Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.11.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Haförn Haliaeetus albicilla Önnur heiti, meðal annars úr skáldamálinu gamla: Andhrímnir, arnkell, bengagl, bengiði, blind- viðnir, blindvitnir, egða, eggðir, fiskiörn, fuglakóngur, gallofnir, gal- lópnir, gemlir, ginnarr, gulnefur, hafgammur, hjaldarmór, hregg- skornir, hræskúfur, hræsvelgur, hvíthöfða (gamall fugl), kinnar, kum- arr, naður, sármútari, sjóörn, sæ- örn, und- gjóður, und- skornir, valfugl, valgagl, valgammur, viðrir, öglir, örn. Kven- fuglinn nefn(d)ist meðal annars assa, erna, lobba, lodda, loðbrók og loðsa, karlfuglinn ari, eglir, lubbi og ýlgur. Auk þess er margar arnar- kenningar að finna í fornum kveð- skap. Ísland Íslensk þjóðtrú geymir ýmislegt um haförninn og sumt frá dögum norrænnar trúar. Hræsvelgur heitir, er situr á himins enda, jötunn í arnar ham. Af hans vængjum kveða vind koma alla menn yfir. Svo kvað Vafþrúðnir. Yfir dyrum Valhallar sat örn og Óðinn flaug um í arnarham, sem og fleiri, þar á meðal jötuninn Þjasi Öl- valdason, faðir Skaða, konu Njarðar. Hrafninn var talinn vitrastur fugla, en örninn tignastur. Í æva- gömlum sögnum er hann tákn höfð- ingjans, sem og í draumum. Á Íslandi eru fleiri örnefni sögð tengd við örninn en nokkurn annan fugl. Arnarblóð og -fjaðrir var á einum tíma haft til ýmissa töfrabragða. Sé litið nær í tíma hefur Jón Guð- mundsson lærði bara það eitt á 17. öld, að fuglinn sé óætur. Snorri Björnsson á Húsafelli veit meira í lok 18. aldar; ef gull er látið í arnar- hreiður geta ótrúlegir hlutir gerst: úr því eggi hans, sem aldrei klekst, brýst sá mikli ránfugl sem kallast flugdreki og af gullinu skapast líka óskasteinn, að því er hinir skrök- hyggnu vilja meina. Auk þess er feiti arnarins heilnæmur áburður til græðslu og í móti verkjum, „þegar riettilega er þar med hóndlad“. Jón Árnason þjóðsagnasafnari er með aðra gerð sögunnar af drek- anum og steininum; þar eru eggin fersk og kemur sinn gripurinn úr hvoru. Og hann bætir við: Ef maður vill glepja sjónir fyrir öðrum skal taka arnarfjöður úr vinstra væng og leggja undir dýn- una sem hinn situr á. Það er og enn sögn að þau börn sem drekki meðan þau eru ung mjólk með fjöðurstaf af arnarfjöður verði ákaflega minnisgóð ... Það er ráð við því að ekki sé stolið frá manni þeim hlut sem maður vill ekki missa að maður liðar sundur gullspora arnarinnar um miðjan hælinn á henni lifandi og lætur blóð- ið sem þar af rennur drjúpa í leirker eða glerker. Þar í skal rjóða lausnar- stein þann sem heldur allri náttúru sinni, láta hann síðan blóðugan í glerflösku og nýtt messuvín þar saman við. Þetta skal standa óhreyft í sjö vikur, en að þeim liðnum má taka upp flöskuna á hinni sömu stund dags sem hún var byrgð á. Skal þá taka fjöðurstaf, dýfa honum í það sem í flöskunni er og bregða honum á eða undir þann dauðan hlut sem kyrr skal liggja. Á öðrum stað ritar Jón: Sé örn skotin þykir benda til óhapps, en sé henni hjálpað þykir hamingjusamlegt. Þórður Tómasson veit dæmi um þetta og segir í bókinni Íslensk þjóð- fræði: Einu sinni var maður á ferð og kom þar að sem örn var flæktur í viðarrótum á árbakka eftir að hafa læst klónum í vænan lax í ánni. Mað- urinn gekk að erninum og bjargaði honum úr nauð. Örninn sveif þegar í háaloft og dró arnsúg á fluginu eins og segir í gömlum sögum. Ári síðar var maðurinn