Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 Þjóðadeild UEFA A-deild, 2. riðill: Danmörk – Ísland .................................. 1:2 Belgía – England .................................... 2:0 Staðan: Belgía 5 4 0 1 12:4 12 Danmörk 5 3 1 1 6:3 10 England 5 2 1 2 3:4 7 Ísland 5 0 0 5 3:13 0 A-deild, 1. riðill: Holland – Bosnía ..................................... 3:1 Ítalía – Pólland ........................................ 2:0  Ítalía 9, Holland 8, Pólland 7, Bosnía 2. A-deild, 3. riðill: Svíþjóð – Króatía .................................... 2:1 Portúgal – Frakkland ............................. 0:1  Frakkland 13, Portúgal 10, Króatía 3, Svíþjóð 3. A-deild, 4. riðill: Sviss – Spánn ........................................... 1:1 Þýskaland – Ukraína .............................. 3:1  Þýskaland 9, Spánn 8, Úkraína 6, Sviss 3. B-deild, 1. riðill: Austurríki – Norður-Írland ................... 2:1  Austurríki 12, Noregur 9, Rúmenía 4, Norður-Írland 1. B-deild, 2. riðill: Slóvakía – Skotland ................................ 1:0 Tékkland – Ísrael .................................... 1:0  Skotland 10, Tékkland 9, Ísrael 5, Sló- vakía 4. B-deild, 3. riðill: Tyrkland – Rússland .............................. 3:2 Ungverjaland – Serbía ........................... 1:1  Rússland 8, Ungverjaland 8, Tyrkland 6, Serbía 3. B-deild, 4. riðill: Wales – Írland ......................................... 1:0 Búlgaría – Finnland ................................ 1:2  Wales 13, Finnland 12, Írland 2, Búlg- aría 1. C-deild, 1. riðill: Kýpur – Lúxemborg ............................... 2:1 Aserbaídsjan – Svartfjallaland .............. 0:0  Svartfjallaland 10, Lúxemborg 9, Aserbaídsjan 5, Kýpur 4. C-deild, 2. riðill: Norður-Makedónía – Eistland .............. 2:1 Georgía – Armenía .................................. 1:2  Norður-Makedónía 9, Armenía 8, Georgía 6, Eistland 2. C-deild, 2. riðill: Slóvenía – Kósóvó ................................... 2:1 Moldóva – Grikkland .............................. 0:2  Slóvenía 13, Grikkland 11, Kósóvó 2, Moldóva 1. C-deild, 4. riðill: Hvíta-Rússland – Litháen ...................... 2:0 Albanía – Kasakstan ............................... 2:1  Hvíta-Rússland 10, Albanía 8, Litháen 5, Kasakstan 4. D-deild, 1. riðill: Malta – Andorra ...................................... 3:1 Lettland – Færeyjar ............................... 1:1  Færeyjar 11, Malta 8, Lettland 4, An- dorra 2. D-deild, 2. riðill: San Marínó – Gíbraltar .......................... 0:0  Gíbraltar 7, Liechtenstein 4, San Marínó 2. Undankeppni EM U21 1. riðill: Írland – Ísland.......................................... 1:2 Lúxemborg – Ítalía.................................. 0:4 Staðan: Ítalía 9 7 1 1 23:4 22 Ísland 9 6 0 3 16:12 18 Írland 9 5 1 3 13:7 16 Svíþjóð 8 5 0 3 27:8 15 Armenía 8 1 0 7 4:7 3 Lúxemborg 9 1 0 7 2:27 3 Portúgal SL Benfica – Sporting ............................ 0:3  Chloé Lacasse lék allan leikinn með SL Benfica. Frakkland Le Havre – Bordeux ............................... 0:2  Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir léku allan leikinn með Le Havre. Svíþjóð Kristianstad – Linköping....................... 1:2  Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Kristianstad á 83. mín- útu Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Rosengård – Växjö.................................. 0:1  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård Djurgården – Uppsala............................ 