Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 PON Pétur O. Nikulásson ehf. | Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA PON er umboðsaðili Á mínum uppvaxtarárum voru lesnar bækur sem voru eingöngu prentaðar hér á landi. Engum útgef- anda eða rithöfundi datt í hug að senda eitt einasta handrit til prent- unar erlendis, ekki einu sinni nób- elsskáldinu. Það er eitthvað annað en nú til dags, þegar enginn virðist treysta íslenskum prentsmiðjum eða prentiðnaðarfólki til að framleiða bækurnar, nema kannski þeir sem gefa út bækurnar sínar sjálfir, og hélt ég þó að íslenskar prentsmiðjur í dag gæfu hinum erlendu ekkert eft- ir hvað gæði prentunar snertir. Nú eru uppi þeir tímar sem öll landa- mæri heimsins eru að meira eða minna leyti lokuð og hver þjóð verð- ur að vera sjálfri sér nóg. Hvernig væri þá að veita prentsmiðjum og prentiðnaðarfólki atvinnu með því að láta prenta bækurnar aftur hérna heima í stað erlendis? Nú er lag til þess að styðja og efla íslenskan prentiðnað. Ekki veitir af. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Styðjum íslenskan prentiðnað Morgunblaðið/Styrmir Kári Á degi íslenskrar tungu setjum við árlega Stóru upplestrarkeppn- ina í Áslandsskóla. Í keppninni taka ár hvert þátt nemendur í 7. bekk skólans. Markmið keppninnar er að auka hlut talaðs máls í skólum landsins og auka vitund þjóð- arinnar um mikilvægi þess. Þar gefst gott tækifæri til að leggja markvissa rækt við tvo þætti móðurmálsins, vandaðan upplestur og framsögn. Áhersla er lögð á að nemendur lesi upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Keppnin fer þannig fram að kenn- arar undirbúa nemendur sína og halda undankeppni innan skólans þar sem valdir eru nokkrir nemendur til áframhaldandi keppni. Sá hluti kall- ast ræktunarhluti. Undankeppnin er haldin í skólanum, þar sem 10 nem- endur lesa að jafnaði til úrslita, og þaðan halda tveir nemendur til þátt- töku í lokakeppninni sem fram fer í Hafnarborg, menningar- og lista- miðstöð Hafnarfjarðar. Sá hluti keppninnar er gjarnan nefndur hátíð- arhluti. Lokahátíðir eru í raun uppskeruhá- tíðir, þar sem uppskeru mikillar þjálf- unar er fagnað. Vandaður upplestur er óhugsandi án undirbúnings og leggja kennarar á sig mikla vinnu við þjálfun nemenda. Markmiðið er að lesturinn sé vel und- irbúinn og nemandinn svo öruggur að ekki sé lengur um lestur að ræða heldur flutning. Upplestur er nær til- gangslaus nema hann sé áheyrendum til skiln- ings og ánægju. Til þess að auðvelda börnunum að ná þessu markmiði hvetjum við foreldra til þátttöku í undirbúningi barna sinna, með því að hlusta á þau og aðstoða við val á texta þegar þeim er falið það verkefni að koma með texta að eigin vali. Við þjálfun nemenda er að ýmsu að hyggja. Farið er yfir rétta líkams- stöðu, standa í báða fætur, draga and- ann djúpt og horfa fram. Mikilvægt er að röddin berist, styrkur hennar sé réttur og öndun rétt. Við upplestur þarf stundum að kveða fastar og skýr- ar að heldur en í venjulegu tali milli fólks og framburður þarf að vera vandaður og skýr svo að hvert orð skiljist. Merking texta þarf að komast til skila til dæmis með því að hægja á lestrinum, setja þagnir inn á réttum stöðum og koma blæbrigðum til áheyrenda án ofleiks. Góð samskipti við áheyrendur verða til þess að þeir fylgjast betur með og upplifa að talað sé til þeirra. Stóra upplestrarkeppnin er að mínu mati eitt allra merkilegasta þró- unarverkefni sem unnið hefur verið að í skólum landsins. Verkefnið hófst árið 1996 með þátttöku nemenda í Hafnarfirði og á Álftanesi með það að markmiði að styðja við þann þátt aðalnámskrár um framsögn og tján- ingu. Svo skemmtilega vill til að ég var þá umsjónarkennari í 7. bekk í Öldutúnsskóla og hef því fylgt þessu verkefni frá upphafi. Verkefnið hefur vaxið og dafnað undir styrkri stjórn Ingibjargar Einarsdóttur, fyrrver- andi skrifstofustjóra Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Ingibjörg hefur verið vakin og sofin yfir verkefninu og stýrt því af miklum myndarbrag. Án rækt- arsemi hennar við verkefnið hefði það aldrei vaxið og dafnað eins vel og það hefur gert. Á landsvísu hefur verkefnið verið rekið af Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn. En nú hafa Raddir ákveðið að „senda barnið að heiman“ en með hvatningu til sveitarfélaganna um að taka við verkefninu. Ég tek undir þá hvatningu og tel að Hafnarfjörður og önnur sveitarfélög eigi að taka verkefninu fagnandi og móta sína upplestrarkeppni. Með þeim hætti getum við með góðri sam- visku stutt við þennan mikilvæga þátt móðurmálskennslunnar hér eftir sem hingað til. Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast Eftir Leif S. Garðarsson » Stóra upplestrar- keppnin er að mínu mati eitt allra merkileg- asta þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í skólum landsins. Leifur S. Garðarsson Höfundur er skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.