við smölun á afrétti. Óvænt steypti örn sér niður að hon- um og lét svífa til hans silkiklút for- kunnarfagran. Þannig launaði hann lífgjöfina og það fylgdi sögunni að eftir þetta var lánsæld mannsins við brugðið. Kristleifur Þorsteinsson, fæddur á Húsafelli í Borgarfirði 1861, heyrði í æsku, að „örninn ætti aðeins tvö egg og með annað þeirra flygi hann á haf út og sökkti því þar á fertugu dýpi“. Annars má samkvæmt þjóðtrúnni hafa mikið gagn af arnareggjum, ef rétt er að farið. Um það segir Jón Árnason: Tak himnuna sem næst innan úr skurminum á arnareggi og ber næst höfði þér í hvirfli, þá sést maður ekki. Og líka: Ef maður ber á sér arnarfúlegg eða sprengi það í höfuð sér verður maður eins ósýnilegur; þess vegna flytja gamlar arnir fúlegg sín til hafs þrem nóttum eftir að þær hafa orpið, en hinar yngri skilja þær eftir hulin í hreiðrinu af því að þær þekkja ekki gagnsemi þeirra. Og Sigfús Sigfússon ritar: Að villast eigi í þoku. Tak hvítuna úr arnareggi, herð í vindi og lát í lér- eftspoka; og nær þú vilt brúka hana, ber hana undir hendi þinni. Jónas Jónasson frá Hrafnagili nefnir forn ráð við gulu. Eitt var það að hræra arnarheila út í þremur mörkum af víni og drekka svo. Ann- að, að drekka vatn af arnarkló og „pissa strax í eld“. Við augnveiki þótti gott að bera arnargall í augun. Við bakveiki átti að leggja arnarkló við bakið, hægri kló hægra megin, vinstri kló vinstra megin, eftir því hvoru megin takið var. Ef stilla þurfti blóðrás var ágætt talið að halda á arnarnefi. Til að greiða hag konu skyldi leggja undir hana arnar- fjöður eða -egg. Vildi maður sjá lengra eða meira en aðrir þurfti hann að ná sér í arnarauga og bera á sér eða maka því í kringum augun. Einar Guðmundsson segir í Gambanteinum, 1955, að agat finnist í arnarhreiðri, „því að án hans getur assa eigi orpið, og deyi arnarungi í hreiðri, lífgar steinninn hann". Ýms- ar leiðir voru til að ná slíkum grip og öðrum náttúrusteinum, sem of langt mál yrði að fara út í hér. Arnarklær voru meðal annars í eldhúsum og smiðjum. Stefán Filippusson frá Kálfafells- koti í Fljótshverfi segir í minn- ingabókinni Fjöll og firnindi, sem út kom árið 1948, þar sem hann er að ræða um smiðju á Núpstað: Smiðjuaflinn var hlaðinn úr grjóti og vindbelgur fyrir aftan, gerður úr sauðskinnum. Fremst á blásturs- ránni var band og bundin í arnarkló sem haldið var um þegar blásið var. Hann segir líka frá því, að í eld- húsinu hafi verið geymdir tveir arn- arhamir „og voru víst mörg hundruð ára og harðir af sóti. Hékk sinn við hvorn stafn“. Um þetta ritar Þórður Tómasson í bókinni Íslensk þjóðfræði: Ætla má að þeir [og arnarklóin] hafi gegnt tvennu hlutverki, annars vegar að varna bruna, hins vegar að tryggja matarheill, líkt og keldusvín var látið hanga í eldhúsum svo aldrei brysti kjötmat á búi. Arnarkló hang- ir enn í smiðjusveif á Núpstað. Handfang smiðjusveifar á Fagur- hólsmýri í Öræfum var arnarkló að sögn Daníels Bruun. Daníel segir að bókstafir hafi verið ristir á klóna en ekkert varð úr þeim lesið. Klóin hafði hangið þarna svo lengi sem elstu menn mundu til. Arnarklóarbuddur átti einstaka maður. Arnarlöpp var þá flegin, bein numin úr en klær látnar halda sér. Gullpening skyldi varðveita í þeirri buddu og auðsæld átti að fylgja eig- anda ... Gæsaklóarbuddur og skúmsklóarbuddur gegndu sama hlutverki. Arnarklær voru líka í kirkjum. Tvær slíkar voru til dæmis áður fyrr í Stafafellskirkju í Lóni. Þær héngu neðan í strengjum beggja klukkn- anna sem þar voru, hvor í sínum, en hurfu þaðan á árabilinu 1940-1962, enginn veit hvers vegna. Í biskups- vísitasíu 17. júlí 1944 er ekkert minnst á þær eða klukkurnar, en í biskupsvísitasíu 4. júlí 1959 segir einfaldlega: „Tvær klukkur, heldur litlar.