2:0  Guðrún Árnadóttir og Guðbjörg Gunn- arsdóttir léku allan leikinn með Djurgår- den  Anna Rakel Pétursdóttir var ekki í leik- mannahópi Uppsala England D-deild Bradford – Exeter................................... 2:2  Jökull Andrésson lék allan leikinn með Exeter. Katar Deildabikarinn, 8-liða úrslit Al-Arabi – Al Saliliya..................... 6:7 (2:2)  Heimir Hallgrímsson þjálfar Al-Arabi Ítalía C-deild Padova – Matelica ................................... 3:0  Emil Hallfreðsson lék fyrstu 61 mín- útuna með Padova.  Hinriksdóttur að þakka en Keflvík- ingurinn spilaði hverja einustu mín- útu í leiknum og skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsend- ingar. Sara bar íslenska liðið á herðum sér og hvað eftir annað skoraði hún úr gríðarlega erfiðum skotum með nokkra búlgarska varnarmenn í sér. Því miður voru ekki margir aðrir leikmenn sem náðu sér á strik. Þóra Kristín Jónsdóttir kom næst á eftir með átta stig, en hún hitti að- eins úr þremur af þrettán skotum sínum. Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði sex stig en hitti aðeins úr einu af fimm skotum sínum utan af velli. Skotnýting íslenska liðsins var yfir höfuð alls ekki nægilega góð eða 27,3 prósent. Þá hitti íslenska liðið aðeins úr þremur af 23 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga lín- una. Tveir skellir á Krít Ísland lék tvo leiki í Heraklion en liðið lá gegn Slóveníu í fyrri leikn- um 58:94. Var ljóst að verkefnið yrði afar erfitt því langflestir leik- menn íslenska liðsins höfðu ekki æft né spilað í nokkrar vikur vegna takmarkana hér á landi vegna kór- ónuveirunnar. Liðið var því alls ekki í miklu leikformi gegn tveimur sterkum andstæðingum. Ísland átti að leika við Slóveníu á heimavelli og Búlgaríu á útivelli en vegna veir- unnar fóru báðir leikir fram á Krít og máttu leikmenn lítið annað gera en að æfa, spila og eyða tíma á hót- elherbergjum þess á milli. Tveir leikir eru eftir af und- ankeppninni; gegn Grikklandi og Slóveníu í febrúar. Á Ísland að leika við Grikkland á heimavelli og Slóv- eníu á útivelli, en of snemmt er að segja hvort það gangi eftir. Stórleikur Söru dugði ekki  Ísland fékk skell gegn Búlgaríu á Krít Ljósmynd/FIBA Best Sara Rún Hinriksdóttir var besti leikmaður íslenska liðsins. KÖRFUBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í körfu- bolta mátti þola 74:53-tap fyrir Búlgaríu í fjórða leik sínum í und- ankeppni EM 2021 í borginni Her- aklion á Krít á laugardag. Ísland vann seinni hálfleikinn með tveimur stigum en erfiður fyrri hálfleikur varð liðinu að falli, staðan eftir hann var 44:21, Búlgaríu í vil. Ísland hefur átt erfitt uppdráttar og tapað öllum fjórum leikjum sín- um í A-riðli og er því í neðsta sæti með fjögur stig, en eitt stig fæst fyrir tap í keppninni. Slóvenía er efst með átta stig og Grikkland og Búlgaría koma þar á eftir með fjög- ur stig. Sara fór á kostum Íslenska liðið lék án Helenu Sverrisdóttur sem er ólétt og Hild- ar Bjargar Kjartansdóttur sem er meidd. Hafa þær verið bestu leik- menn liðsins undanfarin ár og því ljóst að Ísland ætti afar erfitt verk- efni fyrir höndum gegn sterku búlgörsku liði. Sóknarleikur ís- lenska liðsins gekk afleitlega fram- an af leik og skoraði liðið aðeins sjö stig í fyrsta leikhluta. Sem betur fer batnaði sóknarleikurinn til muna í næstu þremur leikhlutum og það var fyrst og fremst Söru Rún Íslendingalið Djurgården, sem þær Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðrún Arnardóttir spila með, bjargaði sér frá falli í lokaumferð sænsku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu í gær með því að vinna 2:0-sigur á Uppsala. Svava Rós Guðmunds- dóttir og stöllur í Kristianstad