mikið með þeim er- lendis. Dætur mínar segja að líklega sé ég bara ofvirk.“ En þrátt fyrir mikið barnalán hef- ur Arndís einnig kynnst sorginni. „2. nóvember 1991 misstum við einka- soninn í slysi. En eins og ég segi, þá átti ég svo mikið og ég vil þakka fyr- ir að hafa átt hann í 16 ár. Það er bara mitt lífsmottó að hafa gleði í kringum mig og gefa af mér.“ Arndís er búin að vera í sauma- klúbbnum Lykkjunni frá 1975 en það er hópur átta kvenna sem allar eru frá Ísafirði en giftust til Bolung- arvíkur, og greinilegt að vin- áttuböndin eru sterk í hennar lífi. „Svo erum við hjónin hobbíbændur Arndís Hjartardóttir skrifstofumaður og húsmóðir – 70 ára Fagrihvammur Arndís að ríða í hlað á æskuheimili sínu í Fagrahvammi. Komst ekki í eigið brúðkaup Hjónin Arndís og Finnbogi hafa búið í Bolungarvík í 50 ár og fara alltaf á hið landsfræga þorrablót bæjarins. 30 ára Guðný er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er hár- snyrtir og það hefur ekki verið mikið að gera í þessu Covid- ástandi en það stend- ur til bóta. Helstu áhugamál Guðnýjar eru hreyfing og úti- vist. Eins hefur hún mjög gaman af ferðalögum, sérstaklega utanlands- ferðum, en hún var flugfreyja hjá WOW air. „Svo er pabbi frá Vestmannaeyjum og ég hef alltaf verið mikið þar.“ Sonur: Emil Tumi, f. 2019. Foreldrar: Þuríður Guðmundsdóttir, f. 1965, vinnur í Landsbankanum, og Örn Hafsteinsson, f. 1965, vinnur hjá Bau- haus. Þau búa bæði í Reykjavík. Guðný Arnardóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is 30 ára Ívar Karl er Reykvíkingur í húð og hár og býr núna í mið- bænum. Hann er bók- menntafræðingur og kynjafræðingur. Núna er Ívar Karl í námi í iðn- aðarverkfræði í Há- skóla Íslands. Helstu áhugamálin eru bókmenntir og kvikmyndir og orðræðu- greining. Maki: Hanna Guðmundsdóttir, f. 1982, lögfræðingur. Börn: Hrappur Birkir Pálsson, f. 2008, og Stígur Snær Ívarsson, f. 2014. Foreldrar: Sigríður Erla Gunnarsdóttir, f. 1958, rekur bókabúð, og Bjarni Guð- björnsson, f. 1953, vann við steypu- sögun. Þau búa í Reykjavík. Ívar Karl Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.