“ Einnig voru arnarklær í Húsavíkurkirkju eystra, norðan Loðmundarfjarðar, og í Holtakirkju í Austur-Skaftafellssýslu og eflaust víðar. Ein hangir enn þá neðst í streng gamallar klukku í Sjávar- borgarkirkju í Skagafirði. Við þetta er svo að bæta, að enn einn arnarhamurinn var á Núpstað; sá var „ævagamall og fornfálegur“ eins og hinir og geymdur í hjalli. Þar voru líka „föt, reipi, reiðingar og alt annað, sem þurfti að haldast þurt“. Sæjust þrír ernir fljúga hver á eft- ir öðrum, var það fyrir stórtíðindum. Sveimuðu þeir mikið, boðaði það manndauða. Eins var maður feigur, ef lodda flaug yfir hann og gall, var sagt fyrir austan, á Mýrum í Hornafirði. Örn, sitjandi við reiðgötu eða þjóðgötu, boðaði líka feigð, segir Þórður Tómasson. Og eins var, ef örn flaug yfir höfði manns og krunk- aði. Í bók hans, Sjósókn og sjávarfang, 1993, er þetta meðal annars: Á útmánuðum 1890 sást oft örn sitja á sjógötunni vestan við bæinn í Berjaneskoti undir Eyjafjöllum. Ólafur Eiríksson, síðar kennari, hafði orð á þessu við Kort Hjörleifs- son fóstra sinn. Hann sagði: „Ekki líður langt þangað til þarna verður farið um götu með lík.“ Þann 19. maí þetta ár hvolfdi skipi á landsjónum við Leirnavarir. Formaður var Vig- fús Einarsson í Hlíð. Níu manns fór- ust og lík þeirra voru flutt upp um sjógötuna vestan við Berjaneskot. Vorið 1901 sat örn oft við þjóðgötuna sunnan í Skóganúpi. Um hana riðu nokkrir þeirra sem réðust í bana- ferðina til Vestmannaeyja með Birni Sigurðssyni í Skarðshlíð þann 16. maí 1901. Stundum bregða myrkrahöfðing- inn og árar hans sér í arnarlíki í þjóðsögum og sitja um sálir vondra manna. Örninn hefur í gegnum aldirnar verið sakaður um að hremma börn, ekki bara hér á landi. Vafalaust er eitthvað til í því. Víst er, að hann er áræðinn og – eins og það er orðað á einum stað – „svo sterkur, að hann getur flogið með haustlamb. Stund- um fer hann í selkópa, og við hefur það borið, að hann hefur krækt í fol- öld.“ Ekki fór það samt alltaf illa. Þórð- ur Tómasson ritar í bókinni Íslensk þjóðfræði: Lengi gekk í munnmælum sagan um stúlkubarnið sem örn rændi og ól önn fyrir í hreiðri sínu. Um síðir varð því bjargað en sætti þá illu at- læti. Í raunum sínum þá kvað stúlk- an þrásinnis þessar hendingar: Kalt er mér löngum, kúri ég ein í sæng. Heitara var mér forðum, undir mínum væng, undir mínum arnarvæng. Örninn í gegnum aldirnar Bókarkafli | Í bókinni Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin fjallar Sigurður Ægisson um alla ís- lensku reglubundnu varpfuglana í íslenskri og er- lendri þjóðtrú, auk haftyrðils, keldusvíns og snæuglu og hið séríslenska fyrirbæri, hverafugla. Ljósmynd/Bogi Þór Arason Fuglakóngur Haförninn hefur ýmis nöfn, til að mynda andhrímnir, arnkell, bengagl, blindviðnir, eggðir, fiskiörn, gallofnir, gemlir, hafgammur, hjaldarmór, hreggskornir, hræskúfur, kinnar, kumarr, naður, sármútari, sjóörn. Ljósmynd/Sigurður Ægisson Brunavörn Arnarkló í klukkustreng í Sjávarborgarkirkju í Skagafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.