töp- uðu gegn Linköping á heimavelli, 2:1, Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Þá tapaði Rosengård 1:0 á úti- velli gegn Växjö þar sem Glódís Perla Viggósdóttir spilar. Töpin komu ekki að sök, bæði lið fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Björguðu sér á lokadeginum Morgunblaðið/Eggert Úrvalsdeild Guðrún Arnardóttir verður áfram í efstu deildinni. Viggó Kristjánsson fór á kostum og var markahæstur í sigri Stuttgart á Hannover-Burgdorf, 31:26, í efstu deild þýska handboltans um helgina. Viggó skoraði 10 mörk úr 11 skotum en liðsfélagi hans Elvar Ás- geirsson komst ekki á blað marka- skorara Stuttgart sem hefur níu stig eftir sjö leiki. Bjarki Már Elísson var að vanda atkvæðamikill fyrir Lemgo er hann skoraði fjögur mörk sem dugðu þó skammt í 26:18-tapi gegn RN Lö- wen. Viggó átti stórleik í þýsku deildinni Ljósmynd/Einar Ragnar Atkvæðamikill Viggó Kristjánsson skoraði tíu mörk um helgina. þess að halda öðru sæti riðilsins. Ísland átti að mæta Armeníu á Kýpur sama dag en vegna stríðs- ástandsins í Armeníu var leiknum frestað og verður að teljast líklegt að Íslandi verði úrskurðaður sigur gegn Armenum. Línur farnar að skýrast Undankeppnin samanstendur af níu riðlum. Í átta þessara riðla leika sex lið og í einum riðli leika fimm lið. Þau níu lið sem enda í efstu sæt- um síns riðils fara beint á EM en vegna kórónuveirufaraldursins verður ekkert umspil fyrir loka- keppnina sem fram fer í Ungverja- landi og Slóveníu. Þar af leiðandi fara fimm lið með bestan árangur í öðru sæti riðla- keppninnar einnig áfram í loka- keppnina og þar liggja möguleikar íslenska liðsins. Í sex liða riðlunum gilda stigin gegn neðstu liðum riðilsins ekki og það setur allt annan svip á stöðuna í undankeppninni. Frakkar eru eitt þeirra lið sem er öruggt með sæti sitt í lokakeppninni sem lið í öðru sæti síns riðils, sem og Portúgal. Baráttan um hin þrjú sætin er enn þá galopin en Rúmenía þarf sem dæmi að vinna Danmörku á heimavelli í 8. riðli á þriðjudaginn til þess fara upp fyrir Ísland á stigum. Á sama tíma þurfa Belgar að vinna Bosníu á útivelli í 9. riðli til þess að fara upp fyrir Ísland. Þá þurfa Skotar að vinna Grikki á útivelli í 4. riðli til að fara upp fyrir íslenska liðið og því ljóst að það get- ur ansi margt gerst enn þá í barátt- unni um síðustu lausu sætin í loka- keppninni. Draumurinn lifir eftir sigur í Dublin  Íslenska U21-árs landsliðið þarf að treysta á hagstæð úrslit hjá Ítalíu og Svíþjóð Ljósmynd/FIBA Átök Willum Þór Willumsson og Connor Ronan eigast við í leiknum. FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska U21-árs landsliðið í knatt- spyrnu vann afar dýrmætan sigur gegn Írlandi í undankeppni EM á Tallaght-vellinum í Dublin í gær. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði sigurmark leiksins í uppbót- artíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 72. mínútu en leiknum lauk með 2:1-sigri íslenska liðsins. Sveinn Aron Guðjohnsen kom Ís- landi yfir um miðjan fyrri hálfleik- inn en Írar jöfnuðu metin á 75. mín- útu þegar Joshua Kayode átti skot sem fór af Ara Leifssyni og í netið. Íslenska liðið fór með sigrinum upp í annað sæti 1. riðils og er nú með 18 stig eftir níu leiki, einu stigi minna en Ítalir sem eiga leik til góða á Ísland. Írland er í öðru sæti með 16 stig eftir níu leiki og Svíar eru í fjórða sætinu með 15 stig eftir átta spilaða leiki. Þann 18. nóvember mætast Ítalía og Svíþjóð á Girabaldi-vellinum í Pisa á Ítalíu og þarf íslenska liðið að treysta á að Svíar tapi stigum til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.